Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 56
Uppsagnir hjá Flugleiðum: Flugfrexjur með til- lögur sem afstýrt gætu uppsögnum Flugvélstjórar færast í störf á jörðu niðri FLUGFREYJUR leggja fram til- lögur á fundi með starfsmanna- stjóra Flugleiða næstkomandi mánudag um hvernig draga megi úr fjölda uppsagna vegna sam- dráttar í Norður-Atlantshafsflugi félagsins. Tillögurnar byggjast að sögn Sigurlínar Scheving, formanns flugfreyjufélagsins, á víðtækri könnun meðal flug- freyja um hvort þær vildu 0^ minnka við sig vinnu á komandi vetri. Segir Sigurlin niðurstöð- umar, sem kynntar verða starfs- mannastjóra Flugleiða í dag, vera á þá lund að jafnvel mætti koma alveg í veg fyrir uppsagnir. Flug- menn búast ekki við uppsögnum að sögn Baldurs Oddsonar, vara- formanns FIA. Endanlegur fjöldi uppsagna hjá Flugleiðum lá ekki fyrir í gærdag að sögn Más Gunnarssonar, starfs- mannastjóra félagsins. í skýrslu ^ bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins „Boston Consulting Group" um rekstur Flugleiða sem lögð var fram í vor er talið að samdráttur í flugi til Bandaríkjanna hafi í för með sér þörf á uppsögnum sex áhafna sem jafngildir 36 stöðugildum flugfreyja. Hins vegar hefur í sumar þótt ástæða til aukinnar bjartsýni, eins og fram hefur komið i fréttum. „Síðast þegar ég vissi var rætt um uppsagnir 26 flugfreyja,“ segir Sig- urlín Scheving. „Aftur á móti teljum við að verði farið að tillögum okkar þyrfti jafnvel ekki að koma til neinna uppsagna flugfreyja." „í ljós kom við könnunina að mjög margar flugfreyjur eru tilbún- ar að minnka við sig úr fullu starfi -gp. niður í hálft eða 75% starf, auk Bretland: Metverð fyrir þorskogýsu þess sem einhveijar vilja taka launa- laust leyfi um nokkurra mánaða skeið. Viðbrögð stjómar flugfreyju- félagsins beinast auðvitað að því að halda sem flestum félagsmönnum í vinnu, við viljum þreyja veturinn í von um bjartara vor,“ segir Sigurlín. Flugmenn búast ekki við upp- sögnum að sögn Baldurs Oddsson- ar, varaformanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Annars vegar koma til verkefni í leiguflugi," segir Baldur, „og hins vegar nokkurra mánaða þjálfun á nýjar Boeing 737 400 vélar Flugleiða sem koma til landsins næsta vor og verða notaðar í Evrópuflug. Gert er ráð fyrir að íslenskur flugmaður, flugstjóri og flugvélstjóri verði á tveimur vélum í leiguflugi sænska félagsins Scana- ir til sólarlanda og að átján til nítján áhafnir flugmanna verði þjálfaðar á nýju Boeing vélamar. Sigurlín Scheving segir það hafa sýnt sig að uppsagnir hjá Flugleið- um komi verst niður á flugfreyjum. Ahafnir flugstjómarklefa fari yfir- leitt í leiguflugsverkefni eins og nú standi til en flugfreyjur fái síður slík verkefni. Hins vegar séu þær tilbúnar í leiguflug og leggi áherslu á forgangsrétt sem þær hafa til þess samkvæmt samningum. Fulltrúar Flugleiða og Flugvirkja- félags íslands funduðu í gær að sögn Odds Pálssonar, formanns FI. Kveðst Oddur ekki gera ráð fyrir uppsögnum flugvélstjóra eða flug- virkja, en uppgangur ungra manna innan stéttanna verði líklega ekki mikill hjá Flugleiðum á næstunni. Hins vegar hafi önnur félög, Arnar- flug og Flugfélag Norðurlands, aug- lýst eftir flugvirkjum að undanf- ömu. Þá segir Oddur ljóst að eitt- hvað verði um tilfærslur flugvél- stjóra Flugleiða úr flugstjórnarklef- um í störf á jörðu niðri, bæði í haust vegna samdráttar í Ameríkuflugi og í vor vegna nýrra flugvéla. Morgunblaðið/Ámi Saebcrg Jökullón á Breiðamerkursandi Erlendii1 aðilar sýiia áhuga á byggingu þriðjaálversins Fulltrúi Norsk Hydro hefur rætt við íslenska ráðamenn METVERÐ hefur fengist fyrir þorsk og ýsu úr skipum og gámum í Bretlandi í þess- ari viku, að sögn Sveins H. Hjartarsonar fulltrúa hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. I Grimsby voni seld 14 tonn af þorski í gær úr Guðfinnu Steinsdóttur ÁR iyrir 119,18 króna meðalverð og 31 tonn af ýsu fyrir 104,68 króna með- alverð, svo og 18 tonn af þorski úr Unu í Garði GK fyrir 107,45 króna meðalverð og 20 tonn af ýsu fyrir 100,60 króna með- alverð. Seld vom 104 tonn af þorski úr Berki NK í Grimsby sl. þriðjudag og miðvikudag fyrir 102,17 króna meðalverð, 20 tonn af ýsu fyrir 106,72 króna meðalverð og 22 tonn af kola fyrir 77,94 króna með- alverð. Seld vom 50 tonn af þorski úr gámum í Bretlandi sl. mið- vikudag fyrir 107,14 króna meðalverð, 51 tonn af ýsu fyrir 94,96 króna meðalverð og 18 tonn af kola fyrir 75,28 króna meðalverð. SVO VIRÐIST sem talsverður áhugi sé á byggingu annars ál- vers hérlendis en þess sem áformað er við Straumsvík. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins var sérstakur fulltrúi frá norska fyrirtækinu Hydro AI- uminium, sem er hluti af Norsk Hydro-samsteypunni, staddur hérlendis fyrir nokkru og átti þá viðræður við ráðamenn um hugsanlega þátttöku fyrirtækis- ins í byggingu álvers hér á landi. Sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins um fyrirhugaða byggingu nýja álversins í Straumsvík var haft samband við mun fleiri aðila á þessu sviði en þá Ijóra sem nú vinna að hagkvæmnís- könnun fyrir álverið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sýndu flögur önnur fyrirtæki því áhuga að vera með í viðræðunum um ál- verið í Straumsvík. Þessi fyrirtæki eru, auk Hydro Aluminium, Alumax í Bandaríkjunum, Aluminia spa. á Ítalíu og Essenbau-Essen í Þýska- landi. Hið síðastnefnda mun vera hluti af MAN-samsteypunni. Fyrirtækjunum fjórum sem nú vinna að hagkvæmniskönnuninni var hinsvegar veittur forgangur að verkefninu í Straumsvík auk þess sem þau voru innbyrðis sátt við samstarfsaðilana. Morgunblaðið hefur fyrir því heimildir að líklegt sé talið að úr hópi álfyrirtækjanna sem vinna að könnuninni og þeirra sem ekki komust að geti risið sam- starfshópur um uppbyggingu nýs álvers annarsstaðar á landinu. Hef- ur þátttaka í síðara verkefni um uppbyggingu álvers á Norður- eða Austurlandi þegar verið orðuð við fulltrúa Hydro Aluminium. For- senda þess að af slíkum samstarfs- Rafmagnslaust varð í Hval- firði um tveggja stunda skeið siðdegis í gær. Háspennulína slitnaði er vörubílspallur rakst í hana þegar verið var að sturta ofaníburði af palli bilsins á veg- arkafla milli Olíustöðvarinnar og Bjarteyjarsands. Hvorki varð hópi geti orðið er að vel takist til um fyrirhugað álver í Straumsvík. Það sem liggur til grundvallar þessu er m.a. að þau fyrirtæki sem vinna að framangreindri könnun eru öll í þeirri aðstöðu að þurfa allmiklu meira ál til úrvinnslu en þau fengju frá Straumsvík. tjón á mönnum né munum. Rafmagn fór af svæðinu frá Hvalfjarðarbotni og allt inn að Akranesi, að sögn Jakobs Skúlason- ar rafveitustjóra Rarik í Borgarnesi og stöðvaðist vinna í Hvalstöðinni uns viðgerð hafði farið fram. Hvalfjörður: Vörubíll sleit raflínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.