Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 47 Afmæliskveðja: Guðrún Stefánsdóttir Lífið er skóli sem við öll göngum í. Sumir fara í gegnum þann skóla án þess að þurfa nokkum tíma að taka þung próf. Aðrir taka mörg og þung próf. Enginn veit af hvetju sumir eru látnir ganga í gegnum mörg ógurleg próf, þegar aðrir virð- ast aðeins fá klapp á kollinn og grænt ljós um að halda sínu striki. Sumir þeirra sem fá erfíð próf í skóla lífsins falla rétt eins og þeir sem falla í skóla mannanna. En aðrir ná þeim og virðast búa yfír óendanlegu og miklu andlegu þreki. Þó eru erfið próf í skóla lífsins ætíð mun erfiðari en þau sem skól- ar mannanna geta lagt á fólk því þau eru miðuð við allt önnur tak- mörk en þau sem skóli lífsins býður upp á. Skóli lífsins á það til að rífa úr okkur hjartað. En skóli mannanna er mest í því að hrista mismikið upp í heilasellunum og þjarma að okkur á annan hátt. Skóli lífsins tekur mun dýpra á okkur. Hann á það til að krefjast alls af okkur. Hluta sem enginn getur lært um í skóla hvemig á að takast á- við. Hluta sem enginn getur búið sig undir, og þó einstakl- ingurinn væri allt lífíð að reyna að búa sig undir það, yrði það tak- mörkuð hjálp því þessi próf taka á þann hátt á dýpstu hjartarótum að enginn andlegur eða veraldlegur undirbúningur samsvarar því. En fólk er sett í þessi próf alger- lega óundirbúið burtséð frá hæfni. Aftur á móti getur enginn tekið tiltekin háskólapróf án þess að fyr- ir sé viss hæfni og þekking á efninu til að gangast undir það. Að því leyti er háskólapróf bamaleikur á móti þyngri prófum í skóla lífsins. Létt og þung próf í skólum mann- anna. Létt og þung próf í skóla lífsins. Ef fólk mætti velja úr því að taka létt próf úr skóla mannanna og þung úr skóla lífsins eða þung próf úr skóla mannanna og létt úr skóla lífsins, held ég að flestar hugsandi verur myndu kjósa að fara í þungt próf í skóla mannanna en létt í skóla lífsins. En við emm ekki spurð. Sumt veljum við en annað ekki. Stundum er eins og allt sé ákveðið fyrirfram og margir fínna fróun í að álíta að svo sé. Sumt fólk fellur í prófum þeim sem skóli lífsins setur fyrir þau en aðrir ná þeim með glæsi- brag. Stundum er eins og umbun þeirra sem ná með glæsibrag sé veitt í öfugu formi, og fyrir þau eru lögð enn erfiðari próf til að reyna meira á þeirra andlega styrk og þolgæði. Rétt eins og fyrir góða nemendur í háskóla sem fá enn erfiðari verkefni ef þeim tekst vel með það sem búið er. Þannig sé ég líf vinkonu minnar Guðrúnar Stefánsdóttur frá Skuld í Vestmannaeyjum sem staðið hefur af sér fleiri og erfíðari próf í skóla lífsins en mér fínnst réttlætanlegt að lagt sé á eina manneskju. Þau verða ekki talin upp hér en þeir sem til þekkja vita um þau. Sem bam á fermingaraldri hafði ég heyrt um nokkur þeirra prófa sem hún hafði gengist undir. Þar á meðal að missa tvo syni á unga aldri. Það er meira en margur myndi álíta að hann gæti haft af. En fleiri vom prófín og af ýmsu tagi og reyndu á gmnn tilveru hennar, stundum til viðbótar erfíð- leikum á öðmm sviðum. Hugsandi um þessa hluti sem bam gerði ung og óreynd stúlka sér vissar hugmyndir um hvaða áhrif slík reynsla myndi hafa á manneskjuna. Gat ekki ímyndað sér annað en að manneskjan væri nið- urbrotin og að fas hennar myndi einkennast af sorg og biturð það sem eftir væri ævinnar. En það var bara skammsýnt viðhorf bams sem vissi ekki margt um mannlegt eðli. Fyrstu og ógleymanlegu vem- legu kynni mín af henni var er hún gaf mér það í fermingargjöf að koma til Vestmannaeyja í heim- sókn. Áður hafði gmnnur þessara kynna verið lagður hjá ömmu minni og móður og var framlengdur þama til einnar kynslóðar í viðbót. Það var lágvaxin stúlka með tak- markað sjálfsálit sem kom út úr flugvélinni þennan sumarmorgun og vissi ekki alveg á hveiju hún ætti von. Guðrún tók á móti mér og sonur hennar sem hafði ekið henni til að sækja mig. Flugvöllur- inn var fmmstæður malarvöllur en ég man ekki hvernig bíllinn var. Húsið á Heiðarveginum var stórt og myndarlegt. Mér var boðið í eld- húsið til að fá eitthvað að borða. Eiginmaður Guðrúnar, Helgi Bene- diktsson, fyrmm útgerðarmaður með meiru, kom í dymar og heils- aði upp á mig. Fermingarbamið verðúr að játa að því brá við að sjá þennan stóra dökka mann sem eig- inmann hennar. En það var einung- is dæmi um barnaskap þess og þekkingarleysi á lífinu. Fyrsta tilfinningin sem kom í hugann var hve Guðrún var ljúf og góð kona og hvað hún hefði mikið að gera með að sinna fjölskyldunni og hugsa um þetta stóra hús á þremur hæðum. Með takmarkaða vitund og vitn- eskju um skynjunarhæfileika mannsins var ég undrandi á að blindur drengur gæti greint hve lágvaxin ég var. Já, margt hefur lærst um mannlega eiginleika og óendanlega þroska og aðlögunar- hæfíleika manneskjunnar síðan þá. Einig að það er eins og sumir séu gæddir þeim hæfíleikum að missa aldrei sjónar á sólinni ,þrátt fyrir oft óendanlegt og að því er virðist óyfírstíganlegt andstreymi sé að ræða. Þannig er Guðrún í mínum augum. Þessa daga í Vestmannaeyjum gerðum við Guðrún margt saman og hún gaf sér tíma til að spjalla, bregða á leik og fara í gönguferðir þrátt fyrir stórt heimili og miklar annir. Ég fékk tilfínningu fyrir að vera virt til viðtals sem manneskja. Ég fékk innsýn í daglegt líf Guð- rúnar og daglega hringrás. Mynd sem þögul en hugsandi og feimið fermingarbarn fékk um líf Guðrún- ar hefur lifað sem góð og lær- dómsrík minning í huganum síðan. I hjarta mínu óx væntumþykja og óendanleg virðing fyrir því hvemig skap hennar og viðhorf hefur alltaf verið ljúft og bjart, þó svo margt erfítt hafi drifíð á dag- ana. Þó árin liðu stundum án þess að við sæjumst hefur plássið ávallt verið frátekið handa henni. Árin liðu og fleiri erfíð próf voru lögð fyrir. Ég varð kvíðin og spurði sjálfa mig, getur hún staðið þetta af sér. Er mælirinn ekki fullur? En alltaf var Guðrún létt í lund og þykir gaman að bregða sér út fyrir landsteinana sem einnig er kjörin aðferð til að hefja hugann upp fyrir allt og hverfa á vit ævin- týra. Það er þessi hæfileiki til að heija hugann upp til móts við ævin- týrin sem oft er mikil hjálp við að hrista af sér öll erfið áföll þegar sjór lífsins tekur sitt. Stundum er eins og manneskj- unni sé lagt svo margt til á móti því sem á hana er lagt. Guðrún er svo sannarlega í þeim flokki og hefur komið samferðamönnum á óvart með sinni sérstöku skapgerð jafn oft og prófin hafa verið lögð fyrir. Gott skap og jákvætt viðhorf ásamt eiginleika til að hefja hugann upp fyrir það að velta sér upp úr hlutunum virðist það sem þarf til að fleyta fólki í gegnum slíkt. En eftir stöndum við hin og erum jafn undrandi í hvert sinn sem hún stenst þessi erfiðu próf. Og ekki hefur hún útlit áttræðrar konu, það gæti enginn látið sér detta í hug sem sér hana. Alltaf er notalegt að heimsækja hana og við spjöllum um daglegt líf, gerum að gamni okkar og ræð- um ævintýr lífsins. Það er nú því miður ekki hægt þessa dagana þar sem hálf veröldin skilur okkur að í veruleika. Ekkert kemur þó í veg fyrir að maður hugsi til góðra vina og skreppi í heimsókn í anda. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Ástralíu. Við greiðum sparifjáreigendum Kr. 1.300.000.000,00 í skattfrjálsar vaxtatekjur um mánaðamótin ! GULLBOK METBÓK fáunvaxta á árí. $,34% raúnvaxta á — mssssmmm IRAUvS'n JR BAN K1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.