Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
35
Klukkuturninn frá tímum Hettumunkanna.
Greinarhöfundur með fósturbarn sitt, apann „Titi“.
Þjálfun prestlinga hefst því á ung-
um aldri, oft þegar neminn er aðeins
fárra mánaða gamall. Nemum er
kennt að sofa á daginn og vaka á
nóttunni. Þeir mega aðeins neyta
þeirrar fæðu sem „hinir görnlu" létu
sér til munns og þeir verða að læra
„el teiju“ eða mál hinna gömlu til
að geta haldið við hinum gömlu
söghum. Þeir verða að kunna góð
skil á ættfræði til að geta ráðlagt
um giftingar. Þeir verða að læra
alla helgidansa og helst verða þeir
að geta skorið út þær grímur sem
notaðar eru við dansana.
Eftir níu ára þjálfun er framtíð
bamsins endurmetin og ef framtíð-
arspáin er björt og neminn sjálfur
vill halda náminu áfram þá taka
við önnur níu ár í læri.
Við 12 ára aldur fær hinn verð-
andi „mama" „poporo“ að gjöf, en
svo nefnist áhald það er mylur coca-
blöð saman við kalk. Allan þjálfun-
artímann lítur lærlingurinn er ekki
dagsins ljós og ekki fyrr en hann
er talinn fullnuma og reiðubúinn
að taka vjð embætti sínu sem
„mama“. Öll menning fólksins
byggir á „el mama“, hann er and-
legur ráðgjafí jafnt sem lögvaldur
og í hofunum eru teknar allar
ákvarðanir er varða þjóðfélagshætti
íbúanna.
Hofið
Hofín eru öll sömu gerðar, um
það bil 7—8 metra há og um 8
metrar í þvermál. Hálmþakið nær
til jarðar, inngangar eru tveir en
gluggar engir. ímynduð lína tengir
inngangana tvo og skiptir hofinu í
tvo hluta, í gott og vont, ljós og
myrkur, karlkyn og kvenkyn. Hið
góða er talið blátt að lit, snýr í
norðaustur og þar býr ætt refsins
með ætt konu sinnar beltisdýrsins.
Hið vona er rautt, snýr í suðvestur
og þar býr púman með konu sinni
dádýrinu. Ættimar hafa hvor sitt
eldstæðið. Þriðja eldstæði hofsins
snýr í suðaustur og þar búa eigend-
ur dagsins, jagúarinn og kona hans
villisvínið. Einkennislitur þeirra er
hvítur. Fjórða eldstæðið snýr í norð-
vestur og þar búa eigendur nætur-
innar, uglan og kona hans slangan.
Einkennislitur þeirra er svartur.
ímyndaðar línur milli hinna fjög-
urra eldstæða ákvarða miðpunkt
kofans og þar sest „el mama“ til
að ræða við guðina. Staðsetning
hinna fjögurra eldstæða byggist á
stjamfræðilegum útreikningum.
Efst á þaki kofans er lítið gat sem
beinir litlum ljósgeisla inn í kofann.
Þann 21. júní klukkan níu að
morgni fellur hann beint á eldstæð-
ið í suðvestri. Geislinn hreyfist um
1,4 metra á klukkustund og klukk-
an 3 beinist hann að eldstæðinu í
suðaustri. Þann 21. mars og 21.
september ferðast ljósgeislinn milli
innganganna tveggja og á vetrar-
sólhvörfum í desember hreyfíst
hann frá eldstæðinu í norðvestri til
þess í norðaustri.
Enn er til fólk sem
f innur til ábyrgðar
gagnvart öllum heimi
Gerardo Reiche-Dolmatoff nefn-
ist mannfræðingur einn er dvalist
hefur meðal Coquis og Ijcas. Er
hann sneri aftur til „menningarinn-
ar“ eftir langa dvöl meðal þeirra
flutti hann þau skilaboð frá þeim
að „litlu bræðumir" þyrftu ekki að
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Ritvinnslukerfið
WordPerfect
WordPerfect er eitt best hannaða
ritvinnslukerfi sem til er. Orðasafn
á íslensku. Kennslubók á ísl. fylgir.
Dagskrá:
* Byrjendaatriði íWordPerfect
* Helstu skipanir við textavinnslu
* Verslunarbréf og töflusetning
* Dreifibréf
*Gagnavinnsla
* íslenskaorðasafitið og notkun þess
* Umræðurog fyrirspumir
Tími: 26.-29. júlí
kl. 17-20
Leiðbeinandi:
MatthíasMagnússon
rithöfundur
Innritun og nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790
VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28
Vestur-þýskir
vörulyftarar
G/obus?
LÁGMÚLA 5. S. 681555
BINDINDISMÖTÐ
GA
VERSLUNARMANNAHELCIN 29.JULI - l.ACUST
GUNNA 15ARA
Eitthvað
FYRIR
ALLAt
DANSSYNING
UNjGLINGA- ,
HLIQMSVEITIR I
STORATJALDINU
DÖNSK
UNGLINGAHLJOMSVEIT
SÉR UNGLINGA-
TJALDSTÆÐI
HÆFILEIKAKEPPNI
ALLI 9 ARA
ARA
FRITT FYRIR 12
OG YNGRI
BARNADANSLEIKIR
HJÓLREIÐAKEPPNI
BARNASKEMMTUN
TÍVÖLÍ
FRÁBÆR LEIKTÆKI
ÚR dAGSl<RÁNÍNÍ
HLJÓMSVEIT
BIRGIS GUNNLAUGSSONAR
ÓMAR RAGNARSSON
PÁLMI GUNNARSSON
FjÖRKARLAR
KVASS
QUE
JÓN PÁLL
JÓHANNES KRISTJÁNSSON
ÖKULEIKNI
BRÚÐUBÍLLINN
ÞORVALDUR
HALLDÓRSSON
FINE COUNTRY KIDS
LEIKIR OG KEPPNI
ÍSLANDSMEISTARAR
í DANSI
O.M.FL.
_______
Ski.-mmtun
AN
ÁrKNtitS
^SL.
SIGGI 39ARA
GÓÐ JJAfD- OG
HJOLHYSASTÆÐI
3 DANSJLEIKIR
A PALLI
KVÖLDVÖKUR
GÖNGULflÐIR í
NAGRENNI
KEPPNI í ÖKULEIKNI
AÐ ÓGLEYMDU;1.
VEITINGAHÚS
VATNSSALERNI
FLUGELDASÝNING
VARÐELDUR
HELGISTUND
RÚTUFERÐIR BSÍ
SVÆÐISÚTVARP