Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
5
Ellilíf eyrisþegar:
Greiðslur vegna tekjutrygg-
ingar minnkuðu um 3,3%
GREIÐSLUR vegna tekjutrygg-
ingar ellilífeyrisþega drógust
saman um 3,3% frá júní til júlí -
úr 243,1 milljónum króna í 235
milljónir. Að sögn Hauks Har-
aldssonar, deildarstjóra í
greiðsludeild Tryggingastofnun-
ar ríkisins, stafar þessi samdrátt-
ur af endurmati á þessum
greiðslum út frá nýjum upplýs-
ingum frá ríkisskattstjóra um
tekjur á árinu 1987. Haukur
sagði að fólk sem hefði lægri
tekjur á þessu ári en í fyrra
gæti komið á Tryggingastofnun
og skrifað undir yfirlýsingu um
tekjur á þessu ári og fengið
greiðslur til sín hækkaðar.
Haukur sagði að alltaf yrðu ein-
hvetjar sveiflur á greiðslum á milli
ára og þetta gæti ekki talist óvenju-
lega mikill samdráttur. Nú fengju
15.652 ellilífeyrisþegar greidda
tekjutryggingu og hefði fækkað um
201 frá júnímánuði. Sveiflan myndi
svo væntanlega jafnast eitthvað út,
þar sem greiðslurnar yrðu endur-
metnar hjá því fólki sem teldi sig
hafa lækkað í tekjum á þessu ári.
Samhliða þessu endurmati á
greiðslum vegna tekjutryggingar
var svokallað frítekjumark hækkað
um 35% á milli ára og er nú 127.980
krónur á ári fyrir einstakling. Þetta
þýðir að einhleypur bótaþegi með
tekjur undir 127.980 krónum á ári,
fær 17.107 krónur á mánuði í tekju-
tryggingu. Þessi greiðsla minnkar
ef tekjur fara upp yfir frítekjumark-
ið og fellur alveg niður hjá bótaþeg-
um með 584.167 krónur í árstekjur.
Pétur H. Ólafsson hjá Félagi eldri
borgara sagðist ekki vita til þess
að óvenjumikið væri um kvartanir
nú vegna lækkunar á greiðslum.
Félagið hefði hins vegar lengi bent
á að útreikningar á tekjutryggingu
væru óréttlátir. Greiðslur úr lífeyr-
issjóðum væru dregnar frá tekju-
tryggingu, þannig að menn væru
látnir gjalda þeirra, en ekki njóta.
Þá ættu margir ellilífeyrisþegar
erfítt um vik að fara niður á Trygg-
ingastofnun til að skrifa undir yfir-
lýsingu um tekjur á þessu ári.
Stofnunin væri vel mönnuð og
spyrja mætti hvort starfsfólk henn-
ar gæti ekki sótt það fólk heim sem
lækkaði í tekjutryggingu.
Millilandaflug frá
Alexandersfluervelli
Sauðárkróki. J
FLUGSKÓLI Helga Jónssonar, sem á undanförnum árum hefur
annast reglubundnar ferðir til Grænlands, hóf millilandaflug frá
Alexandersflugvelli við Sauðárkrók þriðjudaginn 19. júlí. Þann dag
komu tvær flugvélar fyrirtækisins frá Meistaravík á Grænlandi og
sóttu hluta búnaðar fyrir leiðangur breskra framhaldsskólanema,
sem dveljast munu á Grænlandi um mánaðartíma.
Að sögn Helga Jónssonar, hefur ur, sem nú er á ferðinni, einn hinn
hann annast flutning á svipuðum
leiðangurshópum til Grænlands
nokkur undanfarin ár. Er þessi hóp-
Lífeyrissjóðir:
Greiðslujöfnun lána
skiptir ekki sköpum
MIKIÐ hefur dregið úr lánum
lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna
á undanförnum árum og því mun
greiðslujöfnun lána ekki skipta
sköpum fyrir lántaka, að sögn
Hrafns Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Sambands al-
mennra lífeyrissjóða. Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra hefur
lagt til að lög um greiðslujöfnun
verðtryggra lána nái einnig til
lífeyrissjóða, eins og opinberra
byggingarsjóða.
Hrafn sagði að greiðslujöfnunin
gæti minnkað greiðslubyrði lántaka
örlítið en það sem skipti meginmáli,
væru vextimir á lánunum. „Þeir
hafa haft það í för með sér að eftir-
spum eftir lánum hefur minnkað
stórlega. Lán til sjóðsfélaga em
þverrandi þáttur í starfsseminni, á
síðasta ári námu þau 11% af heildar-
ráðstöfunarfé sjóðanna en 63% árið
1984.“
Hann sagðist ekki hafa trú að
jöfnunin breytti miklu, lánsupphæð-
irnar væru yfirleitt lágar og til langs
tíma. „Fyrir nokkrum árum var boð-
ið upp á greiðslujöfnun lifeyrissjóðs-
lána en enginn áhugi var fyrir hendi,
hvorki hjá lífeyrissjóðunum eða lán-
takendum. Það er ekki hagur lífeyr-
issjóðanna að halda uppi háu vaxta-
stigi. Við erum þolendur á því sviði
en ekki gerendur, það er annarra
að móta vaxtastefnuna og að koma
vöxtunum niður á skynsamlegt
stig.“
fjölmennasti hingað til. Flogið er
frá Alexandersflugvelli til Meist-
aravíkur og tekur hver ferð um það
bil fjóra tíma. AUur búnaður og
fæði leiðangursmanna var fluttur
til Grænlands fyrst en 23. júlí verða
bresku framhaldsskólanemamir,
sem þátt taka í ferðinni, fluttir til
Meistaravíkur.
Er þetta í fyrsta sinn sem slíkir
fólks- og vömflutningar landa á
milli fara um Sauðárkrók en áður
hafa millilent hér vélar og tekið
farþega á leið til útlanda. Einnig
hefur það að minnsta kosti einu
sinni gerst, að flugvél hefur komið
með vömfarm beint til Sauðár-
króks, frá útlöndum.
Vonandi er þetta vísir að öðm
meiru. Það er vel við hæfí að milli-
landaflug frá Sauðárkróki he§ist
að nýloknum hátíðarhöldum á flug-
vellinum til heiðurs aldarminningu
dr. Alexanders Jóhannessonar.
Helgi Jonsson sagði flutningana
hafa gengið ágætlega þessa daga
°g mjög gott að fljúga frá Alexand-
ersflugvelli og stefnir hann að því
að feija leiðangursmenn til baka
sömu leið seinnipart ágústmánaðar.
- BB
Féll á prófi í lagadeild:
Lagadeild hafnaði beiðni
um aðgreiningu einkunna
FLUGLEIDIR
tilkynna
morgunbrottför
frá
Kaupmannahöfn
kl. 09.00,
lending í Keflavík
kl. 10.15 þriðjudaga,
fimmtudaga og
laugardaga.
Auk þess vekjum við at-
hygli á flugi frá Keflavík
til Kaupmannahafnar
þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 16.30.
Þaöan er hægt að ná
tengiflugi til allra Norður-
landanna samdægurs.
ÖNNUR stúlknanna tveggja sem féllu í annað sinn á fjórðaársprófun-
um í lagadeild í vor, lagði fyrir deildarfund lagadeildar á þriðjudag
beiðni, þar sem hún fór fram á upplýsingar um innbyrðis hlutfall á
einkunnum kennara og prófdómara á prófum sínum. Jafnframt ósk-
aði hún þess að fá Ijósrit af prófúrlausniinum. Þessari beiðni var
hafnað á deildarfundinum.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu óskaði önnur stúlkn-
anna eftir því að fá að þreyta fjórða-
árspróf í þriðja sinn. Á fundinum
var samþykkt ályktun þar sem beiðni
hennar var hafnað.
Samkvæmt upplýsingum frá Rétt-
indaskrifstofu stúdenta fór hin stúlk-
an ekki fram á að taka próf sín aft-
ur. Á deildarfundinum var hins veg-
ar tekið fyrir bréf þar sem lögfræð-
ingur fer fram á, fyrir hönd stúlk-
unnar, að fá upplýsingar um inn-
byrðis hlutfall einkunnar kennara
og prófdómara í prófunum. Hins
vegar fer hún fram á að fá ljósrit
af prófúrlausnunum.
Fyrri beiðninni var hafnað en hins
vegar samþykkt að kanna hvort
heimilt sé samkvæmt reglugerðum
að gefa leyíi fyrir ljósritun prófúr-
lausna. Þessi niðurstaða var sam-
þykkt með atkvæðum kennara, en
fulltrúar stúdenta sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Jónatan Þórmundsson, deildarfor-
seti lagadeildar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri unnt að
verða við þeirri beiðni að aðgreina
einkunnir kennara og prófdómara,
vegna þess að gefin væri ein sameig-
inleg einkunn. Það væri öryggisat-
riði fvrir stúdenta að kennari og
prófdómari bæru sig saman og
tryggðu að engin mistök yrðu við
yfirferð úrlausnanna. Sá háttur að
gefa sameiginlega einkunn væri í
fullu samræmi við reglugerðir.
Að sögn Jónatans barst bréfið
eftir að deildarfundurinn hófst og
hefði því ekki unnist tími til þess
að kanna hvort heimilt væri að fá
ljósrit af prófúrlausnum. Það væri
hins vegar regla að nemendur mættu
skoða prófúrlausnir sínar hjá kenn-
ara, en það hefði hvorug stúlknanna
notfært sér.
Franz Jezorski formaður Orat-
ors.félags laganema, var einn full-
trúa stúdenta á deildarfundinum á
þriðjudag. Hann kvað ástæðu þess
að þeir sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una vera þá, að bréfið barst svo
seint til fundarins að ekki reyndist
unnt að undirbúa málið og kanna
heimildir í reglugerðum.
Hins vegar taldi Franz, eftir að
hafa kannað málið eftir á, að sam-
kvæmt reglugerðum ætti kennari og
prófdómari að gefa aðskildar eink-
unnir. Jafnframt kvað hann ve'ra
fordæmi fyrir því að nemendur
fengju að ljósrita prófúrlausnir hjá
kennurum ef þeir vildu.
Umrædd stúlka vildi ekkert um
málið segja að svo stöddu, þegar
Morgunblaðið leitaði eftir áliti henn-
ar.
Að sjálfsögðu eru hin
hefðbundnu morgunflug enn
á sínum stað - alla daga!
Allar nánari upplýsingar á söluskrif-
stofum Flugleiða og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIDIR