Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
39
Steve Marriott
í Hollywood
Breski rokkarinn Steve
Marriott er kominn til landsins
til tónleikahalds og kemur fram
með sveit sinni The D.T.’s í
kvöld og annað kvöld í Holly-
wood.
Steve Mariott kannst líklega
flestir rokkáhugamenn við, þó
nokkuð sé um liðið síðan hans
frægðarsól reis hæst. Marriott
gerði garðinn frægan með tveim-
ur sveitum, sem á sínum tíma
þóttu með merkari rokksveitum.
mátti glöggt heyra að Marriott
og Frampton höfðu úr nógum
hugmyndum að moða. Marriott
hafði enn mikinn áhuga á rokki
af hrárra taginu en Frampton var
gefnari fyrir melódsikari og mild-
ari tónlist og úr varð hin dægileg-
asta blanda. Platan er ein af
merkari rokkskífum þessara ára,
en ekki seldist hún eins vel og
vonir stóðu til og útgáfufyrirtæki
piltanna fór á hausinn stuttu
síðar. Við tóku mögur ár með
Best að hafa þetta
stutt og skemmtilegt
Small Faces
Small Faces, sem Marriott,
Ronnie Lane, Jimmy Winston og
Kenney Jones stofnsettu fyrir
tuttu og þremur árum, var ein
merkast „mod“-sveit síns tíma
og nafnið á sveitinni vísaði í hæð
hljómsveitarmeðlima og í lag
Who, l'm the Face, sem fjallaði
um það að vera „mod". Ekki
verður það rakið frekar hér hvað
það var að vera „mod", en sveit-
in náði töluverðum vinsældum
fyrir það hve vel drengirnir voru
til fara ekki síöur en fyrir hráa
rytmablúsblenda tónlistina undir
leiðsögn Marriotts. The Small
Faces átti nokkur lög sem kom-
ust efst á vinsældalista, þeirra
frægast hér á landi eflaust Lazy
Sunday, en einnig má nefna lög
eins og Sha La La La Lee, All
or IMothing, Tin Soldier og The
Universal. Eftir því sem sveitin
festi sig í sessi jókst spenna inn-
an hennar vegna forystuhlut-
verks Marriotts og 1969 sagði
hann skilið við sveitina til að
stofna Humble Pie með Peter
Frampton. Eftir það breyttistThe
Small Faces í einfaldlega The
Faces við inngöngu Rod Stewart
og Ronnie Wood, en hvað þessa
samantekt varðar er sveitin þar
með úr sögunni.
Humble Pie
Humble Pie, sem hafði innan-
borðs þá Greg Ridley og Jerry
Shirley auk þeirra Marriots og
Framptons, sendi frá sér sín
fyrstu plötu 1969, As Safe as
Yestarday is, og á þeirri plötu
mörgum tónleikaferðum þar til
fimmta plata hljómsveitarinnar
kom út 1971, platan Perfprman-
ce: Rockin’ the Filmore. Á þeirri
plötu, sem var tónleikaplata, var
tónlistin vel rokkuö með rytmabl-
úsívafi og rám rödd Marriotts og
melódískur gítarleikur Frampt-
ons nutu stn til fulls. Platan seld-
ist og í gífurlegu upplagi, en
Frampton var búinn að fá nóg
af rokkinu og hætti eftir að platan
kom út. Hann sló eftirminnilega
í gegn með tónleikaplötu 1975,
en það var hans tónlistarlegi
hápunktur og eins og er hvílir
hann á öskuhaug rokksögunnar.
Humble Pie hélt uppteknum
hætti við að leika þunga rokktón-
list með rytmablúsívafi, nema
hvað að Marriott þyngdi tónlist-
ina eftir að Frampton hvarf á
braut. Uppúr 1973 fór að halla
undan fæti hjá sveitinni og 1975
gaf hún upp öndina södd lífdaga
eftir að hafa sent frá sér nokkrar
slakar plötur. Marriott gerði þó
tilraun til að endurvekja hana um
1980, eftir að hafa reynt að end-
urvekja Small Faces árið áður,
en varð að hætta í miðju kafi af
heilufarsástæðum. Hann hætti
þó ekki í tónlistinni og hingað er
hann kominn með hljómsveit
sinni The D.T.’s. Vísast er uppi-
staðan af tónleikadagskrá sveita-
innar lög sem Small Faces og
Humble Pie gerðu vinsæl á
sínum tima, en eins og heyra
má af plötunni Rockin’ the Fill-
more, þá er enginn svikinn af því
efni ef hann nær upp sömu
keyrslu með nýju sveitinni.
í vetrarlok hóf hljómsveit sem
kallaði sig Sálin hans Jóns mfns
að leika í Bíókjallaranum, sem er
undir Læjartungli og brátt fóru
spurnir af þvf að það færi ein
alfjörugasta hljómsveit landsins.
Eins og fóist í nafninu lék Sálin
mikið af klassískum bandarfskum
soul-lögum þó að sveitarmenn
hafi einnig átt til frumsamin lög.
Eftir helgi sendir Sálin frá sér
sína fyrstu hljómplötu, Syngjandi
sveittir, hjá Steinari, sem á eru
átta lög með og þar á meðal eru
fjögur gamalkunn soul-lög banda-
rískrar ættar, sem tekin eru upp í
Bíókjallaranum og á Hótel Akra-
nesi fyrir framan áheyrendur og
sem ekkert héfur verið átt við fram
að því að þau eru sett á plast. Á
geisladisk sem út kemur um leið
er að finna þrjú lög aukreitis sem
tekin eru upp á svipuðum slóðum
og þar á meðal er Sókrates (Þú
og þeir) í sáluðum búningi.
Rokksíðan tók hús á Rafni Jóns-
syni trommuleikara sveitarinnar til
að afla frekari frétta af sveitinni
og lagavali hennar.
Hvernig og hversvegna varð
Sálin tll?
Þetta byrjaði allt þegar við
ákváðum að setja upp sýningu
með tónlistinni úr Jesus Christ
Superstar í vetur og það má segja
að þetta sé sama hljómsveit og
•kom saman þá. Við ákváðum að
prófa að leika soul-tónlist og tók-
um okkur þrjá mánuði í að æfa upp
soul-dagskrá. Nafnið er síðan
komið út frá tónlistinni. í fyrstu
vorum við að velta fyrir okkur að
nota bara nafniö Sálin, en það var
víst notað á hljómsveit sem lék
svipaða tónlist í eina tíð. Þá varð
til nafnið Sálin hans Jóns míns, en
það er alveg óskylt Jóni Ólafssyni.
Á plötunni eru soul-lög eftir
hina og þessa, en einnig er á
henni lög sem þiö semjið sjálfir
og það eru ekki soul-lög.
Nei, við vorum ekkert að reyna
að semja soul-lög, þó það sé ein-
hver soul-blær á þeim í söngnum
og blæstrinum.
Er Sálin orðin til í kjölfar vax-
andi áhuga á soul-tónlist vtða í
Vestur-Evrópu?
Ég hef nú eiginlega ekkert fylgst
með því sem er að gerast í þessum
efnum úti. Þessi hugmynd okkar
kviknaði kannski að einhverju að
áhrifum að utan, en það var þá
ómeðvitað. Kannski má líka rekja
upphafið til þess að þeir Jón og
Guðmundur gítarleikari voru í
hljómsveit í vetur sem lék tónlist
úr kvikmyndinni The Blues Brot-
hers.
Hvenig hefur gengið að leika
þessa tónlist á sveitaböllum?
Neyðist þið ekki til að leika vin-
sældalistapopp með?
Nei, við leikum með klassísk
keyrslurokklög til að keyra upp
stemmninguna og ná meiri vídd í
dagskrána, enda er ekkert vit í því
að vera að eltast við vinsældalist-
ana. Við leggjum upp með ákveðna
dagskrá og annað hvort gengur
það upp eða ekki og það hefur
allt gengið upp hingað til. Fólk virð-
ist kunna að meta þessa tónlist
eftir allt dub-dótið og mixlögin.
Þessi tónlist sem við erum að
leika er náttúrulega ekki ný og
þessi lög sem við erum með hafa
verið tekin upp hundrað sinnum
og það þekkja þau allir.
Hvernig hefur ykkur gengið að
komast í soul-andann?
Það hefur gengið vel, en það
hefur alltaf verið draumurinn að
vera með blásarasveit með okkur
til að fullkomna þetta allt. Það er
bara svo dýrt að það ræður enginn
við það.
Finnst þér nást tónleika-
stemmning á piötunni?
Við fórum út í það að ná eins-
konar klúbbstemmningu, eins og
er á bestu soui-tónleikaplötum
sem maður heyrir. Þá eru kannski
um hundrað manns á staönum og
af lófataki má ráða að það eru
þrjátíu eða þar um bii aö hlusta.
Mér finnst persónulega vera betsa
stemmningin á þannig tónleikum.
Við byrjuðum í kjallaranum á sínum
tíma, lékum þar í mánuð og enduö-
um á þvi að taka upp stafrænt á
tvær rásir þessi soul-lög sem eru
á plötunni. Hljómurinn er mjög
góður og mérfinnst rétta stemmn-
ingin nást.
Hvernig urðu frumsömdu lögin
til?
Menn komu bara með lög og
texta og hljómsveitin æfði þau
saman.
Ykkur hefur ekki dottið í hug
að vera með heila plötu af frum-
sömdu efni?
Nei, það kom aldrei upp. Við
ætluðum okkur alltaf að hafa þetta
eins og það er.
Hvað er framundan hjá Sál-
inni?
Ég reikna með að við hvílum
okkur á þessu í haust, það er best
að hafa þetta stutt og skemmti-
legt.
Gler-
hjartað
Fram hefur komið hér á
síðunni að fyrsta plata
hljómsveitarinnar Daisy
Hill Puppy Farm hefur
selst í Bretlandi í yfir 1.000
eintökum, sem þykir merk-
ur áfangi hjá hljómsveit
sem aldrei hefur haldið
tónleika þar i landi, né
gefið út piötu þar áður.
Nýjustu fregnir herma að
forráðamaður útgáfumerkis
plötunnar þar í landi, Lake-
land Records, sem einnig
gaf út Goð S.h. draums, vilji
ólmur gefa út stóra plötu
með sveitinni til að fylgja
eftir litlu skífunni. Á
skífunni, sem er fjögurra
laga sjötomma og heitir
Rocket Boy, er að finna
Blondie-lagið gamalkunna
um glerhjartað í útsetningu
sveitarinnar. Á það ekki
minnstan þátt í velgengn-
inni að hinn kunni útvarps-
maður John Peel hefurtekið
miklu ástfóstri við lagið og
leikur það gjarnan í útvaprs-
þætti sínum að því er heim-
ildir að utan herma. Ekki
hafa hljómsveitarmenn enn
gert upp við sig hvað skal
til bragðs taka.