Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 Greinarhöfundur með píanistanum Evu Bollen. Sigurður Demetz með söngkennslu í Amsterdam Sigurður Demetz með tenórnum René Bouman frá Amsterdam. rödd, en hún hefur tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum. Hún á í erfiðleikum með háu tónana. Demetz lætur hana gera æfingar og getur með leiðbeining- um um öndun og staðsetningu raddarinnar rutt þessari hindrun úr vegi. Margot er yfír sig ham- ingjusöm og segir mér að sér fínn- ist Demetz stórkostlegur leið- beinandi. „Hann lætur hveija manneskju njóta sín og halda eig- in virðingu. Þessi maður andar frá sér göfuglyndi." Tenórinn René Bouman frá Amsterdam hefur hlotið menntun sína við Konservatoríið í Amster- dam. Hann hefur nú þegar sungið hlutverk Othellos við óperuna í Antwerpen. René syngur aríu úr Rigoletto eftir Verdi. Hæfíleikar hans eru miklir en Demetz hnykl- ar brýnnar og bendir honum var- fæmislega á að hann syngi á hálsinn og að með þessu áfram- haldi muni hann eyðileggja í sér röddina á nokkrum árum. Hann lætur René gera æfíngar til að ná röddinni framar í maskann. Eftir 5 tíma þessa viku syngur René aríu úr óperunni Valkyijum- ar eftir Wagner og þá kemur í ljós að hann er einn af fallegri Wagner-tenórum sem ég hef heyrt. Fréttin um þennan afburða kennara flýgur sem eldur í sinu á milli söngvara í Hollandi og það er meira að segja hringt frá Þýskalandi til að fá upplýsingar. Beiðnir um tíma hjá Demetz streyma til mín þannig að við þessa sex daga bætast tveir og eru þá kennsludagamir orðnir átta. Ein vinkona mín og starfs- systir sem alltaf hefur átt í erfíð- leikum með hæðina og kallar sjálfa sig í gríni „sópran án háa C“, fer einnig í tíma og syngur undir leiðsögn Demetz háa C-ið í fyrsta skipti í lífinu og veit varla hvað er að gerast með sig. Það er ekki undarlegt þótt ég fái margar beiðnir um að fá Dem- etz aftur til Hollands, einn þátt- takandi hefur meira að segja í huga að koma til íslands í áfram- haldandi nám hjá Demetz. Píanistinn Eva Bollen, en hún er dóttir Thoms Bollens sem er þekktur undirleikari í Hollandi, sér um það erfíða hlutverk að spila undir hjá söngvurunum og leysir það mjög vel afhendi. Hún segist gjaman verða með í næsta skipti. Sem sagt... Demetz! Þú varst stórkostlegur. Komdu fyrir alla muni aftur. Sigurður leiðbeinir söngkonunni Marga de Boer. eftir Viktoriu Spans SIGURÐUR Demetz hélt söng- námskeið í Amsterdam dagana 16.-21. maí. Söngkonan Viktor- ia Spans, sem er af íslenskum ættum og fædd á íslandi, var svo hrifin af söngkennslu hans að hún bauð honum að koma til Hollands og halda námskeið sem haldið var í „De Suite“, eða Svítunni, við Willemsparkweg í Amsterdam, en það er gamal- gróinn og þekktur staður þar sem frægt fólk hefur haldið sín námskeið. Að morgni 16. maí ríkir mikil eftirvænting. Fyrsti þátttakandi er Marga de Boer söngkona, en hún hefur í 14 ár sungið aðalhlutverk við Hoofdstadóperettuna, einu at- vinnuóperettuna í Hollandi. óper- ettan er með sýningar allt árið og ferðast um allt Holland, hún er einnig vinsæl í Þýskalandi. Marga sjmgur aríu Mimi, „Si, mi chiamano Mimi“, úr La Boheme eftir Puccini. Hin mikla þekking Demetz kemur strax í ljós. Hann gefur ábendingar um tæknileg atriði, texta og túlkun. Einn þátttakandi segir að þama sé auðsjáanlega maður með mikla sviðsreynslu, því hann kann ekki eingöngu hlut- verk sinnar eigin raddar heldur einnig hlutverk annarra í óper- unni. • Demetz breytir sér í sópran, leikur og syngur hlutverk Mimi, um leið og hann gefur Mörgu ábendingar. Og undrin gerast, rödd hennar verður fallegri með hverri mínútu og Mimi verður til á sviðinu. Næsti þátttakandi er Margot Stroink, falleg mezzó-sópran- Hafís norður af Vestfjörðum; Þörf á að vara ferðafólk við HAFÍS er nú norðurvestur af strönd landsins nálægt siglinga- Ieiðum skemmtiferðaskipa. Ferðamenn á Hornströndum eru varaðir við ísnum þar sem hættan á að hvítabirnir gangi á land er fyrir hendi. Flugdeild Landhelgisgæslunnar kannaði ísinn úti fyrir Vestfjörðum og Norðvesturlandi á þriðjudag, en ísinn var þá í þriggja til tíu sjómílna fjarlægð frá ströndinni. Hann er nokkuð gisinn og sundur- laus og bráðnandi jakar á víð og dreif. Að sögn Þórs Jakobssonar, deildarstjóra hafísrannsóknar- deildar, er ísinn óeðlilega nálægt landi miðað við árstíma. Orsökina er að finna í kyrrstæðri hæð yfír Norður-Atlandshafí og vestlægri átt sem staðið hefur í langan tíma og rekur ísinn austur. Þar sem ísinn er nálægt landi og á siglingaleiðum skemmtiferða- skipa vildi Þór vekja athygli á honum. Einnig taldi hann vert að vara ferðamenn og fararstjóra á Homströndum við, þar sem ná- lægð íssins skapar hættu af hvíta- bjömum sem kynnu að ganga á land. Hagstæð austlæg átt norður af Isiandi heldur ísnum frá sigl- ingaleiðum þar til hann bráðnar eða hverfur inn í Austur-Græn- landsstrauminn, en hann kemur þaðan. Það er óeðlilegt að hafís sé svo nálægt landinu á þessum árstíma, en hefur þó gerst áður við svipuð veðurskilyrði sumurin 1984 og 1986. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði - Ódýrt Við erum að leita að 500-600 fm ódýru iðnað- arhúsnæði til leigu fyrir matvælaframleiðslu. Má vera hvar sem er á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Erum traustir og áreiðanlegir og erum til- búnir að gera 10-15 ára leigusamning. Vinsamlega sendið tilboð til auglýsingadeiJd- ar Mbl. sem fyrst með upplýsingum um fer- metrastærð, verð pr. fermeter og heimilis- fang merkt: „Traustur leigjandi - 4891“. Farið vefður vel í gegnum öll tilboðin og því hagstæðasta tekið að sjálfsögðu. Skrifstofuhæð til leigu á Rauðarárstíg 27 í húsi Pósts og síma. Um er að ræða 3. hæð ca 300 fm, sem skipta má í smærri einingar. Lyfta er í húsinu. Uppl. í símum 985-21010 og 75141. Til leigu er húsnæði á besta stað i Skeifunni (ekki stórhýsi). Jarðhæð 468 fm iðnaðar- og/eða lagerhúsnæði, 2. hæð 468 fm og 3. hæð 343 fm fyrir þjónustustarfsemi t.d. söluskrjfstof- ur, læknastofur, snyrtistofur, heilsurækt, teiknistofur o.fl. Bílastæðin eru á eigin lóð (malbikuð með snjóbræðslu). Nánari upplýsingar í síma 672121 á skrif- stofutíma. þjönusta Lagerþjónustan auglýsir Tökum að okkur að halda og afgreiða af lag- er fyrir stór og smá fyrirtæki. Erum einnig með gott kæli- og frystirými. Áhugasamir leggi nöfn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lager - 80“ fyrir 6. júlí. Húsaviðgerðir Tökum að okkur viðhald húsa og lóða, girð- ingasmíði, hellulagnir, drenlagnir, þökulagn ir, kanthleðslur, sprunguviðgerðir, málninga- vinnu o.m.fl. Vanir menn. Upplýsingar í símum 680314 og 611125.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.