Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 - Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra: Aukið frelsi í olíu- verslun æskilegt ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segir margt mæla með því, að olúverslunin verði gefin frjáls að því leyti, sem hún er það ekki nú þegar. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra er á hinn bóg- inn þeirrar skoðunar, að eins og sakir standa eigi ekki að breyta núverandi fyrirkomulagi. Verðlagsstofnun heimilaði olú- verðshækkun í síðustu viku, en þó ekki eins mikla og olíufélögin fóru fram á. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ mótmælti þeirri hækkun. Ræddi hann í því sambandi hugmyndir um að gefa olúverslun í landinu fijálsa, með það fyrir augum að lækka olíuverðið. I samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, að þessi hugmynd væri ekki ný, og Kristján Ragnarsson hefði hreyft við þessu áður. „Það er margt sem mæiir með því að olíuverslunin verði gefin fijáls, að því leyti sem hún er það ekki nú,“ sagði Þorsteinn. „Ég er opinn fyrir öllum góðum hug- myndum, sem gætu orðið til þess að lækka olíukostnaðinn og reiðubú- inn að hlusta á allar röksemdir og taka við gögnum hvað það varðar. Þetta hefur hins vegar ekki verið rætt í ríkisstjóminni og ég á ekkert frekar von á því að það verði gert.“ Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra telur aftur á móti ekki ástæðu til að breyta fyrirkomu- lagi olíuviðskiptanna eins og sakir standa. „Við reyndum að auka fijáls- ræði í þeim fyrir nokkrum árum og það kostaði okkur hundruðir millj- óna. Olíuviðskipti okkar við Sovét- menn eru það mikilvæg, að við eig- um ekki að leika okkur með þau. Þau gætu að vísu breyst vegna breytinga þar eystra, en á þessu stigi eigum við ekki að standa fyrir breytingum." | 1' Morgunblaðið/Bjami Fornbílar á ferðalagi FÉLAGAR í Fornbílaklúbbnum lögðu af stað á um 30 fornbílum í gær, áleiðis til Akureyrar. Ætlunin er að koma við á nokkrum stöðum á leiðinni og halda sýningar á bílunum. Bílalestin kemur til Akureyrar á laugardagskvöld og verð- ur sýning á bílunum við Dynheima á sunnudag. Elsti bílinn í lestinni er frá árinu 1929, en sá yngsti frá 1972. Fólksbílar eru i miklum meiri- hluta í bílalestinni, en þar má einnig sjá gamla tankbíla og pallbíla. VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 22. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suövestur af Reykjanesi er nærri kyrr- stæð 900 mb lægö og mun hún fara heldur minnkandi. Hiti breyt- ist lítið. SPÁ: Hæg austlæg átt og fremur hlýtt. Skýjað við suðurströndina og á Austfjörðum og þokuloft við norður- og austurströndina. Víðast léttskýjað á Norðausturlandi en skýjað með köflum á Vest- fjörðum og Vesturlandi. Hiti 8—17 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Austan- og norðaustanátt um allt land og víðast skýjað. Rigning á Suöur- og Austurlandi en þokusúld fyrir norðan. Sæmilega hlýtt í veðri. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustan- og austanátt og sæmilega hlýtt. t>urrt og víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi en ann- ars skýjað og dálítil rigning. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, lieil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * / * Slydda / * / # # # # # # # Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavík 10 súld Bergen 13 skýjað Helsinki 22 skýjað Kaupmannah. 16 hálfskýjað Narssarssuaq 7 rlgning Nuuk 4 þoka Ósló 15 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 15 rigning Barcelona 21 heiðskírt Chlcago 21 Skýjað Feneyjar 19 Þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 16 þokumóða Las Palmas vantar London 15 skýjað Los Angeles 20 alskýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 18 heiðskirt Malaga 20 heiðskírt Mallorca 22 léttskýjað Montreai 19 skýjað New York 24 þokumóða París 18 skýjað Róm 23 þokumóða San Diego 21 heiðskirt Winnipeg 17 léttskýjað Nær 50% hækkun á tj ónagreiðslum ábyrgðatrygginga Staf ar af auknum viðgerðakostnaði Tjónagreiðslur ábyrgða- tryKginga hjá fjórum stærstu trygr87n&arí élögfunum námu 241 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins, en voru á sama tíma í fyrra um 161 milljón króna. Greiðslur á ábyrgðatryggingum hafa því hækkað um 49,5% á milli ára, en samsvarandi tölur um greiðslur á kaskótrygging- um eru 69 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 1987 en 123 millj- ónir á þessu ári, eða um 78% hækkun á milli ára hjá þessum fjórum tryggingafélögum. Lítil breyting hefur hins vegar orðið á tjónatíðni á milli ára og stafar þessi hækkun einkum af aukn- um kostnaði vegna viðgerða og varahluta, sem samkvæmt út- reikningum samstarfsnefndar íslensku bifreiðatryggingarfé- laganna hafa hækkað að meðal- tali um 50% frá því í fyrra. Að sögn Benedikts Jóhannes- sonar, stærðfræðings hjá Talna- könnun, sem annast tölfræðilega útreikninga fyrir samstarfsnefnd- ina, eru ofangreindar greiðslur nær eingöngu vegna svonefndra muna- tjóna, þar sem slysatjón greiðast að öllu jöfnu seinna og á mörgum árum. Benedikt sagði hins vegar að slysatjón hefðu farið síhækk- andi á undanförnum árum og væri nú áætlað að þau næmu um 40 til 45% af heildartjónum. Siguijón Pétursson formaður samstarfsnefndar bifreiðatrygg- ingarfélaganna og Hreinn Berg- sveinsson, sem einnig á sæti í nefndinni, sögðu í samtali við Morgunblaðið að hver árekstur kostaði nú um 70 þúsund krónur að meðaltali á hvern bíl, það er um 140 þúsund krónur ef um tveggja bíla árekstur væri að ræða og væri þá eingöngu miðað við munatjón. Ef slys yrði á fólki væri lágmarkskostnaður um 500 þús- und krónur á hvern einstakling og því hærri sem slysin væru alvar- legri. Þeir sögðu að þrátt fyrir 60% hækkun á iðgjöldum ábyrgða- trygginga s.l. vor væri ljóst, að ef svo héldi fram sem horfði yrði óhjákvæmilegt að hækka enn ið- gjöldin. Eina leiðin til að komast hjá því væri að ökumenn sjálfir leggðu sig fram um að sýna aukna varúð þannig að takast mætti að fækka árekstrum og óhöppum í umferðinni. Stjórn Goðgár hf.: Oskar eftir opinberri rannsókn á bókhaldi STJORN Goðgár hf., útgáfufé- lags Helgarpóstsins, ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir opinberri rannsókn á bókhaldi fyrirtækisins síðustu ár. „Helsta ástæðan er sú að við milliupp- gjör löggilts endurskoðanda fyrir árið í ár kom á daginn að tap síðasta árs, sem við héldum að væri 7-8 milljónir, er í raun á 12. milljón, einnig að skuldir umfram eignir eru um 15 millj- ónir,“ sagði Birgir Hermanns- son varaformaður stjórnar Goðgár. Nú er um það bil mánuður liðinn af tveggja mánaða greiðslustöðvun Goðgár hf og sagði Birgir að reynt hefði verið að finna aðila til að leggja fram nýtt íjármagn í rekst- urinn. „Það hefur enginn fundist ennþá en það hefur heldur varla verið raunhæfur grundvöllur fyrir því fyrr en nú að þetta uppgjör liggur fyrir. Núna fýrst má segja að hægt sé að sýna einhver gögn til að byggja á,“ sagði hann. Birg- ir sagði ótímabært að spá um hvort takist að koma rekstrinum í gang að nýju eða hvort óskað yrði eftir gjaldþrotasiptum að greiðslustöðv- un lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.