Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 51
r'A.CITTTRÍfö ffTOf AvffTWTOJJOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
51
ÚTSALA
Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum,
terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum.
* Karlmannaföt kr. 3.995 — 5.500 —
8.900 og 9.900.
k Jakkar kr. 4.995.
k Terylenebuxur kr. 1.095 — 1.595 og 1.795.
Andrés, Skólavörðustíg 22,
sími 18250.
Igf
DAGVIST BARIVA
Fóstrur — Þroskaþjálfar
Hvalveiðamar og Bandaiikin
Kæri Velvakandi
Mér blöskraði þegar ég heyrði í
hádegisfréttum Ríkisútvarpsins,
þann 18. júlí, að kvöldið áður höfðu
Bandaríkjamenn sýnt sjónvarpsþátt
um hvalveiðar, þar sem íslendingar
voru harðlega gagnrýndir vegna
vísindarannsókna sinna. Ég hefði
haldið að Bandaríkjamenn hefðu
ekki efni á því að gagnrýna aðrar
þjóðir þessa dagana vegna árásar
þeirra á farþegaþotu með 290
manns innanborðs. Að Johnny Car-
son, sem stjómaði þættinum, skuli
láta hafa sig að fífli skil ég ekki
og að ekki var minnst á hvaladráp
Bandaríkjamanna sjálfra í Kyrra-
hafinu.
Hvenær ætla Bandaríkjamenn
að skilja, að síðan 1915 hafa
íslenzkir vísindamenn stundað
vísindarannsóknir á lífríki hafsins,
lengur en nokkur önnur þjóð. Það
er einnig orðið anzi þreytandi að í
hvert skipti, sem hreyfing kemst á
hvalveiðimálin, þá verða íslenzk
yfírvöld að ráðgast við þau banda-
rísku áður en lengra er haldið.
Það væri best fyrir Bandaríkin
að athuga sín mál gaumgæfilega á
næstunni vegna hugsaniegra breyt-
inga á heimsmálum. Þar á ég við
árið 1992, þegar Evrópubandalagið
verður sem ein heild. Islenska þjóð-
in mun væntanlega gera upp við
sig hvort hún verður Ameríkumegin
eða Evrópumegin. Sífelld íhlutun
Bandaríkjamanna í innanríkismál
Islendinga gleymist seint. Á hinn
bóginn vitna ég í orð Helmut Kohl,
kanzlara Vestur-þýskalands, þegar
hann lofaði forseta íslands að taka
til greina sérstöðu íslands í sam-
skiptum við Vestur-evrópu. Það
verður ekki erfítt fyrir íslenzku
þjóðina að gera upp við sig hveijir
eru vinir hennar.
Virðingarfyllst,
Vilhjálmur Alfreðsson
Dagheimilið Ösp hefur starfsemi sína að nýju
í haust.
Starfrækt verður sérdeild fyrir fötluð börn og
einnig almenn dagheimilisdeild. Markmið
okkar er markviss þjálfun og blöndun barn-
anna. Okkur vantar áhugasamt fólk til að
vera með frá byrjun.
Upplýsingar veita forstöðumenn í síma 73940fyrir hádegi
og á kvöldin og einnig sálfrœði og sérkennsludeild dag-
vistar bama í síma 27277.
Búf erlaflutningar:
Bílar ekki taldir til búslóðar
Til Velvakanda
Mig langar með þessu bréfkomi
að vekja athygli á brotnum potti í
reglugerð um aðflutning notaðra
bifreiða. Ekki þó hvað varðar inn-
flutning á bílum í viðskiptaskyni,
heldur þegar í hlut eiga aðilar, sem
flytja heim til íslands eftir að hafa
haft búsetu erlendis.
Það er víst staðreynd að hinn
íslenski meðaljón getur varla bíllaus
verið og víst er það freisting, þegar
maður á bíl í útlöndum, að flytja
hann með sér heim - menn búast
sjaldnast við að ísienska ríkið geri
sér að féþúfu bílgarm, sem maður
hefur átt í fleiri ár erlendis. Og er
þar komið að kjama málsins.
Lög hér á landi gera ekki ráð
fyrir að bifreið falli undir hugtakið
búslóð, öfugt við það sem tíðkast
t.d. í Noregi og Svíþjóð. Þar em
bílar undanþegnir tollum og að-
flutningsgjöldum, sem og önnur
búslóð, hafí eigandinn átt viðkom-
andi bfl í eitt ár. Skilyrði er þó að
viðkomandi selji ekki umræddan bíl
innan árs frá innflutningsdegi. En
hér á landi er þessu öðm vísi farið.
Á íslandi ber þeim, sem flytur heim
með sér eigur sínar, að tollafgreiða
bifreið eftir sömu reglum og væri
um að ræða venjulegan innflutning
í hagnaðarskyni. Og ekki eru allir
svo heppnir að hafa með sér bíl úr
landi þar sem þeir em ódýrir. Fýrir
utan þá staðreynd að gildandi tolla-
reglur virðast hafa það að mark-
miði, að innflutningur notaðra bif-
reiða eigi ekki að borga sig.
Víst er það eitt að flytja búferlum
dýr aðgerð þó ekki bætist við þau
útgjöld að borga aðflutningsgjöld
af þarfasta þjóninum líka. Öllu held-
ur skyldi maður ætla að íslenska
ríkið, sem að sjálfsögðu er hrifið
af að fá þegnana heim og þar með
fleiri skattgreiðendur, mundi greiða
götu þeirra svo sem best yrði á
kosið og stuðla þannig að heim-
flutningi fólks, en ekki leggja steina
í götu þess.
Vafalaust em til margar hliðar
á jafn einfoldu máli og þessu. Menn
geta ömgglega fundið einhver rök
fyrir því að ríkið eigi skilið einhvem
bitling, hvort sem hann kallast toll-
ur eða vömgjald. En þó þykir mér
keyra úr hófí fram þegar reikningur
tollstjóra hljóðar upp á 27,5% í sölu-
skatt, sem er vægast sagt afbökun
á mínum skilningi á orðinu sölu-
skattur. Það er illsjáanlegt að nokk-
ur „sala“ eigi sér stað þegar maður
er eigandi bifreiðarinnar jafnt fyrir
sem eftir innflutning. Kannski er
sá skilningur minn jafn fjarri raun-
vemleikanum og skilningur hér-
lendra tollyfírvalda á hugtakinu
„búslóð".
Gott væri ef hæstvirtur fjármála-
ráðherra sæi sér fært að færa þetta
til betri vegar, en að öðmm kosti
stinga niður pennáog útskýra hvers
vegna við íslendingar þurfum að
vera svona „öðmvísi" en þær þjóð-
ir, sem standa okkur næstar, þegar
einfalt mál eins og þetta er annars
vegar.
Virðingarfyllst,
Jón A. Steinsson.
Hugleiðingar um lífið
Kæri Velvakandi.
Ég sit hér við eldhúsborð í gömlu
húsi í Reykjavík og horfi út í rign-
inguna á meðan lagið Sólarsamba
hljómar á Bylgjunni. Rigningin
streymir niður um ónýta niðurfalls-
rennuna hér fyrir utan gluggann
ofan af gömlu ryðföllnu bámjáms-
þakinu meðan ég sit inni í hlýj-
unni, og nú er hinn frábæri
skemmtikraftur, hann Laddi, að
syngja um einhvern járnkarl.
Tíminn líður, rigningin bunar,
Bylgjan heldur áfram með óskalög-
in og ég horfi fjarlægum augum út
í rigninguna og hugsa, um lífíð.
Eg hefí séð mörg andlit í dag,
ung og lífsglöð böm, ósköp „venju-
legt“ fólk og aðra reiða eða bitra út
í hlutskipti sitt hér í heimi. Víst
hafa margir glaðst í dag, og er það
vel, en aðrir hafa verið með gróf
og siðlaus skrílslæti og mann-
vonsku. Þess vegna kom mér í hug
eftirfarandi ritningarstaður úr heil-
agri Biblíu kristinna manna: „Því
að svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf son sinn eingetinn til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafí eilíft líf.“ Mér varð
hugsað hversu Guð hlýtur að vera
stórkostlega umburðarlyndur og
miskunnsamur við mennina og Bibl-
ían vitnar um, eftir að hafa séð
ýmislegt af þeim myrkraverkum og
miskunnarleysi, sem mennimir
fremja.
Hvemig getur Guð verið svona
miskunnsamur við menn, sem sjálf-
ir sýna enga miskunn. Guð sendi
son sinn Jesú til jarðar vegna þess
að hann vill að allir menn komist
til þekkingar á sannleikanum og
gangi þrönga veginn til Íífsins.
Ég lýk bréfi þessu með því að
benda mönnum á hinn kristna söfn-
uð Votta Jehóva, þar sem þeir geta
komist til trúar á sannleikann um
ríki Krists, hvers faðir er Guð Je-
hóva á himnum, og öðlast hið eilífa
líf.
Með þökk fyrir birtinguna,
Einar Ingvi Magnússon.
SERBLAÐ
á funmtudögum
v< „
félags
Dýrnri fastrignasalar
— " en betri?
____2Hor0unblaí>ib
vmsnpnfflnNNUiíF
Gífurleg lóða-
eftirspum
i erfíðleikum
Ihpí
►OlimauillHmTLMIDI —
Reglur um gengisskráningu
irsrr
írEEH
ItlfliS? ayr'sa.
Auglýsingar í viðskiptablaðið
þurfa að hafa borist auglýsinga-
deild fyrir kl. 12.00.
á mánudögum.
'q , jnjn
V -bl^ð
fl!íiri0mnl»lab iíþ
allra landsmanna