Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 38

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Þarf að fara út í klak ef lúðu- eldi á að verða fiskeldisgrein - segir Erlendur Jónsson líffræðingnr hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Morgu nblaðið/RÞB Athafnasvæði Fiskeldis Eyjafjarðar er f gamalli síldarbræðslu á Hjalteyri. Myndin er tekin síðastliðið vor. „ÁHUGI er mjög mikill á lúðu- eldi hérlendis. Talið er að fram- leiðslan á laxi komi til með að aukast. Verð á laxi á hins vegar varla eftir að hækka og áhugi er víða í heiminum á að prófa hvernig sjávartegundir standa sig í eldi,“ sagði Erlendur Jóns- son, Iíffræðingur hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hjalteyri, fyrir nokkru, en á Hjalteyri standa yfir rannsóknir á lúðueldi fyrir tilstuðlan Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. var stofnað í maí á síðasta ári til reynslu í eitt ár. Þeir Erlendur og Olafur Halldórsson hafa séð um rannsókn- arstörfín á Hjalteyri og eru þeir þar með um 500 smálúður, sem þeir fengu á Breiðafírði. Erlendur sagði að kalt hefði verið á fiskinum í vetur svo að þeir hefðu lítið átt við hann að undanskildum mælingum, fóðrun og öðru þess háttar. Bæði lax og aðrir sjávarfískar, sem lifðu í köldum sjó, væru mjög viðkvæmir og þyldu lítið hnjask. „Mín skoðun er sú að það þurfí að fara út í klak ef lúðueldi á að verða að fískeldis- grein í einhverjum mæli vegna þess að það er einfaldlega ekki hægt að ganga að fiskinum vísum í sjónum. Hinsvegar má ekki búast við því að kynþroska stórlúða hrygni um leið og hún hefur verið veidd í eldi því hún þarf ákveðinn aðlögun- artíma áður en að því kemur. Þess vegna er ástæða til að ná í kyn- þroska físka sem fyrst. Mjög erfítt er að fullyrða nokkuð í þessu efni, en ég held að ekki sé óvarlegt að áætla að aðlögurtími kynþroska lúðu sé um það bil eitt ár,“ sagði Erlendur. „Fyrir íslendinga er fyrst og fremst um að ræða tegundir, sem lifa í hafínu við strendur íslands, svo framarlega sem við ætlum ekki að fara að hita upp sjó og annað í þeim dúr. Eðlilega er mestur áhugi fyrir þeim físktegundum sem eru f háu verði og lúðan kemur þar m.a. inn vegna góðs markaðsverðs og það er einmitt þess vegna sem áhugi er fyrir henni í öðrum löndum svo sem í Noregi, Skotlandi, Færeyjum og Kanada. Þá hafa Norðmenn unnið töluvert með þorsk og bygg- ist þorskeldið mikið til á tvennu, annarsvegar á því að framleiða fjöldann allan af seiðum fyrir lágt verð og hinsvegar stíla þeir inn á tvenns konar sölumöguleika. Þeir selja þorskinn um jólaleytið þegar hátt verð fæst fyrir hann og þeir sjá jafnframt hótel- og veitingahús- um fyrir ferskum físki af ákveðinni stærð jafnt og þétt yfír árið. Ef við lítum á það verð sem fæst fyrir þorskinn á uppboðsmörkuðum hér- lendis, þá er það miklu lægra en Norðmenn eru að fá fyrir sinn eldis- þorsk. Að því leyti er þorskeldi sem slíkt út úr myndinni hérlendis," sagði Erlendur. Hann sagði Norðmenn mjög dug- lega við að leita fyrir sér með nýj- ungar og spyija sig gjarnan að því hvar möguleikamir eru og hvaða þróun er heppilegust. Það væri at- hyglisvert að þrjú nokkuð stór einkafyrirtæki á sviði lúðueldis væru nú þegar starfandi í Noregi fyrir utan hinar ýmsu rannsókna- stöðvar á vegum hins opinbera sem ynnu meðal annars með lúðu auk annarra sjávartegunda, svo sem þorsk og sandhverfu, sem er flæk- ingur við ísland. Þá væru Norð- menn rétt að byija að fíkta við steinbítseldi. „Verð á honum er alls ekki hátt hérlendis, en hann er mjög góður matfískur að mati margra. Menn hafa líka verið að prófa sig áfram með ýmis krabba- dýr og hörpudisk, sem er mjög dýr markaðsvara." Auk lúðueldis hafa íslendingar nú þegar hafíð kræklingarækt og áhugi er fyrir ýmsum öðrum teg- undum. „Lúðan er mjög stór þegar hún verður kynþroska og hrygnum- ar framleiða mikinn fjölda hrogna. Af því leiðir að ekki þarf marga kynþroska físka til að ná töluverðu hrognamagni. Spurningin er sú hvort ekki sé heppilegast að ala lúðu frá því hún er smá ef markmið- ið er að ná frá henni hrognum því það tekur langan tíma fyrir fískinn að jafna sig eftir veiðar og flutning eftir að hafa verið tekinn upp úr víðáttu hafsins og troðið ofan í „vaskafat" sem eldiskerin em í raun og vem fyrir þessar tegundir. Enn- þá em menn að prófa sig áfram og hefur árangurinn hingað til ver- ið bæði góður og slæmur. Menn em að beijast við allskyns vandamál af öllum stærðum og tíminn verður einfaldlega að leiða það í ljós hvem- ig til tekst," sagði Erlendur að lok- -JI Nýja tilraunaeldis- stöðin í Grindavík tilbúin á næstunni Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Unnið við að tengja hina nýju tilraunaeldisstöð Hafrannsóknar inn á sjódælukerfi íslandslax hf. Gunnar Sigurþórsson stöðvarstjóri til vinstri. í baksýn sér til stöðvarinnar. Hafrannsóknastofnunin hér á landi og Hafrannsóknastofnunin í Noregi fengu fyrir nokkru ásamt norsku Næringarfræði- stofnuninni um 20 milljónir króna til tilrauna með lúðueldi. í Noregi verður áhersla lögð á tilraunir með klak og seiðaeldi en á Islandi ýmsar tilraunir með unglúðu sem veiðist hér á landi. I nokkur ár hefur Hafrann- sóknastofnunin stundað tilraunir með söfnun og eldi á unglúðu í samvinnu við íslandslax hf. og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins. Rannsóknarráð rikisins hef- ur veitt um 6 milljóna króna styrk til þessara rannsókna. Nú eru 3.300 lúður í eldi í átta stór- um útikerjum á yfirráðasvæði íslandslax hf. í Grindavík, eða um 7 tonn af fiski, og mun það v$ra mesta magn þessarar teg- undar í eldi í heiminum. Að sögn Bjöms Björnssonar, fískifræðings, sem hefur umajón með þessum tilraunum, er nú verið að gera tilraunir í sex útikeijum með áhrif þéttleika á vaxtarhraða, en miklu máli skiptir að geta verið með sem mestan þéttleika í eldi, þ.e. «em flest kíló á hvern fer- metrafc til að nýta best fjárfesting- una. „í upphafí tilraunarinnar var lúð- an stærðarflokkuð og skipað niður á ker í þremur mismunandi þéttleik- Morgunbladið/Kristinn Benediktsson Björn Björnsson fiskifræðingur að vigta lúðu í einu kerinu. um, 10 kg, 20 kg og 30 kg á hvern fermetra. Lúðan verður síðan stríðalin þar til fískmagnið verður orðið svo mik- ið að veruiega fer að draga úr vexti við mestan þéttleika. Þegar svo er komið teljum við mesta þéttleika orðinn meiri en kjörþéttleikann, en tilraunin gengur einmitt út á að meta hver kjörþéttleiki í lúðueldi er,“ sagði Bjöm og hélt áfram. „Áður en þessi tilraun hófst voru flokkaðar þær lúður sem voru stærri en 5 kíló og einnig þær sem voru minni en 1.4 kg. Hugmyndin er að nota smærri lúðumar í tilraun í nýju tilraunaeldisstöðinni, sem tekin verður í notkun á næstunni. Byijað verður á tilraunum með mismunandi fóðurgerðir og áhrif hita á vaxtarhraða. Eru þ.ær til- raunir hluti af hinu samnorræna rannsóknarverkefni." í tilraunaeldisstöðinni, sem er 560 fermetrar að stærð, em 18 ker sem hvert um sig er um 3 m í þver- mál. Sagðist Bjöm vera fyrir nokkru kominn frá Austevoll í Noregi þar sem norska hafrannsóknarstofnun- in stendur fyrir tilraunum með klak og seiðaeldi þar sem hann fylgdist með starfseminni í tvær vikur. Hann á von á heimsókn norskra starfsbræðra í sumar til að taká þátt í þeim tilraunum sem fyrir- hugaðar em í nýju tilraunaeldis- stöðinni á Stað í Grindavík. Önnur rannsóknarverkefni sem hefjast jafnhliða lúðueldistilraunum verða í höndum Jónasar Bjamason- ar, lífefnafræðings hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, en hann mun kanna í þremur keijum áhrif hráefnisgæða á laxafóður og Einars Jónssonar fiskifræðings sem kanna mun hveijar lífslíkur em hjá ýsu sem missir hreistur við að sleppa í gegnum botnvörpu. Gunnar Sigurþórsson fiskeldis- fræðingur hefur verið ráðinn stöðv- arstjóri hinnar nýju tilraunastöðvar. Hann mun sjá um daglegt eftirlit með tilraununum. „Svo virðist sem færri ætli að komast að en vilja í nýju tilraúna- eldisstöðinni. Ef mikil gróska verð- ur í starfseminni á næstu árum er ekki ólíklegt að farið verði að huga að stækkun á stöðinni enda eru allar aðstæður hér í nágrenni Grindavíkur hinar ákjósanlegustu til tilrauna með eldi sjávardýra. Það er einkum hinn hreini og síaði jarð- sjór ásamt jarðhita sem gefur mikla möguleika á þessu sviði,“ sagði Björn að lokum. — Kr.Ben. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.