Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 35

Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 35 í hita spennunnar Fjallamaðurinn Berenger og borgarlöggan Poitier. Ólíkar mann- gerðir sem leggjast á eitt við að handsama stórhættulegt illmenni. Kvikmyadir Sæbjörn Valdimarsson Bióborgin/Bíóhöllin: Hættu- förin — „Shoot to Kill“ Leikstjóri Roger Spottiswo- ode. Handrit Harv Ziminel,, Michael Burton og Daniel Petrie, jr. Kvikmyndatöku- stjóri Michael Chapman. Aðal- leikendur Sidney Poitier, Tom Berenger, Kristie Alley, Clan- cy Brown, Richard Masur, Andrew Robinson. Bandarísk. Touchstone Pictures 1988. Dolby Stereo. Það var vitað mál að gott handrit þurfti til að egna ágætis- leikarann, „fyrirmyndarblökku- manninn" Poitier, útúr 10 ára afskiptaleysi af kvikmyndum. Þessi fyrrum „súperstjarna" lék síðast í myndinni A Piece of the Action 1977 og leikstýrði Hanky Panky 1982. Vafalaust hefur ekki skort tilboðin á undanföm- um ámm, Poitier aðeins beðið eftir því rétta. Og Shoot to Kill, þó ekki sé um neitt sígilt stór- virki að ræða, er ein af þessum fágætu skemmtimyndum sem halda manni föngnum frá upp- hafi til enda, ekki eitt einasta augnablik dautt. Poitier, og við öll, getum vel við unað. Kvikmyndir Sæbjörn Vaídimarsson Laugarásbíó: Rokkað með Chuck Berry o.fl — Hail, Hail, Rock’n Roll Leikstjóri og handrit Taylor Hackford. Upptökustjórn Keith Richard. Meðal þeirra sem koma fram eru Chuck Berry, Keith Richards, Eric Clapton, Julien Lennon, Linda Ronstadt, Robert Cray, Etta James. Viðtöl við Jerry Lee Lewis, Bo Diddley, Little Ric- hard, The Everly Brothers, Bruce Springsteen, Roy Orbi- son. Bandarísk. Delilah Films 1987. HI-FI. Keith Richards lætur þess getið nálægt upphafi myndarinn- ar að það hefðu orðið þáttaskil í lífi sínu þegar hann heyrði fyrst í Chuck Berry. Að þessu ætlaði hann að snúa sér í framtíðinni, en sagðist þó ekki hafa gert sér neinar vonir um að nálgast meistarann. Richards mælir hér fyrir hönd stórs hluta okkar kyn- slóðar, sem yfir höfuð heillaðist yfír gleðinni, kraftinum, hinum óútskýranlega villta sjarma sem löngum hefur fylgt tónlist og flutningi Berrys. Og það vildi Myndin segir frá sambands- lögreglumanninum (FBI) Poitier, sem lendir í óhugnanlegu morð- máli í San Fransiskó, þar sem óþekktur glæpamaður drepur gísl sinn í demantaráni. Það er greinilegt að á ferðinni er óvenju heiftug og ófyrirleitin mann- skepna, með ráð undir rifi hveiju. Glæpamaðurinn snýr Poitier af sér í San Fransiskó-flóanum og næsta spor skilur hann eftir sig norður undir landamærum ekki illa til að það voru einmitt snillingamir í Stones og að nokkru leyti Bítlarnir, sem áttu eftir að frægja nafn Berrys enn frekar þar sem báðar þessar goðsagnakenndu hljómsveitir sóttu bæði lög í smiðju meistar- ans og lærdóm. Og það er enginn annar en Richards sem á heiðurinn að þessari einstæðu mynd sem tekin er að mestu leyti á sextíu ára afmælistónleikum Berrys í St. Louis, en inná milli fléttað við- tölum við kunna tónlistargarpa um viðhorf þeirra til Berrys. Ric- hards leitaði til valinkunnra tón- listarmanna um samstarf og fékk Berry að lokum til að skilja hina sögulegu merkingu atburð- arins og gat kúgað hann til hlýðni. En það er hundur í þess- um einkennilega listamanni, sem enginn botnar virkilega í, vegna tveggja fangelsisdóma og óheppni á framabrautinni, þar sem fína letrið á samningum hans við ýmsa vafasama karakt- era kom honum oftar en ekki í koll. Maður fær bærilega innsýn 5 heim þessa lokaða manns og tónleikamir eru hrífandi, brenn- andi straumur kröftugustu rokk- tónlistar sem um getur og flutn- Kanada, í Washington-fylki. Augljóst er að hann ætlar sér að halda yfir fjöllin til Kanada og hefur laumað sér í hóp lax- veiðimanna og fjallafara í þeim tilgangi. Poitier ræður sér til aðstoðar þaulvanan mann (Ber- enger) í eftirförina, en sá er unnusti leiðsögumannsins sem fer fyrir veiðimannahópnum. Hann hefur ekkert álit á borg- arbúanum Poitier, en það á eftir að breytast eftir því sem líður á ingur Berrys og hinna frábæru listamanna sem aðstoða hann er óaðfinnanlegur. Oft langar mann að rísa á fætur og klappa, en slíkt er mjög óvarlegt hér norður við dumbshaf. Berry er stórkost- legur en Richards kemur sterk- astur út. Gripurinn er ekki væn- legur í upphafi myndarinnar. Aratuga sukk hefur sett mark sitt svo um munar á yfirborð kappans sem er í einu orði sagt útbrunnið. En undir niðri er eld- hress og bráðflinkur listamaður og ekki að sjá að allt eiturdrab- feikna erfiða eftirleitina. Og nú er fjörið rétt að byija! Hættuförin minnir talsvert á í hita næturinnar, eina frægustu mynd Poitiers frá fyrri árum. Hér er stillt upp andstæðunum, svörtum, heimsvönum borgarbúa og hvítum, jarðbundnum sveita- manni sem þefar sig áfram í fjöll- unum af sömu snilli og Poitier á malbikinu. Vænn miðhluti mynd- arinnar fer fram á hálendinu á landamærunum og nýta leik- stjóri og handritshöfundur sér aðstæðumar út í ystu æsar. Hér beijast söguhetjumar ekki að- eins við stórhættulegan morð- hund, heldur og náttúruna sjálfa, illkleif fjöll og fímindi, jökla, ofsaveður. Hér minnir Hættuför- in nokkuð á aðra, fræga útivist- armynd, Deliverance, og stendur sig ekki illa í samanburðinum. Uppgjörið fer fram í Vancouver, þá er Poitier kominn á heima- völl. Lokakaflar spennumynda em oft slökustu þættir þeirra, vilja verða langdregnir og ofsa- fengnir og Hættuförin er engin undantekning. En Spottiswoode sér til_þess að myndin verður ekki leiðinleg eitt einasta augna- blik, það er ótrúleg keyrsla frá upphafi til enda. Þeir Poitier og Berenger ná vel saman og auka- hlutverkin ágætlega mönnuð. Veiðimannahópurinn samanst- endur af góðkunnum þorpurum af hvíta tjaldinu og eykur það á óvissuna um hver sé sökudólgur- inn. Myndin er einstaklega vel kvikmynduð og klippt, fagmann- leg, bráðspennandi afþreying. bið og brennivínsþambið í gegn- um tíðina hafí gengið nærri hon- um andlega, sama er um Clapton að segja. Það er ekki hægt að gera uppá milli annarra lista- manna, þeir standa sig allir með slíkum ágætum að Hail, Hail Rock’n Roll skipar sér á bekk með The Last Waltz og örfáum öðmm topp tónleikamyndum. Nokkrir hápunktar: Carol, Nad- ine, Brown Eyed Handsome Man, í flutningi Cray, Living in the USA, í flutningi Lindu Ron- stadt og Little Queenie. Hefurðu vitað það betra WAT WJJJJA Djúpsteikingar pottar öruggur, snöggursteikirvel. Fyrirliggjandi I mörgum stærðum. Verö frá kr. 15.455,- Gæði, Þekking, Þjónusta A. IWRLSSOH HF. ' HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 r/////i Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Geggjað sex- tugsafmæli Berry á fullri keyrslu í Hail, Hail Rock’n Roll í Laugarásbíó. Kjörbók Landsbankans L & Landsbanki Sömu háu vextirnir, óháð því hver innstæðan er. íslands ~ 1 Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.