Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 61
61 systkinum sínum eða tónlistarfólki sem líklega hefur verið á svipuðu reki og hún. Eftir að Nanna gifti sig og eignaðist eigið heimili og tvær dætur varð um hríð hlé á vinnu hennar utan heimilis, en svo tók hún aftur upp þráðinn og fór að kenna í Tónlistarskóla Mosfells- bæjar. í byijun hafði hún þar ekki fulla kennslu á hendi, en jók hana smám saman og hafði þegar hún lést verið tónlistarkennari í Mos- fellsbæ um margra ára bil. Nanna Kristín Jakobsdóttir og Gísli Geir Kolbeinsson giftust haus- tið 1967, en þótt ekki tækjust með þeim ástir fyrr á fullorðinsárum höfðu þau þekkst frá því að þau voru unglingar. Bæði áttu þá heima í sömu götu á Ytri-Brekkunni, strætinu sem kennt er við land- námsmann Eyjafjarðar, Helga magra. Það var þvi ekki langt á milli, en við það bættist að Nanna var- góð vinkona Ásdísar, systur Gísla, og frænku hans sem heima átti í sama húsi og hann. Þangað var gott að koma. Því kynntist ég vel á menntaskólaárum mínum, en við Gísli vorum bekkjarbræður frá því í bamaskóla og fram til stúd- entsprófs. Síðustu skólavetur okkar fyrir norðan var Nanna í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, en oft heima á sumrin, og einu sinni fórum við öll óborganlega sumarferð í Vagla- skóg með fleira fólki. Þannig mætti lengi elta leiðarhnoða minninganna og allt rifjast þetta nú upp fyrir mér þegar mér verður hugsað til Nönnu og Gísla. . Eftir að þau giftu sig áttu þau heima á nokkrum stöðum í Reykjavík uns þau byggðu sér íbúð í Pífuseli. Hana seldu þau svo og keyptu sér hús á Ránargrund 5 í Garðabæ. Gísli hefur starfað hjá fleiri en einu verslunarfyrirtæki í Reykjavík, en er fyrir skömmu orð- inn sjálfs sín húsbóndi. Dætur þeirra Nönnu eru tvær: Unnur Ingi- björg sem á liðnum vetri stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og er nýorðin 18 ára og Hildur sem lauk grunnskólaprófi í vor og er á sextánda ári. Eins og oft vill verða um sam- band þeirra sem ungir bindast vin- áttuböndum breytti það ósköp litlu um vináttu okkar Gísla þó að stund- um liði langt milli þess sem við sáumst eða töluðumst við. Eftir að báðri voru orðnir íjölskyldumenn og erill hversdagslífsins tekinn við af áhyggjuleysi skólaáranna fækk- aði fundum þótt við værum á sama stað. En vináttan var hin sama og fyrr og þegar við tókum rögg á okkur og snerum vöm í sókn gátum við byijað að gantast fyrirvaralaust og tekið upp gamlan þráð eins og ekkert hefði í skorist. Þannig hefur þetta alltaf verið. Og ekki spillti það þegar Nanna var viðstödd og lagði sitt til málanna. Hún var hæglát í fasi og lét ekki alltaf fara mikið fyrir sér, en við- mót hennar var hlýtt og notalegt að vera í návist hennar. Þess hafa maður hennar og dætur fengið að njóta. Þeim bjó hún gott heimili, griðarstað í öllum veðrum. Á góðra vina fundum naut sín vel greind hennar og góðvild og óskikinn, upprunalegur húmor sem er sann- kölluð guðsgjöf og Nönnu og Gísla var báðum gefinn af miklu örlæti. Sú guðsgjöf hefur oft glatt vini þeirra og vinir Gísla voru vinir Nönnu. Vel man égþegar þau hjálp- uðu undirrituðum að halda upp á afmæli fyrir mörgum árum með skemmtigöngu á Hringbrautinni „milli rétta" — eða sjö manna vetr- arveislu í Garðabænum sem ég hygg að seint líði þeim sex sem nú eru eftir úr minni. Slíkur ylur minn- inganna'er sá auður sem eftir er f búi þegar gengið hefur verið að öllum veðum. Nú getur maður iðr- ast þess sjálfskaparvítis að hafa ekki safnað meiru af honum meðan tími var til, en því dýrmætara verð- ur það sem hugurinn geymir. Og hvernig áttum við að ímynda okkur að dómur yrði felldur jafn skyndi- lega og raun varð á? Hvemig áttum við að trúa því að ekki væri nægur tími til alls sem við áttum eftir? Það var í október sém Nanna kenndi þess sjúkdóms sem varð henni að aldurtila. Hún ætlaði að fara að halda upp á afmælið sitt. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Þau Gísli hugðust njóta þess í út- löndum. Sú ferð var aldrei farin. í stað hennar kom skurðaðgerð og sjúkrahúsdvöl um hríð og erfiður vetur og vor milli vonar og ótta. Og nú er Nanna Jakobsdóttir farin í þá ferð sem okkur er öllum jafn vís fyrr eða síðar. Eftir að hún varð veikinda sinna vör og meðan hún beið þess sem verða vildi er mér kunnugt um a’ hún sýndi kjark og æðruleysi sem ber vitni milum skap- styrk og lífsþroska. Hið sama gerðu maður hennar og dætur. Þegar meðgöngutími dauðans er liðinn lýsir minningin um góða eiginkonu og móður þeim vonandi aftur leið frá hinum dimmu dyrum. Á kveðjustund verður oftast meira um spurningar en svör og fátt sem aðrir geta sagt ástvinum til huggunar. Við drúpum höfði í þögn, en reynum þó stundum að ijúfa hana með annarra orðum sem við gerum að okkar. Ekkert kemur mér þá fyrr í hug þegar mér verður hugsað til Nönnu Jakobsdóttur, dætranna og Gísla, en þetta erindi úr „landsins fegursta kv,æði“ sem Jónas Hallgrímsson nefndi í fyrstu „Ástin mín“, en strikaði svo yfir heitið á og kallaði „Ferðalok": „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið." Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát fyrir þær stundir sem við áttum með Nönnu Jakobsdóttur og hennar fólki og vottum dætrum hennar, eiginmanni og öðrum ástvinum ein- læga samúð. Undir miðnætti daginn sem Nanna andaðist stafaði sólin geisl- um sínum á Skerjaflörð og smíðaði úr þeim brú sem lá yfir Arnarness- vog og alla leið upp í íjöru framan við heimili hennar á Ránargrund 5. Það voru nokkur tíðindi eftir dumbunginn undanfarið. Og nú upp á síðkastið höfum við hér við Faxa- flóa fengið að njóta nóttleysu og óvenju fagurra og friðsælla sumar- kvölda. Skuggi er ekki til án ljóss. Um það eru víst trúin, dulhyggjan og eðlisfræðin sammála. Fegin vildi ég trúa því að birta og fegurð þessara kvölda sé áminning um að jafnan komi skin eftir skugga og birtan sá á bakvið þá. Og að í því ljósi muni lifendur og látnir fagna sigri þegar frá líður og allar rúnir ráðast. Hjörtur Pálsson Elsku stóra systir mín, hún Nanna, er jarðsungin í dag ná- kvæmlega einu ári og einum mán- uði á eftir móður okkar. Ekki hvarflaði að okkur þá að svo myndi fara. Ég héit í einfeldni minni að hún yrði mér til halds og trausts, óhagganleg og góð þar til við yrðum gamlar konur og skemmtum okkur við að lfta yfir farinn veg. En þann- ig átti það ekki að fara og ég reyni að segja sjálfri mér að tilgangur ■ sé með öllu, jafnvel því sem í fyrstu virðist tilgangsleysið eitt. Það fer varla hjá því að systur tengist sterkum böndum þegar á þeim er aðeins tveggja ára aldurs- munur og þær fá ekki litla bróður fyrr en þær eru orðnar tíu og tólf ára gamlar. Þannig var um okkur. Ég man varla eftir að okkur yrði sundurorða, sem trúiega kom þó einkanlega til af því hvað systir mín var gædd óvenjulegu jafnaðar- geði og umburðarlyndi. Það er mik- ið lán að eiga einhvem að sem allt- af er hægt að treysta og alltaf er til staðar þegar á þarf að halda 4n þess að krefjast nokkurs í staðinn. Þessu láni átti ég að fagna þar sem Nanna var og fyrir það þakka ég af alhug. Ég þakka líka allar góðu minningarnar sem nú leita á hug- ann. Þó held ég að upp úr öllu standi minningin um samveru- stundir okkar í sumarbústaðnum i Svarfaðardal. Þar lágu rætur okkar og þar þóttu okkur fjöllin, lyngið, áin og sólarlagið fallegast á Islandi og þar leið okkur svo undur vel. Ég kveð systur mína að sinni og þakka henni hvað hún gerði okkur síðustu stundir sínar léttbærar svo við gátum kvatt hana með frið í hjarta. Ég mun sakna hennar — en sá söknuður er blandinn gleði yfír því sem var. Gísli, Unnur og Hildur, Guð veri "með ykkur. Soffía í dag er til moldar borin mág- kona mín, Nanna Kristín Jákobs- dóttir. Allt frá barnæsku man ég eftir henni. Hún er hluti af ljúfum endurminningum áhyggjulausrar æsku og lífsgleði löngu liðinna ára í föðurhúsum, þar sem fínnst að sólin hafi ávallt skinið og aldrei dró ský yfír vináttu okkar. Nanna var einstök kona, hátt hafín yfir meðalmennsku og dægur- þras. Hún var ávallt sönn, blíð og sterk, skynjaði lífið á listrænan hátt líkt og þegar hún lék á strengi fiðlunnar. Að eiga sannan vin er dýrmæt eign og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess. Um leið og ég kveð Nönnu hinstu kveðju, votta ég og fjölskylda mín bróður mínum, dætrum þeirra, föð- ur hennar og öðrum ástvinum okk- ar innilega samúð. Guð blessi minningu hennar. Kolla Bróðurkveðja Oft átti ég, snáðinn, athvarf hjá systur minni. Hún var svo traust og hlý. Og eitt sinn töldum við saman upp í milljón. Ef til vill ekki ná- kvæmlega, en þessar þúsundir þús- unda urðu mér allt í einu skiljanleg- ar. Þannig var hún, miklaði ekki fyrir sér hlutina og því síður sjálfa sig fyrir öðrum — en gaf samt svo mikið. Æðrulaus mætti hún örlögum sínum. Fannst fara best á því er hallaði á að ljúka glfmunni sem fyrst, ekki vegna sjálfrar sín, heidur miklu fremur vegna okkar sem eft- ir erum og söknum. Og svo var hún farin áður en nokkum varði. Viðskilnaðurinn var sár, en allt gekk eftir á þann veg sem hún best gat hugsað sér. En hver veit nema Nanna systir mín eigin einhvem tímann eftir að telja með mér þúsundir þúsunda og leiða mig til einhvers skilnings á ný — hver veit? Tryggvi Kveðja frá Tónlistarskóla Mo.sfellsbæjar Nanna Kristín Jakobsdóttir tón- listarkennari er látin. Við, sem átt- um því láni að fagna að hafa þekkt Nönnu lengi og fengið að vinna með henni um árabil, dáðum ein- stæða mannkosti hennar og heil- indi. Hennar verður sárt saknað. Fyrir hönd kennara og nemenda skólans sendi ég eiginmanni henn- ar, Gísla Kolbeinssyni, dætmnum tveim, öldruðum föður, systkinum og öðmm vandamönnum hugheilar samúðarkveðjur. Ólafur V. Albertsson f Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, hœstaréttarlögmaður, Ölduslóð 44, Hafnarfirðl, sem lóst 26. júní, verður jarðsunginn fró Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 15.00. Margrét K. Valdimarsdóttir, Steingrfmur Guðjónsson, Slgrfður Inga Svavarsdóttir, Valdís Blrna Guðjónsdóttir, Einar Jónsson, Þórdfs Guðjónsdóttir, Slgurður Björgvinsson, Ólaffa S. Guðjónsdóttlr, Jón Auðunn Jónsson og barnabörn. t STEINUNN G. HELGADÓTTIR, Silfurgötu 20, Stykkishólmi, áðurtil heimilis að Heiðmörk 38, Hveragerði, lóst þann 29. júní sl. á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi. Jarðsett verður frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Garðyrkju- skóla ríkisins. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Björgvin Guðmundsson. t INGVAR ÞORLÁKSSON, Kirkjubraut 6, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 14.00. Guðrún Sigurðardóttir, Agnes Ingvarsdóttir, Guðbjartur Össurarson. t Útför sambýlismanns míns, AÐALSTEINS SVEINBJÖRNSSONAR, Nökkvavogi 11, sem lést á Vífilsstöðum 27. fyrra mánaðar, hefur fariö. fram ( kyrrþey samkvæmt ósk hips látna, Þórhildur Sveinsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HEIÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Heiðarbæ, Villingaholtshreppi. Hafsteinn B. Halldórsson, Hákon Halldórsson, Sjöfn Halldórsdóttir, Unnur Halldórsdóttir, Guðný Halldórsdóttir, Bergþór Halldórsson, Birna Halldórsdóttir, Unnur Zophonfasdóttir, Eyvindur Erlendsson, Páll Sigurþórsson, Margrét Friðbergsdóttir, Jón Finn Joenson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur vinarhug við andlát og útför JÓELS JÓNASSONAR. Þökkum starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar umönnun síðustu árin. Böm, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Kaldbak. Arnþrúður Jónsdóttir, Hólmfrföur Jónsdóttir, Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Kristfn Friðrika Jónsdóttir, Eglll Jónsson, Jón Frfmann Jónsson, Þórhalla Jónsdóttir, Slgurvelg Jónsdóttir Austford. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför bróður okkar, KJARTANS ÞORGILSSONAR, kennara, HJarðarhaga 24, Reykjavfk. Guð blessi ykkur öll. Helga S. Þorgllsdóttir, Sigrfður Þorgilsdóttir, Frfða Þorgilsdóttir. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd f dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séú vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.