Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 24

Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 DJASSINN er ein stór nræra Engir forystusauðir Rætt við meðlimi Kvartetts Tómasar R. Einarssonar ÍSLANDersífelltað verða lífvænlegra land fyrirþá sem mikinn áhuga hafa á djassi. Framboð á djassplötum hefur aukist, einn tón- listarskólanna hefur sérstaka djassdeild og aðstaða íslenskra djasstónlistarmanna til að koma fram opinber- lega hefur batnað. í Heita pottinum í Fisc- hersundi eru djasstón- leikar hvert sunnudags- kvöld og það var einmitt á slíku djasskvöldi sem blaðamaður Morgun- blaðsins hitti að máli þá Birgi Baldursson, Sig- urð Flosason og Tómas R. Einarsson sem ásamt Kjartani Valdi- marssyni skipa Kvartett TómasarR. Einarsson- ar. Morgunblaðið/BAR Kvartett Tómasar R. Einarssonar. Frá vinstri: Kjartan Valdimarsson, Sigurður Flosason, Birgir Baldurs- son og Tómas R. Einarsson. í djassinum Hvaða menn móta strauma og stefnur í djasstónlist í dag? Tó: í dag eru engir slíkir forystu- sauðir í djassinum, ekki einu sinni Miles Davis sem þó er búinn að vera stefnumótandi í mörg ár. Si: Núna renna allir þessir straumar hlið við hlið án árekstra. Til dæmis eru menn enn í dag að spila dixie- land. To: Enn er þó talað um áhrifavalda í tónlistinni en þeir eru bara svo margir. Þessi djass er ein stór hræra. Stefnurnar eru svo margar og ólíkar og öllu ægir saman, bee- bopi, djassrokki, suður-amerískum djassi, frjálsum djassi og jafnvel indverskum. Þó má nefna eina línu sem orðið hefur nokkuð áberandi á síðustu árum. Það er hin svonefnda Marsalis-lína, kennd við trompett- leikarann Winton Marsalis. Marsal- Hvað hafið þið spilað lengi sam- an? Sigurður: Við Tómas höfum spilað saman hátt í áratug, við byijuðum að spila saman f Nýja kompaníinu fyrir 8 árum. Við höfum náttúru- lega verið aðskildir af og til en spil- að saman á hveiju sumri. Tómas: Kvartettinn er hins vegar nýlegur þó liðsmenn hans hafi spil- að töluvert saman. Útvötnuð pönkararotta með djassáhuga Hvaða bakgrunn hafið þið í tón- list? Si: Ég er búinn að vera lengi í skóla en á mikið eftir ólært. Ég útskrifað- ist í vor úr tónlistarskóla í Bloom- ington í Bandaríkjunum. Mig langar út til New York í haust í einkatíma en það er of snemmt að segja til um hvort af verður. Ég á eftir að ræða það mál við væntanlegan kennara, George Coleman, og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Tó: Ég lærði hjá Jóni Sigurðssyni bassa í þijú ár og svo var ég í eitt ár hjá Johan Poulsen í Danmörku. Hann kenndi m.a. þeim Niels Henn- ing og Bo Stiefman. Birgir: Ég er náttúrulega bara út- vötnuð pönkararotta með djass- áhuga. Si: Þú ert nú búinn að vera í lúðra- sveitum og stórsveitum frá því að þú manst eftir þér. Tó: Og svo lærðirðu á slagverk hjá Jóhannesi Eggertssyni í nokkur ár. Hér er rætt um Jóhannes Egg- ertsson í Sinfóníunni, selló- og slag- verksleikara og einn af fyrstu íslensku djassleikurunum. Aðspurðir um Kjartan Valdi- marsson segja þeir félagar að hann hafi gerst skiptinemi í Bandaríkjun- um eftir að hafa dútlað í djassdeild FÍH einn vetur. í Bandaríkjunum hafi áhugi hans á Berklee-tónlistar- skólanum í Boston kviknað og tvo næstu vetur hafí hann lagt stund á djasspíanónám við Berklee. Bi: Kjartan var heima á íslandi í vetur en hann hyggur á frekara nám í Berklee í haust. Á djasshátíð með David Sanborn Kvartettinn spilaði á tveimur „Djassdeild FÍH hefur skilað þó nokkrum mönnum en þeir eru bara svo víða.“ sænskum djasshátíðum í júlí. Tó: Við byijuðum í Karlstad og tókum þar þátt í Norrænum djass- dögum, „Nordiska Radio Jazz- dagar". Þar kom fram ein djass- sveit frá hveiju Norðurlandanna. Helmingur efnisskrár okkar var íslenskur en helmingur úr sálma- bókum djasstónlistarinnar, þ.e. sígild lög. Si: Svo fórum við til Kristianstad „Djassinn á íslandi hefur tekið of mikið mið af markaðnum undan- farin ár.“ Kjartan Valdimarsson hyggur á frekara nám í Berklee í haust. og tókum þar þátt í alþjóðlegri djasshátíð. Þetta er gömul og virt djasshátíð og meðal þeirra sem komu fram voru David Sanborn, Lester Bowie Brass Fantasy og danskt djasstríó, skipað þeim Niels Henning, Palle Mikkelborg og Kenneth Knudsen. Okkar framlag þama var nær eingöngu íslenskt efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.