Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 25

Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 25 Þórshafnarför borgarstjóra lokið: Bæjarstjóra Þórshafn- ar boðið til Reykjavíkur HEÍMSÖKN Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra og fylgdarliðs hans til Þórshafnar í Færeyj- um lauk á sunnudag. Davíð notaði tækifærið meðal annars tU þess að bjóða Þórshafn- arbúum að senda sendinefnd til Reykjavíkur á næsta vori, sem væntanlega mun verða skipuð bæjarstjóranum, nokkrum bæj arfulltrúum og færeyskum kór svo einhveijir séu nefndir. „Þórshöfn kom mér fyrir sjón- ir sem athafnasamur og fallegur bær og bar vott um traust og öflugt atvinnulíf og mikla vel- megun,“ sagði Davíð. Hann sagðist telja að Reykvíkingar og Þórshafnarbúar gætu töluvert lært hvorir af öðrum. „Það er alltaf svo að þegar menn eru að vinna að sömu verkefnum, að þótt aðstæður séu ólíkar koma upp margar hugmyndir þegar menn bera saman bækur sína sem þeir geta nýtt í starfínu," sagði Davíð. „Mér hefur þótt það vera svo að á þessu hafí verið heilmikið að græða, maður getur velt því fyrir sér hvemig aðrir bera sig að.“ í Færeyjum hitti borgarstjóri meðal annars Atla Dam lögmann pg lagði homstein að nýju húsi íslendingafélagsins í Þórshöfn. Ekki er ljóst hvort núverandi bæjarstjóri Þórshafnar, Poul Michelsen, kemur í heimsókn til Reykjavíkur að ári, þar sem bæjarstjómarkosningar verða í Þórshöfn í desember. Davíð Oddsson leggur homstein að nýju húsi íslendingafélagsins í Þórshöfn. Við hlið Davíðs stendur kona hans, Ástríður Thorarensen, en til hægri á myndinni er formaður íslendingafélagsins, og til vinstri má sjá í bæjarstjóra Þórshafnar, Poul Michelsen. Morgunblaðið/Þorvaldur S. Þorvaldsson Úrskurður félagsmálaráðuneytisins vegna kæru íbúa við Tjamargötu: Byggingarleyfi standi óbreytt Félagsmálaráðherra hefur úrskurðað í kæm íbúa við Tjarnargötu •vegna veitingu byggingarleyfis fyrir ráðhús í Reykjavík og skal útgefið byggingarleyfi standa óbreytt. Fer hér á eftir niðurstaða ráðuneytisins: I. Á bls. 17 í greinargerð með staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar, þar sem gerð er grein fyrir hæðum húsa, er hæð fyrirhugaðs ráðhúss ekki tilgreind. Á landnotkunarkort- um á bls. 29—33 er hins vegar sýnd notkun á þremur hæðum byggingar í samkeppnisreit um ráðhús. Sam- kvæmt samþykktum teikningum er þakhæð ráðhúss, sem er aðeins Ú6 af stærð hinna hæðanna hverrar um sig, sýnd sem tæknirými og ekki gert ráð fyrir að þar fari fram dag- leg starfsemi. Samkvæmt sérfræði- legri athugun sem ráðuneytið hefur látið gera er þakhæð einungis ætluð loftræsibúnaði húss og ber því að líta á húsið sem þriggja hæða bygg- ingu. Samkvæmt teikningum af ráð- húsi, sem byggingamefnd Reykjavíkur samþykkti 28. apríl 1988, er mesta hæð þeirrar bygging- ar sem er við Vonarstræti 17,50 metrar eða rúmlega tveimur metrum meiri en ráða má af gögnum að húsið hefði orðið miðað við teikning- ar sem lágu fyrir þegar deiliskipu- lagið var staðfest. Hér er um frávik að ræða frá deiliskipulagi, sem rétt- lætir þó ekki ógildingu byggingar- leyfís. n. Kærendur halda því fram að samkvæmt byggingarleyfinu hafi flatarmál ráðhússins aukist um 16,4% frá því sem ákveðið hafi verið í deiliskipulagi og skipulagsstjóm ríkisins gerir í umsögn sinni ekki athugasemdir við þær fullyrðingar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu við staðfestingu deiliskipu- lags var gert ráð fyrir að ráðhús yrði 4.600 fermetrar. í umsögn sinni telur skipulagsstjóm ríkisins 16,4% breytingu á stærð hússins vera á mörkum þess að geta talist minni- háttar, en réttlæti ekki afturköllun byggingarlejrfis. Þá halda kærendur því fram að rúmtak hafi aukist um 27,8% frá staðfestu deiliskipulagi. Þrátt fyrir að upplýsingar um rúm- tak fyrirhugaðs ráðhúss hafi legið fyrir þegar deiliskipulag Kvosar var staðfest er ekki hægt að líta á þær upplýsingar sem hluta af deiliskipu- lagi, enda rúmtaks annarra fyrir- hugaðra bygginga í Kvosinni hvergi getið. Samkvæmt sérfræðilegri at- hugun sem ráðuneytið fól arkitekt- um að gera kemur fram að talist getur eðlilegt að hús taki breyting- um frá tillögum í samkeppni, og er talið að þær breytingar sem gerðar hafa verið á teikningum hússins séu innan marka skipulags. Þegar þetta er virt verður ekki fallist á það með kærendum að annmarkar séu slíkir að afturkalla eigi byggingarleyfi. III. í gögnum sem lágu fyrir við staðfestingu deiliskipulags var markaður ákveðinn byggingarreitur, sem skipulagsstjóm vegna aðstæðna leit jafnframt á sem lóð, þótt þess hafi ekki verið getið í gögnum. Lóð sú sem síðar er skilgreind og sam- þykkt í byggingamefnd 30. mars sl. er mun stærri en byggingarreiturinn í fermetrum talið. Afmörkun lóðar í venjulegum skilningi hefur ekki þýðingu í þessu tilviki vegna þess að ekki er fyrirhugað að girða út í tjöm eða byggja við hliðina á ráð- húsi. í skipulagslögum, sbr. 2. mgr. 13. gr., er ekki gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall sé ákveðið á ein- stökum lóðum heldur fyrir hverfi. Það verður því ekki talið að nýting- arhlutfallið 0,5 sem ákveðið er í stað- ' festu aðalskipulagi á þessum reit eigi að gilda fortakslaust um ráð- hússlóð. Þegar litið er til þess að nýtingarhlutfall á einstökum lóðum í miðbæ Reykjavíkur hefur verið hækkað verulega og að meðalnýting þeirra er 2,0—2,5 samkvæmt stað- festu deiliskipulagi, svo og að í aðal- skipulagi Reykjavíkur 1984—2004, sem auglýst hefur verið, er reiknað með að nýting á lóðinni Tjarnargata 11 sé á bilinu 2,0—2,5, verður nýt- ingarhlutfall ráðhússlóðar eigi talið vera í ósamræmi við skipulag. IV. Að því er varðar bílastæði í kjallara ráðhússins sem kærendur telja að hafi verið fækkað um 200 frá því sem ákveðið hafi verið í deili- skipulagi, skal eftirfarandi tekið fram: I greinargerðinni með skipu- laginu var bent á ýmsa möguleika til lausnar bílastæðavanda í Kvo- sinni. Besti möguleikinn var talinn vera að koma 300 bílastæðum fyrir í kjallara ráðhússins og var það sýnt á teikningum. Það verður þó ekki talið bindandi, því að í greinargerð- inni er jafnframt tekið fram að nauð- synlegt sé að fram fari verkfræðileg athugun áður en ákvörðun verði tek- in. Skipulagsstjórn ríkisins vekur at- hygli á því í umsögn sinni að borgar- yfirvöld hafí hætt við bílastæði fyrir almenning, sem áður voru hugsuð í kjallara ráðhúss. Með bréfí dags. 2. júní 1988 - óskaði félagsmálaráðu- neytið eftir því við borgaryfirvöld að þau gerðu fullnægjandi grein fyr- ir því hvar koma ætti fyrir þeim bílastæðum í suðurhluta Kvosar, sem ráð hafði verið fyrir gert í kjal!- ara ráðhúss, og hvort þau yrðu full- búin, þegar fyrirhugað ráðhús yrði tekið í notkun. í svari borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. júní 1988 kem- ur fram að fyrir liggur frumtillaga að bílageymsluhúsi á lóðunum Tjarn- argötu 10E og 12, sem eru í eigu borgarsjóðs, þar sem gert er ráð fyrir u.þ.b. 200 bílastæðum og ráð- gert er að bílageymsluhúsið verði tilbúið um líkt leyti og ráðhúss- byggingin verður tekin í notkun. Tjamargata 10E og 12 eru utan þess svæðis sem deiliskipulag Kvos- ar nær til. Þegar deiliskipulag Tjam- argötu—Suðurgötu verður lagt fram til kynningar gefst íbúum tækifæri til að gera athugasemdir við fyrir- hugað bílageymsluhús. Þegar allt framangreint er virt verður ekki á það fallist með kær- endum að byggingarleyfíð sé í slíku ósamræmi við staðfest deiliskipulag að varði ógildingu þess. Ráðuneytið telur þó nauðsynlegt að átelja vinnubrögð borgaryfirvalda í þessu máli, því frá haustinu 1987 hafa vinnubrögð borgaryfirvalda vegna undirbúnings byggingar ráð- húss Reykjavíkur einkennst af fljót- fæmi og vanvirðingu fyrir skipu- lags- og byggingarlögum svo og reglugerðum tengdum þeim og rétt- ur hins almenna borgara til að tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir verið fyrir borð borinn. Þessi vinnu- brögð hafa kallað á athugasemdir og §órar kæmr sem hafa verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Við staðfestingu ráðherra á deili- skipulagi Kvosar kom í ljós að ekki hafði verið nægilega vel staðið að kynningu á deiliskipulaginu af hálfu borgaryfírvalda, sem varð þess vald- andi að ráðherra beindi því til borg- arstjóra að hann beitti sér fyrir við- bótarkynningu á skipulagi ráðhúss- reits. Kærendur hafa réttilega bent á vafaatriði varðandi túlkun bygging- arlaga og reglugerðar, svo sem vegna þess að svokallað graftrar- leyfí var ekki veitt löglega, og var það fellt úr gildi með úrskurði ráðu- neytisins dags. 3. maí 1988. Þá hefur einnig réttilega verið bent á frávik frá staðfestu deiliskipu- lagi, þar sem veitt er byggingarleyfí fyrir húsi sem er hærra og stærra að flatarmáli en staðfest deiliskipu- lag gerir ráð fyrir. Nokkmm dögum eftir staðfestingu deiliskipulags vom lagðar fram í byggingarnefnd Reykjavikurborgar teikningar af ráðhúsi, sem var mun stærra en deiliskipulag hafði gert ráð fyrir. Ljóst mátti vera að þeir uppdrættir sem þá vom lagðir fram höfðu verið í vinnslu um nokkum tíma hjá borg- aryfírvöldum áður en deiliskipulag var staðfest. Aðeins viku eftir staðfestingu deiliskipulags var óskað eftir breyt- ingu á byggingarreit þannig að hann færðist fjær Vonarstræti. Þar sem lóðin hafði ekki verið skilgreind sérs- taklega varð að líta svo á að lóð og hyggingarreitur væm eitt og hið sama. Eftir að sú breyting var stað- fest var lóðin stækkuð þannig að það svæði sem tekið var út úr bygg- ingarreit með breytingu á staðfestu deiliskipulagi varð innan lóðar. Þá var við umfjöllun deiliskipulags lögð áhersla á þá lausn sem bíla- stæði í kjallara ráðhúss áttu að vera, sem mundu leysa að vemlegu leyti þá þörf sem er fyrir bílastæði í suður- hluta Kvosar. Skömmu eftir stað- festingu deiliskipulags var bílastæð- um í kjallara ráðhúss fækkað úr 332 í 130 stæði, og hefur því orðið nauð- sjmlegt að leita annarra leiða við að leysa bflastæðavandamál Kvosar. Af ofangreindu má ljóst vera að í veigamiklum atriðum er málsmeð- ferð borgaryfirvalda mjög ámælis- verð í þessu máli. í ljósi þess sem að framan er að vikið átelur ráðunejdið vinnubrögð borgaryfírvalda og krefst þess að framvegis verði vandað mun betur til málsmeðferðar skipulags- og byggingarmála og borgaryfirvöld virði að fullu ákvæði laga og reglu- gerða þar að lútandi. Þetta á ekki síst við í eldri hverfum, þar sem taka þarf tillit til margra ólíkra þátta. Úrskurðarorð: Byggingarleyfí fyrir ráðhúsi á lóðinni nr. 11 við Tjamargötu í Reykjavík, sem samþykkt var í byggingamefnd Reykjavíkur 28. apríl 1988 og staðfest í borgar- stjóm 5. maí 1988, skal standa óbreytt. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB1985 Hinn 10. júlí 1988 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986. Gegnframvísun vaxtamiðanr. 7 verðurfráog með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 353,30 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 706,60 Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini kr. 7.066,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2154 hinn 1. júlf n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddagá. Innlausn vaxtamiða nr. 7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1988. Reykjavík, 30. júní 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.