Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 7 Tveir Sómabátar seldir til Grænlands Verða á sjávarútvegssýningu í Nuuk TVEIR Sómabátar frá Báta- smiðju Guðmundar í Hafnarfirði lögðu í gær upp frá Reykjavíkur- höfn í siglingu til Grænlands. Þar verða þeir afhentir grænlensk- um kaupendum á sjávarútvegs- sýningunni í Nuuk, sem hefst 28. júlí. Leiðin til Grænlands er um 1500 sjómílur, en hámarkshraði bátanna er 30 sjómílur á klukkustund. Sómabátarnir munu fyrst koma að landi í Kulusuk á vesturströnd Grænlands og sigla svo fyrir suður- odda Grænlands sem leið liggur til Nuuk. Þar verða bátamir til sýnis á sjávarútvegssýningunni, sem fyrr segir, en munu svo afhentir kaup- endum á Grænlandi. Bátasmiðja Hafnarfjarðar mynd- ar ásamt fleiri fyrirtækjum sér- stakan útflutningshóp. Sá hópur er einn af þremur sem nú starfa á vegum Útflutningsráðs íslands, en verkefni útflutningshópanna er að vinna sameignlega að markaðssetn- ingu á ákveðnum svæðum erlendis. Önnur fyrirtæki í þessum hópi eru Sjóvélar, DNG, Normex og Vél- smiðjan Klettur. Nú þegar hafa verið seldir um 200 Sómabátar hér á landi. Morgunblaðið/Þorkell Áhafnir Sómabátanna, talið frá vinstri: Ólafur Árnason, Óskar Guð- mundsson, skipstjóri, Ólafur JÓnsson, Trausti Gestsson, skipstjóri, Ásdís Ólafsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Siglufjörður: Hætt að taka á móti ufsa Siglufirði. Fiskvinnsluhúsin hér eru hætt að taka á móti ufsa af færabátun- um því það svarar ekki lengur kostnaði að salta hann. Færabátarnir hafa fengið mikinn ufsa 6 til 8 mílur út af Siglufirði og getað selt flskvinnsluhúsunum 40 til 50 kg af ufsa eftir hvern róður. Matthías. 0PNUM ÍKVÖLD SKEMMTISTAÐINN, SEM ROKKUNNENDUR HAFA BEÐIÐ EFTIR! Bifreiðaumboðin: Mikilsala á bíla- útsölum TÖLUVERT hefur borið á aug- lýsingum frá bifreiðaumboðun- um síðustu daga þar sem auglýst- ar eru útsölur á 1988-árgerðum af bílum, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Svo virðist sem bilasala hafi glæðst verulega í kjölfar þessa. Að sögn Lárusar Halldórssonar, sölumanns hjá Sveini Egilssyni, hefur salan á 1988-árgerðunum gengið vel síðan um mánaðamótin, en þá auglýsti fyrirtækið bifreiðar af þessari árgerð á hagstæðari greiðslukjörum. Kvað Lárus fyrir- tækið hafa búist við samdrætti í bílasölu í sumar og pantað í sam- ræmi við það. Samt sem áður sitji það nú uppi með töluverðan fjölda bifreiða sem ekki sé hægt að selja án sérstakra kjara. Jöfur hf. hefur auglýst tíu til flmmtán prósent afslátt af 1988- árgerðum af Peugaot-, Chrysler- og Skoda-bifreiðum, alls um 250 bíla. Kaupendur þrífa þess í stað bílana sjálfir og sjá um að skrá- setja þá. Að sögn Eyjólfs Brynj- ólfssonar, framkvæmdastjóra, hef- ur mikil sala verið síðan útsalan var auglýst um helgina og seldust fimmtíu bílar fyrstu tvo dagana. Honda-umboðið auglýsti útsölu á bifreiðum í síðustu viku og hefur salan gengið vel að sögn Gylfa Gunnarssonar, sölustjóra. Fyrir- tækið hafi ekki átt marga bíla til þess að bjóða á útsölu, en það hafl verið nauðbeygt, vegna útsala ann- arra umboða, að veita afslátt á þeim bifreiðum sem til voru. Það virðist vera samdóma álit hjá þeim bifreiðaumboðum sem Morgunblaðið ræddi við, að útlit sé fyrir samdrátt í bílasölu seinni hluta þessa árs og að sala á næsta ári verði mun minni en árin á undan. Hjá flestum umboðunum var von á bifreiðum af 1989-árgerðum í sept- ember og október. SJÖVÁ Nýtt númer 692500 Zeppelin — rokk klúbburinn er skemmti- staður, sem aetlað er að skapa nýja vídd í íslenskt skemmtanalrf. Staðurinn mun reyna að höfða fyrst og fremst til fólks á aldrinum 25 til 40 ára. Þeir, sem telja sig ekki finna skemmtistað við sitt haefi og sitja því heima, geta nú farið að hugsa sértil hreyfings. Ýmsar nýjungar verða íZeppelin, bæði í veitingum og í skemmtun. Tónlistin verður eingöngu byggð upp á „gaeða— rokki", jafnt gömlu sem nýju. Gestir Zepp>- elins geta átt von á að heyra í Bill Haley eða Elvis Presley jafnt sem Inxs, Led Zeppelin, Bruce Springsteen eða Rolling Stones. ZEPPEUN - STAÐUR ROKKUNNENDA! SHPIIilUS^ Borgartúni 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.