Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
Washington-f erð
f orsætisráðherra:
Þorsteinn
skoðar
flotastöðina
í Norfolk
ÞORSTEINN Pálsson, forsætis-
ráðherra, leggxir af stað í opin-
bera heimsókn til Washington
7. ágúst næstkomandi, en heim-
sóknin hefst formlega tveimur
dögum síðar.
Dagskrá forsætisráðherra í
ferðinni er ekki fullmótuð en þó
er ljóst að hann mun eiga fund
með Frank Carlucci, vamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, og Ron-
ald Reagan, Bandaríkjaforseta.
Þá hefur verið ákveðið að Þor-
steinn Pálsson skoði flotastöð Atl-
antshafsbandalagsins í Norfolk
meðan á heimsókninni stendur.
Þorsteinn Pálsson flýgur ásamt
eiginkonu sinni, Ingibjörgu Rafn-
ar, til New York 7. ágúst og til
Washington tveimur dögum síðar.
Heimsókninni lýkur 12. ágúst.
Gert er ráð fýrir að í fylgd með
forsætisráðherra verði aðstoðar-
maður hans, Jónína Michaelsdótt-
ir, Geir Haarde, alþingismaður,
Guðmundur Benediktsson, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
Helgi Agústsson, skrifstofustjóri
og yfirmaður alþjóðadeildar ut-
anríkisráðuneytisins, og Þorsteinn
Ingólfsson, skrifstofustjóri vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins.
Allir kom-
ast í fram-
haldsskóla
VEGNA fréttar Morgunblaðsins
í gær um að nemendum hefði
verið vísað frá framhaldsskól-
um vildi menntamálaráðuneytið
taka skýrt fram, til að forðast
misskilning, að allir framhalds-
skólanemar hefðu fengið inni.
Sólrún Jensdóttir, skrifstofu-
stjóri skólamálaskrifstofu mennta-
málaráðuneytisins, sagði að það
væri rétt að ekki hefðu allir fram-
haldsskólanemar fengið inni í þem
skólum sem þeir hefðu óskað eftir
að komast í, en þeim hefði þá
verið tryggð skólavist annars stað-
ar. „Það er nokkuð algengt að
nemar vilji t.d. komast í Mepnta-
skólann í Hamrahlíð, en vegna
plássleysis verði þeir að láta sér
lynda að fara í aðra skóla, því
þeir ganga fyrir sem búa í hverf-
inu hjá skólanum," sagði Sólrún.
„Til að forðast allan misskilning
vil ég taka fram að það hefur
engum verið neitað um skólavist
í framhaldsskólum. “
Á kortinu má sjá Borgarholtshverfi en þar verður um 10.500 til 12.500 manna byggð. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðimar komi til úthlut-
unar næsta vor og verða þær á svæði 1. Samtimis fer fram úthlutun á athafnasvæði vestar sem merkt er 5. Síðar verður lóðum á svæði
2 úthlutað og loks á svæði 3. Eins og sjá má er fyrirhugað að lengja veginn um Gulhnbrú yfir i Geldinganes, sem merkt er 4, en ákveðið
hefur verið að efna til samkeppni um fyrirhugað skipulag þar. Neðst til hægri á kortinu má sjá Vesturlandsveginn.
Reykjavík:
Undirbúmngur hafinn að skipu-
lagningu þriggja íbúðahverfa
REYKJAVÍKURBORG mun á
næsta vori úthluta byggngalóð-
um i Borgarholti ofan við byggð-
ina í Grafarvogi og er skipulags-
vinna þegar hafin. Nýja hverfið
íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík:
Háskasigling niður Hvítá
FÉLAGAR úr íþróttafélagi fatl-
aðra i Reykjavík siglaá morgun,
mánudag, með félögum úr Nýja
ferðaklúbbnum niður Hvítá í
Amessýslu. Farið verður á
tveimur bátum og verða um 10
fatlaðir einstaklingar með í för,
flestir í hjólastólum. Tilgangur
siglingarinnar er að safna áheit-
um til byggingar íþróttahúss
fatlaðra við Hátún 12 í
Reykjavík.
Félagar í ÍFR hafa frá því á
fimmtudag ferðast með Fombíla-
klúbbi íslands frá Reykjavík til
Akureyrar og safnað áheitum. Það
fé sem safnast mun notað til að
gera iþróttahús fatlaðra við Hátún
fokhelt. Nú þegar hefur verið lokið
við grunn hússins, en betur má ef
duga skal. Húsnæðisleysi hefur háð
starfsemi ÍFR um árabil. Um þess-
ar mundir er æft á sex til sjö stöð-
um í borginni en þátttaka í íþróttum
fatlaðra er mjög góð.
Útvarpsstöðin Stjaman mun
fylgjast með siglingunni og verður
áheitum safnað í síma 21076 á
milli klukkan 13.00 og 17.00 og í
síma 25097 frá klukkan 9.00 til
13.00 og 17.00 til 22.Q0.
er 232 hektarar að stærð og mun
stærra en núverandi Grafarvogs-
hverfi. Nær það frá Foldahverfi
að Leiruvogi og með ströndinni
í landi Korpúlfsstaða að Mosfells-
bæ. Þvi er skipt í þijá hluta og
fer úthlutun fram í áföngum á
næstu árum. Gert er ráð fyrir
tveimur athafnasvæðum innan
hverfisins.
Þegar hefur verið ákveðið að
halda samkeppni um skipulag í
Geldinganesi og er reiknað með,
að niðurstöður liggi fyrir að ári.
Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds-
sonar forstöðumanns borgar-
skipulagsins, er fyrirhugað
byggingarland í Geldinganesi,
jafn stórt og gamli miðbærinn
innan Hringbrautar að Snorra-
braut.
Hjörleifur Kvaran framkvæmda-
stjóri lögfræði- og stjómsýsludeild-
ar, sagði að nfier allar lóðir, sem
komu til úthlutunar í Grafarvogin-
um í vor, væm gengnar út, en ár-
lega er úthlutað milli 500 til 600
lóðum undir íbúðarhús í borginni.
„Við verðum að hafa eitthvað land
byggingarhæft á næsta ári og er
gert ráð fyrir að fyrsti áfangi í
hverfi I verði tilbúinn til úthlutunar
næsta vor en síðan taki hver áfang-
inn við af öðrum,“ sagði Hjörleifur.
Arkitektamir Dagný Helgadóttir
og Guðni Pálsson eru skipuleggj-
endur að hverfi I og III. Hverfi I
er samtals 77 hektarar að stærð
og er gert ráð fyrir að það rúmi
um 1.100 til 1.200 íbúðir í bland-
aðri byggð fjölbýlis- og einbýlishúsa
og að íbúar verði um 3.500 til
4.000. Hluti svæðisins er t eigu
Pósts og síma, þar sem Gufunes-
stöðin er og standa yfir samninga-
viðræður við borgaryfirvöld um
framtíð stöðvarinnar að sögn Hjör-
leifs. Það land mun því koma til
úthlutunar síðar.
Samhliða fyrsta áfanga í hverfi
I, kemur athafnahverfið vestar til
úthlutunnar og er Einar V.
Tryggvason arkitekt, skipulags-
höfundar að því. Hann skipuleggur
einnig athafnahverfið austar í
Borgarholtinu, sem kemur til útr
hlutunar um leið og hverfi III.
Skipulagshöfundar að hverfi II
eru arkitektamir Egill Guðmunds-
son og Þórarinn Þórarinsson en það
hverfi er um 90 hektarar að stærð.
Þar er gert ráð fyrir um 1.300 til
1.400 íbúðum í blandaðri byggð
fyölbýlis og einbýlishúsa með um
4.000 til 5.000 íbúum. Hverfið ligg-
ur að sjó en samkvæmt skipulagi
verður ekki byggt alveg við strönd-
ina.
Hverfi III kemur síðast til úthlut-
unar en það er 65 hektarar að stærð
og er þar gert ráð fyrir um 1.000
til 1.050 íbúðum með um 3.000 til
3.500 íbúum. Landið liggur með
ströndinni að Mosfellsbæ og Korp-
úlfsstöðum.
e>
INNLENT