Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 Frá norrænu bamavemdarþingi í Reykjavík: Barnaverndun hlýtur að mið- ast við aðstæður í hverju landi Sagft frá fyrirlestrum sem voru á dagskráþingsins í gær og rætt við Gerd Hagen frá Noregi Það var fjölmenni í Háskólabíói í gærmorgun þegar professor Tore Jacob Hegland flutti þar fyrirlestur sem hann nefndi Úrræði hins opin- bera og félagasamtaka fyrir böm og ungmenni. Helga Hannesdóttir læknir bauð hina fjölmörgu sam- komugesti velkomna og Hegland steig í stólinn. Hann mælti fyrst á íslensku og lýsti yfir ánægju sinni að koma hingað til þessa „stórfeng- lega“ lands, eins og hann orðaði það, og hóf síðan fyrirlestur sinn sem hann fluttiá„skandinavisku“ eins og hann kallaði það. í fyrir- lestrinum kom Hegland inn á ýmis samfélagsleg atriði sem eru mikil- væg fyrir böm og fjölskyldur þeirra. Að hans sögn er daglegt líf bama æ meira brotið upp jafnhliða því sem þýðing þeirra í fjölskyldunni verður á ýmsan hátt veigaminni. Sagði hann að á stundum virtust böm helst hafa því hlutverki að gegna að vera sá aðili sem foreldr- amir fá útrás á fyrir þá löngun sína að sýna einhveijum ást og um- hyggju. Þetta gerist á sama tíma og samfélagið og alls kyns stofnan- ir þess taka á sínar herðar æ meira af ábyrðinni á bömunum. Jafnframt þessu vill brenna við að reynsla kynslóðana eigi sífellt ógreiðari aðgang að þeim sem eru í mótun. Að sögn Heglands hafalLítil sam- félög að undanfömu sýnt æ meiri tilhneigingar til að „brotna saman" á sama tíma og fjölmiðlamir gegna æ stærra hlutverki í lífi fólks. Til að bregðast við öllu þessu þarf að sögn Heglands að koma til end- umýjun á úrræðum hins opinbera, stuðningur við böm og fjölskyldur eftir leiðum sem liggja í gegnum heimaslóðir , vinnustaði og skóla, jafnhliða því sem haldið verður áfram að byggja upp stofnanir og önnur samfélagsleg úrræði sem notuð em til koma bömum og ijöl- skyldum til aðstoðar. Eftir hádegi vom haldnir fjórir fyrirlestrar. Einn þeirra §allaði um leitarstarf og áhættuhópa. Það var prófessor Kauko Kouvalainen sem ræddi þar m.a. hvemig sálrænn skaði á ungum bömum getur lýst sér. T.d. sem erfiðleikar við að kom- ast í náið samband víð fólk, böm em illa talandi og eiga í vandræðum með sjálf sig að ýmsan hátt. Þetta getur orsakast af margvíslegum kringumstæðum og getur leitt til þess að bömin eigi í miklum erfíð- leikum síðar á æfínni. Síðan var fjallað um hvort hugsanlega mætti fínna einkenni um slíkan skaða það snemma hjá bömum að hægt væri að bregðast við og afstýra yfírvof- andi háska. Sagt var frá norskri rannsókn þessu að lútandi. Á þess- um fyrirlestri og þeim sem hér verð- ur greint frá á eftir vom svokallað- ir andmælendur. Hlutverk þeirra Frá fyrirlestri Heglands í Háskólabfói mun vera að varpa fram athuga- semdum sem eiga að víkka það sjónarhom sem viðkomandi mál er skoðað frá. Andmælandi á þessum fyrirlestri var Karen Hassel frá Noregi. Fjölskyldan og fyrirbyggjandi úrræði nefndi Anders Ljmge Mad- sen sinn fyrirlestur. Þar var m.a. íjallað um þá miklu umræðu sem nú á sér stað í dönsku samfélagi um það þegar Qarlægja þarf böm af heimilum vegna mikilla vand- ræða heima fyrir. Rætt var um hvaða ráð væru líkleg til hjálpar fjölskyldum sem eiga í miklum erf- iðleikum með að leysa sín mál, og gengið út frá því að aðstoðinni verði þannig háttað það hún megi gagn- ast baminu sem best. Andmælandi var Gunvor Anderson frá Dan- mörku. í fjórða fyrirlestrinum sem hald- inn var í gær fjallaði Carl Göran Svedin frá Svíþjóð um aðstöðu bama í deilum um forsjá og um- gengni. Þar kom fram að unnið hefur verið þar að rannsóknum á hvort og hvemig böm bíða tjón á andlegri heilsu við skilnað foreldra. Reynst hefur erfitt að hans sögn að koma því á hreint hvort skaði sem bam verður fyrir verði vegna skilnaðarins sjálfs eða vegna deilna um forsjá og umgengni sem oft fylgja í kjölfar skilnaða. Andmæl- andi var Aðalsteinn Sigfússon sál- fræðingu. Síðasta fyrirlésturinn hélt Jane Rowe og fjallaði hann um hvemig tryggja megi stöðugleika í bama- vemd. Ræddi Rowe um þá áherslu sem nú er lögð á að böm njóti var- anlegs stöðugleika i sínu umhverfí. Áhugi á þessu spratt upp að marki fyrir nær tuttugu árum og var þama gerð grein fyrir meginorsök- um hans. í fyrsta lagi sprettur þessi áhugi uppúr óánægju manna með ýmislegt í bamavemdarþjónustu svo og vilja þeirra til að gera þessa þjónustu sem besta. í öðra lagi sprettur hann af trú manna á mikil- vægi þess fyrir geðheilsu bama að þau búi við stöðugleika og öiyggi og geti verið sem lengst og mest samfellt í því umhverfí sem álitið er heppilegt fyrir þau. í þriðja lagi er það trú manna að fjölskyldan sé besti kosturinn sem völ sé á til þess að ná fram varanleika í samskiptum og þeirri nauðsynlegu tilfínningu að finna sig tilheyra einhveijum. í fjórða lagi vöknuðu menn til meiri skilnings á þeim mismuni sem er á bemsku og fullorðinsáram og í fímmta lagi spratt upp áhugi vegna góðrar reynslu á ættleiðingu eldri bama. Rætt við Gerd Hagen um barnaverndarmál í Noregi Gerd Hagen er þekkt kona í Noregi fyrir afskipti sín af bama- vemdarmálum. í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sagði Gerd Hagen að síðustu þijú til fjögur ár hefði ríkt mikill áhugi á bama- vemdarmálum í Noregi. Veitt hefði verið töluvert miklum peningum til þessa málaflokks og hefði það ekki síst verið gert til þess að reyna að vinna fyrirbyggjandi starf. Norð- menn hafa að hennar sögn átt í umtalsverðum erfíðleikum með nokkum hóp ungmenna sinna. Ber þar hæst vandræði vegna vímuefna- neyslu og misnotkunar á áfengi. Einnig er þó nokkur hópur unglinga í Noregi sem á ekki fast athvarf og getur ekki sinnt vinnu og reika þeir unglingar því um heimilislausir og atvinnulausir. Einnig sagði Hag- en að það ylli margháttuðum erfíð- leikum þegar vímuefnasjúklingar yrðu foreldrar, því oftar en ekki gætu þeir ekki valdið þeirri ábyrgð sem þannig legðist á þá. Á síðari áram hefur mikið verið reynt til að aðstoða Ijölskyldur til þess að leysa úr erfíðum málum og hefur stund- Professor Jacob Hegland um talsvert áunnist. Enn er því þó þannig varið að félagasráðgjafar hafa yfírleitt of margar fjölskyldur til að sinna um. Samkvæmt norskum lögum er í upphafí mikið reynt til þess að for- eldrar geti alið upp böm sín en reynist þeir algerlega óhæfír til þess þrátt fyrir aðstoð þá er bamið tekið frá foreldranum og fengið fósturforeldram til uppeldis. Þetta hefur löngum haft þann ókost að ekki hefur verið hægt að tryggja til fullnustu að bamið getið dvalið hjá fósturforeldram sínum til full- orðinsára þar sem að í norskum lögum segir að breytist kringum- stæðum foreldra þannig að þeir verið hæfari til að sinna uppeldinu þá geti þeir krafíst þess að fá böm sín aftur til sín. Þetta hefur stund- um komið fyrir og oftar en ekki hafa bömin þurft að fara frá fóstur- foreldram sínum sem þeir hafa þá kannski bundist nánum bömum og orðið að aðlaga sig nýjum kringum- Gerd Hagen stæðum hjá foreldram eða foreldri sínu. Þetta hefur oft valdið miklum særindum. En nýlega gekk dómur í norskum hæstarétti sem boðar ef til vill nýja tíma í þessum efnum. Níu ára gamall drengur hafði með samþykki móður sinnar verið komið í fóstur. Eftir mörg ár vildu fóstur- foreldramir ættleiða drenginn og gera hann að erfíngja sínum. Móðir- in neitaði og málið fór fyrir hæsta- rétt. Dómurinn hljóðaði uppá að það væri baminu fyrir bestu að hann væri ættleiddur af fósturforeldran- um og gekk það eftir. Þetta kann að varða miklu fyrir rétt fósturfor- eldra í Noregi. Að sögn Gerd Hagen er nú verið að vinna að undirbún- ingi fyrir nýja lagasetningu í mál- efnum bama í Noregi þar sem kjör bama og réttur þeirra verður tekinn til endurskoðunar. Gerd Hagen sagði að lokum að það væri mjög mikilvægt fyrir menn sem vinna að baranvemdarmálum að gera sér ljósa grein fyrir því að ekki sé vegur að taka niðurstöður rannsóknar í einu landi og ætla að láta þær gilda óbreyttar fyrir annað land. Hún lagði áherslu á að nauð- synlegt væri fyrir hvert og eitt land að vinna að lausn sinna bamavemd- armála út frá þeim kringumstæðum sem ríktu í því landi. Hins vegar gætu menn vissulega margt lært af grönnum sínum og því væri ráð- stefna á borð við norræna bama- vemdarþingið á marga grein mjög gagnleg fyrir það fólk sem sinnir bamavemdarmálum í þessum lönd- um í dag. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmynd: Bjarni Eiríksson Grænland: Fundur Vestnorræna þingmannaráðsins ÁRLEGUR fundur Vestnorr- æna þingmannráðsins verður í Jakobshavn á Grænlandi dagana 17. og 18. júlí næst komandi. Á fundinum verður ij'allað um sameiginleg hagsmunamál íslands, Færeyja og Grænlands, meðal ann- ars á sviði menningar-, samgöngu- og umhverfísmála. Af hálfu Al- þingis sitja fundinn þingmennimir Friðjón Þórðarson, sem er formaður íslandsdeildar ráðsins, Alexander Stefánsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Ámi Gunnarsson, Danfríður Skarp- héðinsdóttir og Steingrímur J. Sig- fússon. Ráðinu er ætlað að annast sam- starf Alþingis, Lögþings Færeyinga og Landsþings Grænlendinga. Það hefur tillögurétt gagnvart þjóð- þingum og stjómum landanna. (Úr fréttatilkynningv.) Herrafatnaður frá Rýmingarsala Tískuverslunin Laugavrgi 1 (8 105 Reykjavík simi 28980

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.