Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 13 Það hefur verið firnag- ott veiðisumar víðast hvar, sums staðar stefnir í metveiði, og óvíða hefur veiðin verið jafn lífleg og í Laxá í Kjós og Elliða- ánum, þar sem Morgunblaðið leit við umræddan morgun. Tóti áði ekki þótt hann fengi heimsókn, hljóp við fót upp með á, renndi fyrir einn sem hann sá í dauðafæri og var búinn að landa honum áður en ljósmyndarinn gat fínstillt fókusinn og var sá síðar- nefndi þó afar handfljótur. Síðan hægðist um hjá tannlækninum og litið var eftir veiðimönnum víðar, laxinn stökk um allt, og víða voru menn að veiðum og veiðin góð þótt enginn væri hálfdrættingur á við Þórarin sem hefur spáð því að veiði í Laxá í Kjós fari í 2.000 laxa um mánaðamótin. Það getur svo sem vel verið og þá er metið í hættu, en það hljóðar upp á 2.350 laxa. Þegar Morgunblaðið var á ferðinni við Laxá voru komnir um það bil 1.700 laxar á land og þótt allra mesti krafturinn sé úr göngunum, er enn hreinlega mor- andi af laxi í ánni og margt af honum nýrunninn. „Eiginlega ekki nógu margir ...“ - „Hvað komu eiginlega margir á land í morgun," spurði einhver Magnús Sigurðsson veiðivörð við Elliðaárnar um klukkan eitt á þessum sama miðvikudags- morgni. „Ja, eiginlega ekki nógu margir, það vantar enn tíu stykki úpp á að ná þúsund löxum, en það hefst í seinni hálfleik," svar- aði veiðivörðurinn um hæl. Milli 20 og 30 laxar voru færðir til bókar og voru einstakar stangir með allt frá 2 löxum og upp í kvótann, 8 laxa. í afla morgunsins gat að líta hina fjölbreytilegustu hluti. Þarna var til dæmis 4 punda eldislax sem tók maðk í Fossinum. Leyndi sér ekki uppruni fisksins sem á vantaði annan kviðuggann, auk þess sem eyruggar og sporður voru trosnaðir. Þarna var líka lax sem var vel innan við eitt pund! Sá þriðji var veiðiuggaklipptur og með örmerki í hausnum. Það var nóg að gera hjá þeim Magnúsi og Skúla Kristinssyni veiðivörð- um, að skrá og taka sýni. Sögðu Iþeir það tafsamt fyrir veiðimenn, en flestir sýndu þeim skilning. Já, það var mikið um að vera við Elliðaárnar, enda veiðin þar sú besta í manna minnum. Það er varla að elstu menn muni hve- nær þúsund laxa múrinn var !síðast rofínn svo snemma á veið- itíma. - gg Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Samband sunnlenskra kvenna: Skrúðgarðar í þéttbýli Arnes- sýslu verðlaunaðir Selfossl. SAMBAND sunnlenskra kvenna veitti á mánudag árlegar viður- kenningar fyrir skrúðgarða- rækt i þéttbýli Arnessýslu. Þetta er í 6. sinn sem SSK veit- ir viðurkenningar fyrir ræktun á sambandssvæðinu, sem eru Arnes- og Rangárvallasýslur. Viðurkenningarnar eru veittar eftir ákveðnum reglum sem tengd- ar eru minningarsjóði sambands- ins um Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri. Sjóðurinn kostar viður- kenningamar. Samkvæmt reglun- um skal úthluta viðurkenningum í 10 ár. Fyrsta árið var matjurta- ræktun í Rangárvallasýslu verð- launuð og næsta ár sams konar ræktun í Ámessýslu. Þr.ðja og fjórða árið var skrúðgarðaræktun í sveitum sýslnanna verðlaunuð og í fyrra skrúðgarðar í þéttbýli Rangárvallasýslu. Næsta ár og INNLENT L. * Á þarnæsta verða garðyrkjustöðvar í sýslunum verðlaunaðar og síðustu tvö árin beinist athyglin að umgengni við opinberar bygg- ingar í sýslunum. Við afhendinguna var Rögnu Sigurðardóttur minnst og getið um eldlegan áhuga hennar fyrir rækt- un og því að garðyrkjuráðunautur fengist til starfa. Konumar í garð- yrkjunefnd sambandsins sýndu hug sinn til ráðunautarins með því að afhenda Kjartani Ólafssyni garðyrkjuráðunaut Búnaðarsam- bands Suðurlands blómvönd fyrir að vera ávallt til taks. Hjópin Unnur Auðunsdóttir og Haraldur Diðriksson í Smáratúni 17 á Selfossi hlutu fyrstu verðlaun fyrir garð sinn sem er í einu af eldri hverfum bæjarins. Aðrir sem hlutu viðurkenningar vom Margrét Jónsdóttir og Jón Ágúst Jónsson, Lágengi 9, Þor- móður Torfason og Sigríður Sand- holt, Þelamörk 7, Hveragerði, Álf- hildur Steinbjörnsdóttir og Sverrir Sigurjónsson, Reykjabraut 19, Þorlákshöfn, og Guðlaug Guðna- dóttir og Pétur Friðriksson, Hraunbergi 2, Þorlákshöfn. Garðamir sem hlutu viðurkenn- ingu verða allir til sýnis um helg- ina, á laugardag og sunnudag, klukkan 13.00-17.00. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Verðlaunahafar með viðurkenningar sínar. Haraldur Diðriksson og Unnur Auðunsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Esther Ýr Jónsdóttir og Jón Ágúst Jónsson, Þormóður Torfason, Álfhildur Steinbjörnsdóttir og Sverrir Sigurjónsson og Guðlaug Guðnadóttir og Pétur Friðriks- son. Magnea Sigurbergsdóttir afhendir Kjartani Ólafssyni þakklætisvott fyrir veitta aðstoð. Mátt þú sjá af 369 krónum á dag?* Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipurí um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn.___________ _______(Gengisskr. 23.6.88) Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.