Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 60
upplýsingar £ um vörur og ^ þjónustu. ttrgmitttafetfe ALLTAF SOLARMEGIN FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Nýtt tölvukerfi NATO: Islensk fyrirtæki sem undirverktakar í næsta mánuði mun Atlantshafs- bandalagið leggja fram útboðs- gögn fyrir tölvukerfi sem það byggir hér á landi og ber nafnið LADS eða Icelandic Air Defence System. Kerfi þessu er einkum ætlað að taka við upplýsingum frá ratsjárstöðvunum sem fyrir eru í landinu og verið er að byggja og kostnaður við það og búnaðinn í kringum það er áætlaður um 13 milljarðar króna. Islenskir aðilar munu verða undir- verktakar við uppbyggingu og rekst- ur þessa kerfís og hafa þtjú íslensk hugbúnaðarfyrirtæki stofnað með sér samsteypu sökum þessa, ber hún heitið ISC eða Icelandic Software Consortium. Fyrirtækin eru Tölvu- myndir hf., VKS og Artek. Það sem er athyglisvert við þetta nýja kerfí er að hugbúnaðurinn verð- ur skrifaður með ADA forritun og notast á við tæki sem hægt er að fá á almennum markaði. Sjá Innlendan vettvang f miðopnu. Eng’inn skortur á fólki í matvælaiðnaði ENGINN skortur er á vinnuafli í matvæla-, gosdrykkja-, umbúða- og plastiðnaði, samkvæmt könnun sem gerð hefur verið i þessum greinum. í úrtakinu voru samtals 25 fyrirtæki með um 1.600 starfs- menn og hafa flest fyrirtækjanna nægilegt vinnuafl nú yfir sumar- mánuðina. Flest fyrirtækjanna reikna einnig með að hafa nægt vinnuafl í haust, þrátt fyrir að sumarfólkið fari þá. Áætlað er að í haust þurfí að manna allt að 50 stöður sem er að- eins um 3% af heildarmannafla þess- ara fyrirtækja. Til samanburðar má geta þess að í júlí á síðasta ári var gerð könnun hjá fyrirtækjum með samtals tæplega 1.800 starfsmenn. Flest fyrirtækin áttu þá í erfíðleikum og reiknuðu með að þurfa að manna 250 stöður það haust en það er um 14% af mannafla fyrirtækjanna. Al- mennt gekk illa að manna þessar stöður framan af vetri, en engin vandkvæði hafa verið eftir síðustu samninga. Nokkur fyriræki nefndu það að þau hefðu mætt vinnuaflsskorti á síðasta vetri með endurskipulagn- ingu innan fyrirtækjanna sem leiddi af sér minni þörf á vinnuafli. Nú í vor var jafnvel meira um framboð á vinnuafli en þörf var fyrir og ástand- ið betra en það hefur verið í langan tíma. Einna helst eru það fyrirtæki sem hafa vel yfír 100 starfsmenn sem aðeins bjargast naumlega yfír sum- artímann og reikna með vandræðum í haust. Vegagerð í Fljótsh verfi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Varanlegur vegur lengist um landið og á leið sinni um Skaftafellssýslur nýlega óku Morgunblaðsmenn fram á flokk vegagerðarmanna, sem unnu að því að leggja klæðningu á 10 km vegarkafla í Fljótshverfí austan Kirkjubæjarklausturs. Verður settur kvóti á ót- flutnmg á ferska fískimuu? Akvörðunar um stjómun ferskfiskútflutnings að vænta í dag KVÓTI, eða skömmtun á útflutningi á ferskum fiski er nú talin sú leið, sem farin verði til að stjórna þeim útflutningi og koma í veg fyrir offramboð og verðfall. Sjávarútvegsráðuneytið vinnur að tillög- um um tilhögun þessa fyrir viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt fulltrúum þeirra, sem beinna hagsmuna eiga að gæta. Tillögurn- ar verða lagðar fram á fundi í dag. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagðist f samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um einstakar leiðir til stjórnunar útflutnings á ferskum fiski. fHorgíitnlíta&ií) FRÁ OG með 1. júlí verður verðlag Morgunblaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 800. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 530 á virkum dögum, en kr. 560 á sunnu- dögum. í lausasölu kr. 70 eintakið. Meðalverð á ferskum fiski í Bret- landi, aðallega þorski, ýsu og kola, og í Þýzkalandi, aðallega karfa og ufsa, hefur farið lækkandi síðustu mánuði. Árið 1983 var meðalverð á ferskum físki héðan seldum í Bret- landi 59 ensk pens. Það hefur síðan hækkað árlega og varð á síðasta ári 94 pens. Eftir fyrstu þijá mánuði þessa árs var meðalverðið 92 pens og eftir fímm mánuði 90 pens. Árið 1983 var meðalverð í Þýzkalandi 1,94 mörk og hækkaði jafnt og þétt upp í 2,49 árið 1986. A síðasta ári var það 2,16, en 2,53 eftir fyrstu þijá mánuði þessa árs og 2,35 eftir fímm mánuðina. Þess ber að geta að meðalverð er alla jafna hæst í upphafi árs og fer síðan lækkandi fram á haust. Meðalverð fyrstu þijá mánuðina í Þýzkalandi var litlu hærra en á sama tíma í fyrra, en hefur síðan fallið og er lægra en á sama tíma i fyrra í apríl, maí og júní. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið að því unnið síðustu daga að finna út hveijir hafa flutt fískinn ferskan út á þess- um tíma í fyrra og í hve miklum mæli. Síðan verði svo tekið mið af því við útreikning á mögulegum út- flutningskvóta. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur verð á nær öllum fiskafurðum, sem fluttar eru utan, fallið síðustu mánuðina. Verð á ferskum þorski upp úr sjó hér á landi til frystingar hefur hins vegar hækk- að um 5% frá síðustu mánaðamótum. Frá upphafi árs 1982 hefur verðið rúmlega sexfaldazt og sömu sögu er að segja um launakostnað við frystinguna. Fiskverðið hefur því fremur breytzt í samræmi við verð- bólgu og laun innan lands en afurða- verð erlendis. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að lengi hefði verið rætt um það að ná stjórnun á útflutningi á ferskum fiski. Árangur hefði ekki náðst í tíð síðustu ríkis- stjómar, en síðan hefði málið verið tekið upp að nýju við setningu gild- andi laga um fiskveiðistjómun. Þá hefði kvótaskerðing vegna útflutn- ings verið aukin, en ekki nógu mik- ið til að draga úr útflutningnum. Síðan hefði utanríkisráðuneytið beð- ið sjávarútvegsráðuneytið um tillög- ur um stjómun á þessum útflutn- ingi. Að þeim hefði verið unnið all- lengi og tímabundnar stöðvanir gert gagn, en því miður ekki komið í veg fyrir þau „slys, sem orðið hefðu. Því hefði enn á ný verið fundað með hagsmunaaðilum og stefnt væri að því að niðurstaða næðist í vikunni. Það væri reyndar allt annað en auð- velt. Við yrðum að halda áfram að nýta ferskfiskmarkaðina og útlitið á mörkuðunum fyrir frystan fisk væri ekki sérlega bjart. Það er fagnaðarefni að kæru- hryðjunni skuli vera lokið - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞAÐ ER tekið á hverri einustu kæru og kæruatriði og í raun er öllum þáttum vísað á bug bæði af byggingarnefnd borgarinnar, skipulagsstjórn rikisins og nú af félagsmálaráðuneytinu,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur úrskurðað að útgefið byggingarleyfi fyrir ráðhús Reykjavíkur skuli standa óbreytt. í úrskurði ráðuneytisins eru vinnubrögð borgaryfirvalda átalin og þau talin einkennast af fljótfærni og vanvirðingu fyrir skipulags- og byggingarlögum. „í samræmi við fyrri niðurstöðu er úrskurður ráðuneytisins á þá leið að byggingarleyfíð skuli standa,“ sagði Davíð. „Það er náttúrlega mikið fagnaðarefni að þar með er þessari kæmhryðju lokið, því það er í raun búið að taka á öllum þeim þáttum, sem hægt er að taka á vegna byggingarinnar. Varðandi þessar almennu að- fínnslur, sem þessi úrskurður er notaður til að setja fram, þá finnst mér þær ekki passa á þessum stað formsins vegna. Það á ekki við að vera með þessar athugasemdir þama. Burt séð frá því tel ég þær alls ekki standast og reyndar ef allir úrskurðir eru skoðaðir í sam- hengi þá kemur á daginn, að í raun er félagsmálaráðuneytið sjálft búið að hafna öllum þeim ásökunum sem þama eru tíndar saman. Þannig að ég hef það á tilfínningunni að þetta séu einhver orð, sem eru hugsuð sem smyrsl á sár þessa fólks, sem hefur verið að hamast í máli þessu og sjálfsagt lítið látið ráðherrann í friði.“ Davíð sagði það rétt hjá ráðu- neytinu að tekið verði á tillögu að fyrirhuguðum bifreiðastæðum fyrir ráðhúsið eftir að skipulagsnefnd borgarinnar, borgarráð og síðan skipulagsstjóm ríkisins, sem aug- lýsir tillöguna og kynnir, hafa fjall- að um hana. „Þá er hægt að leggja fram athugasemdir enda hefur þá átt sér stað nágrannakynning og önnur slík kynning þannig að athugasemdir kærenda eins og ráðuneytið bendir á, eru á þessu stigi út í bláinn," sagði Davíð. Sjá úrskurð félagsmálaráðu- neytisins á bls. 25 Sumarslátrun hafin á Höfn SUMARSLÁTRUN hófst síðastliðinn mánudag hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn í Homafirði. Þetta er mánuði fyrr en í fyrra, að sögn Einars Karls- sonar, sláturhússtjóra, en hann kvaðst reikna með að KASK yrði eina sláturhúsið á landinu sem slátraði í sum- ar. Á mánudaginn var 45 lömb- um slátrað og voru þau um tveggja mánaða gömul og 9-14 kíló að þyngd. Það er Afurða- sala Sambandsins, sem dreifir kjötinu, sem verður 25% dýrara en kjöt frá fyrra ári fyrstu þijár vikumar, en lækkar síðan um 2,5% á viku fram á haustið. Ætlunin er að slátra um 200 lömbum á hveijum mánudegi í sláturhúsi KASK og dreifa kjöt- inu í verslanir á Reykjavíkur- svæðinu á fimmtudögum og föstudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.