Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Nýtt orgel vígl í Gler- árkirkju á sunnudag GLERÁRKIRKJU hefur nú bæst nýtt hljóðfæri, fullkomið og fjöl- hæft fafmagnsorgel. Orgelið verður vígt við guðsþjónustu á sunnu- dagskvöld. Þá mun organistinn, Jóhann Baldvinsson, leika á hið nýja hljóðfæri, en að messu lokinni verður það til sýnis og fjölskrúð- ugir möguleikar þess kynntir. Hið nýja orgel er keypt frá Bandaríkjunum. Það er af tegund- inni ALLEN og byggt á stafrænni tölvutækni. Verksmiðjumar hafa þróað og framleitt fullkomin raf- magns- og rafeindaorgel fyrir kirkjur og hljómsveitir á þriðja ára- Harmoniku- hljómsveit í Lystigarðinum FIMMTÍU og fimm manna hópur harmonikuleikara frá Esbjerg í Danmörku eru væntanlegir til Akureyrar á laugardag. Hópur- inn mun leika í Lystigarðinum á Akureyri frá kl. 16.00 og eru allir velkomnir þangað. Esbjerg er vinabær Neskaup- staðar og er þessi hópur hér á landi í boði þeirra á Neskaupstað. Helg- ina 23. og 24. júlí verða þeir hins- vegar á ferðalagi hér um Norður- land og hafa boðist til að spila hér á Akureyri. -Seglbrettamót á Pollinum NÖKKVI, Félag siglingamanna á Akureyri, stendur fyrir segl- brettamóti á Pollinum um helg- ina. Mótið hefst í dag kl. 14.00 og verður keppt í meistaraflokki og fyrsta flokki. Styrktaraðili mótsins er veitinga- staðurinn Fiðlarinn og gefur hann jafnframt verðlaun í lokahófí á sunnudag. Keppni hefst á laugar- dag og sunnudag kl. 10.00. Von er á um átján keppendum á mótið, fímmtán að sunnan og þremur Akureyringum, þeim Finni Birgis- syni, Önnu Maríu Malmkvist og Signe Viðarsdóttur. Þetta er þriðja árið í röð sem Fiðlarinn stendur fyrir seglbrettamóti. Ferðamenn Akureyringar Við erummeð einu matvöruverslunina sem opinerumhelgar. Opið laugard. 10-17, lúgatil 23.30. sunnud. 10-21, lúgatil 23.30. Verið velkomin. '"Matvöru m, Tjaldst.. ^m^rkaöunnn, - Akureyri, sími 21234. tug og mikil reynsla er komin á hljóðfæri af þessu tagi. Jóhann Baldvinsson, organisti og söngstjóri Glerárkirkju, sagði áberandi hve mikla vantrú margir hljóðfæraleikarar hefðu á rafeinda- orgelum. Sjálfur sagðist hann hafa verið í hópi andstæðinga þeirra þar til hann hefði sjálfur prófað að leika á orgel af þessu tagi, en þau væru nokkur til hér á landi, meðal ann- ars í Árbæjarkirkju og á Stærra Árskógi. Andúðin hefði þá þegar rokið á bak og burt, enda væri hér hvort tveggja um að ræða mjög gott og fullkomið hljóðfæri og á viðráðanlegu kaupverði. Nýja orgelið er með tveimur hljómborðum auk fótstigs. I því eru innbyggðar 32 raddir en ijolmargar aukaraddir fylgja á tölvuspjöldum. í orgelinu eru 56 minni sem hægt er að forrita fyrirfram og undirbúa þannig leik flóknustu tónverka. Allar raddimar í orgelinu eru raun- verulegar hljóðfæraraddir, staf- rænar upptökur af valinkunnum pípuorgelum, og gefa þess vegna fullkomlega eðlilegan hljóm sem gefur ekkert eftir stórum, gömlum hljóðfærum. Kaupverð orgelsins er nálægt einni milljón króna, en pípuorgel með viðlíka möguleikum og þetta kostar trúlega á annan tug millj- óna. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur, sagði að hér hefði verið um að ræða að kaupa þetta orgel með öllum þeim möguleikum sem það hefur, eða fá fyrir svipað verð lítið pípuorgel, með einu hljómborði og 4-5 röddum, en það lægi í aug- um uppi að það hefði ekki verið skynsamleg flárfesting. Hér væri komið orgel sem nýttist fullkom- lega í messum og á tónleikum meðan núverandi salur væri notað- ur til helgihalds auk þess sem það myndi nýtast framan af eftir að sjálf kirkjan verður tilbúin til notk- unar. Vígsluguðsþjónustan á sunnu- dagskvöld hefst klukkan 21 og all- ir eru velkomnir að koma og kynn- ast nýja hljóðfærinu. iaHMííí HÓTEL 2BC KEA o* Höfðaberg Hljómsveitin Helena fagra leikur fyrir dansi laugardagskvöld. Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA Morgunblaðið/KGA Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit ásamt þeim Róbert Agnarssyni, forstjóra Kísiliðjunnar, Leifi Hallgrímssyni, flugmanni, og Jóni Pétri Líndal, sveitarstjóra. Höfum alla möguleika til að leysa vanda sjávarútvegsins — segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í lok heimsóknar sinnar um Norðurland „Heimsóknin norður hefur fyrir mér varpað skýraha ljósi á þann vanda, sem við er að etja. Um leið hef ég orðið vitni að margskon- ar ánægjulegu framtaki og sterkum stofnum í atvinnulífinu. Full- Ijóst er að tími er kominn til að snúa við almennum rekstrarvanda í sjávarútvegi. Við eigum að hafa alla möguleika til þess að snúa þessari þróun við enda virðist undirstaðan hér úti á landi traust,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið i gærkvöld, en þá lauk þriggja daga heimsókn hans um Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslur, þar sem hann ræddi meðal annars við forr- áðamenn atvinnulífs, bæja- og sveitarstjórnamenn og heimsótti fyrir- tæki. Brýnustu verkefni ríkisstjómar- innar er efling sjávarútvegsins, að sögn Þorsteins, og sagði hann að aðgerðir yrðu mótaðar á næstunni. „Við munum kappkosta að ná sem víðtækastri, pólitískri samstöðu um það sem gera skal. Ég leyfí mér að vona að það takist. Auðvitað geta menn haft skiptar skoðanir um hvað gera skal, en okkar ábyrgð er fyrst og fremst sú að fínna sam- eiginlegan flöt á málinu.“ Þorsteinn sagði ýmsar skoðanir hafa komið fram á þeim fundum, sem haldnir hafa verið í norðlenskum bæjum og sveitum, en hann vildi ekki tjá sig um hvað hann eða aðrir sjálf- stæðismenn yfírleitt vildu gera sjáv- arútveginum til hjálpar. „Grundvallarvandinn er auðvitað ljós. Hann er sá að eyðsla þjóðarinn- ar er meiri en verðmætasköpunin og allt tal manna berst að þeirri staðreynd. Síðan hef ég átt fundi með okkar flokksforystu í byggðun- um. Menn vilja að við höldum áfram að reyna að ná pólitískri samstöðu um það sem gera þarf í þjóðfélag- inu og skapa skilyrði til þess. Menn gera þær kröfur að stjómarsam- starfíð skili árangri og samstöðu," sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvort landsbyggðarmenn vildu sjá sömu stjóm áfram við völd, sagði Þorsteinn að menn sæju ekki í hendi sér aðra kosti. „Auðvitað heyrast ýmsar raddir á eftir því sem á und- an er gengið, en hitt er þó almenn- ara sjónarmið manna að við freist- um þess að ná þessari pólitísku samstöðu sem lögð er á okkur. Engum kemur til hugar að sitja í ríkisstjóm sem viðvarandi er í bull- andi ágreiningi, en við höfum trú á því að hægt sé að ná sjónarmiðum okkar saman,“ sagði forsætisráð- herra. Þorsteinn vildi ekki tímasetja hvenær búast mætti við árangri. Unnið væri að allskonar áætlana- gerð þessa dagana svo sem fjár- lagagerð, þjóðhagsáætlun og láns- fjárlögum, sem allt síðan tengdist ráðstöfunum til að styrkja stöðu atvinnuveganna. Uppákomur í miöbænum MIKIÐ verður um að vera í mið- bæ Akureyrar í dag og ætlar útvarpsstöðin Hljóðbylgjan að taka virkan þátt- í því sem þar fer fram. Mótshaldarar á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina ætla að gefa Akureyringum forsmekk- inn að því sem koma skal í Eyjafírð- inum um verslunarmannahelgina og ætla þijár hljómsveitir að leika fyrir gesti og gangandi í mið- bænum í dag. Það eru hljómsveit- imar Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns og Stuðkompaníið. Byrjað verður á Ráðhústorginu um kl. 13.30. Þá heldur Sjallinn upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir og verður leyniuppákoma í miðbænum um kl. 15.00 afmælishaldinu viðvíkjandi. Auk þessa hefst afl- raunamót í bænum á sama tíma þar sem sjö keppendur „bítast" um titilinn „Sterkasti maður lands- byggðarinnar". Keppninni lýkur hinsvegar ekki fyrr en á morgun. Keppt verður í þremur greinum í dag í miðbænum og í fimm greinum á morgun á Akuréyrarvelli. Rlaðburöarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Skarðshlíð 1-21, Lyngholt og Stórholt, Dalsgerði. fRttgmiMfiMfe Uppl. í Hafnarstræti 85, Akureyri - sími 23905. im I IE UflMKK ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu „ . _9P_r2L,D?,Lrí,T,Í PIZZUR opið um helgar fró kl 11.30 - 03.00 Virka daga frá kl, 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.