Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
4
\
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HUGA ÓLAFSSON
Hugmyndir SÍL um lausn á vanda refaræktar:
Ný 120 milljón króna bú-
háttabreyting frá ref í mink
Tap refabænda um
120 milljónir á ári
Útflutningsverðmæti refa-
skinna á síðasta ári var um
110-115 milljónir króna, en tap
refabænda á sama tima var 120
miiyónir króna. Um 40 af 160
refabændum eru í veðþroti og
eiga þar af leiðandi erfitt með
að fá skuldbreytingar frá Stofnl-
ánadeild landbúnaðarins, sem .
rikisstjórnin hefur samþykkt til
hjálpar refabændum. Byggða-
stofnun neitar að lána 80 milljón-
ir króna til fóðurstöðva í loðdýra-
rækt, nema ríkisstjórnin ábyrgist
að það sé ékki glatað fé.
Astandið í refaræktinni er ekki
glæsilegt og framundan er ekkert
nema áframhaldandi tap. Spyija
má hvort nokkuð sé eftir nema að
veita þessarri grein nábjargimar.
Forsvarsmenn í loðdýrarækt telja '
þó að það yrði gífurlegt slys ef refa-
rækt legðist fyrirvaralaust niður.
Slíkt gæti kippt fótunum undan
fóðurstöðvunum sem aftur myndi
valda erfiðleikum í minkarækt, sem
gangi nú ágætlega. Samband
íslenskra loðdýraræktenda hefur
lagt til að allt að 3A þeirra 16.000
refalæða sem nú eru í landinu verði
skipt út fyrir minkalæður. Þetta
telur sambandið munu tryggja það
að 1,7 milljarða fjárfesting og mik-
il þekking íslendinga í loðdýrarækt
skili arði í framtíðinni. Spumingin
er hvort stjómmálamenn og fjár-
málastofnanir hafa næga þolin-
mæði og vilja til að veita enn meira
fé í loðdýraræktina með veð í óljósri
framtíð.
Vandinn - úr vaxtarbroddi
í vonlaust tap
Vandinn í refaræktinni nú kemur
flatt upp á marga sem ekki hafa
fylgst náið með þróuninni í grein-
inni og muna eftir tali ráðamanna
um ref og mink í búrum sem vaxtar-
brodd í íslensku atvinnulífi og lausn
á vanda sveitanna í búháttabreyt-
ingum þessa áratugar. Vandinn
orsakast fyrst og fremst af gífur-
legu verðfalli á skinnamörkuðum
erlendis, en fall dollarans, fastgeng-
isskráning og innlendar kostnaðar-
hækkanir hafa haft sitt að segja (
loðdýraræktinni eins og í öðrum
útflutningsvegum.
„Fýrir nokkram áram var refa-
hvolpurinn virði tveggja dilka, en
nú er dilkurinn tveggja hvolpa
virði," sagði Sigfuijón Bláfeld, loð-
dýraræktarráðunautur í samtali við
Morgunblaðið. Nú fást um 1.600
krónur íslenskar fyrir refaskinnið,
en kostnaður við hvert skinn er
hins vegar reiknaður um 3.300
krónur og fóðurkostnaðurinn einn
er eitthvað um 1.200-1.700 krónur,
þannig að í sumum tilvikum hrekk-
ur skinnaverð ekki einu sinni fyrir
fóðurkostnaði.
Siguijón Bláfeld telur hins vegar
að markaðurinn fyrir refaskinn sé
í algjörri lægð nú og muni rétta
úr kútnum í framtíðinni, þar sem
hann hafi fylgt reglubundnum 10
ára sveiflum frá 1930. Uppbygging-
in í íslenskri refarækt hafí komið á
þeim tíma sem skinnamarkaðurinn
var hvað bestur fyrir seljendur og
íslenskir refabændur þurfi nú að
borga afskriftir og fjármagnskostn-
að á tíma verðhrans á skinnamörk-
uðum á meðan bændur f öðram
löndum hafi flestir komið undir sig
fótunum. Siguijón nefnir sem dæmi
að afskriftir af húsum séu um 70
krónur á refaskinn í Finnlandi, en
allt að 700-1.000 krónur hérlendis.
Offjárfesting?
Siguijón Bláfeld segir að helsta
orsök vandans í refaræktinni sé of
hár fóðurkostnaður. Eðlilegt sé að
fóðurkostnaður sé um 8-9 krónur á
kílóið, sem þýðir rúmlega þúsund
krónur á skinn, en fóðurkostnaður
sé frá 8 krónum á Höfn í Homa-
firði upp í ailt að 17 krónur á kíló-
ið sumsstaðar. Því hefur verið hald-
ið fram að offjárfesting sé í fóður-
stöðvunum og að hún komi fram í
óeðlilega háum fóðurkostnaði, þeg-
ar þess er gætt að hráefniskostnað-
ur er aðeins um 5-6 krónur á kfló-
ið. Nú era 11 fóðurstöðvar starf-
ræktar á landinu og heildarfjárfest-
ing í þeim mun vera um 300 milljón-
ir króna. í skýrslu Byggðastofnunar
frá síðasta ári segir að engin at-
vinnustarfsemi á Islandi hafi notið
eins mikillar fyrirgreiðslu og fóður-
stöðvamar.
Fóðurstöð Melrakka hf. á Sauð-
árkróki er oft nefnd sem dæmi um
offjárfestingu, en hún kostaði um
100 milljónir króna. Einar Gfslason,
formaður Sambands íslenskra loð-
dýraræktenda, segir að það sé rétt
að stöðin hafi hvergi nærri náð
fullri afkastagetu, en stærð stöðv-
arinnar hafí verið reiknuð út frá
spám um aukningu í loðdýrarækt
sem gerð var á uppgangstíma. Ein-
ar segir að ekki þurfí að borga
meira með fóðri frá Sauðárkróki
en annars staðar og bendir á að
þróunin erlendis hafí verið á þann
veg að hafa færri stöðvar og stærri.
Siguijón Bláfeld kallar byggingu
fóðurstöðvar Melrakka hins vegar
„algjört slys“ og bendir á að fóður-
stöðin á Selfossi hafí aðeins kostað
‘A af stöðinni á Sauðárkrók, þó
framleiðslan sé svipuð.
1,7 milljarðar í fasteignum
fyrir loðdýrin
Fjárfesting í refabúum er áætluð
um 700 milljónir króna og annað
eins mun liggja í minkabúum. Með
fóðurstöðvunum má því segja að
heildarfjárfestingin í loðdýrarækt-
inni sé um 1,7 milljarðar króna, sem
samsvarar um 6 nýjum skuttogur-
um eða um 450 meðalíbúðum. Fjár-
festing í refarækt er um 77% hærri
á hveija læðu hér á landi en í Finn-
landi og nær tvöfalt hærri í minka-
rækt. Jón Ragnar Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri SÍL, segir að skýring-
in á þessu sé að húsin hér séu vand-
aðri en ytra, sem skili sér í Iengri
nýtingartíma þeirra og betri skinn-
um.
Sú spuming vaknar hvort mikil
opinber fyrirgreiðsla hafi orðið til
þess að uppbygging refaræktarinn-
ar hafi ekki farið fram á eins hag-
kvæman hátt og framast er unnt.
„Það hefur verið allt of auðvelt að
fá fjármagn í refaræktina," segir
Siguijón Bláfeld. Byggðastofnun
sér ástæðu til að minnast á þetta
í nýjustu ársskýrslu sinni: „Byggða-
stofnun hefur varað við því að fórna
arðsemissjónarmiðum fyrir þau
áhrif sem loðdýraræktin getur haft
til lausnar á vandamálum hefð-
bundinna búgreina. Enda þótt
vissulega væri gott ef hægt reynd-
ist að styrkja búsetu á ákveðnum
svæðum með því að stunda þar loð-
dýrarækt fer því fjarri að skynsam-
legt sé að kosta til þess hveiju sem
er.“ Einn viðmælandi Morgunblaðs-
ins tók í sama streng og sagði að
stór hluti vandans væri sá að refa-
ræktin hefði verið rekin í anda
byggðastefnu undir forsjá „land-
búnaðarapparatsins", en ekki eins
og hver annar „bissniss“.
Reynt að bjarga
refabændum í veðþroti
En hveijum sem kann að vera
um að kenna, er ljóst að ríkisvaldið
og fjármálastofnanir geta ekki
hlaupist frá fjárfestingum og fyrri
ákvörðunum sínum nú þegar harðn-
ar á dalnum. í ársbyijun ’87 áætl-
aði Byggðastofnun að Stofnlána-
deild, Byggðasjóður og Byggða-
stofnun hefðu veitt um hálfum millj-
arði í fyrirgreiðslu til loðdýrarækt-
ar.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
vinnur nú að því að skuldbreyta
lánum refabænda í samræmi við
samþykkt ríkisstjómarinnar og er
áætlað að greiða um 10.000 krónur
á hveija refalæðu, en enginn refa-
bóndi fái þó yfir tvær milljónir
króna. Að sögn Leifs Jóhannesson-
ar hjá Stofnlánadeild er talið að um
40 refabændur séu komnir í veð-
þrot og uppfylli því ekki skilyrði
fyrir skuldbreytingum, en nú er
hópur á vegum Stofnlándeildar,
Iandbúnaðarráðuneytisins og
Byggðasjóðs að leita leiða til að
aðstoða þá sem era í veðþroti, til
dæmis með því að breyta viðmiðun
í veðmati. Framleiðnisjóður borgar
nú 400 krónur í rekstararstuðning
með hveijum refahvolp, eða um 30
milljónir á ári, en SÍL vill fá 300
krónum meira á hvolp.
Lausnin - fækka refum og
„minka“ búin?
Vandinn í loðdýraræktinni er nær
eingöngu í refaræktinni, en mun
betur gengur í minkaræktinni. Nú
era um 50-60.000 minkalæður á
Sólsnyrtivörurnar
frá Boots lyfjafyrirtækinu
1. ULTRA DEFENCE SUN BLOCK. Sólvörn fyrir mjög brunagjarna húð (sólvörn).
2. ULTRA DEFENCE LIP PROTECTOR. Vörn fyrir varir og húð þar í kring (hrukkur).
3. HIGH DEFENCE FACIAL SUN CREAM SPF 8. Næring með mikilli vörn.
4. PROTECTIVE FACIAL SUN CREAM SPF 4. Næring fyrir húð, sem þolir sól
5. AFTER SUN. Næring fyrir húðvefi, kælir og róar. Varnar þurrkun (flögnun)
VIÐHELDUR BRÚNA HÚÐLITNUM. Berið daglega eftir hreinsun húðar.
Notið í minnst 2 VIKUR EFTIR SÓLBÖÐUN til við halds brúna húðlitnum.
6. KAUPIÐ GÓÐAR SÓLVÖRUR FYRIR SÓLBÖÐUN:::::
loksins komnar eftir margra ára rannsóknir.
100% ilmefnalausar (v/ofnæmisprófun).
Sólin brennir þig ekki ef þú notar:
Enskt hafrannsókna-
skip í Reylgavíkurhöfn
ENSKA hafrannsóknaskipið Cir-
olana kom við í Reykjavíkurhöfn
dagana 27. og 28. júní. Skipið er
á leið á Grænlandsmið, þar sem
kannaðir verða djúpsjávar-
straumar.
Cirolana kemur frá Lowestoft,
en er skráð í Grimsby. Skipstjóri
er M.J. Willcock. í samtali við Morg-
unblaðið sagði hann, að tilgangur
fararinnar á Grænlandsmið væri að
kanna djúpsjávarstrauma.
Skipveijar hyggjast nú vitja
mæla, sem komið var fyrir undan
ströndum Grænlands á síðasta ári.
Upplýsingamar frá mælunum verða
svo notaðar til að meta hættuna á
útbreiðslu geislavirks úrgangs í
Atlantshafi, en til þess þarf ná-
kvæmar rannsóknir á hafstraum-
um.
Willcock skipstjóri og í baksýn skip hans Cirolana. Morgunbiaðið/Svemr
“f