Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
5
Jerúsalem:
Lögregla í
viðbrag’ðs-
stöðu
Jerúsalem. Reuter.
LÖGREGLA í Jerúsalem var i
viðbragðsstöðu í gær vegna þess
að búist var við átökum milli
gyðinga og Palestínumanna á
föstu hinna fyrrnefndu, Tisha
B’Av. Um þessar mundir er einn-
ig trúarhátíð hjá múhameðstrú-
armönnum.
Múhameðstrúarmenn halda upp
á fómarhátíðina al-Adha í dag en
þá lýkur Haj, pílagrímsferðunum
til Mekku, á þessu ári. Þær hafa
verið friðsamar að þessu sinni
a.m.k. borið saman við í fyrra þeg-
ar á fimmta hundrað manna lést í
átökum í Mekku. Á föstudeginum
Tisha B’Av syrgja gyðingar eyði-
leggingu fyrsta og annars musteris-
ins fyrir meira en 2.000 árum. Seint
að kvöldi þessa dags safnast gyð-
ingar saman við Grátmúrinn sem
eru einu leifar annars musterisins.
Allt var með kyrrum kjömm í
borginni á föstudag en á hemumdu
svæðunum hafa seinni hluta vik-
unnar verið blóðugustu átök síðan
uppreisn Palestínumanna hófst fyr-
ir rúmum 7 mánuðum. Lögregla
handtók ungt palestínskt par sem
reyndi að smygla átta bensín-
sprengjum inn í al-Aqsa-moskuna.
Kínverjar
beralof
á Jackson
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR báru á laugardag
lof á Jesse Jackson, stjórnmála-
foringja í bandaríska Demó-
krataflokknumn, en sögðu að
flokkurinn ætti erfiðan veg
framundan inn í Hvíta húsið.
„Fyrir milljónir svartra Banda-
ríkjamanna er Jackson vonin, merk-
isberinn og málsvarinn," segir í
frétt hinnar opinbem fréttastofu
Nýja Kína, „barátta hans fyrir
bættum kjömm fátækra og heimil-
islausra er lofsverð."
„Jackson heldur lífinu í ameríska
draumnum og ryður svörtum for-
seta Bandaríkjanna braut,“ heldur
Nýja Kína áfram í frétt sinni frá
Atlanta þar sem demókratar héldu
landsfund sinn í vikunni.
Opinberir fjölmiðlar í Kína hafa
forðast að taka afstöðu með annað
hvort demókrötum eða repúblikön-
um í kosningabaráttunni fyrir for-
setakosningamar í nóvember. Dag-
blað alþýðunnar sagði í fréttaskýr-
ingu á laugardag að þótt demó-
kratar hefðu ekki verið jafn samein-
aðir í 23 ár væri enn löng og ströng
leið fyrir frambjóðanda þeirra, Mike
Dukakis, inn í Hvíta húsið.
Deng Xiaoping, hinn aldni
kínverski leiðtogi, tjáði Georges
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sem í vikunni var í heim-
sókn í Peking, að samband Kína
og Bandaríkjanna hefði batnað
jafnt og þétt þann tíma sem Ron-
ald Reagan hefur gegnt forseta-
embættinu.
Graegum
Græoum
ÁTAKILANDGRÆÐSLU
LAUGAVB31120,105 REYKJAVfK
SlMI: (91) 29711
Hlauparelkningur 251200
Búnaðarbanklnn Hellu
C -
03 «0
, CO 8)
*E »
«o =
s-s
CD'—