Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 70

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 FJORÐUNGSMOT VESTURLANDS Á KALDÁRMELUM: Sörii frá Norðtungu hélt fyrsta sætinu í úrsliturn í B-flokki gæð- inga. Knapi er Ragnar Hinriksson. Fengur og Sörli afgerandi bestu gæðingarnir Það voru Snæfellingar sem blómstruðu öðrum fremur í gæð- ingakeppni fjórðungsmótsins að þessu sinni. Fram til þessa hafa það verið félagar í Faxa og Dreyra sem hafa átt flesta hesta í úrslitum en nú virðast SnæfeU- ingar hafa bætt hestakost sinn svo um munar þvi þeir voru með átta hesta í úrslitum af þeim sextán sem þangað komust. í A-flokknum voru hestar frá hestamannafélaginu Snæfellingi flmm talsins og áttu þeir meðal annars sigurvegarann Feng frá Lýsudal sem er af eðlilegum ástæð- um einn eftirminnilegasti hestur mótsins. Sigraði hann af miklu ör- yggi í úrslitum á sunnudag en þar voru allir dómarar sammála um að honum bæri fyrsta sætið. Ekki voru dómarar jafn samstiga um hvemig raða skyldi hinum hestun- um og urðu breytingar á röð allra hestanna nema Fengs, Straums frá Guðlaugsvík og Blæs frá Geirakoti sem hafnaði í áttunda sæti. Helstu breytingar á röð hestanna voru þær að Verðandi frá Dalbæ féll úr öðru sæti niður í íj'órða, Blakkur frá Lýsudal, bróðir Fengs, féll úr þriðja sæti niður í það sjöunda og Fálki frá Kolkuósi féll um eitt sæti, úr fjórða í fimmta. Drottning frá V- Leirárgörðum vann sig upp um þijú sæti, úr fímmta í annað sætí, Straumur hélt sínu sjötta sæti og Höldur frá Hlíð vann sig úr sjöunda sæti í það þriðja og Blær hélt sínu áttunda. Allt voru þettajafnir hest- ar að gæðum að undanskildum Feng og því ekki óeðlilegt að röð hesta geti riðlast auk þess sem tvær gangtegundir úr forkeppninni eru ekki teknar með f úrslitum og getur líka breytt einhveiju um röð hesta. í úrslitum B-flokks urðu breyt- ingamar lítillegar en þar skiptu um sæti Draumur frá Hólum sem féll úr fímmta sæti í sjötta og Rispa 6826 frá Þorbergsstöðum sem náði fimmta sætinu. En það var Sörli frá Norðtungu sem var hinn öruggi sigurvegari, en þó ekki jafn afger- andi og Fengur í A-flokknum, því einn dómarinn vildi setja hann í þriðja sætið. í upphafi úrslitanna var knapinn á Sörla, Ragnar Hin- riksson, í nokkrum vandræðum með hann á hæga töltinu og mátti halda á tímabili að þeir félagar ætluðu að klúðra fyrsta sætinu, en Ragnar er maður sem kann sitt fag og kom lagi á hestinn og eftir það virtist sigurinn aldrei í hættu eins og kom á daginn. Endanlega, varð því sú að í öðru sæti varð Óðinn frá Berserkseyri, þriðji Frami frá Brúarlandi, fjórði Logi frá Miðsitju, fímmti Rispa eins og áður segir og Draumur sjötti, Blær í sjöunda sæti og svo áttundi Sörli frá Skeggjastöðum. Gæðingakeppnin fór fram á nýj- um hringvelli sem reyndist hið besta og vel fór um dómarana í vönduðum dómhúsunum sem reyndar voru smíðuð fyrir síðasta tíórðungsmót. Um nöfn knapa og einkunnir í forkeppninni sem fram fór á flmmtudag og föstudag og aðrar upplýsingar vísast til heildarúrslita mótsins. Sigurbjörn Bárðarson sýndi Feng af miklu öryggi i úrslitakeppn- inni á sunnudag og voru dómarar á einu máli um að þar færi besti hesturinn í A-flokki gæðinga. URSLIT KKUR GÆÐINGA 7 Vel fór um mótsgesti í skjólgóðri áhorfendabrekkunni. Fjögurra vetra hryssurnar vöktu verðskuldaða athygli. Efst stóð Fluga frá Valshamri sem er lengst til vinstri. Hana situr Jón Helgi Haraldsson. 1. Fengur frá Lýsudal. Snæfellingur. Eig.: Gunnar Jónasson Garðabæ. Knapi: Sigurbjöm Bárðarson. Eink.: 8,50. 2. Drottning frá V-Leirárgörðum. Dreyri. Eig.: Ómar Marteinsson og Dóra Líndal Hjartardóttir V-Leirárgörð- um. Knapi: Gísli Gíslason. Eink.: 8,29. 3. Höldur frá Hlíð. Dreyri. Eig.: Bjami Guðmundsson Akranesi. Knapi: Jón Ámason. Eink.: 8,26. 4. Verðandi frá Dalbæ. Snæfellingur. Eig.: Guðmundur Teitsson Stykkis- hólmi. Knapi: Reynir Aðalsteinsson. Eink.: 8,33. 5. Fálki frá Kolkuósi. Faxi. Eig.: Ragnar Jónsson Borgamesi. Knapi: Benedikt Þorbjömsson. Eink.: 8,30. 6. Straumur frá Guðlaugsvík. Snæfellingur. Eig.: Valentínus Guðnason Stykkis- hólmi. Knapi: Ragnar Hinriksson. Eink.: 8,26. 7. Blakkur frá Lýsudal. Snæfellingur. Eig.: Gunnar Jónasson Garðabæ Knapi: Sigurbjöm Bárðarson. Eink.: 8,30. 8. Blær frá Geirakoti. Snæfellingur. Eig.: Stefán Hjaltason Ólafsvík. Knapi: Jóhannes Kjartansson. Eink.: 8,24. B-FLOKKUR GÆÐINGA 1. Sörli frá Norðtungu. Faxi. Eig.: Þorsteinn Valdimarsson Bor- gamesi. Knapi: Ragnar Hinriksson. Eink.: 8,48. 2. Óðinn frá Berserskseyri. Snæfellingur. Eig.: Hjörtur Sigurðsson Staðár- bakka. Knapi: Guðmundur Bæringsson. Eink.: 8,44. 3. Frami frá Brúarlandi. Snæfeljingur. Eig.: Ásbjöm K. Pálsson Haukat- ungu. Knapi.: Olil Amble. Eink.: 8,38. 4. Logi frá Miðsitju. Dreyri. Eig. og knapi: Ólafur Guðjónsson Akranesi. Eink.: 8,32. 5. Rispa 6826 frá Þorbergsstöðum. Glaður. Eig.: Skjöldur Orri Skjaldarson Búð- ardal. Knapi.: Jón Ægisson. Eink.: 8,28. 6. Draumur frá Hólum. Glaður. Eig. og knapi: Marteinn Valdimars- son Búðardal. Eink.: 8,31. 7. Blær frá Stakkhamri. Snæfellingur. Eig. og knapi: Lárus Hannesson Stykkishólmi. Eink.: 8,22. 8. Sörli frá Skeggjastöðum. Faxi. Eig.: Kristtn Gunnarsdóttir Lundi. Knapi: Sigurður Halldórsson. Eink.: 8,22. TöLT 1. Jóhannes Kristleifsson á Gusti frá Úlfsstöðum. Faxi. 78,40 stig. 2. Vignir Jónasson á Snjalii frá Gunnarsholti. Snæfellingur. 78,40 stig. S.Guðbrandur Reynisson á Smá- hildi 5787 frá Nýja-Bæ. Faxi. 77,87 stig. 4. Benedikt Þorbjörnsson á Davíð frá Hvítárvöllum. Faxi. 77,07 stig. 5. Einar H. Einarsson á Stefni frá Hæringsstöðum. Dreyri. 77,60 stig. ELDRI FLOKKUR UNGLINGA 1. Armann Ármannsson á Glampa frá Hofsstaðaseli. Dreyri. Eink.: 8,43. 2. Þorkell Kristinsson á Fálka úr Skutulsfirði. Stormur. Eink.: 8,29. 3. Bjarni Jónasson á Geisla frá Hjallalandi. Kinnskær. Eink.: 8,41. 4. Björn H. Kristjánsson á Flugu frá Hólakoti. Stormur. Eink.: 8,21. 5. Friðrika A. Sigvaldadóttir á Gullskó frá Búðardal. Glaður. Eink.: 8,15. 6. Anna S. Valdemarsdóttir á Hjal- talín frá Hofsstöðum. Stormur. Eink.: 8,21. 7. Sigmundur Guðnason á Sörla frá Egilsá. Stormur. Eink.: 8,09. 8. Guðmundur Óiafsson á Randver frá Grundarfirði. Snæfellingur. Eink.: 8,11. YNGRI FLOKKUR UNGLINGA 1. Reynir Aðalsteinsson á A1 frá Akranesi. Dreyri. Eink.: 7,94. 2. Halldór Kristjánsson á Funa frá Y-Kónsgbakka. Snæfellingur. Eink.: 8,13. 3. íris Hrund Grettisdóttir á Grána frá Borgarlandi. Glaður. Eink.: 7,95. 4. Katrín Gisladóttir á Rjúpu frá Hofsstöðum. Faxi. Eink.: 7,90. 5. Níels Jónsson á Skjóna frá Sveð- justöðum. Snæfellingur. eink.: 7,92. 6. Sigmundur Kristjánsson á Matt- hiasi úr Skagafirði. Dreyri. Eink.: 7,92. 7. Linda Jónsdóttir á Blika frá Eyvindarmúla. Stormur. Eink.: 7,80. 8. Amar I. Lúðvíksson á Mósa frá Þorbergsstöðum. Glaður. Eink.: 7,86. KYNBÓTAHROSS STÓÐHESTAR MEÐ AFKVÆM- UM Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi. Grár. Fæddur 1977 F: Leiknir 875 frá Svignaskarði. M: Þota 3201 frá Innraleiti. Eig.: Hrossaræktarsambönd Vestur- lands og Dalamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.