Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 12

Morgunblaðið - 22.07.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Laxarnir vænu eru svona um 5 pund hver. Ætla mætti að auk þeirra séu þarna fjórir sjóbirtingar, hver um sig innan við pund. Þriðji fiskurinn talið neðan frá reyndist þó vera lax, merkilegt nokk. „Heyrðu,“ andaði maðurinn inn um bílrúðuna við brúna á Laxá í Kjós á miðvikudagsmorguninn, „ég er búinn að fá sautján,“ bætti hann við og var þó klukkan aðeins hálf ellefu. Þetta var Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, lands- frægur fyrir aflasæld á bökkum lax- veiðiáa. Þótt fáir standist honum snún- ing þegar að veiðimennsku kemur og hann mokveiði jafnvel þegar aðrir verða ekki varir, þá var afli hans þennan svala júlímorgun spegilmynd af því hvernig veiðin hefur víða verið. Magnús veiðivörður leitar að örmerki með segultækinu. Eldislax í aflanum. Skúli Kristinsson sýnir gögnin. Annar kviðugga máður burt, sporður trosnaður og slitinn. Fallegur lax að öðru leyti, en óvelkominn gestur engu að síður. HEYRÐU ÉG ER BÚINN AÐ FÁ SAUTJÁN! Morgunblaðið í heimsókn við Laxá í Kjós og Elliðaárnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Rennt á hveijum palli, Þórarinn Sigþórsson næstur. Hann hafði fengið 18 laxa þegar hér var komið sögu og þeir urðu 22 áður en klukkan sló og menn héldu í mat. Ein stöngin skilaði á land fimm löxum. Skúli veiðivörður skráir á fullu. Hauslausi laxinn var með örmerki i hausnum. Kálur veiðimaður með feng sinn á voginni og ungur aðdáandi kem- ur tritlandi á vettvang. Kópral sjampó gull-línan á tilboðsverði í verslunum um landallt tiI27. júlí. Kynning íKjötmiðstöðinni, Garðabæ, d morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.