Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 5T KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMOTIÐ 1. DEILD MorgunblaSið/Július Ormarr Oriygsson, Fram á hér í baráttu við Leiftursmanninn Friðgeir Sigurðsson og hefur betur. Pétur Ormslev fylgist með, en hann skoraði seinna mark Framara. Sjö gul spjöld á lofti LEIFTUR sótti ekki gull í greip- ar Framara á Laugardalsvelli í gœrkveldi, tveggja marka ósig- ur gegn toppliði deildarinnar var staðreynd þegar yfir lauk. Hins vegar má segja að nokkr- ir leikmenn beggja liða hafi sótt „gult“ í greipar dómarans, Magnúsar Jónatanssonar, en frammistaða hans í leiknum var hreint afleit, svo ekki sé meira sagt. Sjö leikmenn fengu gula spjaldið og það án þess að alltaf vœri hœgt að finna raunhæfa ástæðu fyrir því. Eflaust má deila um hversu mörg spjöld leikmenn verð- skulduðu, en burtséð frá því, virtist sem dómarinn hefði enga tilfinningu fyrir því sem gerðist á vellinum; áminnti hann menn fyrir „venjuleg" brot, en lét önnur grófari óátal- in. Framarar voru betri aðilinn í leiknum. Þeir heldu knettinum Viðar Þorkelsson, Pétur Am- þórsson og Ormarr Örlygsson, Fram. nánast allan fyrri hálfleikinn, spil- uðu honum oft skemmtilega á milli ■■■■■I sín og sköpuðu sér KristinnJens mýmörg tækifæri, Sigurþórsson sem of langt mál skrifar yrði að telja upp. Samt leit út fyrir að hálfleikurinn endaði án þess að mark yrði skorað. Framliðinu tókst þó að komast í skotskóna áður en honum lauk og skora sitt fyrra mark. Kom það eftir ágætan undir- búning Guðmundar Steinssonar, sem lék laglega inn í teiginn, og skaut að markinu. Markvörðurinn varði og boltinn hrökk til Péturs Amþórssonar, sem skoraði ömgg- lega. Leiftursmenn komu mun hressari til leiks í seinni hálfleik. Þeir héldu boltanum betur og sóknir þeirra urðu mun hvassari. Vöm Fram tókst þó alltaf að bægja hættunni frá og bmna í sókn, og er óhætt að segja að vöm Framara virkar mjög sterk með þá Jón Sveinsson og Ormarr Örlygsson innanborðs. Þá hafa þeir Viðar Þorkelsson fyrrir framan sig, en hann vinnur nánast öll skallaeinvígi; er sem klettur í vöminni og mjög liðtækur í sóknar- aðgerðum liðsins. Sóknaraðgerðir Fram liðsins í seinni hálfleik vom hins vegar ekki eins sannfærandi og í þeim fyrri, þrátt fyrir að þeim tækist oft að komast upp að endamörkum og senda knöttinn fyrir markið. Framarar innsigluðu svo slgur sinn á 83. mín eftir homspyrnu, og var það Pétur Ormslev sem heiðurinn átti af því að koma knettinum í netið. Fram - Lerftur 2 : 0 Laugardalsvöllur. íslandsmótið í knatt- spymu 1. deild. Miðvikudagur 28. júní 1988. Mörk Fram: Pétur Amþórsson (42. mín.) og Pétur Ormslev (83. mín.). Dómari: Magnús Jónatanson 4. Gul spjöld: Viðar Þorkelsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson og Ormarr Örlygsson, Fram. Ámi Stef- ánsson, Hörður Benónýsson og Steinar Ingimundarson, Leiftri. Áhorfendur: 997. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steins- son, Steinn Guðjónsson, Ómar Torfa- son, Ormarr Örlygsson. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Guð- mundur Garðarsson, Ámi Stefánsson, Sigurbjöm Jakobsson, Gústaf omars- son, Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson, Friðgeir Sigurðsson (Friðrik Einarsson 75. mín.), Óskar Ingimundarson (Helgi Jóhannsson 80 mín.), Steinar Ingimundarson, Hörður Benónýsson. Guðmundur hetja Víkings á Húsavík GUÐMUNDUR Hreiðarsson var hetja Víkinga á Húsavík. Hann sýndi oft mjög góða markvörslu og bjargaði Víking- um frá tapi í viðureign þeirra við Völsunga, sem láku undir stjórn nýja þjálfarans Arnar Guðlaugssonar. Leikurinn var lengi þófkenndur, en síðan fóru leikmenn Völs- ungs, sem léku undan strekkings vindi, á ferðina. Þeir sóttu grimmt ^■1 og áttu varnarleik- Magnús menn Víkings undir Márskrifar högg að sækja. Svo fráHúsavik mikið að þeir urðu eigi sjaldnar en fimm sinnum að treysta á Guðmund Hreiðarsson í fyrri hálfleiknum. mm Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi m Bjöm Olgeirsson, Kristján Olgeirsson og Guðmundur Þ. Guðmundsson, Völsungi. Með örlítilli heppni, eða með smá lægni, hefðu leikmenn Völsungs hæglega geta sett eitt til tvö mörk. Víkingar bytjuðu seinni hálfleikinn með látum, en síðan fjaraði leikur þeirra út eftir rúmar tíu mín. Eftir það var leikurinn Völsunga, sem máttu sætta sig við jafntefli, en verðskulduðu sigur. Völsungur- Víkingur 0 : 0 Húsavíkurvöllur. íslandsmótið í knatt- spyrnu 1. deild, miðvikudagur 29. júní. Dómarí: Ólafur Lárusson 6. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Geir Þorsteionsson. Gul spjöld: Trausti Ómarsson og Atli Einarsson, Víkingi Áhorfendur: 650 Lið Völsungs: Þorfinnur Hjaltason, Bjöm Olgeirsson, Helgi Helgason, The- ódór Jóhannsson, Eiríkur Björgvinsson, Kristján Olgeirsson, Jónas Hallgríms- son, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guð- mundur Þ. Guðmundsson, Sveinn Freysson, Grétar Jónason (Snœvar Hreinsson 68. mín.).. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Unnsteinn Kárason, Sigurður Guðna- son, Hallsteinn Amarson, Gunnar öm Gunnarsson, Atli Helgason, Andri Mar- teinsson, Atli Einarsson, Trausti Óm- arsson, Hlynur Stefánsson, Bjöm Bjartmanz. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Tvö skallamörk færðu Blikum sigur BREIÐABLIK lyfti sér af botni 2. deildar með sanngjörnum sigri á (BV á Kópavogsvelli í gærkvöldi, 2:1. Blikar voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Þá gerðu þeir út um leikinn með tveimur skallamörkum. Hið fyrra skoraði Grétar Steindórs- ■■■■■■ son eftir sendingu Guðmundur fyrir markið en hið Jóhannsson síðara Magnús skrifar Magnússon með skalla aftur fyrir sig í stöngina og inn eftir langt innkast. I seinni hálfleik hresstust Eyjamenn Ikvöld Tveir leikir verða leiknir í 1. deildar- keppninni í knattspymu í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 20. KR-vöUur: KR - Valur Keflavíkurvöllur: Keflavík - Þór og varð þá leikurinn tiltölulega jafn. Bæði lið áttu færi en eina mark hálfleiksins skoraði Hlynur Jó- -w. hannsson fyrir ÍBV úr vafasamri vítaspyrnu. UBK lék mun betur í þessum leik en undanfömum leilcjum en Eyja- menn náðu sér ekki á strik. Baráttu- hesturinn Gunnar Gylfason átti góðan leik í liði UBK. Hann hefur mikla yfirferð og var nánast alltaf í boltanum í leiknum. UBK-ÍBV 2 : 1 (2 : 0) Mörk UBK: Grétar Steindórsson (24. mín.), Magnús Magnússon (31. mín.). Mark iBV: Hlynur Jóhannsson (70. __ mín., vfti). Maður leiksins: Gunnar Gylfason, UBK. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI Reynir áfram í bikarnum Reynir sló Þrótt Reykjavík út í Mjólkurbikarkeppninni með sigri eftir vítaspymukeppni, 5:4. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Mark Þróttar skoraði Sigurður Hallvarðsson og ívar Guðmundsson jafnaði fyrir Reyni. í framlengingu skoraði Hermann Arason fyrir Þrótt, en Reynismenn jöfnuðu rétt fyrir leikslok. Þar var að verki Sig- utjón Sveinsson. í vitaspymukeppn- inni skoruðu þeir Siguijón Sveins- son, Sigurþór Þórarinsson og Grét- ar Sigurbjömsson fyrir Reyni, en Peter Frain og Sigurður Hallvarðs- son fyrir Þrótt. Selfoss- Árvakur.................6:1 Ingólfur Jónsson 2, Jón Kristjánsson, Sveinn Jónsson, Heimir Bergsson og Guð- mundur Magnússon — Bjöm Pétursson. Tindastóll -Magni................2:1 Eyjólfur Sverrisson 2 — Sverrir Heimisson. Þróttur N.-Einheiji..............2:5 Guðbjartur Magnason og Kristinn Guð- mundsson — Vignir Þormóðsson 3, Gísli Davíðsson og Viðar Siguijónsson. KORFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Ivar Webster með KR „ÉG hef ákveðið eð fara í KR og leika með þeim þar til ég legg skóna á hilluna," sagði ívar Webster, sem nú hefur ákveðið að leika með KR. ívar var íslandsmeistari með Haukum í vor og skilur eftir sig stórt skarð í vörn Hauka. ÆT Eg bytjaði með KR og finnst við hæfi að enda ferilinn þar,“ sagði ívar. ívar Webster er einn reyndasti leikmaður Hauka, hefur leikið 108 leiki með liðinu og 38 landsleiki. Hann hefur verið Haukum mikil- vægur í vítateignum, enda 2,10 metrar á hæð, stærsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Auðvitað er svolítið sárt að yfir- gefa Hauka. Það er gott félag með mjög gott lið og ég hef kunn- að vel við mig þar. Þeir verða alveg-jafn sterkir næsta vetur þó að „sá stóri í miðjunni" sé farinn. Einar Bollason er góður þjálfari og þeir verða án efa erfíðir í vetur. Mig langaði hinsvegar til að breyta til og KR-ingar eru spenn- andi lið. Þar er góður þjálfari og liðið á framtíðina fyrir sér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.