Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 FJORÐUNGSMOT VESTURLANDS Á KALDÁRMELUM: Sörii frá Norðtungu hélt fyrsta sætinu í úrsliturn í B-flokki gæð- inga. Knapi er Ragnar Hinriksson. Fengur og Sörli afgerandi bestu gæðingarnir Það voru Snæfellingar sem blómstruðu öðrum fremur í gæð- ingakeppni fjórðungsmótsins að þessu sinni. Fram til þessa hafa það verið félagar í Faxa og Dreyra sem hafa átt flesta hesta í úrslitum en nú virðast SnæfeU- ingar hafa bætt hestakost sinn svo um munar þvi þeir voru með átta hesta í úrslitum af þeim sextán sem þangað komust. í A-flokknum voru hestar frá hestamannafélaginu Snæfellingi flmm talsins og áttu þeir meðal annars sigurvegarann Feng frá Lýsudal sem er af eðlilegum ástæð- um einn eftirminnilegasti hestur mótsins. Sigraði hann af miklu ör- yggi í úrslitum á sunnudag en þar voru allir dómarar sammála um að honum bæri fyrsta sætið. Ekki voru dómarar jafn samstiga um hvemig raða skyldi hinum hestun- um og urðu breytingar á röð allra hestanna nema Fengs, Straums frá Guðlaugsvík og Blæs frá Geirakoti sem hafnaði í áttunda sæti. Helstu breytingar á röð hestanna voru þær að Verðandi frá Dalbæ féll úr öðru sæti niður í íj'órða, Blakkur frá Lýsudal, bróðir Fengs, féll úr þriðja sæti niður í það sjöunda og Fálki frá Kolkuósi féll um eitt sæti, úr fjórða í fimmta. Drottning frá V- Leirárgörðum vann sig upp um þijú sæti, úr fímmta í annað sætí, Straumur hélt sínu sjötta sæti og Höldur frá Hlíð vann sig úr sjöunda sæti í það þriðja og Blær hélt sínu áttunda. Allt voru þettajafnir hest- ar að gæðum að undanskildum Feng og því ekki óeðlilegt að röð hesta geti riðlast auk þess sem tvær gangtegundir úr forkeppninni eru ekki teknar með f úrslitum og getur líka breytt einhveiju um röð hesta. í úrslitum B-flokks urðu breyt- ingamar lítillegar en þar skiptu um sæti Draumur frá Hólum sem féll úr fímmta sæti í sjötta og Rispa 6826 frá Þorbergsstöðum sem náði fimmta sætinu. En það var Sörli frá Norðtungu sem var hinn öruggi sigurvegari, en þó ekki jafn afger- andi og Fengur í A-flokknum, því einn dómarinn vildi setja hann í þriðja sætið. í upphafi úrslitanna var knapinn á Sörla, Ragnar Hin- riksson, í nokkrum vandræðum með hann á hæga töltinu og mátti halda á tímabili að þeir félagar ætluðu að klúðra fyrsta sætinu, en Ragnar er maður sem kann sitt fag og kom lagi á hestinn og eftir það virtist sigurinn aldrei í hættu eins og kom á daginn. Endanlega, varð því sú að í öðru sæti varð Óðinn frá Berserkseyri, þriðji Frami frá Brúarlandi, fjórði Logi frá Miðsitju, fímmti Rispa eins og áður segir og Draumur sjötti, Blær í sjöunda sæti og svo áttundi Sörli frá Skeggjastöðum. Gæðingakeppnin fór fram á nýj- um hringvelli sem reyndist hið besta og vel fór um dómarana í vönduðum dómhúsunum sem reyndar voru smíðuð fyrir síðasta tíórðungsmót. Um nöfn knapa og einkunnir í forkeppninni sem fram fór á flmmtudag og föstudag og aðrar upplýsingar vísast til heildarúrslita mótsins. Sigurbjörn Bárðarson sýndi Feng af miklu öryggi i úrslitakeppn- inni á sunnudag og voru dómarar á einu máli um að þar færi besti hesturinn í A-flokki gæðinga. URSLIT KKUR GÆÐINGA 7 Vel fór um mótsgesti í skjólgóðri áhorfendabrekkunni. Fjögurra vetra hryssurnar vöktu verðskuldaða athygli. Efst stóð Fluga frá Valshamri sem er lengst til vinstri. Hana situr Jón Helgi Haraldsson. 1. Fengur frá Lýsudal. Snæfellingur. Eig.: Gunnar Jónasson Garðabæ. Knapi: Sigurbjöm Bárðarson. Eink.: 8,50. 2. Drottning frá V-Leirárgörðum. Dreyri. Eig.: Ómar Marteinsson og Dóra Líndal Hjartardóttir V-Leirárgörð- um. Knapi: Gísli Gíslason. Eink.: 8,29. 3. Höldur frá Hlíð. Dreyri. Eig.: Bjami Guðmundsson Akranesi. Knapi: Jón Ámason. Eink.: 8,26. 4. Verðandi frá Dalbæ. Snæfellingur. Eig.: Guðmundur Teitsson Stykkis- hólmi. Knapi: Reynir Aðalsteinsson. Eink.: 8,33. 5. Fálki frá Kolkuósi. Faxi. Eig.: Ragnar Jónsson Borgamesi. Knapi: Benedikt Þorbjömsson. Eink.: 8,30. 6. Straumur frá Guðlaugsvík. Snæfellingur. Eig.: Valentínus Guðnason Stykkis- hólmi. Knapi: Ragnar Hinriksson. Eink.: 8,26. 7. Blakkur frá Lýsudal. Snæfellingur. Eig.: Gunnar Jónasson Garðabæ Knapi: Sigurbjöm Bárðarson. Eink.: 8,30. 8. Blær frá Geirakoti. Snæfellingur. Eig.: Stefán Hjaltason Ólafsvík. Knapi: Jóhannes Kjartansson. Eink.: 8,24. B-FLOKKUR GÆÐINGA 1. Sörli frá Norðtungu. Faxi. Eig.: Þorsteinn Valdimarsson Bor- gamesi. Knapi: Ragnar Hinriksson. Eink.: 8,48. 2. Óðinn frá Berserskseyri. Snæfellingur. Eig.: Hjörtur Sigurðsson Staðár- bakka. Knapi: Guðmundur Bæringsson. Eink.: 8,44. 3. Frami frá Brúarlandi. Snæfeljingur. Eig.: Ásbjöm K. Pálsson Haukat- ungu. Knapi.: Olil Amble. Eink.: 8,38. 4. Logi frá Miðsitju. Dreyri. Eig. og knapi: Ólafur Guðjónsson Akranesi. Eink.: 8,32. 5. Rispa 6826 frá Þorbergsstöðum. Glaður. Eig.: Skjöldur Orri Skjaldarson Búð- ardal. Knapi.: Jón Ægisson. Eink.: 8,28. 6. Draumur frá Hólum. Glaður. Eig. og knapi: Marteinn Valdimars- son Búðardal. Eink.: 8,31. 7. Blær frá Stakkhamri. Snæfellingur. Eig. og knapi: Lárus Hannesson Stykkishólmi. Eink.: 8,22. 8. Sörli frá Skeggjastöðum. Faxi. Eig.: Kristtn Gunnarsdóttir Lundi. Knapi: Sigurður Halldórsson. Eink.: 8,22. TöLT 1. Jóhannes Kristleifsson á Gusti frá Úlfsstöðum. Faxi. 78,40 stig. 2. Vignir Jónasson á Snjalii frá Gunnarsholti. Snæfellingur. 78,40 stig. S.Guðbrandur Reynisson á Smá- hildi 5787 frá Nýja-Bæ. Faxi. 77,87 stig. 4. Benedikt Þorbjörnsson á Davíð frá Hvítárvöllum. Faxi. 77,07 stig. 5. Einar H. Einarsson á Stefni frá Hæringsstöðum. Dreyri. 77,60 stig. ELDRI FLOKKUR UNGLINGA 1. Armann Ármannsson á Glampa frá Hofsstaðaseli. Dreyri. Eink.: 8,43. 2. Þorkell Kristinsson á Fálka úr Skutulsfirði. Stormur. Eink.: 8,29. 3. Bjarni Jónasson á Geisla frá Hjallalandi. Kinnskær. Eink.: 8,41. 4. Björn H. Kristjánsson á Flugu frá Hólakoti. Stormur. Eink.: 8,21. 5. Friðrika A. Sigvaldadóttir á Gullskó frá Búðardal. Glaður. Eink.: 8,15. 6. Anna S. Valdemarsdóttir á Hjal- talín frá Hofsstöðum. Stormur. Eink.: 8,21. 7. Sigmundur Guðnason á Sörla frá Egilsá. Stormur. Eink.: 8,09. 8. Guðmundur Óiafsson á Randver frá Grundarfirði. Snæfellingur. Eink.: 8,11. YNGRI FLOKKUR UNGLINGA 1. Reynir Aðalsteinsson á A1 frá Akranesi. Dreyri. Eink.: 7,94. 2. Halldór Kristjánsson á Funa frá Y-Kónsgbakka. Snæfellingur. Eink.: 8,13. 3. íris Hrund Grettisdóttir á Grána frá Borgarlandi. Glaður. Eink.: 7,95. 4. Katrín Gisladóttir á Rjúpu frá Hofsstöðum. Faxi. Eink.: 7,90. 5. Níels Jónsson á Skjóna frá Sveð- justöðum. Snæfellingur. eink.: 7,92. 6. Sigmundur Kristjánsson á Matt- hiasi úr Skagafirði. Dreyri. Eink.: 7,92. 7. Linda Jónsdóttir á Blika frá Eyvindarmúla. Stormur. Eink.: 7,80. 8. Amar I. Lúðvíksson á Mósa frá Þorbergsstöðum. Glaður. Eink.: 7,86. KYNBÓTAHROSS STÓÐHESTAR MEÐ AFKVÆM- UM Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi. Grár. Fæddur 1977 F: Leiknir 875 frá Svignaskarði. M: Þota 3201 frá Innraleiti. Eig.: Hrossaræktarsambönd Vestur- lands og Dalamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.