Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 33

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 33
 i r r'ii • - HiNir if C!.4 JtTl-'ií «-'M MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 33 Leiðbeiningar fyrir ferðalanga FERÐALÖG um sveitir landsins hafa mikið færst í vöxt og þeim fylgir aukin umferðarþungi og slysahætta. Aldrei virðist nógsamlega brýnt fyrir fólki að gæta fyllstu varúðar úti á vegum landsins, það segja okkur tölur um umferðaslys. Senn fer í hönd mesta umferðarhelgi ársins þegar þúsundir manna aka um þjóðvegi landsins og gista í sumarhúsum eða tjöldum, stunda veiði og útiveru. Sumarsælan getur þó snúist upp i andhverfu sína í einu vetfangi sé ekki fyllstu varúðar gætt í hvívetna. Hér verður stiklað á ýmsu því sem fólk ætti að hafa hugfast þegar það leggur af stað í ferðalög. Akstur og farartæki Áður en lagt er af stað er sjálf- sagt að huga samviskusamlega að bílnum og hafa nauðsynle- gustu varahluti meðferðis því það er óskemmtilegt að vera strandaglópur i upphafi ferðar á biluðum bíl. Akið með bílljósin á, því á óslitbundnum vegum er rykmökkur oft svo mikill jafnast á við svartaþoku. Þeir sem aka um öræfí landsins þurfa að kynna sér leiðina vel. Aflið sem nákvæmastra upplýsinga um þær ár sem þið þurfíð að aka yfír. Leggið aldrei út í ár á litlum aflvana bílum með illa varða vél og rafkerfí. Kannið vöðin af fyr- irhyggju og treystið aldrei að óreyndu að hjólför sem liggja út í ár séu sönnun þess að þar sé greiðfært. Farið ekki einbíla um fáfamar öræfaslóðir. Bátsferðir án áfengis Enginn ætti að fara út á bát á ár eða vötn án þess að hafa björgunarvesti. Öll björgunar- vesti eiga að vera með endursk- insborðum, fiautu og ljósi. Hafið aldrei áfengi um hönd í báts- ferðum. Munið að áfengi hefur sljóvgandi áhrif á dómgreind manna og því fylgir ærslagangur og vanhugsaðar athafnir sem oft hafa valdið alvarlegum slysum. Enginn ætti að leggja upp í sigl- ingu á sjó eða vötnum ef óvissa er um veður og veðurspá. Teflið ekki í tvísýnu undir neinum kringumstæðum. Munið að mis- vindasamt getur verið á íslensk- um vötnum og í vogum og víkum. Fjallaferðir og ferðaá- ætlun Farið ekki til fjalla án þess að láta einhveija i byggð vita um ferðaáætlun ykkar. Greinið frá væntanlegum áfangastöðum og hvenær þið áætlið að koma heim aftur. Haldið sem best ferðaáætlun og reynið að koma boðum til byggða ef hún breyt- ist. Þeir sem leggja upp í ferð til fjalla verða að gæta þess að vera vel klæddir. Klæðist hlýjum fötum og hafið meðferðis léttan hlífðarfatnað í áberandi lit, sem líklegt er að sjáist langt að. Vandið fótabúnaðinn því óhent- ugir skór geta gert ykkur erfitt fyrir og beinlínis skapað hættu. Öryggiö í fyrirrúmi Flest slys og óhöpp eru af völdum fyrirhyggjuleysis og van- mats á aðstæðum. Sjálfsagt er að gefa sér góðan tíma til undir- búnings ferðar, tryggja að ör- yggið sitji í fyrirrúmi og vera þannig viðbúinn að mæta hinu ó^ænta. Þá reynir á hversu menn eru vel búnir að heiman. Eldhætta í sumarbú- stöðum í sumarbústöðum er sjaldnast rafmagn. Þess vegna eru þar oftast gastæki eða olíuofnar til upphitunar og matseldar. Því fýlgir aukin eldhætta. Munið að nauðsynlegt er að hafa reyk- skynjara og slökkvitæki þar sem svo háttar til. Það getur sannar- lega borgað sig. í slíkum tilfellum er Lífhamarinn hið mesta þarfaþing. Lífhamar í bílinn LÍFHAMARINN er áhald sem ætti að vera í öllum bifreiðum, segir í frétt frá Slysavamarfé- lagi íslands Þar segir ennfremur: Þótt öryggisbelti hafi bjargað mörgum mannslífum getur lás þeirra bilað í alvarlegum umferð- arslysum og orðið óvirkur. í lífhamrinum er hnífur til að skera á öryggisbeltin við slíkar aðstæð- ur. Þá er hamarinn hugsaður til að btjóta rúður sér til undankomu þegar þær sitja fastar eftir um- ferðarslys. Lífhamrinum fylgir einnig pijónn til að losa um stíflur sem sem oft vilja setjast í rúðuúð- arana. Lífhamarinn fæst hjá Slysavamafélagi íslands og kost- ar 700 krónur. Lífsvon mótmælir nyju lyfi SAMTÖKIN Lífsvon hafa sent franska lyfjafyrirtækinu Rouss- el-Uclaf bréf þar sem mótmælt er fyrirhugaðri markaðssetn- ingu á fóstureyðingalyfinu RU 486. Franskir lífsverndarsinnar mótmæltu markaðssetningunni fyrir framan höfuðstöðvar lyfjafyrirtækisins 23. júní síðastliðinn. Þýska lyfjafyrirtækið Hoechsfeó meginhluta fyrirtækisins en franska stjórnin á um 40 af hundr- aði hlutafjár. Samtökin Lífsvon sendu afrit af mótmælabréfinu til franska og þýska sendiráðsins á íslandi. I frétt frá stjórn samtakanna segir að innihald bréfsins sé í stuttu máli: Verksvið lyíjafyrir- tækis er að mati samtakanna að fínna lyf til lækninga en lyfinu RU 486 er ekki ætlað slíkt hlut- verk heldur að eyða fóstri í móð- urlífí. Samtökin mótmæla tilraun- um með lyfið á konum í Kína, Chile, Porto Rico og öðrum þriðja heims löndum. (Úr fréttatilkynningn) Graeðum Graeoum ÁTAK í LANDGRÆÐSLlT í LAUGAVEG1120,105 REYKJAVÍK SfMI: (91) 29711 Hlaupareikningur 251200 BúnaAarbankinn Hellu Colloni! vernd fyrir skóna,* leöriö, fæturna. Hjé fagmanninum Lendir þú í „kampavíns boogie“ innan 4 árs? Vv'V •wd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.