Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 37 þessum kerjum eru myndarlegar sandhverfur og lúður, sem notaðar eru til undaneldis. Per Gunnar Kvenseth framkvæmdastjóri LMC í Öygarden. stofnunarinnar. Þarf ekki að hafa mörg orð um að dekrað hefur ver- ið við þessa tvo fiska og þeirra gætt eins og gimsteina. Árið 1986 töldust lúðuseiðin um 200 í Auste- voll og tvö í stöð á Sunndalseyri. í fyrra tókst mönnum að koma upp 14 seiðum í skoskri stöð, 100 í Austevoll og um 200 í annarri norskri stöð, Agua. Hvergi hefur verið um það að ræða að fiskurinn hafi hrygnt eins og í náttúrunni, alls staðar hefur kreistingu þurft til. Per Gunnar Kvenseth segist reikna með að árið 1995 verði á boðstólum á almennum markaði lúða úr fiskeldisstöðvum og segist þá reikna með, að það taki lúðuna 5-6 ár að komast í matarstærð. Hann hefur þó enga vissu fyrir því frekar en aðrir, einfaldlega vegna þess að reynslan er ekki fyrir hendi. Eldi sandhverfuseiða hefur gengið vel hjá LMC í Oygarden, en þar er ekki um brautryðjenda- starf að ræða eins og til dæmis varðandi lúðuna. I um 20 ár hefur eldi sandhverfu verið reynt í Frakklandi, Bretlandi og víðar. Munurinn er aðeins sá að Norð- mennirnir leggja alla áherslu á seiðaeldi og að það sé eins og í náttúrunni að eins miklu leyti og það er hægt. Hjá LMC voru sand- hverfuseiðin í fyrra alin í stórum pokum í lóni stöðvarinnar og plönt- um og gróðri dælt inn í vatnið í pokunum. í beztu pokunum lifðu 50% seiðanna. Ýmsum hefur geng- ið illa að fá eðlilegan lit og lögun, en það hefur gengið vel hjá LMC. I fyrra framleiddi stöðin 70 þúsund seiði, sem var um 25% af heimsframleiðslunni, og stöðin þá sú þriðja stærsta í heimi í fram- leiðslu á seiðum sandhverfunnar. í ár er ætlunin að ala 300-500 þúsund seiði í stöðinni, en heims- framleiðslan í fyrra var um 300 þúsund seiði. Framleiðsla síðasta árs var öll seld til Spánar, um 70 þúsund seiði. Seiðin voru flutt með tank- bílum til Spánar. Ferðalagið tók þrjá sólarhringa og á leiðinni var tvívegis skipt um vatn í bílunum. Ekki þarf að hafa mörg orð um, að mönnum í stöðinni í Noregi létti stórum þegar hringing kom frá Spáni og tilkynnt var, að seiða- bílamir hefðu komist heilu og höldnu á áfangastað og að ekke- ert amaði að seiðunum. Á Spáni er hitastig hærra en í Noregi og vaxtarhraði sandhverfunnar því meiri en í Noregi. Hjá LMC hafa verið gerðar til- raunir með steinbítseldi. Þær til- raunir eru skemmra á veg komnar heldur en með lúðuna og ákváðu ráðamenn LMC að hætta með steinbítinn, í bili að minnsta kosti, og einbeita sér að þorski, lúðu og sandhverfu. Varðandi steinbítinn hefur reynst erfiðast að fá hann til að hrygna. Fleiri tegundir sjáv- arfíska koma til greina í eldis- stöðvunum. Lýsingur er t.d. ofar- lega á því blaði og er hægt að fá gott verð fyrir hann á Spáni. Rannsóknir hafa verið gerðar á eldi síldar og loðnu og gengu þær mjög vel, en enginn íjárhagslegur grundvöllur var talinn fyrir eldi þeirra tegunda. aU Sjá einnig umfjöllun um fiskeldi á bls. 38 Þorskur úr eldisstöðvum er þegar kominn á borð norskra veitinga- húsa þó í litlum mæli sé. Sandhverfurnar bera nafn með rentu þar sem þær synda hring eft- ir hring við sandbotninn í kerinu. Mikil vinna við að finna rétta fóðrið ÞAU fyrirtæki sem sérhæfa sig í fóðri fyrir eldisfiska hafa eðlilega gefið sjávarfiskum aukinn gaum hin síðari ár. Mikil vinna hefur verið lögð í að finna hvaða fóður hentar þorski, sandhverfu, lúðu og öðrum fisktegundum sem vænlegar þykja til eldis. Ýmsa erfiðleika þarf að yfirstíga í þessu sambandi og er lúðan erfiðust, sérstaklega fóðrið fyrstu daga æviskeiðs- ins. Jan Thorsen er matfískráðu- nautur hjá norska fyrirtækinu Skretting. Hann segir að vel hafi miðað síðustu ár við að finna réttar fæðutegundir fyrir sjávar- fiska og segist ekki í minnsta vafa um að sérfræðingum í fisk- eldi muni takast að kljúfa þá hjalla sem nú eru hvað erfiðast- ir, eins og t.d. varðandi start- fóður og klak lúðunnar. „Eftir svo sem fimm ár verður nóg af eldisþorski á markaðnum og lúð- an kemur ekki langt á eftir,“ segir Thorsen. Hann segir þorskinn þægileg- an í eldi, rólegan og nægju- saman. Nóg er að gefa honum einu sinni á dag, jafnvel þrisvar í viku. Kjöt af eldisþorski bragð- ast mjög vel og er þétt í sér, svo fremi fóður hafi ekki verið of feitt í uppvextinum. Náttúruleg efni eins og rauðáta og rækju- mjöl hafa mikið verið notuð í fóður sjávarfískanna. CÓÐ GREIÐSLUKJÖR mutur Umboösmenn Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfiröi, Lyki j»ir með 2,8 Itr. V6 vél, sjálfskiptingu, sportinnréttingu og vandaðasta búnaði sem fáanlegur er, auk fullkominna hljómflutningstækja. Traustur jeppi fyrir kr.1.775.000. BiLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Njarðvíkum, Bílabragginn —Borgarnesi, Bílasala Vésturlands Vestmannaeyjum, Garðar Arason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.