Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5; JÚLÍ 1988 57 Gaelurefurinn Kalli var ein helsta stjarnan á sýningunni Bú ’87. Kalli étur fyrir um 1500 krónur á ári, og eigandi hans borgar um 3300 krónur alls undir hann. Þetta elskulega dýr er ekki metið til fjár, en ef hann væri lagður undir sömu mælistiku og frændur hans og frænkur er hann um 1600 króna virði. Það er svipað og einn búrminkur, en sá er meira en helmingi léttari á fóðrum en Kalli. landinu og áætlað útflutningsverð- mæti minkaskinna á þessu ári er um 300 miiljónir króna. Minkarækt hófst að nýju hér á landi árið 1970, 10 árum á undan refaræktinni og hefur staðist sveiflur á markaðin- um, sem eru ekki nærri eins stórar og í refaskinnunum. Verðið á minkaskinni er orðið svipað og á refaskinnum, en mun minni kostn- aður er við minkinn og munar þar mest um fóðrið. Af þessum sökum hefur SÍL nú lagt fram tillögur um að skipta út stærstum hluta refa í loðdýrabúum landsins og samþykkt hefur verið að Framleiðnisjóður aðstoði við slíkar búháttabreytingar. Ekki hef- ur þó verið gengið frá neinum ná- kvæmum tillögum um slíkar breyt- ingar, enda á eftir að sjá hvort refa- bændur samþykki þær. Að sögn Jóns Ragnars Bjöms- sonar, framkvæmdastjóra SÍL, vilja samtökin fá afkomutiyggingu fyrir fefabændur í 3 ár á meðan siript verður um allt að SA ailra refalæða á landinu og tvær minkalæður sett- ar á í stað hverrar einnar refalæðu. Ekki þarf að breyta húsum til þessa, en búrum veður að breyta og reikn- ar Jón Ragnar með því að kostnað- ur við breytingamar verði um 10.000 krónur fyrir hveijar tvær minkalæður. Ef skipt yrði út 12.000 refalæðum yrði kostnaðurinn við það um 120 milljón krónur, eða svipað og heildartap refabænda á íslandi síðastliðið ár. Uppskrift að fyrirmyndarloðdýrabúi Þessar hugmyndir um að hvert loðdýrabú byggi einkum á minka- rækt, en hafí refarækt sem „aukabúgrein" eru ekki nýjar af nálinni. Að sögn Sigurjóns Bláfelds ráðlögðu Danir okkur slíkt fyrir- komulag í byijun þessa áratugar, þar sem minkaskinnin væru miklu stöðugri í verði og verðsveiflur í þessum tveimur tegundum jöfnuð- ust yfírleitt út. Þá væri hægt að fjölga refunum og græða vel þegar markaðurinn væri í uppsveiflu, en láta minkinn bæta tapið á meðan refastofninum væri viðhaldið yfir öldudal í skinnaverði. Það er auðvelt að vera vitur eft- irá, en nú ríður á að taka skynsam- legar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það blasir ekkert annað við en áframhaldandi botnlaust tap hjá íslenskum refabændum, þar sem skinnabirgðir í heiminum hafa aldr- ei verið meiri, um 1 ‘A milljón, og engar horfur á að verðið hækki nokkuð að ráði í bráð. Það er því deginum ljósara að það verður mik- ill samdráttur í refarækt, en spum- ing um hvemig að málum verður staðið. Að hrökkva eða stökkva Stjómvöld taka áhættu með að samþykkja lausnir á borð við þær sem SÍL hefur lagt til, því skinna- tískan og markaðurinn em fallvölt og enginn kominn til með að segja að ekki verði tap á minkaskinna- framleiðslu eftir nokkur ár. Ef refa- rækt, eða jafnvel loðdýrarækt í heild, verður hins vegar lögð niður hér á landi fara gífurlegar íjárfest- ingar í súginn og sú þekking sem hér hefur byggst upp glatast. ís- lenskir búrrefír áttu eitt sinn heims- met í fijósemi og skinnastærð og gæðin á skinnunum hafa sífellt far- ið vaxandi. Ef verðið á refaskinnum nær fyrri hæðum ættu íslendingar að geta staðið vel að vígi með ódýrt hráefni í fóður og hágæðaskinn. „Það er ekki spuming um að loð- dýrarækt á framtíð fyrir sér hér á landi," segir Jón Ragnar Björnsson. Spumingin er hvort menn em til- búnir að hætta miklu fé til að íjár- festa í þeirri framtíð. Arrow^ STUTTERMA S K Y R T U R verð kr. 1.495 ORION MYIMDBANDSTÆKI nesco LRUGRI/GGUR HF Laugavegi 10, simi 277 88 Morgunblaðið/PPJ Áhöfnin við komuna til Reykjavíkur. F. v. Jóhann Þórisson flugmað- ur, Þorsteinn Jónsson flugstjóri og Markús Magnússon flugvirki. Ný leiguflugvél til Arnarflugs TWIN Otter 300 leiguflugvél Arn- arflugs Innanlands hf. kom til Reykjavíkur aðfaranótt fimmtu- dags frá ZUrich í Sviss með við- komu í Prestvík i Skotlandi. Flug- vél þessi tekur 19 farþega eins og Twin Otter-vélin sem fyrir er f flugflota félagsins, en er búin aflmeiri hreyflum. Farflugshraði vélarinnar er um 20 sjómflum meiri á klukkustund og getur hún borið tæplega 4300 kg þyngri arðfarm en eldri Twin Otter- flugvél Amarflugs. Leiguvélin fer strax í notkun á leiðum Arnarflugs enda ekki vanþörf á þar sem flutn- ingar hafa aukist til muna nú að undanfömu. Þess má geta að eigandi flugvélar- innar er Svissneska flugfélagið Zimex Aviation en hjá því félagi em nú starfandi fímm íslenskir flugmenn við hjálparflug á vegum Alþjóða Rauða krossins. Fjórir þeirra em við störf í Angóla og einn f Kenya. - PPJ HÁRLOS Splunkuný hárígræðslumeðferð, sem ábyrgist heilbrigt og náttúrulegt hár sem vex áfram það sem þú átt eftir ólifað (skrifleg ábyrgð fylgir). ígræðslan er bæði snögg og sársaukalaus og er aðeins framkvæmd af mjög hæfum læknum á okkar vegum. Með- ferðin hefur verið reynd og rannsökuð í yfir 30 ár og þær sem hafa verið gerðar hafa tekist frábærlega vel og er það ástæðan fyrir því að við lofum endurgreiðslu ef hún tekst ekki fullkomlega. í dag ættirðu því að hafa samband við okkur, án allra skuldbininga, og fá allar nánari upplýsingar um þessa spennandi meðferð. Sími: 9044/1-41296 eða skrífið til: REGROW HAIR CLINIC, NEÐSTUTRÖÐ 8, 200 KÓPAVOGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.