Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 -f Nýja brúin yfir Blautukvísl. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brú yfir Blautukvísl mánuði á undan áætlun Vegurinn tilbúinn innan tíðar Selfossi. SMÍÐI brúar yfir Blautukvísl er nýlokið, einum mánuði á undan áætlun. Brúin er tvíbreið, 50 metra löng með stálbitum. Nýja Blautukvíslarbrúin er 14 kílómetrum sunnar en gamla brúin og tengist þar nýja veginum yfir Mýrdalssand. Brúin var að hluta til unnin innanhúss þar sem steyptar voru einingar sem lagðar voru ofan á brúarbitana. Yfirbrú- arsmiður var Jón Valmundsson. Unnið er að því að veita ánni undir brúna og tengja veginn við hana. Nýi vegurinn yfir Mýrdals- sand verður akfær með bundnu slitlagi innan tíðar. Tilboð voru opnuð í klæðingar nokkurra vegarkafla á Suðurlandi 13. júní, á Mýrdalssand 16 km, Þjórsárdalsveg 4 km, Laugar- vatnsveg 5,5 km og Skeiða- og Hrunamannaveg við Flúðir 1 km. Lægsta tilboð kom frá Klæðingu hf. 15.164.000, sem er 86,9% af kostnaðaráætlun. Hagvirki bauð 16.600.000 sem er 95,2%. Áætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 17.445.875 krónur. Verkinu öllu á að vera lokið 1. september. - Sig. Jóns. Jón Valmundsson yfirbrúarsmið- ur, Baldur Þorvaldsson verk- fræðingur brúardeildar og Guð- mundur Arason yfirverkfræð- ingur brúardeildar. GÓÐIR AÐGRÍPAÍ Gríptu smurostana í nýju 20 gramma dósunum í hádeginu, þeir eru handhægir fyrir fólk á hlaupum. Og þú klárar þá í einni lotu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.