Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Jóhann Hjartarson lækkar um 10-15 stig LAKUR árangur Jóhanns Hjart- arsonar á Heimsbikarmótinu i í Belfort í Frakklandi gerir það að verkum að Jóhann lækkar um 10-15 alþjóðleg skákstig. Hann varð í 14.-16. sæti á mótinu ásamt Timman og Júsúpov. Jóhann gerði jafntefli i siðustu skák sinni á mótinu við Bretann Jonathan Speelman sem er fimmti stiga- hæsti skákmaður heims, með 2645 stig. Jóhann hafði 2620 stig fyrir þetta mót en lækkar að 811- um líkindum i 2605 stig. „Þetta var löng teoría og var snemma skipt upp á mönnum og varð á endanum jafntefli í 35 leik- um,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið um síðustu skákina á móti Speelman. „Þetta var geysi- lega erfítt mót og allan tímann á brattann að sækja. Enda er hvergi snöggan blett á andstæðingunum að fínna." Aðspurður um árangur sinn á mótinu sagðist Jóhann ekki vera sáttur við hann. „En þetta er skilj- anlegt því mótið var geygisterkt. VEÐUR Ég var hins vegar ekki nægilega vel undirbúinn enda hef ég lítið mátt vera að því. Ég hef teflt um 60 skákir á fýrra hluta þessa árs en sá fjöldi er talinn hæfilegur árs- skammtur skákmanna." Jóhann kvaðst ætla að leggjast undir feld þegar heim kæmi og bjóst hann ekki við að tefla fyrr en á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í október. Bíll valt á Reylganesbraut ÖKUMAÐUR Bronco jeppa var fluttur á slysadeild eftir að jeppi hans valt á Reykjanesbrautinni i gærmorgun. Slysið átti sér stað rétt hjá Blesugróf. Jeppinn var á leið norður brautina og er talið að ekið hafi verið í veg fyrir han'n með fyrrgreindum afleið- ingum. Ökumaður jeppans var einn í honum er slysið varð. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Morgunblaðið/Ami Sæberg Sex prestar voru vígðir í Dómkirkjunni á laugardag. Fremri röð f.v.: Sr. Sigurður Jonsson, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, sr. Ólöf Ólafsdóttir, sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Sigurður Pálsson. í aftari röð eru vígsluvottamir, f.v.: sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Sigmar I. Torfason, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson og sr. Lárus Halldórsson, Dómkirkjuprestur. Prestvígsla í Dómkirkjunni: • P Þrjar konur vígðar SÉRA Sigurður Guðmundsson, vigslubiskup, vígði á sunnudag, VEÐURHORFUR I DAG, 5. JUU 1988 YFIRLIT í QÆR: Á Grænlandshafi er hæðarhryggur sem þokast austur, en hægfara 990 mb lægð yfir Englandi. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Vestangola eða hæg breytileg átt á landinu. Sums staðar skýjað með köflum við vesturströndina. annars léttskýjað. Hiti 15—20 stig inn til landsins en svalara við sjóinn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt. Létt skýjað og hlýtt í veðri inn til landsins en sums staðar skýjað og svalara við sjóinn. Þykknar í lofti vestanlands er líður á fimmtu- dag. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * #• * 4' Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður 'Jk VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 16 helðskirt Réykjavik 16 lóttskýjað Bergen 14 rigning Helsinki 23 rigning Jan Mayen 4 léttskýjað Kaupmannah. 20 lóttskýjað Narssarssuaq 15 alskýjað Nuuk 8 rigning Osló 21 úrkoma Stokkhólmur 19 rigning Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 20 súld Amsterdam 20 skúr Aþena vantar Barcelona 26 hálfskýjað Chicago 19 ióttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 23 skýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 22 skruggur Las Palmas vantar London 16 skúr Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 18 skúr Madrld 27 hálfskýjað Malaga 27 hálfskýjað Mallorca 26 léttskýjað Montreal vantar New York 22 reykur París 18 skýjað Róm vantar San Diego 17 alskýjað Winnipeg vantar 3. júlí, sex guðfræðinga til prest- þjónustu. Þar af voru þijár kon- ur og eru þá fjórtán konur í prestsembætti hér á landi. Þeir sem tóku vígslu voru: Sr. Gunnar Sigurjónsson, kallaður til Skeggjastaðaprestakalls, sr. Hall- dóra J. Þorvarðardóttirj kjörin í Fellsmúlaprestakalli, sr.Olöf Ólafs- dóttir, prestur við Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík, sr. Ragnheiður Erla Bjamadóttir, kjörin prestur á Raufarhöfn, sr. Sigurður Jonsson, kjörinn í Patreks- fjarðarprestakalli og sr. Sigurður Pálsson, settur prestur í Hallgríms- prestakalli. Vígsluvottar voru sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, prest- ur í Hrísey, sr. Ragnar Fjalar Lárus- son í Hallgrímskirkju, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði, og sr. Sigmar I. Torfason, prófastur á Skeggja- stöðum í Bakkafirði, sem lýsti vígslunni. Að sögn Bernharðs Guðmunds- sonar, fréttafulltrúa biskupsem- bættisins, var mikill fjöldi fólks í kirkjunni og óvenju margir sem tóku þátt í altarisgöngu. Pólýfónkórinn verður með tón- leika í haust TÓNLEIKAR Pólýfónkórsins, og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem frestað var sl. vor vegna veikinda stjórnandans Ingólfs Guðbrandssonar, verða væntanlega haldnir 10. nóvemb- er nk. Óvíst er hvort framhald verður á starfsemi kórsins að þeim tónleikum loknum. Miklum undirbúningi var lokið fyrir sönglistarhátíð Pólýfónkórs- ins í tilefni af 30 ára afmæli kórs- ins 9. apríl sl., en aflýsa varð tón- leikunum á síðustu stundu vegna skyndilegra veikinda stjórnand- ans, Ingólfs Guðbrandssonar. Al- gjör óvissa hefur ríkt um fram- haldið og hvort söngur Pólýfón- kórsins eigi eftir að heyrast oftar. Þegar leitað var hófanna um samstarf eða fyrirgreiðslu Sin- fóníuhljómsveitar íslands til að taka fyrirhugaða tónleika upp síðar reyndist dagskrá hljómsveit- arinnar þegar ásetin og ekkert rúm fyrir tónleika Pólífonkórsins. En nýlega barst stjórn kórsins orðsending frá stjóm Sinfóníu- hljómsveitarinnar þess efnis að Póýfónkórinn gæti fengið liðsinni hennar til tónleikahalds hinn 10. nóvember nk. Að sögn Ingólfs Guðbrandsson- ar, stjórnanda Póýfónkórsins, fagnar stjórn kórsins þessum tíðindum og vonar að takist að hóa kómum saman til æfinga um miðjan september. Ingólfur kvaðst vona að efnisskráin yrði að mestu leyti sú sama og ákveðin hafði verið fyrir sönglistarhátíðina í vor, en það byggðist þó á því að unnt yrði að ná saman þeim kór sem hafði undirbúið tónleikana í vor og sömu einsöngvurum, því efnis- skráin hefði einnig verið valin með tilliti til þeirra. „Efnisskráin er sambland af mörgu því fallegasta og skemmti- legasta, sem samið hefur verið fyrir kór pg hljómsveit, bæði kirkjuleg og veraldleg verk, kór- söngvar, aríur og kvartettar eftir Monteverdi, J.S. Bach, Wagner, Verdi, Bizet og Rossini og henni lýkur á atriðum úr Carmina bur- ala eftir Carl Orff“ sagði Ingólfur. „Þetta verða glanstónleikar, ef hægt verður að ná liðinu saman og æfa“. -Verður þá engum bætt í kór- inn í haust? „Ef fólk er vel úndirbúið radd- lega og músíkalskt verður það athugað. Við tökum alltaf á móti góðum kröftum í kórinn“. -Hvað tekur við hjá Pólýfón- kórnum eftir þessa tónleika? „Framtíð Pólýfónkórsins er óráðin að loknum þessum tónleik- um. Ég fagna því að fá tækifæri til að halda uppá 30 ára starf kórsins með þessu móti, en um líf hans að því loknu verður engu spáð að sinni og engar líkur á því að starfíð haldi áfram nema til komi opinber fjárstuðningur eða trygging fyrir fjárstuðningi frá öðrum aðilum en mér“. -Frestun tónleikanna í vor var mikið fjárhagslegt áfall fyrir kór- inn, hvernig hefur gengið að ráða fram úr því? „Við höfum fengið nokkra fyrir- greiðslu frá Menntamálaráðuneyt- inu og borgarstjórn Reykjavíkur, sem hefur • grynnt á skuldum. Margt er þó óuppgert og höfum við fengið gjaldfrest til haustsins í von um að tónleikarnir þá gefi eitthvað í aðra hönd,“ sagði Ingólf- ur Guðbrandsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.