Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 3 Hreiðrið með eggjunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Amoksturstækið í gryfjunum. Hólfið þar sem hreiðrið er sést vel undir stiganum upp í hreiðrið. Gerði sér hreiður í ámoksturstæki Selfowi. MARÍUERLA gerði sér hreiður Stöðugir vikurflutningar eru úr í ámoksturstæki í vikurgryfjum gryfjunum og maríuerlan flýgur við Búrfell. Hreiðurstæðið er af hreiðrinu á meðan mokað er á óvenjulegt að þvi leyti að tækið hvem bíl og í það aftur þegar er í notkun í gryfjunum. tækinu hefur verið lagt. — Sig. Jóns. Fasteignamat ríkisins: Verðmæti íbúða á höfuðborg- arsvæðinu er 121 milljarður Norröna í Þórshöfn; Landgang- ur losnaði og þrennt fór í sjóinn TVÆR færeyskar konur og sænskur karlmaður féllu í höfn- ina i Þórshöfn í Færeyjum við komu Norröna þangað frá ís- landi í gærmorgun. Karlmaður- inn bjargaði sér i land af eigin rammleik, en konurnar úrðu að fá aðstoð og voru þær fluttar i sjúkrahús. Að sögn lögreglunn- ar i Þórshöfn mun þeim þó ekki hafa orðið meint af volkinu. Varðstjóri á lögreglustöðinni í Þörshöfn sagði í samtali við Morg- unblaðið að óhappið hefði orðið með þeim hætti að sterk vindhviða hefði losað aftari landfestar skips- ins með þeim afleiðingum að það rak frá hafnarbakkanum. Við það losnaði landgangurinn, en fimm manns voru þá á leið niður hann og tókst tveimur að stökkva niður á bryggju. Þrennt lenti í sjónum og tókst Svíanum að synda að bryggjunni eins og áður segir. Konurnar tvær, sú eidri 74 ára en hin um fímm- tugt, urðu hins vegar að fá aðstoð við að komast í land. Þær munu hafa sopið talsvert af sjó og eins kvörtuðu þær um kulda þannig að vissara þótti að flytja þær á sjúkrahús á meðan þær voru að jafna sig eftir volkið. BIÐSTAÐA er nú í málum skreiðarverkenda. Ákveðið er að ekki verði farið að tillögum nefndar, sem skipuð var tíl að fara ofan í saumana á skreiðar- viðskiptum okkar við Nígeríu og Flugmenn og Flugleiðir; Breyting- ar á vinnu- tíma ræddar ÓFORMLEGAR viðræður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða eru nú að komast á lokastig að sögn formanns FÍA en næsti fundur verður á morg- un, miðvikudag. Helst eru rædd atriði tengd vinnutíma flug- manna. Gert var hlé á viðræðum að lokn- um fundi síðastliðinn laugardag en fulltrúar flugmanna hitta Flugleiða- menn aftur á morgun. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, var ákveðið á laugardag að halda friðinn og skoða áfram ákveðna þætti samnings milli aðila, innan ramma bráðabirgðalaganna. Vilhjálmur Þórðarson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi hug á að útfæra betur samningsákvæði um vinnutíma, til dæmis varðandi fíarvistir. Þær þurfí að samræma, en hvorugur aðili sé ánægður með núverandi fyrirkomulag sem veiti lítinn sveigjanleika. Einnig sé vaktafyrirkomulag í innanlands- flugi í endurskoðun. Einar Sigurðsson segir að á móti hafí verið rætt um lengri útivist- artíma flugmanna í leiguflugi. FJÓRAR af hveijum tiu íbúðum sem byijað var að byggja á árun- um 1955, 1965 og 1967 voru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu frá Þjóðhagsstofn- un, þar sem fjallað er um hús- leggja til leiðir til úrbóta. Þar var lagt til að áætluðum hagnaði af kaupum og sölu nígerískra skuldabréfa skyldi varið til að draga úr tapi framleiðenda. Stjómendur Seðlabankans höfn- uðu þessum tiliögum og samkvæmt upplýsingum Olafs ísleifssonar, efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinn- ar, hefur hvorki verið ákveðið hvort né hvenær_ eitthvað verði hugsan- lega gert. Ógreiddar kröfur íslend- inga í Nígeríu vegna þessara við- skipta nema hundruðum milljóna króna og er stór hluti þeirra talinn glataður. byggingar og mannvirkjagerð á árunum 1945 til 1986. Þar kemur einnig fram að fasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu er tæplega 70% af mati alls húsnæðis á landinu. í gær kom viðskiptaráðherra Nígeríu, Alhaji Samaila Mamman, hingað til lands til viðræðna við ráðamenn um mögulega lausn þess- ara mála; Hann ræðir m.a. við Halldór Asgrímsson, sem gegnir störfum utanríkisráðherra í íjar- veru Steingríms Hermannssonar, sem er í ferð með forseta íslands í V-Þýzkalandi. Hann mun jafn- framt eiga fund með íslenzkum skreiðarútflytjendum _ og banka- stjórum Seðlabanka íslands. Frek- ari frétta af skreiðarmálum er því hugsanlega að vænta næstu daga. í skýrslunni kemur fram að tals- verðar sveiflur eru í fjölda þeirra íbúða, sem byijað er á hveiju sinni og að á þremur síðustu áratugum hafi að jafnaði verið byijað á 1.750 íbúðum, en á árunum 1955, 1965 og 1967 var byijað á rúmlega 2.000 íbúðum. Aukningin var mest á höf- uðborgarsvæðinu, en á árunum 1975 til 1981 jók landsbyggðin verulega sinn hlut í fjölda nýrra íbúða. í skýrslunni er reynt að skipta fasteignamati og rúmmáli eigna í árslok 1986 niður á atvinnugreinar og rekstrarform fyrirtækja sam- kvæmt gögnum Fasteignamats ríkisins. Samkvæmt því er fast- eignamat íbúðarhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu 121 milljarður króna eða tæplega 70% af heildar- fasteignarmati alls íbúðarhúsnæðis. Rúmmál íbúða á höfuðborgarsvæð- inu er um 56% af rúmmáli íbúða á öllu landinu og er þriðjungur hús- næðisins frá árunum fyrir 1960. Þá er í skýrslunni meðal annars lýsing á byggingarstigi húsnæðis í árslok 1985 og 1986 og sundurliðun á atvinnuhúsnæði, sem byijað var á og fullgert á sama tíma. Einnig er birt vísitala byggingarkostnaðar, fjármunamyndun og þjóðarauður ásamt tölum um mannafla við störf tengd byggingarframkvæmdum. Morgunblaðið/Sverrir Vasaútvarp fyrir dósaflipana AIIs lögðu um sex til sjö hundruð manns leið sína í Bylgjupor- tið við Snorrabraut í góða veðrinu í gær. Þá var byijað að taka við flipum og töppum af einnota umbúðum í átaki Bylgjunnar, Stöðvar 2 og^ Vífilfells i þágu bættrar umgengni og skógræktar hér á landi. í lok átaksins munu fyrirtækin þijú afhenda Skóg- rækt rikisins 1.750 þúsund krónur til gróðursetningar tijáa á 20 hektara svæði við Geysi í Haukadal. Bandaríkjamenn kanna fornleif- ar í Þistilf irði BANDARÍSKIR fornleifafræðingar vinna nú a'ð uppgreftri í bæjarhól á Svalbarði i Þistilfirði og er gröfturinn liður i rann- sóknum á búskaparháttum fyrri alda á Norður-Atlantshafssvæð- inu. Þjóðminjasafn íslands er aðili að uppgreftrinum auk þess sem rannsókn á atvinnusögu hreppsins og breytingum á landnýt- ingu á vegum mannfræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla íslands tengist honum. Jón Haukur Ingimundarson, mannfræðingur, sagði í stuttu spjalli við blaðið, að uppgröfturinn og aðrar rannsóknir væru rétt að heQast og myndu standa til loka ágústmánaðar. Bæjarhóllinn á Svalbarði væri gamall öskuhaug- ur, þar sem matarleifum hefði verið hent öldum saman og væri hóllinn tveggja metra hár. Vonir stæðu til að hægt væri að komast niður á öskulög frá miðöldum og jafnvel eldri. Sitt verkefni væri að kortleggja hreppinn og ræða við fróða bændur um breytingar á landnýtingu og þróun atvinnu- sögu í hreppnum. Thomas McGovem, stjómandi uppgraftarins, sagði þetta verk- efni unnið í samvinnu við Þjóð- minjasafn íslands og fengi safnið afrit af öllum gögnum um rann- sóknina. Hann hefði unnið að rannsóknum í fomum íslendinga- byggðum á Grænlandi og á Hjalt- landseyjum auk þess sem hann hefði rannsakað dýrabein úr upp- greftrinum á Stóm-Borg og graf- ið hefði verið lítillega á Svalbarði sl. sumar. Það væri athyglisvert að þau bein sem fundist hefðu á. Svalbarði fram að þessu líktust meira beinum frá Grænlandi en Stóra-Borg. Mikið væri af sela- og hvalbeinum og eftir því sem kæmi neðar í hauginn vonuðust þeir til að sjá vísbendingar um það hvemig bændur hefðu bragð- ist við breytingum á loftslagi í gegnum aldirnar. Rannsóknar- hópurinn ætti nú gott safn beina frá mismunandi stöðum á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu og væri ætlunin að nota þau til saman- burðarrannsókna. Biðstaða í skreiðarmálum Viðskiptaráðherra Nígeríu ræðir við íslenzka ráðmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.