Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 41

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 41
 morgunblaðið, VIDSKIPn/ArVlNNUlÍF þriðjudagur 5. júlí 1988 41 Evrópubandalagið Verða hreinlætiskröfur í fiskiðnaði samræmdar? Fjármál hitastig en á við um kjötið. Samt, segir höfimdur greinarinnar, er engin vanþörf á auknu hreinlæti í fískiðn- aði og rekur síðan tillögur skýrslunn- ar, sem hann segir vera til bóta sum- ar, aðrar óframkvæmanlegar og enn aðrar algerlega út í loftið. ílát úr timbri ónothæf Tekur hann undir með því, sem segir í skýrslunni, að fólk, sem þjáiát af húðsjúkdómum eða magakveisum einhvers konar, skuli ekki vera látið vinna við físk en vísar á bug tillögum um, að uppboðssalamir verði ekki notaðir til neins annars. Þá leggja skýrsluhöfundar til, að bannað verði að nota fískikör og kassa úr timbri og verði öll ílát þvegin vel eftir notk- un. Einnig eru ákvæði um, að físk- innflutningur verði bannaður frá löndum, sem ekki uppfýlla lágmarks- kröfur EB að þessu leyti. Höfundur greinarinnar í Fishing News Intemational fínnur þessum tillögum margt til foráttu og aug- ljóst er, að hann hefur ekki síst áhyggjur af fískiðnaðinum { Bret- landi. Þar í landi eru nú gerðar litlar kröfur til fískvinnslustöðva en verði EB-skýrslan samþykkt að einhveiju eða öllu leyti er hætt við, að Bretar standi höllum fæti í samkeppninni við aðrar Vestur-Evrópuþjóðir. Sovétríkin Hættuleg sjónvörp SOVÉSKA timarítíð Ogonek hef- ur upplýst að á árunum 1980 til 1986 mátti rekja 927 dauðsföll í Sovétríkjunum til þarlendra sjón- varpstækja sem sprungu i loft upp. 512 manns hafa særst alvar- lega. Alls voru um 18 þúsund eldsvoðar raktir til gallaðra sjónvarpstækja og var tjón á öðrum eignum vegna þeirra metið á jafnvirði ríflega millj- arðs íslenskra króna. Þrátt fyrir þetta virðast færri fá þessa skaðræð- isgripi en vilja í Sovétríkjunum en það tekur meðalsovétmann um 700 klukkustundir að vinna fyrir litasjón-, varpi. Fyrirtæki Starfsþjónustan h.f. tekur til starfa STARFSÞJÓNUSTAN h.f. hefur tekið til starfa. Fyrírtækið rekur alhliða ráðningarþjónustu, auk þess að annast fyrirtækjasölu og fjármálaráðgjöf fyrir fyrirtæki. Forsvarsmaður Starfsþjónustunn- ar er Brynjólfur Jónsson. í frétt frá fyrirtækinu segir að þjónusta þess sé ókeypis fýrir þá sem eru í atvinnu- ieit, og einnig að ef starfsmaður, sem viðskiptavinur fyrirtækisins hefur ráðið, bregst af einhveijum ástæðum á reynslutíma sínum, sé Starfsþjón- ustan tilbúin til að útvega annan starfsmann að kostnaðarlausu. Hið nýja fyrirtæki er til húsa að Nóatúni 17. um samantektina. Segir hann engu líkara en einhver skriffinninn hafi tekið sér í hönd reglugerð um kjöt- vinnslu og strikað alls staðar yfír orð kjöt og sett fískur í staðinn. Hafi hann þó augljóslega gleymt sér einu sinni því að þar fái orðið „kjötafurð- ir“ að halda sér. í tímaritsgreininni segir, að ólíku sé saman að jafna, kjöti og físki. Nýveiddur fískur sé oftast laus við örverugróður, sem sé skaðlegur mönnum, og yfírleitt nái ekki aðrir sýklar að þrífast í honum vegna þess, að vinnslan fari fram við miklu lægra Þýska markið fjörutíu ára Vestur-Berlín, frá Ketilbirni Tryg^vasyni. NÝLEGA var þess minnst hátíðlega hér í Þýskalandi að fjörutíu ár eru liðin frá því þýska markið, „Deutsche Mark“, var innleitt sem gjaldmiðill hérlendis. Það var 20. júní 1948 sem stjóm- völd vesturhluta hins hersetna Þýskalands innleiddu ný gjaldmið- ilslög þar sem hið verðlausa ríkis- mark, „Reichsmark", sem hafði verið gjaldmiðill frá 1924, var leyst af með hinu nýja þýska marki. Lögin sem hönnuð voru undir um- sjá bandamanna fólu einnig í sér ákvæði um enduruppbyggingu banka- og peningakerfísins og voru þar með ein af undirstöðum efna- hagsuppbyggingar Þýskalands. Með tilkomu þessara laga var almenningi, fyrirtækjum og stofn- unum í landinu gert skylt að nota hinn nýja gjaldmiðil, en viðskipti höfðu fyrstu árin eftir seinni heims- styijöldina svo til einungis farið fram með vöruskiptum. Einstakl- ingar fengu í fyrstu einungis 40 þýsk mörk í hendumar til að full- nægja brýnustu þörfum sínum, fyr- irtæki 60 þýsk mörk fyrir hvem starfsmann og ríkisstofnanir sam- bærilegar upphæðir eftir stærð og mikilvægi. Með þessari fyrstu peninga- sprautu hófst nýr ferill í sögu þýsks efnahagslífs. A þessum ferli sem kallaður hefur verið „tími hins þýska efnahagsundurs" þróaðist efnahagur landsins uppúr algjörri eyðileggingu yfír í það form sem við þekkjum í dag. Vestur-Þjóðveijar gera þessum atburði, nú fjörutíu árum seinna, mikil skil og er greinilegt að gjald- miðilsbreytingin og þau lög sem henni fylgdu er flokkuð með merk- ari atburðum eftirstríðsáranna. Skýringin á þessu er einföld þegar þróun þýskra gjaldmiðla fyrr á þessari öld er skoðuð. Tvívegis (1923 og 1948) þurfti þýskur efna- hagur að þola algjört hrun þýsks gjaldmiðils, í fyrra skiptið í kjölfar óðaverðbólgu og í seinna skiptið vegna efnahagslegs hruns Þýska- lands í lok seinni heimsstyijaldar- innar. í báðum tilfellum þurftu fyr- irtæki og borgarar landsins að horfa á eftir öllum peningaeignum og byija efnahagslega uppbygg- ingu uppá nýtt. Það er því eðlilegt að Þjóðveijar skuli meta það mikils að hafa í samfleytt fj'örutíu ár getað lifað í efnahagslega stöðugu þjóðfélagi með öruggan gjaldmiðil. Minningar um verðgildishrun fyrri gjaldmiðla og það fjárhags- lega tap sem Þjóðvetjar þurftu að taka á sig tvívegis á þessari öld, lifír enn sterkt í hugum hins þýska borgara. Af þessum sökum eru Þjóðveijar mjög meðvitaðir um verðlagsþróun í landinu og bregð- ast mjög hart við öllum kennileitum verðbólgu, miklu fljótar en í flest- um öðrum vestrænum iðnríkjum. Þessi reynsla þýsku þjóðarinnar er einnig skýringin á því af hvetju valdsvið þýska seðlabankans er svona frábrugðið valdsviðum seðla- banka flestra annara landa. Seðla- bankinn hér í Þyskalandi er ekki undir beinum áhrifum frá ríkis- stjóm landsins, hann hefur sín eig- in lög sem hann á að fara eftir, jafnvel á móti stefnu ríkisstjórnar ef þurfa þykir. Bankastjórar seðla- bankans, sem valdir eru eftir mjög flóknu kerfi til að fyrirbyggja áhrif ríkjandi ríkisstjórnar, eru jafn valdamiklir og ráðherrar landsins. Undir stjóm þessara manna á bankinn lögum samkvæmt að gera allt í sínu valdi til að tryggja traust verðlag í landinu. Stöðugleiki í verðlagi hefur oft verið nefnt „fyrsta boðorð" þýskra yfírvalda. Þessi áhersla hefur oft sætt gagn- rýni erlendis frá. Þjóðveijar hafa verið sakaðir um að hafa horft of blint í eigin barm og leitt hjá sér þróun í gengismálum og almennt í heimsviðskiptum til að halda verð- bólgu í skefjum heima fyrir. Þjóð- veijar vísa þessum ásökunum á bug, benda á þann árangur sem þjóðin hefur náð fram með þessu móti og fullyrða að einmitt vegna þessarar stefnu hafi þýska markið náð þeim virðingarsessi sem mynt- in hefur í dag. Það er ekki erfítt að vera Þjóð- veijum sammála í þessu máli. Stað- reyndin er sú að þýska markið, sem eins og myntir annarra landa end- urspeglar efnahagslíf þjóðarinnar, hefur á þessum fyrstu fjörutíu árum í sögu sinni, þróast úr því að vera verðlaus mynt yfír í það 'að vera ein sterkasta og virtasta mynt alþjóðaviðskipta. I dag er áætlað að fjármagnseignir erlendra aðila bundnar í þýskri mynt telji 650 milljarða marka. Einnig er áætlað að 14% af gjaldeyrisforða erlendra ríkja sé bundin í þýskum mörkum. Þar með er þýska markið önnur vinsælasta alþjóðamynt ver- aldar á eftir bandaríkjadollar sem eftir sem áður telur langstærsta hlut alls gjaldeyrisforða heims eða 74%. Þýska markið gegnir einnig miklu hlutverki sem viðmiðunarein- ing annarra gjaldmiðla. Á alþjóða peningamörkuðum er bandaríkja- dollar oftast mældur í þýskum mörkum og Evrópu-gjaldmiðillinn (ECU) styðst að mestu við þróun marksins. í framtíðinni kemur þýska mark- ið áfram til með að vera áhrifaríkt í þróun alþjóðaviðskipta, sérstak- lega þó með tilliti til áætlana um sameiginlega seðlabanka og notk- um sameiginlegrar myntar Evrópu- bandalagslandanna. Umræður sem nú þegar eru í gangi um þessi mál ganga út frá leiðandi hlutverki þýska marksins. MARKIÐ — Tvívegis hafa fyrirtæki og íbúar Þýskalands þurft að horfa á eftir peningaeignum sínum vegna hruns þýska gjaldmiðils- ins. í fyrra skiptið, 1923, í kjölfar óðaverðbólgu og í seinna skiptið, 1948, vegna efnahagsleg hruns í lok seinni heimsstyijaldarinnar. ÚT er komin hjá Evrópubandalag- inu skýrsla um aukið hreinlætí við meðferð fisks, jafnt um borð í fiskiskipunum sem í vinnslustöðv- um í landi. Eru viðbrögð margra sjómanna og fiskverkenda i Bret- landi í stuttu máli þau, að verði reglurnar samþykktar óbreyttar sé eins gott að leggja niður fisk- iðnaðinn. Um þessa skýrslu var fjallað ný- lega í breska sjávarútvegstímaritinu Fishing News Intemational og fer höfundurinn oft háðulegum orðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.