Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 41
8CI WtJT. .08 SUOAOUTMMn .aiQAJSVIUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
Skýrsia Þingmannasamtaka NATO:
Atlantshafsbandalagið
fram að aldamótum
Brussel. Frá Kristófer M. Krístinssyni, fréttarítara Morgnnblaðsins.
í VOR var gefin út skýrsla sem tekin var saman af nefnd þing-
manna sem starfaði á vegum Þingmannasamtaka Atlantshafs-
bandalagsins. Fjallað er um áherslur og ákjósanlegustu aðgerðir
Atlantshafsbandalagsins á síðasta áratug þessarar aldar og er
framlag i umræðuna um framtíð NATO. Skýrslunni er beint til
ríkisstjórna, þjóðþinga og almennings í aðildarríkjunum. Hún er
unnin í kjölfar samkomulags stórveldanna um upprætingu með-
al- og skammdrægra eldflauga, bættrar sambúðar austurs og
vesturs og vaxandi umræðu um framlag Evrópuríkja til sameigin-
legra varna bandalagsrikjanna. Lögð er áhersla á að Atlantshafs-
bandalagið sé besti kostur Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu til
að tryggja öryggi og draga úr líkum á ófriði í Evrópu.
Frá aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel.
Nýr pólitískur grundvöll-
ur
Bent er á að umtalsverðar
breytingar hafí orðið á forsendum
samstarfs Bandaríkjanna og Evr-
ópu frá lokum síðustu heimsstyij-
aldar. Evrópuríkin séu bæði efna-
hagslega og pólitískt betur í stakk
búin til að taka á sig stærri skerf
útgjalda til sameiginlegra vama
og að sama skapi aukna pólitíska
og hemaðarlega ábyrgð. Þess
vegna sé full ástæða til að taka
upp viðræður innan NATO þegar
að loknum forsetakosningum í
Bandaríkjunum í haust með það
að markmiði að gera nauðsynleg-
ar umbætur á Harmel-skýrslunni
svoköliuðu í því skyni að leggja
áherslu á skyldur Evrópurílq'anna
í vamarsamstarfínu og treysta
samstarf og samhæfíngu aðild-
arríkjanna í vamaráætlunum og
viðræðum um afvopnun. Forsend-
ur þess að viðræðumar nái tilæt-
luðum árangri séu m.a. að Evr-
ópuríkin í bandalaginu lýsi því
yfír að þau muni treysta inn-
byrðis vamarsamstarf í því skyni
að efla öiyggi Vesturlanda og
pólitíska einingu til þess að stuðla
að bættri sambúð við Austur-
Evrópu og afvopnun. Jafnframt
sé nauðsynlegt að Bandaríkin
styðji þessa viðleitni og ítreki þátt-
töku sína í vömum Evrópu bæði
með því að hafa þar herlið meðan
þörf krefur og eins að koma fyrir
kjamavopnum þar sem þau eru
líklegust til að þjóna sameiginleg-
um öiyggismarkmiðum Atlants-
hafsbandalagsins. Þá segir að
NATO-ríkin verði sameiginlega
að staðfesta, að við allar ákvarð-
anir í framtíðinni verði tekið tillit
til aukinnar þátttöku Evrópuríkj-
anna í starfsemi bandalagsins.
Hvernig treysta á
hlutverk Evrópu
Nefndin leggur til að Evró-
puríkin beini kröftum sínum að
nokkmm atriðum í framtíðinni.
Þau verði að meta árlega þær
ógnir sem steðja að vestrænu lýð-
ræði og setja fram áætlanir um
viðbrögð við þeim. Eins verði að
kanna ítarlega áhrif aukinnar
þátttöku á ýmsar stofnanir í Evr-
ópu, sérstaklega Vestur-Evrópu-
sambandið og Evrópubandalagið.
Þjóðimar freisti þess að koma á
sameiginlegu evrópsku herfylki
sem geti sinnt sérstökum verkefn-
um og aukið sveigjanleika banda-
lagsins ef neyðarástand skapast.
Til að treysta nánari hermálasam-
vinnu sé skynsamlegt að Evró-
puríkin þrói með yfírmönnum
heija sinna reglulegt samráð og
komi á tölvustýrðu samskiptakerfí
sem tengi saman þá sem vinna
að áætlanagerð innan vamar-
málaráðuneyta Evrópurílq'anna.
Nauðsynlegt sé að leggja meiri
áherslu á sameiginlegan evrópsk-
an hergagnamarkað og draga úr
þeirri sóun sem fylgir tvíverknaði
og því að margir séu að gera sama
hlutinn.
Viðfangsefni tíunda ára-
tugarins
Eftir að hafa skoðað vamar-
stefnu bandalagsins kemst nefnd-
in að þeirri niðurstöðu að betri
kostir en hún bjóðist ekki. Áhersla
á fælingu og sveigjanleg viðbrögð
sé haldbesta stefnan. Sú staða
megi ekki koma upp að hugsan-
legur andstæðingur veiji þau vopn
sem barist yrði með, ef öryggi-
skerfíð megnaði ekki að tryggja
frið.
Hlutverk kjarnavopna
Innán bandalagsins er töluverð-
ur, skiljanlegur, áhugi fyrir því
að losna undan ógn kjamavopna.
í skýrslu þingmannanna segir, að
það sé hins vegar ljóst að til þess
komi ekki nema ástand í heims-
stjómarmálum batni að mun. Það
sé því ljóst að kjamavopn muni
enn um sinn gegna mjög mikil-
vægu hlutverki í vömum Atlants-
hafsbandalagsins enda stuðli þau
a.m.k. nú um stundir að jafnvægi
og stöðugleika á hemaðarsviðinu
sem hefðbundinn herafli NATO
geti ekki veitt. Nefhdin bendir á
nokkur atriði sem hafa skuli til
hliðsjónar þegar stefnan í þessum
efnum er mótuð í kjölfar sam-
komulagsins um upprætingu með-
aldrægu eldflauganna.
Leggja ber meiri áherslu á
langdræg kjamavopn í Evrópu
og draga ber úr mikilvægi
vígvallarvopna (skamm-
drægra kjamavopna).
NATO á að sækjast eftir
samningum sem minnka heild-
aríjölda kjamavopna í Evrópu
og jafnframt samningum um
takmörkun hefðbundinna
vopna.
Við staðsetningu nýrra lq'ama-
vopna skal taka mið af ör-
yggi, margvíslegum umhverf-
isþáttum og áreiðanleika vopn-
anna.
Ákvarðanir um að koma fyrir
nýjum kjamavopnum eiga að
miðast við að draga úr líkunum
á því að til þeirra þurfí að
grípa á fyrstu ciögum ófriðar.
Staðsetning nýrra kjama-
vopna á að styrkja hefðbundn-
ar vamir en ekki gera þær
flóknari eða síður mikilvægar.
Taka á tillit til áhrifa staðsetn-
ingar nýrra kjamavopna á
pólitíska einingu innan banda-
lagsins auk hemaðariegs mik-
ilvægis þeirra.
Hefðbundnar vamir
Nefndin álítur nauðsynlegt að
efla hefðbundnar vamir Atlants-
hafsbandalagsins til að veijast
árás Varsjárbandalagsins þar sem
beitt væri hefðbundnum vopnum
svo ekki þurfí að grípa til kjarna-
vopna á fyrstu dögum styijaldar.
Jafnframt verði við áætlanagerð
tekið tillit til þeirra veikleika sem
eru á vamaráætlunum bandalags-
ins t.d. hvað snertir skotfæra-
birgðir og annað sem dregur úr
úthaldi heija þess þegar á vígvöll-
inn er komið.
Nefndin telur forgangsverkefni
að finna leiðir til að eyðileggja
sovéska skriðdreka með hefð-
bundnum vopnum, þróun hefð-
bundinna vopna sem nota má til
að eyðileggja árásartæki hljóti að
ganga fyrir í rannsóknum og íjár-
veitingum bandalagsins.
Ef litið er til þess fjármagns
sem líklegt er að verði til reiðu á
næsta áratug er óumflýjanlegt
fyrir NATO að treysta enn frekar
á varasveitir og leggja áherslu á
að skipuleggja viðbrögð heija
sinna ef til neyðarástands dregur
m.a. með því að auka hreyfanleika
þeirra að mun. Ef enginn árangur
verður í þá átt að draga úr ógn
Varsjárbandalagsins gagnvart
Atlantshafsbandalaginu verður að
tryggja meira fjármagn þannig
að jafnvægi haldist í Evrópu.
011 stjómmálaöfl innan NATO-
ríkjanna ættu að geta viðurkennt
nauðsyn þess að dregið verði úr
misvægi í hefðbundnum herstyrk
bandalaganna tveggja. Líklegt sé
að áfram verði ágreiningur um
hlutverk kjamavopna f vömum
bandalagsins en samstaða ætti
að vera um mikilvægi þess að
auka vamarmátt hefðbundinna
heija bandalagsins. Ástæða sé til
að menn leggi stjómmálaágrein-
ing til hliðar og nálgist þetta
vandamál af skynsamlegu viti og
lfti á þá möguleika sem em til
úrbóta.
Notkun nýrrar tækni og
efnahagslegt misvægi
Nefndin leggur í niðurstöðum
sínum áherslu á að aðildarríki
NATO verði að efla og samhæfa
rannsóknarstarfsemi sína á sviði
vamarmála og jafnffamt að
treysta þær reglur sem í gildi era
til að koma í veg fyrir að tækn-
inýjungar berist í hendur mögu-
legra óvina í gegnum almenn við-
skiptatengsl. Leggja verði áherslu
á hagkvæmni í þróun nýrra vopna.
Þá telur nefndin athugandi að
Evrópuríkin setji upp sameigin-
legan þróunarsjóð til að stuðla að
rannsóknum og framleiðslu á sviði
hergagna í Evrópu. Mikilvægt sé
að samstarf á sviði §arskiptabún-
aðar í geimnum sé aukið með því
t.d. að samhæfa bandaríska og
evrópska upplýsingahnetti og
tryggja þannig að upplýsingamar
gefi gleggri og samfelldari mjmd
og eins megi draga úr áhrifum
bilana í tækjabúnaði eða óhappa.
Neftidin bendir á að gildi alþjóða-
viðskipta verði ekki oftnetið til að
draga úr spennu og tortryggni
þjóða í milli. Þess vegna sé mikil-
vægt að nota öll tækifæri til að
treysta samskipti þjóða á þessu
sviði. Þá megi það ekki gerast að
efnahagslegt misvægi grafí undan
samstöðu vestrænna ríkja.
I skýrslunni fjallar nefndin um
afskipti NATO af atburðum utan
svæðis, eins og kallað er, þ.e. af-
skipti herafla ríkjanna af atburð-
um utan yfírráðasvæðis þeirra t.d.
eins og Falklandseyjastríðinu
(breski flotinn var leystur undan
NATO-skyldum sínum) og vamir
siglingaleiða í Persaflóa. Nefndin
mælir með því að sett verði á stofn
sérstakt bandalag til að sinna
málum af þessu tagi enda séu þau
ekki í verkahring Atlantshafs-
bandalagsins. Líklegt sé að af-
skipti af atburðum utan land-
svæðis bandalagsins eigi eftir að
valda umtalsverðum erfíðleikum í
stjómmálasamstarfi aðildarríkj-
anna í framtíðinni svo sem hingað
til. Á það beri einnig að líta að
full ástæða sé til þess að ríki utan
bandalagsins sem hafí hagsmuna
að gæta taki þátt í þessum að-
gerðum. Þess vegna leggur nefnd-
in til að stofnaður verði sérstakur
samráðs- og samstarfshópur með
þátttöku Japana og annarra Evr-
ópuþjóða til að sinna þessu.
Skipting Evrópu
Nefndin telur mikilvægt að á
næsta áratug verði allt gert til
þess að sameina Evrópu og þá
sérstaklega Þýskaland. Yfírráð
Sovétríkjanna yfír ríkjum Aust-
ur-Evrópu séu á allan hátt óeðli-
leg. Stefna vestrænna ríkja gagn-
vart Austur-Evrópu verði áfram
að byggjast á því sem greinir
Austur-Evrópuríkin hvert frá öðra
og Sovétríkjunum. Leggja eigi
áherslu á að umbuna þeim ríkjum
sem sýna tilburði í átt til sjálf-
stæðrar utanríkisstefnu, efnalegs
sjálfstæðis og virðingar fyrir
mannréttindum en á móti ætti að
beita hin refsiaðgerðum. Afstaða
vestrænna ríkja verði áfram að
byggjast á virðingu fyrir mann-
réttindum og sjálfstæði. Saman
og hvert í sínu lagi eigi Atlants-
hafsbandalagsríkin að vinna að
bættri sambúð við Varsjárbanda-
lagsríkin en jafnhliða verði að
brýna fyrir fólki og þjóðþingum
nauðsyn öflugra vama. Sterkt og
samheldið Atlantshafsbandalag
sé besti samningsaðilinn.
Afvopnun
Stefna Atlantshafsbandalags-
ins á samkvæmt skýrslu nefndar-
innar að byggjast á því að fækka
skammdrægum kjamavopnum
(vígvallarvopnum) en halda jafn-
framt í styrka fælingu með áreið-
anlegum langdrægum vopnum.
Atlantshafsbandalagið eigi að
leggja áherslu á samninga um
fækkun hefðbundinna vopna á
næstu áram þ.e. meðan sam-
komulagið um upprætingu meðal-
drægu flauganna er í gildi. Nefnd-
in lítur svo á að helsta markmið
væntanlegra viðræðna í Vínar-
borg um fækkun í hefðbundnum
vigbúnaði sé að ná jafnvægi gagn-
vart Austur-Evrópuríkjunum á því
sviði þannig að dragi úr spennu.
í viðræðunum um takmörkun víg-
búnaðar frá Atlantshafí til Úral-
fjalla eigi að miða að því að Var-
sjárbandalagið leysi upp herfylki
en flytji þau ekki aðeins til. Eins
mætti leggja til sameiginlegar
geymslur fyrir vopnabúnað sem
yrðu undir gagnkvæmu eftirliti
bandalaganna beggja. Semja ætti
um að stöðva framleiðslu skrið-
dreka og koma á raunhæfu eftir-
liti með verksmiðjum sem það
getá. Athugandi væri að Vestur-
veldin hefðu f bakhöndinni mögu-
leika á samningum sem byggðu
á gagnkvæmri fækkun á hefð-
bundnum vígbúnaði í smáum
skrefum ef til þess kæmi að við-
ræður strönduðu á kröfunni um
að dregið verði úr misvægi heraf-
lanna fyrst. Þannig mætti vinna
að samningum til skamms tíma
án þess að missa sjónar á
langtíma sjónarmiðum. í samn-
ingaviðræðunum ætti að fjalla um
hemaðarstefnu bandaiaganna
m.a. til að draga úr spennu og
minnka líkumar á skyndiárásum.
Nytsamlegt gæti verið að koma á
fót samráðshópi herforingja, sér-
fræðinga og embættismanna úr
austri og vestri sem fjallaði um
hemaðaramsvif hvors aðila fyrir
sig og leitaðist við að leysa þau
ágreiningsmál sem kæmu upp.
Kjörbók Landsbankans L
Landsbanki
Sættu þiq ekki við læqri ávöxtun. íslands
Banki allra landsmanna