Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 37
li Skotlands og íslands MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 37 Lnníeii megin ithafið til íslands. Morgunblaðið RAX ir hendur þegar þyrlan hífði hana frá borði og Reynir fór á bólakaf í sjóinn, en björgunarmaðurinn fór síðastur. Kanadíska og franska skipið höfðu dælt olíu í sjóinn við skútna til þess að lægja ölduna og við vorum hlémegin við franska skipið á meðan þyrlan athafnaði sig. Á leiðinni upp í þyrluna sá maður betur að þetta leit ekki mjög björgulega út á haffletinum í þessu ásigkomulagi, en ég fékk sting í hjartað að horfa á eftir skútunni hverfa mannlausa í sor- tann með íslenska fánann við húr.. Þrátt fyrir allt töldum við okkur aldrei í bráðri lífshættu, en það var ljóst að við áttum á hættu að slasa okkur og slasað fólk stýrir ekki bát við erfiðar aðstæður, né Fjölskyldan á Úu ásamt björgunarmönnum í Skotlandi. Frá vinstri: Mímir, Reynir, Gígja, Unnur, þyrlusigmaðurinn, Ian StepheTsemsWrn aði bjorgunaraðgerðum og þyrluflugmennimir. Reynir, Unnur og Ian ræða við John kafara í Stomoway, skipstjóra sem mun freista þess að finna Úu á hafinu vestan Sankti Kildu, en fullu nafni heitir hann John Murto Mac Leod. tekur rökréttar ákvarðanir. Þegar við lögðum á hafið var veðurspáin sakleysisleg, en loftvogin féll snar- lega. Við áttuðum okkur hins veg- ar ekki á því af því að okkur hafði þótt hún hegða sér undarlega og ekki í samræmi við veðrið þessar fjórar vikur sem eru liðnar síðan við tókum við skútunni og höfum verið á siglingu. Loftvogin féll úr 1.000 millibörum niður í 937 og það er ljóst eftir á að það hefði verið klókara að taka mark á því. Við höfðum hins vegar tafist um 11 daga vegna smíðagalla á skút- unni og treystum á veðurspána sem var hagstæð." Þá mun ég treysta á loftvogina Þau hjón hafa nokkra reynslu í siglingum. Reynir var til sjós á árum áður, þau hafa stundað sigl- inganámskeið og siglt á Miðjarðar- hafínu og nú voru þau á leið heim og draumurinn var að rætast, eig- in skúta. Reynir sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að ef skútan fyndist þá færi hann beint út og síðan á Úu heim til íslands við fyrsta tækifæri, „en það er víst að ég mun treysta á loftvogina þá“, sagði Reynir. Hann sagði að strax og þau voru komin í land hafi þau haft samband við tryggingafélag skútunnar og nú væri búið að ráða skipstjóra á fiskibát til þess að leita Úu uppi ef líkur benda til að hún sé ofan- sjávar eins og radarmælingar benda til. „Eg var ofsalega sjóveikur þeg- ar veðrið var verst, enda ekki van- ur slíkum látum til sjós,“ sagði Mímir Hugason, 16 ára nemi.“Eg lá aftast í káetu og reyndi bara að halda mér á dýnunni, því það var ekkert að gera eftir að við vorum búin að læsa dyrunum. Þegar skútan fór fyrst á hliðina vaknaði ég við það að allt var á tjá og tundri en áttaði mig ekki á því hvað hafði gerst fyrr en ég fór fram og fékk skýringar. Allt var komið í hrærigraut, bækur, verk- færi og meira að segja það sem hafði verið undir dýnunum. Ég lagðist síðan fyrir aftur þar til þyrlan kom en þá fylgdist ég með. Hún var að fara í land aftur, því við vildum ekki yfirgefa bátinn, en þá kom ein stórveltan enn og kjölurinn sneri upp og það reið baggamuninn og við yfirgáfum bátinn. Þegar þyrlan hífði okkur mömmu upp vorum við í raun ekki tilbúin þótt við værum komin í ólamar og það var undarlegt að skjótast á örskoti upp í loftið svo óviðbúið. Það var sannarlega bíó- legt. Mér fannst ekki að við væmm í lífshættu þarna, en ég var feginn að komast um borð í þyrluna og losna úr öllum veltingnum. Um borð í þyrlunni fengum við eplas- aft og sælgæti. Ég er þó ánægður með að vera ekkert sjóhræddur þrátt fyrir þetta óhapp og er tilbú- inn að sigla skútunni heim ef hún finnst, en ég stóðst ekki tækifærið sem bauðst að fara með ykkur Morgunblaðsmönnum, því það er svo gott að komast hratt heim.“ Svolítið skelkuð fyrst en til í tuskið „Ég var svolítið skelkuð eftir fyrstu veltuna, sagði Gígja, 14 ára gömul, „því hún var svo óvænt og það er vont að vakna við slíka loftfimleika í litlum bát á úthaf- inu, en á hinn bóginn var ákveðin spenna að vera þátttakandi í þess- ari óvissu. Það var svo mikið að gerast og mikið að gera að maður mátti ekki vera að því að vera hræddur. Ég meiddi mig á höfðinu fyrst og áttaði mig ekki á að skút- an hefði farið á hvolf og svo var ég einnig sjóveik, en þetta er búið og gert og ég er til í tuskið hven- ær sem er, við vissum að þetta var góður bátur og sú vissa hjálp- a^i í óvissunni. - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.