Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 26

Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 Mótmælin í Búdapest: Stj ómmálasamband Rúmeníu og Ungverjalands í hættu? Vín, Reuter. MIKIL spenna ríkir í samskipt- um Ungveija og Rumena eftir að Nicolai Ceausescu, forseti Rúmeníu, sagði að ekki væri víst hvort formlegt samband myndi í framtíðinni haldast milli rikjanna tveggja. Rúmensk stjóravöld fyrirskipuðu lokun ræðismannsskrifstofu Ungverja eftir að 50.000 Ungveijar í Búdapest mótmæltu fyrirætlun- um rúmenskra yfirvalda um að jafna helming þorpa í landinu viðjörðu. Á mánudaggengu 50.000 Ung- veijar fylktu liði að rúmenska sendiráðinu í Búdapest til að mót- mæla þeirri ákvörðun Ceausescus að jafna 7.000 þorp við jörðu. Telja Ungverjar sem búa í Rúm- eníu að með þessu eigi að þurrka út menningu ungverska minni- hlutahópsins í Rúmeníu. Að áögn ungverku fréttastofunnar MTI var ætlunin að efna til mótmæla vegna fyrirætlana rúmensku stjómarinn- ar í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í gær. Málgagn ungversku stjómar- innar, Magyar Hirlap, sagði í gær að vonir stæðu til að hægt væri að koma í veg fyrir frekari árekstra milli nágrannaþjóðanna. Blaðið benti þó á að bilið milli þeirra hefði breikkað mikið á und- anfömum árum. Ungveijar hafi lagt mikla áherslu á endurskoðun og endurskipulagningu á meðan Ceausescu forseti Rúmeníu hafi verið einráður þar í landi í ára- tugi. „Við verðum að vona að Rúmenar muni einnig krefjast frelsis, réttinda og aukins lýðræð- is, eins og Ungveijar hafa gert,“ segir í Magyar Hirlap. Rúmenar hafa í hótunum Ceausescu sagði að mótmælin í Búdapest lýstu aðeins þjóðemis- rembingi, beindust gegn hags- munum Rúmena og væm and- sósíalísk, að sögn opinberu frétta- stofunnar Agerpres. í ræðu sem forsetinn flutti á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í gær sagði hann að, „það væri spuming hvort að rétt væri að hafa rúmenskt sendiráð í Búdapest.“ Forsetinn fyrirskipaði að ræðismannsskrif- stofu Ungveija í Cluj í Transyl- vaníu, þar sem 1,7 milljón Ung- veija búa, skyldi lokað og starfs- fólk hennar skyldi hafa sig á brott innan tveggja sólarhringa. ERLENT Vestrænir sendimenn í Búkar- est telja ólíklegt að forsetinn slíti öll stjómmálatengsl við Ungveija- land. „Undanfarið hefur þó gætt tilhneiginga til óvæginna aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ sagði einn þeirra. Á þriðjudag undirritaði Ronald Reagan fyrirskipun þess efnis, að viðskiptaleyfi til aðila sem hafa skipt við Rúmeníu yrðu ekki end- umýjuð. Var þetta gert eftir að Ceausescu sagði að hann vildi ekki að leyfin yrðu endurnýjuð vegna þess að hann kærði sig ekki um afskipti Bandaríkjamanna af innanríkismálum. Karoly Grosz, formaður ung- verska kommúnistaflokksins, hafði í hyggju að heimsækja Rúm- eníu síðar á þessu ári, en nú er óvíst hvort af heimsókn hans verð- ur. Heim af flakki Reuter Það urðu svo sannarlega fagnaðarfundir hjá þessum mexíkönsku mæðginum á þriðjudag þegar þau hittust aftur eftir að stráksi hafði verið týndur í heilt ár. Strákurinn, sem á heima í borginni Juarez við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, var á þessu tímabili orðinn ráð- gáta bamaverndunarsamtaka beggja vegna landamæranna. Leiðtogafundur EB: „Tími átaka um fjárlög liðinn“ Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDI leiðtoga aðildarríkja Evrópubandalagsins lauk í Hannover á þriðjudag. Helstu niðurstöður fundarins voru þær að allur undirbúning- ur EB-markaðarins árið 1992 væri kominn svo langt á veg að ekki yrði aftur snúið. Af fréttatilkynningum og ummælum leiðtoganna eft- ir fundinn verður ekki betur séð en að öllum líki þetta vel. Leiðtogamir lýstu ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur frá fundi þeirra í febrúar sl. Gert er ráð fyrir því að fyrir lok þessa árs verði framkvæmdastjómin búin að leggja fyrir ráðherranefndimar mestan hluta þeirra tillagna sem varða undirbúning innri markaðar- ins. Nú þegar hafa ráðherranefndm afgreitt þriðjung þessara tillagna. Á fundi leiðtoganna á Rhodos í desemb- er verður lögð fram skýrsla um gang undirbúningsins en fundurinn verður helgaður umræðum um hann. Leiðtogamir lögðu áherslu á mikil- vægi ýmissa verkefna sem unnið er að um þessar mundir innnan EB. Þeir nefndu sérstaklega samræm- ingu óbeinna skatta innan banda- lagsins, sameiginlegan markað EB um sjónvarpsefni og einn markað í banka- og tryggingastarfsemi. Þá minntu þeir á ákvarðanir sem væru nýteknar eða í burðarliðnum s.s. um fullt frelsi í flutningi á fjármagni, sameiginlegan útboðsmarkað opin- berra verkefna og frelsi í flutningum bæði í lofti og landi. í umræðum leiðtoganna um umhverfísmál og mengun lögðu þeir áherslu á sam- vinnu á alþjóðavettvangi og hvöttu framkvæmastjómina til að leggja fram tillögur sem tryggðu framlag Evrópubandalagsins á því sviði. Það efni sem helst var búist við ágreiningi um var sameiginleg pen- ingastjóm aðildarríkjanna og stofnun seðlabanka fyrir bandalagið. Sam- komulag varð um að skipa nefnd undir forsæti Delors til að fara ofan í saumana á þessu máli. Neftidin á að skila áliti tímanlega næsta vor þannig að íjármálaráðherrar banda- iagsins geti rætt niðurstöður hennar áður en þær verða lagðar fyrir leið- togafund í Madrid í júní 1989. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands sem stjómaði leiðtoga- fundinum að þessu sinni, sagði að fundurinn hefði enn staðfest þann ásetning að koma á evrópskri ein- ingu. Tekið hefði verið á málum af einurð og festu og ljóst væri að í flestu efni hefði EB verið þokað fram á'við. Jacque Delors sagði við blaðamenn að þessi leiðtogafundur hefði verið með nýju sniði, á honum hafí verið opnaðar margar dyr. Tími átaka um fjárlög er liðinn, sagði Delors, á síðustu sex mánuðum hafa verið samþykktar fleiri tillögur innan EB en samþykktar voru á árabilinu 1974 til 1984. Klofningur í aðsigi inn- an kaþólsku kirkjunnar KAÞÓLSKA kirkjan horfist nú í augu við klofning, þann fyrsta i rúmlega eina öld. Á þeim tima átti hann upptök sín í vinstra arminum ef svo má segja, meðal frjálslyndra kaþólikka í Aust- urríki, Þýskalandi og Sviss, en þeir vildu ekki sætta sig við þá samþykkt Fyrra Vatikanþingsins árið 1870, að páfinn væri óskeik- ull. Stofnuðu þeir sína eigin kirkju, Gömlu kaþólsku kirkjuna eins og hún er kölluð, en henni tÚheyra nú aðeins um 200.000 manns í Evrópu og Bandaríkjunum. Hefur hún náið samband við Ensku biskupakirkjuna. Að þessu sinni kemur klofnr ingshópurinn væntanlegi úr hægri arminum. Er þar um að ræða 100-400.000 í 30 löndum, fylgis- menn Marcels Lefebvres, fransks erkibiskups á eftirlaunum og fyrr- um yfirmanns trúboðsreglu innan kirkjunnar. Telja þeir, að kirkjan hafí villst af leið á Síðara Vatík- ansþinginu á sjöunda áratugnum með því að þynna út fyrri kenn- ingar sínar og hætta að nota latín- una við messugerð. Vilja þeir taka aftur upp gamla siðu í þessum efnum. Hægristefna lefebvristanna ■ takmarkast ekki við trúna eina. Lefebvre sjálfur var í vinfengi við argentínsku herforingjanna þegar þeir réðu ríkjum og hann hafði velþóknun á Francostjóminni á Spáni og stjóm Salazars í Portúg- al. Sagði hann, að þessir menn hefðu fært þjóðimar „aftur til trú- arinnar". Flestir eru fylgismenn Lefebvres í Frakklandi, Þýska- landi og Sviss og í fyrstnefnda landinu styðja þeir gjama Þjóð- emisfylkingu Jean-Marie Le Pens. Lög og regla og afdráttarlaus andstaða við kommúnisma eru burðarásamir í pólitískum skoð- unum þeirra. Kirkjan fórnarlamb samsæris Lefebvristum fínnst, að kirkjan hafí orðið skuggalegu samsæri að bráð og fallið í hendur marxist- um, nýguðfræðingum og mótmæ- lendum. Lefebvre er þeirrar skoð- unar að Franska byltingin hafí innleitt hryggilegan nútímahugs- unarhátt og fijálslyndi í heiminum og að Síðara Vatíkanþingið hafí fyrir kirkjunnar hönd tekið við boðskap Frönsku byltingarinnar og um leið kommúnismans. Lefebvristum þætti víst fátt sviksamlegra við kaþólska trú en heimsókn núverandi páfa, Jó- hannesar Páls II., til Moskvu. Þegar utanríkisráðherra Páfa- garðs, Agostino Casaroli kardiná- li, var viðstaddur hátíðahöld í til- efni þúsund ára afmælis rétttrún- aðarkirkjunnar fyrir skemmstu hlýtur að hafa tekið Lefebvrista sárt að sjá hann stinga saman neflum við rússneska biskupa. Eru þeir ekki leppar sömu stjóm- ar og ofsótti kirkjuna í Úkraínu, spyr Lefebvre. Eigi alls fyrir löngu báðu kaþólikkar þess í lok hverrar messu að Rússar sneru aftur til kristni. Andkommúnismi Lefebvres helst í hendur við djúpa tor- tryggni gagnvart samkyrkju- stefnunni, þ.e.a.s. samstarfí ka- þólsku kirkjunnar við aðra kristna söfnuði. Hann heldur því fram að kaþólska kirkjan hafí eftir Síðara Vatíkanþingið látið af þeirri sann- færinu að í gegnum hana lægi eina leiðin til sáluhjálpar og að hún væri eini réttmæti vegvísirinn til opinberunar. Kirkjan gerði þetta til að nálgast aðra kristna söfnuði (sumir ræddu jafnvel samruna), sem fram til þess höfðu verið álitnir trúvillingar eins og mótmælendur til dæmis. Það sem er jafnvel enn verra er að páfí skuli virðast reiðubúinn til sam- ræðna við heiðingja. Það olli Lefebvre hneykslan þegar páfi tók þátt í bænagjörð fyrir friði ásamt Marcels Lefebvres býður bann- færing vegna þess að hann hyggst vígja biskupa í óþökk páfa. fulltrúum annarra trúarbragða en kristni í Assísí í október árið 1986. Verður þrákelknin hreyfingnnni að falli? Framan af baráttu sinni naut Lefebvre góðs af óánægju meðal kaþólikka með niðurstöðu Síðara Vatíkanþingsins. Einkum í Evr- ópu og Norður-Ameríku hörmuðu margir að hin fagra messa á latínu skyldi víkja fyrir „markaðstorgs- messu" á þjóðtungu. Mönnum mislíkaði einnig að viðtekin grundvallarlögmál kaþólskrar trúar skyldu dregin í efa. En Lefebvre komst lítt áfram innan kirkjunnar. Páll páfí VI. svipti hann hempunni árið 1976 fyrir að hafna opinberlega kenningum Síðara Vatíkanþingsins og fyrir að vígja, eða segjast hafa vígt, presta í prestaskóla sem hann setti á stofn í Econe, nærri Genf árið 1970. En hann hélt áfram að vígja presta án leyfis páfa og stofna prestaskóla í fjölmörgum löndum. Nú hefur hann u.þ.b. fímm þúsund trúarmiðstöðvar og prestaskóla á sínum snærum. En Páfagarður virti hann ekki að vettugi því þar óttuðust menn að gamli maðurinn myndi fyrr eða síðar vígja biskup. Sökum þess að til þess ama þarf þátttöku páfa myndi biskupsvígsla þýða að Lefebvre yrði sjálfkrafa bann- færður. Viðleitni til að miðla mál- um jókst eftir að Jóhannes Páll II. var kjörinn páfi árið 1978 og eftir að hann útnefndi Joseph Ratzinger kardinála sem formann Stjómardeildar trúarkenninga. Síðastliðið sumar tók Ratzinger á móti Lefebvre í RÓm. Hann kom aftur í heimsókn þann 5. maí sl. og þá var lagt fyrir hann sáttatil- boð sem fól í sér að hann hlyti viðurkenningu kirkjunnar ef hann í staðinn lýsti formlega yfír holl- ustu við Páfagarð og undirgefni við kenningar hans. En Lefebvre hélt fast við þá kröfu sína að fá að vígja biskupa án þátttöku Vatíkansins. í dag hefur Lefebvre í hyggju að vígja Ijóra af tvö hundruð prestum sínum til biskups. Páfí sendi hon- um viðvörun þann 16. þessa mán- aðar og minnti hann á hveijar afleiðingamar yrðu. Lefebvre virðist ætla að láta viðvörunina sem vind um eyru þjóta. Hann segist óhlýðnast páfa til að hlýðn- ast Guði. En þar með gæti hreyf- ing hans orðið einangrun og hriignun að bráð. The Economist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.