Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Mannaflaþörfin vegna byggingar nýs álvers: Um 1500 ársverk þarf til að byggja, 90.000 tonna áJver HAFINN er undirbúningur að gerð ítarlegrar greinargerðar um þjóðhagsleg áhrif af bygg- ingu fyrirhugaðs álvers í Straumsvík. Miðað við fyrri reynslu og þekktar stærðir má ætla að um 1.500 ársverk þurfi til að byggja 90.000 tonna álver. Þar með eru meðtaldir erlendir sérfræðingar sem kæmu til að vinna við uppsetningu sérhæfðra véla og tækja og kæmi þvi þessi Halldór Blöndal um þriðja álverið: Annar stóriðnaður verði kannaður mannaflaþörf ekki öll fram á innlendum vinnumarkaði. Á vegum Landsvirkjunar er til áætlun um viðbótarársverk vegna framkvæmda í tengslum við nýtt álver, það er virkjana. Áætlar Landsvirlqun þessi ársverk vera 918 á tímabilinu 1989-1992. Að meðaltali eru þetta 230 á ári en mest yrði þörfín árin 1990-1991. Ef reiknað er meðaltal fjögurra ára vegna þessara framkvæmda, bæði við álverið sjálft og virkjanir kemur fram að árleg þörf á fyrr- greindu tímabili nemur um 600 árs- verkum. Ef gert er ráð fyrir að nýtt vinnu- afl á vinnumarkaðinn hérlendis sé 3.000 ársverk á ári eða 12.000 fyr- ir þetta fjögurra ára tímabil kemur í ljós að mannaflaþörfín vegna framkvæmdanna nemur að meðal- tali um 5% af þessum ársverkum. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra segir að ekki verði séð að þessi mannaflaþörf verði mjög þensluaukandi, jafnvel þó hún komi í sveiflum. Hann bendir ennfremur á að eftirspum eftir vinnuafli vegna virkjanaframkvæmdanna yrði væntanlega að mestu leyti á Suður- landi þar sem atvinna hefur verið hvað ótryggust á landinu undanfar- in ár og þar sem verulegur stað- bundinn atvinnuvandi sé til staðar. Keppt íþolreið fyrsta sinni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsta þolreiðin, sem er ný grein hesta- íþrótta hér á landi var farin í gær.Þolreið- ar reyna fyrst og fremst á þol og þraut- seigju hestanna og fara oft fram í hijós- trugu og erfiðu landi. Hestarnir þurfa að fara ákveðna vegalengd á iágmarks- tíma og vera vel á sig komnir þegar þeir koma í mark. Þá er m.a. mældur hjart- sláttur þeirra og ræður skoðunin refsi- stigafjölda sem hveijum hesti er gefinn. Hestamennirnir, sem lögðu af stað frá Laxnesi í Mosfellssveit í gær, riðu um 30 km leið á Þingvöll. Á myndinni sést Flosi Ólafsson, leikari og hestamaður, ræsa einn keppenda. Flugleiðir: Þotu snúið við vegna bilunar BILUN varð í öðrum hreyfli DC-8 átta þotu Flugleiða sem fljúga átti til Luxemborgar klukkan 7.15 í gærmorgun. Vélin var komin á loft þegar vart varð bilunarinnar og lenti hún skömmu síðar á Keflavíkurflug' velli. Um borð í vélinni voru 160 manns. Bilunin reyndist smávægi- leg og biðu farþegar meðan gert var við hreyfílinn. Viðgerð lauk um ellefuleytið og lagði vélin af stað í annað sinn til Luxemborgar klukk- an 11.30. Læknadeild HÍ: Úrtökupróf í janúar í stað maí SÚ breyting verður í vetur á námi á fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla íslands, að úrtökupróf verða að loknu haustmisseri í stað vormisseris áður. Fjöldatakmarkanir hafa verið á fyrsta ári'í læknisfræði undanfarin ár og hafa einungis þeir 36 nemend- ur sem fengið hafa hæstu einkunn í maíprófum fengið að fara upp á annað ár. Frá og með næsta vetn munu hins vegar þeir 36 stúdentar, sem hæstir eru á prófum í janúar öðlast rétt til áframhaldandi náms í deildinni. Að sögn Ásmundar Brekkan, deildarforseta læknadeildar, er þessi nýja tilhögun liður í mikilli almennn breytingu á námi í deildinni. „Fyrra kerfí var svívirðileg misnotkun á vinnu þeirra sem stunduðu nám fram á vor en féllu svo út,“ sagði Ásmund- ur. Hann sagði einnig að vormisse- rið nýttist betur með hinni breyttu tilhögun og námiðyrði markvissara. Ekki kvað Ásmundur miklar breytingar verða á læknanámi á fyrsta ári þó úrtökupróf yrðu fyrr. nema þá að áherslur myndu breyt- ast og samþáttun námsefnis aukast. Alls hafa eitt hundrað nýstúdent- ar skráð sig í læknisfræði á næsta haustmisseri, en eins og áður sagð* munu í hæsta lagi 36 þeirra fá að halda áfram námi að janúarprófum loknum. EINS og sagt var frá í Morgun- blaðinu á föstudag hafa erlendir aðilar sýnt áhuga á því að reisa annað álver hér á landi en það sem áformað er í Straumsvík. Yrði slíkt álver að Iíkindum stað- sett annað hvort á Norður- eða Austurlandi, ef af yrði. Morgun- blaðið leitaði i tilefni af þvi, álits þeirra Halldórs Ásgrimssonar sjávarútvegsráðherra og Halldórs Blöndals alþingismanns á hug- myndinni og æskilegri staðsetn- ingu slíks álvers. Halldór Blöndal telur að hagkvæmast yrði að reisa slikt álver á Norðurlandi, en lagði jafnframt áherslu á að nauðsyn- legt væri að kanna möguleika á öðrum orkufrekum iðnaði en áliðnaði. Halldór Ásgrimsson vísaði til vilja Alþingis varðandi Fljótsdalsvirkjun og taldi að stofna bæri samstarfshóp um málið nú þegar. „Alþingi hefur lýst yfír vilja sínum á því að Fljótsdalsvirkjun verði virkj- uð næst, ef það reynist hægkvæmt. Ég tel að það beri strax að leita markaðar fyrir þá virkjun og þar hlýtur álver að koma vel til greina," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. „Mér fínnst hins vegar óeðlilegt að bíða með slíka könnun þar til fyrirhugað álver í Straumsvík er komið upp,_ eins og fram kemur í greininni. Eg tel að stofna megi til samstarfshóps um þetta mál nú þeg- ar þar sem um er að ræða málefni sem tekur mörg ár í undirbúningi,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Það virðist vera meiri áhugi fyrir starf- semi af þessu tagi en verið hefur undanfarin ár. Það ber því að nýta þau tækifæri sem nú bjóðast og at- huga hvort þau séu hagkvæm fyrir þjóðarbúið." „Ég tel eðlilegast að uppbygging af þessu tagi dreifðist meira um landið en orðið er, en geri mér hins vegar grein fyrir því að hér verða hagkvæmnissjónarmið að ráða ferð- inni. En það hefur enginn sýnt mér fram á það að það sé óhagkvæmt að virkja í Fljótsdal og byggja álver í tengslum við það.“ Halldór Blöndal telur hins vegar að slíkt álver væri hagkvæmast á Norðurlandi. „Ég er ekki í vafa um það, að mestur þjóðhagslegur ávinn- ingur yrði af því að reisa álver við Eyjafjörð eða Sjálfanda, vegna þess að þar eru byggðimar svo þéttar að slíkt myndi ekki valda neinni röskun í atvinnulífi," sagði Halldór Blöndal. „Hinn jákvæði ávinningur sem fylgdi slíkum stóriðjurekstri yrði af þeim sökum meiri þar en annars staðar úti á landi." „Ég vil á hinn bóginn leggja áherslu á að nauðsynlegt er að kanna möguleika á öðrum orkufrekum iðn- aði en áliðnaði, sem myndi til dæm- is henta vel á stöðum eins og Reyðar- fírði,“ sagði Halldór Blöndal. Óperan í Buxton: Kristinn og Gunnar fengu góða dóma fyrir söng sinn ÍSLENSKU söngvaramir Krist- inn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson vöktu mikla at- hygli fyrir söng sinn í óperu Josephs Haydns, Armida, á Bux- ton-listahátíðinni í Bretlandi, en fyrsta sýning óperunnar var á fimmtudagskvöld. í umsögn breska stórblaðsins The Daily Telegraph í gær er farið mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu söngvaranna og þeir sagðir vera máttarstoðir sýningarinnar. Kristinn syngur hlutverk heið- ingjakonungsins Idreno og Gunnar syngur hlutverk hermannsins Clot- ardo, en þessi hlutverk eru tvö af sex aðalhlutverkum. Umsögnina í The Daily Telegraph í gær ritar einn þekktasti tónlistargagnrýn- andi Bretlands, Michael Kennedy. Hann segir að óperan geri mikla kröfu til sex stórra hlutverka og því sé það vel af sér vikið hjá Buxton-óperunni að geta komið á heilstæðri sýningu. Kennedy segir þá Kristin og Gunnar hafa sungið óaðfínnanlega og verið máttar- stólpa sýningarinnar. Um Gunnar sérstaklega segir gagnrýnandinn að hann hafí sungið áreynslulaust og Ijóðrænt sem best mætti vera. Kristinn Sigmundsson Kristinn hafi farið með hlutverk Idrenos á sannferðugan hátt og sungið af aðdáanlegu öryggi. Aætlað er að sýningar á ópe- runni verði alls sex. Þá má geta þess að ungur sonur Kristins, Gunnar, fer með hlutverk fylgdar- sveins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.