Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 4* Það þarf ekki að reyna að segja nokkrurn hugsandi manni að íslensk stjómvöld hafí ekki vitað um tilvist þessara laga og sáttmála þessara 90 landa veraldar samtals, allra utan Evrópuríkisins íslands. Þær skýringar sjávarútvegsráðherrans eru með ólíkindum. Enda tilgangur- inn með öllu þessu streði augljós allan tímann. Við hvalavinir höfum ekki verið mjög harðir í þessum smyglmálum til þessa. Við höfum oft vitað um fleiri farma hvalkjöts sem smyglað er í gegnum hafnir erlendis á leið til Japans og lítið hafst að. Við hvalavinir erum íslendingar líka og eigum okkar rétt á annarri landkynningu en þessari. Við viljum reyndar eins og flestir aðrir íslend- ingar að ferðamannastraumurinn til fslands aukist jafnt og þétt í framtíðinni. A því munu framtíðar- tekjur okkar og niðja okkar byggj- ast að langmestu leyti. Óumdeilt ytra að um smygl væri að ræða Það er einnig lítið kunnugt hér heima að bæði í Vestur-Þýskalandi í fyrra og nú í Finnlandi var óum- deilt í hvalkjötsgámamálunum, manna og ráðuneyta á meðal, að um smyglvarning frá íslandi væri að ræða. Eingöngu var deilt um hvernig ætti að leysa málið til að þurfa ekki að niðurlægja okkur íslendinga of mikið. Vestur-Þýska umhverfísmála- ráðuneytið tók skýra afstöðu strax t málinu í fyrra, — að fylgja hörðum lagabókstafnum og gera smygl- farminn umsvifalaust upptækan og eyða afurðunum. Utanríkisráðuneytið þýska var hins vegar látið leysa málið með því að senda kjötið til baka aftur- dyramegin til íslands, þar sem hin- ar hefðbundnu NATO-hótanir voru famar að berast út fyrir landstein- ana frá hinum eindæma íslenska framsóknarráðherraflokki hér heima. Það sama var upp á téningnum í Finnlandi nú fyrir skömmu. Ein- göngu vegna norrænnar frændsemi og nýlokinnar kurteisisheimsóknar íslenska forsætisráðherrans til Finnlands sáu finnsk stjórnvöld sig tilneydd til að leysa málið á sem diplómatískan hátt og leyfa heim- sendingu kjötsins út um bakdymar líkt og gerðist í Þýskalandi ári fyrr. Óumdeilt var ytra að um hreint smygl væri að ræða. Afurðir dýra sem em í útrýmingarhættu. Svo er a.m.k. skilgreining fæmstu vísinda- manna þessara landa á ástandi hvalastofna heimsins. f Búið að útrýma 3 hvalastofnum við Island nú þegar Og fyrir þá sem ekki vita er nú þegar búið að útrýma þremur hvala- stofnum við ísland; sandlægjunni, Grænlandssléttbaknum og íslands- sléttbaknum. Hvaða tegund ætlum við að kjósa okkur næst? Langreyð- ina eða sandreyðina? Eða kannski hrefnuna? Það væri reynandi að spyrja íslenska sjávarútvegsráð- herrann að því. Ef hans hátign liti nú niður úr fílabeinstumi sínum stundarkorn niður til okkar smæl- ingjanna. Okkar sem höfum lang- tímaáætlanir um að búa ekki einir allra dýra hér við Atlantshafið. • Er ekki nóg komið af allri þess- ari vitleysu? í dag er verðmæti hvalaafurða komið niður fyrir 0,25% útflutningstekna íslands. Eða er öllu fómandi fyrir þetta prósentubrot? Virðingu okkar með- al flestra siðaðra þjóða jarðar? Og fískmörkuðunum, ferðamanna- straumnum og mannorðinu líka? Hvað á þessi vitleysa að þurfa að kosta áður en menn slíðra skutlana og neyðast til að hætta slátmn hvaldýranna í kringum ísland? Ann- ar endir er ekki fræðilegur í dæm- inu hvernig sem menn líta annars á þetta óhönduglega mál allt saman af okkar hálfu. Sviksemi íslands í hvalfriðunarmálum Fullyrða má eins og málin standa nú í dag að íslendingar eru búnir að niðurlægja hvalavini og náttúru- unnendur um alla veröld svo mjög, að fæst af þessu fólki mun unna Ný hljómplata með Omari Oskarssyni NÝ hljómplata með Ómari Óskarssyni gítarleikara og söngvara er væntanleg á markað nú um mánaðamótin. Platan ber heitið „Rækjukokkteill“ og er önnur sólóplata Ómars. Fyrri sólóplata Ómars hét „Middle Class Man“ og kom út á þeim tíma sem hljómsveitin Pelican starfaði, en í þeirri sveit lék Ómar og samdi flest lögin á hljómplötum þeirra félaga, þar á meðal „Jenny Darling", „My glasses" og fleiri sem náðu miklum vinsældum um miðjan síðasta áratug, en um tólf ár eru nú liðin síðan Ómar sendi frá sér lög á plötu. Rækjukokteill inniheldur 11 lög eftir Ómar með textum eftir hann, Hafliða Magnússon og Þómýju Óskarsdóttur. Upptökustjóri á plöt- unni er gamall félagi Ómars úr Pelican, bassaleikarinn Jon Ólafs- son og annast hann jafnframt bassaleik á plötunni. Sjálfur annast Ómar gítarleik og söng en aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir J. Birg- isson á hljómborð og Ásgeir Óskars- son á trommur. Platan var tekin upp í hljóðverinu Stöðinni og upp- tökumaður var Axel Einarsson. (Fréttatilkynning.) sér nokkurrar hvíldar gegn okkur fyrr en loforðin sem marggefln voru af okkur um að hætta hvalveiðunum verða haldin. Fyrir flest raunsætt fólk ætti því spuming dagsins í dag í rauninni að vera eingöngu sú hvað við ætlum okkur að leyfa okkur að greiða þessa sviksemi okkar dýru verði þegar allt verður tekið saman og reiknað með að lokum? Því þetta stríð við hin fimmhundruð mis- munandi náttúruverndarsamtök út um allan heim er gjörsamleg vonlaust. Sem betur fer gista svo margir hvalavinir og einarðir nátt- úmverndarmenn þennan heim hér í dag þrátt fyrir allt, að þetta er fullkomlega töpuð barátta af hálfu okkar Islendinga á meðan við hög- um okkur svona, eins og óskynsamt skyndigróðafólk gerir. Og það þó við bítum í skjaldarrendumar í sífelldu með miklum mannalátum. Hve lengi enn höfum við efni á að hafa Halldór sem ráðherra? Hvað ætli Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, verði búinn að kosta íslenska þjóðfélagið og íslensku fískmarkaðina erlendis og ferðamannaiðnaðinn hér heima mikið að leikslokum? Það stefnir í að verða há upphæð ef ekki verður snúið við á þessari óheillabraut fljótlega. Og hve lengi höfum við eiginlega efni á því dýra sporti að hafa svona sjávarútvegsráðherra? Því er ekki auðvelt að svara í fljótu bragði. Það er verðugt verkefni Þjóð- hagsstofnunar að reikna með hve mikið það kostar aðeins í töpuðum fiskmörkuðum, í reiðufé á árs- gmndvelli, þessi stríðsrekstur ráð- herrans svo umræðan um þetta ■ vandræðamál komist á eitthvað vit- rænna plan. Heimildir hefi ég fyrir því ytra að það hlaupi nú þegar á hundmðum milljóna króna á ári, þótt lítið sé talað um upphátt um það hér heima. Og á það fyrirsjáan- lega eftir að margfaldast á næst- unni. Ömggt má þó telja að við höfum ekki efni á Halldóri ráðherra í margar hvalvertíðir í viðbót ofan á alla aðra óáran í íslensku efna- hagslífi í dag, hvað sem öðm líður. Svo mikið er víst nú þegar. Höfundur ermeðlimur íHvala- vinafélagi íslands. 'ERBLOÐ Á FÖSTUDÖGUM *rs Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. áföstudögum og í blaðið Á dagskrá fyrir kl. 12.00 á miðvikudögum. - bl^6 allra landsmanna " guskór Gönguskórnir frá Scarpa eru bæöi traustir og þægilegir. Fyrir stuttar sem langar göngu- ferðir, á jafnsléttu sem um fjöll og firnindi. Hjá Skátabúðinni færðu aðstoð við val á þeim skóm er henta þínum þörfum. Ráðleggingar okkar eru byggð- ar á reynslu. Skátabúðin — skarar framúr. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.