Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Hörpuskjól - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavfk, Síml (91)11547 HARPA lífinu lit! FJORÐUNGSMOT VESTURLANDS Á KALDÁRMELUM Fimm þúsund mótsgestir í sól, roki og ryki ÞAÐ voru utiteknir mótsgestir sem fóru að tygja sig til heimferðar að loknu Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum á sunnudagskvöld- ið, enda búið að vera glampandi sólskin þá fjóra daga sem mótið stóð yfir. Fjölmenni var á mótinu og á sunnudaginn voru um fimm þúsund manns á svæðinu. Allt gekk þó stórslysalaust og virtist mannfólkið njóta þess sem boðið var upp á. Mótið byijaði samkvæmt auglýstri dagskrá á slaginu eitt á fimmtudag- inn. Er nokkuð óvenjulegt að svo vel takist til á hestamótum. Urðu tafir á dagskrá yfirleitt mjög litlar eða alls engar og byijaði síðast liðurinn, úrslit í A-flokki gæðinga, klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið eins og gerð hafði verið ráð fyrir. Dagskráin var nokkuð ströng fyrir þá sem höfðu áhuga á að fylgjast með öllu. Gafst þeim varla tækifæri til að fara í mat eða kaffi. Til bóta hefði verið að hafa sölutjald við áhorfendasvæðin. Kaldármelar henta vel frá náttú- runnar hendi sem svæði fyrir hesta- mannamót. Svæðið er mjög fallegt og þangað liggja skemmtilegar reið- leiðir úr öllum áttum. Fjölmargir komu ríðandi á mótið, frá Suðurlandi og Vestfjörðum og hvaðanæva af Vesturlandi. Ahorfendabrekkan á Kaldármel- um er mjög skemmtileg. Hún er fal- leg og tijágróðurinn veitir skjól og ekki veitti af því hvass vindur blés alla mótsdagana. Ifyrir mótið var reistur dómpallur og skrifstofa og einnig var gerður nýr sýningarvöllur. Kvöldvökur og dansleikir voru haldin á föstudags- og laugardags- kvöld á útipalli sem byggður var fyrir mótið. Er það góð hugmynd að halda dansleiki á sjálfu mótssvæðinu. Á meðan kvöldvakan fór fram sat fólkið í brekkum sem mynduðu skeifu á móti pallinum. Náðist góð stemning þama í hvamminum, sérstaklega á dansleikjunum og þegar Ómar Ragn- arsson lét gamminn geysa um hesta- menn, stjómmálamenn og fleiri á laugardagskvöldið. Mótssvæðið er ekki mjög stórt þannig að auðvelt er að komast á milli. Ágætur matur var seldur í veit- ingasal og auk þess var hægt að fá grillaðan mat í sölutjaldi. Þá var sölutum opinn þar sem var ágætt vöruúrval og á svæðinu var einnig hestavömverslun. En alitaf er eitthvað sem betur má fara á svona móti. Hreinlætisað- staða hefði mátt vera mun betri, ekki síst þegar tillit er tekið til þess að mikið rok var allan tímann og mótsgestir rykugir. Lítið vatns- rennsli var í krönunum og um tíma fór vatn alveg af salemunum. Því var síðan kippt í lag. Salerni voru HNETU NÚ FÆRÐU 105 g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS'* Sigurbjörn Bárðarson og Gunnar Jónasson eigandi Fengs sigurreifir í mótslok. allt of fá fyrir fímm þúsund manns, en gera má ráð fyrir að stjórnendur mótsins hafí ekki búist við svo mikl- um ijölda. Nauðsynlegt hefði verið að vökva svæðið og hefta þannig ryk. Einnig hefði þurft að vökva sjálfan hring- völlinn fyrir úrslitakeppnina á sunnu- daginn til að koma í veg fyrir að gæðingamir hyrfu í rykmekki. Þó nokkuð var af útlendingum á mótinu. Langflestir þeirra skyldu ekki orð af því sem fram fór og gátu heldur ekki lesið sér til um það því engin gögn voru til á erlendu máli um það sem fram fór. Urðu útlendingamir að treysta á velvild þeirra sem næstir sátu hvað túlkun varðaði. Þetta sýnir ef til vill best hversu gífurlegan áhuga þetta fólk hefur á íslenska hestinum. En skipulag og framkvæmd móts- ins gekk í flestum atriðum vel. Alltaf má þó læra af reynslunni og ber að hafa í huga að enn er verið að byggja Kaldármela upp sem framtíðarsvæði fyrir Ijórðungsmót á Vesturlandi. Þegar búið verður að bæta aðstöðuna á ýmsan hátt, salemisaðstöðu og hátalarakerfi svo eitthvað sé nefnt, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Kaldármelar verði fyrirtaks móts- svæði. ÁH MCCNS LAUGAVEGI 101 miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.