Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 49

Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 49 Minning: Sölvi Elíasson Fæddur 22.júní 1904 Dáinn 21. júní 1988 Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. (Örn Amarson) Það var hálf öld á milli okkar afa. Og með sanni má segja að þessi hálfa öld hafi bæði verið sú lengsta og jafnframt sú stysta í sögu þjóðar- innar. Hann afi minn lifði tíma örra breytinga, fæddur á skútuöldinni sá hann geimöldina sigla í höfn. Hann lifði tvær heimsstyijaldir, kreppu og kalt stríð. Þessi tíð hefur verið vandrötuð sigling fyrir mannkynið þar sem oftar en ekki hefur við borð legið að steytt væri á skeri. Afí er sá maður sem best kunni að sigla af þeim sem ég hef þekkt. Strákurinn sem oft var blautur í fætuma í Gvendareyjum fyrir mannsaldri og hlaut ákúrur fyrir var aðeins að nema þá list að lifa og sú list var enginn leikur. Sagt hefur verið að B reiðafj arðareyj amar hafi verið matarkista þegar hungur svarf að í öðrum landshlutum. En það þurfti að hafa fyrir því að opna þá matarkistu, því kynntist strákur al- inn upp hjá vandalausum í upphafi þessarar aldar. Að sigla báti um innanverðan Breiðafjörðinn er list, listin að sigla milli skers og báru, læra á sjólagið, þekkja straumana og varast þá. Og aftur til baka fær- andi björg í bú. Þetta var það nám sem afi minn hafði í vegamestið á leið sinni út í lífíð. Um frekari skóla- göngu var ekki að ræða enda efast ég um að hún hefði dugaði honum betur, þetta var sá sjóður er hann sótti í og miðlaði af. Eg vona að ég hafí að minnsta kosti lært áralagið þó ekki væri annað. Ef svo er þá er ég ríkur. Nákvæmlega fimmtíu ámm síðar var annar strákur að alast upp í stórborginni Reykjavík, borg sem spratt upp með ógnarhraða, stein- steypufrumskógur sem á margan hátt er fjandsamlegur bömum og jafnvel hættulegur. Það var því ómetanleg gæfa fyrir þennan strák í miðju rótleysinu að eiga að afa strákinn úr Gvendareyjum. Og þó tognaði úr þeim yngri, hann sæti á skólabekk í tvo áratugi, sem sá eldri fór algerlega á mis við, og hefði sprenglærða lærimeistara, fcvpn hann engan sem tók afa fram. Með honum fór hann í veiði, í fyl, lærði handtök margvíslegra starfa um leið og hann kynntist sögu og lífi alþýðu þessarar þjóðar. Strákurinn úr stein- steypufmmskóginum tók að skjóta rótum. Hjá afa fann hann að bamið er jafn mikilvægur einstaklingur og annað fólk og ekkert verk er það ómerkilegt að ekki þurfi að vanda til þess, jafnvel ekki verk bamsins. Allir menn em jafnir og störf þeirra jafn gild. Í fyrrahaust mátti stundum sjá öldung leiða annan lítinn rauðkoll um Klambratúnið, stundum var jafn- vel bolti með í för. Heim í Einholtið komu þeir ijóðir í kinnum og a.m.k. sá yngri með grasgrænu á hnjánum. En báðum þóttu kleinumar hjá ömmu góðar. Eg veit að þessar stundir gleymast ekki í bráð. Fyrir framan mig er ljósmynd sem ég er dálítið montinn af. Hana tók ég af afa mínum árið sem ég var með ljósmyndadelluna. Hún er ekk- ert tækniundur en hún sýnir afa Minning: AuðurErla Sigfriedsdóttir í dag er til moldar borin Auður Erla Sigfriedsdóttir, en hún lést að heimili sínu sunnudaginn 19. júní langt um aldur fram aðeins 48 ára að aldri. Mér er ljúft að minnast hennar svo mikil ágætiskona sem hún var. Hún var búin að vera veik í nokkra daga en engum datt í hug að liði að lokum ævi hennar, en lungna- bólga varð henni að aldurtila. Við sem eftir stöndum spyijum af hvetju einmitt núna þegar allar horfur voru á því að upp birti í lífi hennar og hægt væri að líta björtum augum til framtíðarinnar. Auður var greind kona og umfram allt stolt, hún átti við vandamál að stríða og oft bognaði hún undan veikleika sínum, en alltaf reis hún upp aftur með reisn sem einkenndi hana alla tíð. Hún hét fullu nafni Auður Erla og var dóttir hjónanna Sigurbjargar Sigríðar Þorbergsdóttur og Sigfried Björgvins Sigurðssonar. Hann rakti ættir sínar til Austur-Skaftafells- sýslu, en Sigurbjörg var fædd í vest- urbænum. Systkinin voru fimm og eru tvö á líti. Sigurður og Ásta, en hún og hennar fjölskylda voru Auði stoð og stytta og reyndust henni og bömum hennar einstaklega vel í gegnum árin og mat hún það mikils. Ung að árum giftist hún fyrri manni sínum Áma Sceving, hljóm- listarmanni, og áttu þau eina dótt- ur, Bryndísi, sem gift er Haraldi Ólafssyni. Bamaböm em þijú, Kjartan Ámi, Hrefna og Ema. Þau Ámi slitu samvistum. Seinni maður hennar er Viðar Stefánsson, vél- virki, drengur góður sem studdi hana sem best hann gat, og eiga þau þijú böm, Stefán Fannar 12 ára, Ægi Þór 9 ára og Heiðu Björk 8 ára. Hún fór ekki varhluta af and- streymi lífsins því hvert dauðsfallið rak annað í fjölskyldunni, ýmist af völdum sjúkdóma en mest vegna slysfara, hvert áfallið á eftir öðru og virtist ekki ætla að verða lát á og tók það mjög á hana eins og alla aðra í fjölskyldunni. Auður var hamhleypa til vinnu, en hún meiddist í bak og háði það henni töluvert, en samt var hún ein af þessum góðu húsmæðrum sem við hinar öfunduðum af myndarskap sínum. Ekki er hægt að skilja svo við þessi eftirmæli að nefna ekki glæsi- legt útlit hennar en hún var á sínum yngri árum eins falleg og íslenskar stúlkur geta fallegastar orðið svo unun var á að horfa. Nú er hún komin í góðan hóp ástvinanna allra sem á undan voru kallaðir og hún saknaði svo mjög. Fari hún í friði. Viðar minn, ég votta þér og böm- um þínum og öðmm ástvinum henn- ar mína innilegustu samúð. Hólmfríður minn eins og ég vil muna hann. Hann situr í stólnum sínum og lygn- ir aftur augunum eins og eftir starf- saman dag og framan á magann spennir hann hendur. Það eru þessar hendur sem eru gimsteinn myndar- innar, hendur sem sjaldan vom verk- lausar. _ Leiðsagnar þeirra hef ég notið. Ég er gæfumaður. Sölvi t Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaöir og afi, ÞORKELL SIGURBJÖRN GUÐVARÐARSON, Álftamýri 50, Reykjavík, sem lést þann 22. júní sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þann 1. júlí kl. 13.30. Svava Jónsdóttir, Steinar Bragi Þorkelsson, Kristín Steinþórsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Grímur Hannesson, Elvar Þorkelsson, Sigrún Lára Hauksdóttir, Hrefna Víglundsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Erla Viglundsdóttir, Friðrik Ragnarsson, Víglundur Víglundsson, Jóna Þorbjörnsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar og tengdamóöur, GUÐRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Reykjavfkurvegi 26, HafnarfirAI. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Anna Erlendsdóttir, Nfels Þórarinsson, Gunnar Erlendsson, Elsa Karisdóttir, Halldóra Elsa Erlendsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Aðalheiður Erlendsdóttir, Magnús Bjarnason, Sveinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.