Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 25 SIGURÐUR KRISTTNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI: Oframkvæman- legt að selja hömlur á útflutning SIGURÐUR Kristinsson er fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja, sem sér um útskipun á ferskum fiski sem fluttur er með skipum Sambandsins, en Skipaafgreiðsl- an er jafnframt með eigin útgerð og útflutning á fiski. Hann sagð- ist telja með öllu óframkvæman- legt að setja hömlur á útflutning. „í fyrsta lagi tel ég menn bara ekki vera tilbúna til þess að láta lækka hjá sér fiskverðið með þessum hætti, og í öðru lagi er alls ekki sá mannafli fyrir hendi hér í Eyjum til að vinna úr þeim fiski sem hér kæmi til viðbótar,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að stjórnun á út- flutningi yrði að koma frá útgerðar- mönnum og skipstjórum sjálfum, þannig að menn væru ekki að flytja út fisk í óvissu. Sagðist hann vera þess fullviss að menn kynntu sér málin nú miklu betur en áður var gert. „Þetta byijaði eftir hremming- una sem varð í Bretalndi í páskavik- unni, en þá fóru menn að athuga sinn gang. Það er því synd að núna Sigurður Kristinsson. skuli verið að grípa inn í þetta með lagaboðum, þegar menn eru famir að kanna ástandið á mörkuðunum áður en þeir senda fískinn út. Út- flytjendur verða að geta treyst þeim upplýsingum sem þeir fá erlendis frá, varðandi hvar er óhætt að selja hvetju sinni, og þar á að ríkja full- ur trúnaður manna á milli. Síðan eiga útgerðamenn og skipstjórar að athuga vel hvar von er á besta verði. Þetta er eina raunhæfa stjómunin sem getur orðið á þess- um málum." Varðandi léleg verð sem fengist hefðu fyrir ferskfísk á mörkuðum erlendis sagði Sigurður, að þegar búið væri að skoða ofan í kjölinn um hvaða físktegundir væri að ræða í þessum tilfellum, þá teldi hann að um hagnað hafí þrátt fyrir allt verið að ræða. „Mér fínnst það aldrei' hafa komið nægilega skýrt fram þegar verið er að tala um lé- legt fiskverð í Bretlandi, að þá er verið tala urh verð sem er í kringum 50 krónur fyrir kílóið, og það jafn- vel á kola sem er verðlaus fiskur héma heima. Þetta em í raun og veru alls ekki slæmar sölur.“ „Við erum sjálfir búnir að senda út þrjá gáma af físki úr okkar eig- in bát núna í sumar, og lægsta meðalverð sem við höfum fengið var tæplega 81 króna. Ef það á núna að fara að pína okkur til að landa þessum físki fyrir 40 krónur, þá fínnst mér að einhvers staðar verði að koma eitthvað á móti til að bæta það upp. Þetta stangast líka á við það sem segir í lögum um að landa beri þar sem mest verðmæti fæst fyrir aflann hverju sinni." Aðspurður sagði Sigurður að hann teldi algjörlega óframkvæm- anlegt að láta menn sækja um út- flutningsleyfí með löngum fyrir- vara. „Það getur ekki gengið af þeirri einföldu ástæðu að alls ekki er hægt að vita það með neinum fyrirvara hvert magnið kann að verða á einhverjum ákveðnum tíma. Þessi krafa er sett í algerri blindni þeirra sem um þetta eru að fjalla, og mér fínnst alveg hreint ævintýri hjá þeim að láta sér detta þetta í hug.“ FINNUR SIGURGEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI: Vona að skerð- ingin auki söluna á mörkuðunum hér beima „Stó.ra spurniiiginn, sem við stöndum frammi fyrir eftir þessa ákvörðun, er hvort sjómenn ákveða núna að láta þennan fisk, sem ekki fæst að flytja út, koma og seljast í gegnum markaðinn, eða hvort hann verður seldur inn á stöðvarnar samkvæmt hefð- bundnum leiðum á ákveðnu verði,“ sagði Finnur Sigurgeirs- son, framkvæmdastjóri Fisk- markaðar Vestmannaeyja, er hann var inntur álits á takmörk- unum á útflutningi ferskfisks. Síðan Fiskmarkaður Vestmanna- eyja tók til starfa í janúar síðastliðn- um hafa verið seld þar um 3.700 tonn af físki. Finnur sagði að óeðli- lega rólegt hefði verið undanfarinn rúman mánuð, og það kæmi helst til af því að kaupendumir væru of fáir. Fiskmarkaðurinn hefur selt nokkrum aðilum uppi á landi, og taldi Finnur að hugsanlega gæti orðið aukning þar á. „Á þessari stundu get ég ekki gert mér fulla grein fyrir því hver þróun þessara mála verður, en ég vona að þessi skerðing á útflutningi verði til þess að það magn komi í gegnum markaðina hérna heima, því það vantar meira magn í gegn- um þá alla. Þetta hefur ekki verið nógu mikið og stöðugt hingað til, en það er mín skoðun að fiskmark- aðimir hér séu eina réttláta verð- lagningin á físki. Þar er þó við einn draug að glíma, því hver hækkun frá Verðlagsráði gerir fiskmörkuð- unum erfíðara fyrir. Ef gert er ráð fyrir því að það sé hæsta verð sem fískvinnslustöð getur borgað, þá er óeðlilegt að búast við því að stöðin fari að kaupa fyrir hærra verð en það inni á markaði. Eins og málin standa núna þá sé ég ekki annað en tíminn verði að leiða í ljós hvem- Finnur Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Vestmannaeyja. ig þessi mál þróast gagnvart fisk- markaðinum hér,“ sagði Finnur að lokum. MAGNÚS KRISTINSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI: „Osljórnlegur útf lutningur gengur ekki“ „ÉG get alveg fallist á að það þurfi að setja einhveijar hömlur á útflutning á ferskum fiski, því svona óstjórnlegur útflutningur eins og verið hefur getur ekki gengið lengur," sagði Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri hjá Bergur-Huginn hf. „Það er samt algjörlega óraun- hæft að ætla að setja hömlur á útflutning á ýsu, þar sem hún er á svo takmörkuðum markaði hér heima. Það verður annað hvort að frysta hana eða bjóða fisksölum, sem geta ekki endalaust tekið við henni. Ef við þurfum að fara að senda umframmagn af ýsu á mark- að í Reykjavík, þá er fyrirsjáanlegt að það sprengir markaðinn þar. Þorskinn er þó alltaf hægt að salta," sagði Magnús. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn gerir út fimm fiskiskip, og það umframmagn sem ekki hefur farið Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri. í frystingu hefur verið flutt út á skipum félagsins. Magnús taldi að það yrði erfíðleikum háð að vinna þann viðbótarafla sem kæmi til vinnslu í Vestmannaeyjum við skerðingu á útflutningi, en það færiþó eftir komandi aflabrögðum. „Eg verð að kyngja því að allar hömlur sem settar eru á útflutning á ferskum físki koma við kauninn á mér eins og öllum öðrum, þvi' þetta hefur náttúrulega í för með sér minnkandi tekjur bæði hjá sjó- mönnum og útgerðarmönnum,“ sagði Magnús. Aðspurður sagðist hann ekki sjá neitt athugavert við það að þurfa að sækja um leyfi til útflutnings með einhverjum fyrirvara, en kvaðst eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvemig standa ætti að úthlutun útflutningsleyfa. Hann sagðist einnig telja það mjög að- finnsluvert hvernig að þessum mál- um hefur verið staðið að hálfu stjórrivalda, því svona aðgerðir yrðu að eiga sér einhvem aðdraganda. „Svona nokkuð á ekki að gerast á einni nóttu. Þetta kemur illa við menn sem eru eitthvað að reyna að hugsa fram í tímann, og því verður að vera þokkalegur fyrirvari á svona aðgerðum. En ég vil taka það skýrt fram vegna ummæla sem birst hafa um að reglur sem settar væru í sjávarútvegi væru bomar undir útflutningsráð stórkaup- manna, að það_ finnst mér vera al- veg út í hött. Ég mótmæli því ein- dregið að stórkaupmenn skipti sér af því hvemig sjávarútvegi á ís- landi er stjórnað, því þeim kemur það bara alls ekkert við.“ FLUGLEIÐIR tilkynna brottför til aðeins kr. 7.000 Nú er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga og starfsmanna- hópa að heimsækja Grænlendinga. Um er að ræða brottför frá Keflavík á mánudögum og föstudögum kl. 17.00 og komið til baka kl. 00.50 e.m. Innifalin er skoðunarferð um Narssarssuak, en þar er dvalið í um það bil 3 tíma. Allar nánari upplýsingar gefur söluskrifstof- ur Flugleiða og ferðaskrifstofur. * Sérstakar bókunarreglur gilda um flug fram og til baka sama dag. FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.