Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 FLUGUHJÓL GRILL I URVALI FERÐAGRILL FRÁ KR. 1078, Egilsstödum. VEÐURGUÐIRNIR sýndu Aust- firðingum sínar bestu hliðar um síðustu helgi og nutu gestir á tveimur útihátíðum á Fljótsdals- héraði þess óspart að veðrið hér jafnast oft við Miðjarðarhafsloft- slag. í Atlavík dvöldu 800—1000 manns á Jónsmessuhátíð Ung- Fóst í nœstu sportvöruverslun. NÆL0NTJ0LD FJÖGURRAMANNA SEXMANNA KR.4495, KR. 5495, VEIÐISTANGIR FRÁKR. 895,- VEIÐIKASSAR FRÁKR.1195,- VEIÐIHJÓL FRÁKR. 495,- Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Fjaran í Atlavík minnti á suðræna sólarströnd og gott var að kæla tæmar í Lagarfljótinu menna- og íþróttasmbands Aust- urlands um helgina. Niðri í vikinni nálgaðist hitinn 30 stigin og fólk gekk um léttklætt og börnin busluðu í Lagarfljótinu til að kæla sig líkt og þau væm á erlendri sólarströnd. Fjölmenni var einnig á hestadögum hesta- mannafélagsins Freyfaxa sem haldnir vom að Iðavöllum um helgina. Jónsmessuhátíð UIA var einkum ætluð fjölskyldufólki og var áfeng- isbann á svæðinu. Var það svo vel virt að ekki sá vín á nokkrum manni og lögregla og gæslufólk átti náð- uga helgi í Hallormsstaðaskógi. Umgengni fólks um skóginn og í Atlavík var einnig til fyrirmyndar. Jónsmessuhátíð er nýjung í starf- semi UIA en þessi tilraun þótti gefast svo vel nú að vænta má endurtekningar að ári. Dagskráin hófst með sameigin- legri grillveislu á laugardagskvöld. Síðan var dansleikur sem yngsta kynslóðin byrjaði með miklum til- þrifum. Upp úr miðnætti var svo kveiktur varðeldur og sunginn fjöldasöngur við undirleik Magúsar Einarssonar bankastjóra og Bjarna Björgvinssonar skattstjóra. Á sunnudagsmorgun var svo farið í ratleik um skóginn og upp úr há- degi hófst samfelld skemmtidag- skrá þar sem böm frá Seyðisfirði sungu lög úr Stóra Blóranum en það er barnaleikrit sem Leikfélag Seyðisfjarðar sýndi sl. vetur. Einnig var þama boðið upp á djass, „free- style" og júdó. Eftirhermur komu fram og unglingahljómsveitir léku af hjartans list. Vegna veðurs var ekki hægt að velta sér nakinn upp úr dögginni í morgunsárið því sök- um hlýinda var ekkert áfall á Jóns- messunótt. En það mun ákaflega hollt fyrir alla kirtlastarfsemi að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Austfirðingar urðu því að láta sér nægja að sólbaka sig yfir daginn og safna þannig vítamínum í kroppinn. Fjölmenni var einnig að Iðavöll- um þar sem hestamannafélagið Freyfaxi gekkst fyrir hestadögum. Þangað komu m.a. hestamenn ríðandi frá nærliggjandi fjörðum og var farin hópreið í Sandfellsskóg í Skriðdal og slegið upp grillveislu. Kappreiðar voru og farið í hesta- leiki. Bömum gafst kostur á að fara á hestbak og var það óspart notað og olli mikilli hrifningu enda í fyrsta skipti sem sumir vom að koma á hestbak. Félagar í Freyfaxa búa sig nú undir að halda fjórðungsmót að ári og eru þeir sífellt að bæta aðstöðu sína við Iðavelli þar sem mótið verð- ur haldið. - Björn Við útigrillið í Atlavík. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Farið var í ýmsa leiki á Jónsmessuhátíð UIA og tóku ungir sem aldnir þátt í þeim. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Veðurblíðan á Austfjörðum: Hátt í þúsund manns á Jónsmessuhátíð í Atlavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.