Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 1
80 SIÐUR B/C
165. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Armenía:
Sex menn teknir
vegna mótmæla
AÐ MINNSTA kosti sex menn hafa verið handteknir í Armeníu fyrir
að skipuleggja mótmæli vegna framtíðar sjálfstjórnarhéraðsins Nag-
orno-Karabak, að því er sovéskir fjölmiðlar greindu frá í gær. TASS,
hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, gerði einnig harða hríð að
nefnd þeirri, sem skipulagt hefur mótmælin að undanförnu, en hinir
kristnu íbúar Armeníu vilja að héraðið verði sameinað Armeníu á
nýjan leik, enda séu íbúar þess flestir Armenar. Héraðið er undir stjórn
nágrannasovétlýðveldisins Azerbajdzhans.
Að sögn TASS voru tveir hinna
handteknu gripnir af sérstökum lög-
reglusveitum, sem sendar voru frá
Moskvu, og gagnrýndi TASS arm-
enska lögregluþjóna ákaft fyrir að
vera ekki starfí sínu vaxnir.
í gærkvöldi hafði breska útvarpið
BBC það eftir TASS að lögreglan
hefði einnig gert upptækar byssur
og benzínsprengjur í Nagomo-Kara-
bak og var það haft til marks um
þá ólgu, sem þar ríkir. Þá mun alls-
herjarverkfallið í Stephanakert enn
vera virt.
Fyrrnefndar handtökur sigldu í
kjölfar þeirrar ákvörðunar Kreml-
veija að vísa armenskum þjóðemis-
sinna úr landi, sem sagður er hafa
tekið ríkan þátt í skipulagningu
mótmælanna.
Fyrr í vikunni hafnaði Sovétstjóm-
in ósk stjómvalda í Nagorno-Kara-
bak um að sameinast Armeníu og
sögðu Kremlarbændur að brot á al-
mannareglu vegna þessa máls yrðu
ekki lengur liðin.
Mikil þjóðemisólga hefur verið við
rætur Kákasus á þessu ári og deila
Armenar og Azerbajdzhanar hart um
landamæri Sovétlýðveldanna, sem
verið hafa umdeild allt frá borgara-
styijöldinni, sem sigldi í kjölfar vald-
aráns bolsévikka árið 1917.
Ólga þessi náði hámarki í febrúar
þegar Armenar hvöttu stjómvöld í
Moskvu til þess að sinna bænum
sínum um endurheimt héraðsins og
lögðu áherslu á kröfur sínar með
gífurlegum mótmælagöngum í Jere-
van, höfuðborg Armeníu, en flokks-
broddar kommúnista í Armeníu tóku
öllum að óvörum undir kröfurnar.
Um svipað leyti vom Armenar í borg-
inni Súmgajt í Azerbajdzhan ofsóttir
og átti mikið blóðbað sér stað þá,
Kambódía:
Víetnamar heita brottfhitn-
ingi herja sinna fyrir 1990
Bangkok og Havönu, Reuter.
HANOI-stjórnin í Víetnam hefur
tilkynnt að brottflutningi herja
hennar í Kambódíu verði hraðað
sem kostur er og á þeim brott-
flutningi að verða lokið á næsta
ári, eða í síðasta lagi í byijun
1990. Heng Samrin Kambódíufor-
seti skýrði jafnframt frá þessu í
gær og sagði herina fara á brott
hvort sem pólitísk lausn fyndist á
innanlandseijunum í Kambódíu
eður ei. Þá hyggjast Víetnamar
auka samvinnu við Bandaríkja-
stjórn við að hafa upp á líkams-
leifum bandarískra hermanna,
sem taldir voru af í Víetnam-
stríðinu á sínum tíma, en ógjörn-
ingur hefur verið að staðfesta
hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að
sögn vestrænna sljórnarerind-
reka hefur Hanoi-stjórnin að und-
anförnu hert mjög sókn sína á
alþjóðavettvangi í von um að
binda enda á níu ára langan hern-
að hennar í Kambódíu og einangr-
un hennar frá löndum utan
kommúnistaheimsins.
Að sögn víetnömsku fréttastof-
unnar VNA skýrði Nguyen Van
Linh, leiðtogi kommúnistaflokksins,
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga
frá því á miðvikudag, að víetnamsk-
ar hersveitir yrðu famar frá
Kambódíu í lok næsta árs eða í
síðasta lagi í bytjun 1990. Áður
hafði Hanoi-stjómin sagt að her-
sveitir þeirra, sem upphaflega fóru
inn í landið til þess að steypa ógnar-
stjórn Rauðu khmeranna, yrðu á
brott í lok 1990.
„Míkhaíl Gorbatsjov fagnaði góð-
um ásetningi Víetnams og lét í ljós
von um að [brottför heijanna] yrði
vel tekið af öllum þeim, sem sannar-
lega vilja að átökunum linni," sagði
meðal annars í fréttatilkynningu
VNA.
Heng Samrin, forseti Kambódíu,
sem nú er á ferð á Kúbu, skýrði
samtímis frá fyrirætlunum þessum
í viðtali sem birt var þar í gær, og
sagði hann að brottflutningnum
myndi ljúka í síðasta lagi árið 1990
— enda þótt ekki hefði fundist
pólitísk lausn á vanda landsins.
Pólitískir sérfræðingar telja að
Kremlveijar hafi beitt Víetnama
nokkmm þrýstingi að fara frá
Kambódíu, en þann brottflutning
gera Kínveijar að einu þriggja skil-
yrða fyrir bættum samskiptum
sínum við Sovétríkin. Hin tvö voru
brottflutningur Rauða hersins frá
Afganistan og úrdráttur viðbúnaðar
við landamæri ríkjanna.
Persaflóastríðið:
sem enn hefur ekki að fullu verið
upplýst.
Azerbajdzhanar fengu Nagorno-
Karabak að launum eftir að þeir
buðu her til aðstoðar Rauða hemum
við innrás í Armeníu og Georgíu, sem
lýst höfðu yfír sjálfstæði.
Að baki deilum þessum liggur
einnig aldagamall rígur milli Armena
og Azerbajdzhana, en hinir fyrr-
nefndu eru kristnir og hinir síðar-
nefíidu múslimir.
Reutcr
Um 300 Armenar söfnuðust saman á Púshkín-togi í Moskvu á miðvikudagskvöld, lásu dagblöð og báru
saman bækur sínar um þá ákvörðun Sovétstjórnarinnar að synja beiðni héraðsins Nagorno-Karabak
um endursameiningu við Armeníu.
Breyttir
tímar
Að undanförnu
hafa menn séð þess
merki I Alþýðulýð-
veldinu Kína, að
kapítalisminn sé að
hefja þar innreið
sína. A myndinni
sést kínversk
starfsstúlka
greiðslukortafyrir-
tækisins American
Express í Peking
halda korti frá fyr-
irtækinu á lofti, en
innan tiðar verður
útgáfa þeirra leyfð
í Kína. Að baki
gnæfir mynd af
Maó formanni
fremur óræðum á
svip.
Reuter
Iranskir herforingjar
hvetja til vopnahlés
Blóðbaðið heldur linnulaust áfram
HELSTU herforingjar í íran hvöttu í gær þjóð sína til þess að fylkja
sér að baki ákvörðuninni um að fallast á vopnahlé í Persaflóastríð-
inu, en á sama tíma lýsti Saddam Hussein Iraksforseti því yfir að
vopnahlé myndi ekki leysa ágreininginn, sem að baki stríðinu lægi. í
fréttatilkynningu, sem Iraksher sendi frá sér síðla i gær, kom fram
að harðir bardagar hafa geisað á norðurhluta víglínunnar undanfar-
inn sólarhring og sagði að íraksher hefði „eftir hetjulegar orrustur"
náð 35 fjöllum og fjallstindum á sitt vald. Ríkissjónvarpið í íran sagði
á hinn bóginn að öllum árásum Iraka hefði verið hrundið.
Utanríkísráðuneyti Íraks sagði í
gær að ekki væri hægt að skilja
synjun írana um beinar friðarvið-
ræður öðru vísi en aó þeir höfnuðu
í raun vopnahlénu. Persaflóastríðið
hefur nú staðið í hartnær átta ár.
í Vínarborg undirbýr formaður
sendinefndar Sameinuðu þjóðanna
nú för nefndarinnar til Teheran á
laugardag, en nefndinni er ætlað að
ganga frá lausum endum hugsanlegs
vopnahléssamkomulags.
íransstjórn tilkynnti á mánudag
að hún myndi fara að hinni árs-
gömlu samþykkt SÞ nr. 598, en í
henni var krafist tafarlauss vopna-
hlés í Persaflóastríðinu. „Eg fer full-
ur vonar," sagði Martin Vadset, stór-
fylkisforingi í norska hemum og
fyrrverandi embættismaður SÞ. „Ég
held að SÞ geti unnið þarft starf
og ég vona að þeim verði leyft að
gera það.“
Báðir stríðsaðilar hafa gefið til
kynna að þrátt fyrir að af vopna-
hlénu verði séu deilur ríkjanna síður
en svo útkljáðar og hyggst hvorugur
draga heri sína frá landamærunum.
Sjá einnig grein á síðu 26:
„1988: Árið sem ..."