Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 5

Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 5 Bóndi kærir Land- helgisgæsluna fyr- ir spjöll á æðarvarpi ÞORVARÐUR Julíusson, bóndi á Söndum við Miðfjörð í Vestur- Hunavatnssýslu, hefur lagt fram kæru á hendur Landhelgis- gæslunni fyrir að hafa eyðilagt æðarvarp í landi Sanda og Heggstaða í Miðfirði og Bálkastaða í Hrútafirði. Segir Þorvarð- ur þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa flogið lágflugi yfir æðar- varpinu þegar verið var að kanna netalagnir fyrir lax og bleikju á þessum slóðum. Þorvarður segir að 30 hreiður af um 150 hafi verið yfirgefin og að mörg ár líði áður en varpið jafni sig. Sýslumaðurinn á Blönduósi tók við kærunni föstudag- inn 29. júlí og hefur hann fyrirskipað lögreglurannsókn í málinu. Að sögn Jóns fsbergs sýslumanns verða gerðar lög- regluskýrslur um málið og þær eftir atvikum sendar ríkissak- sóknara eða Landhelgisgæslunni til umsagnar. Bændur á umræddu svæði hafa undanfarin ár reynt að koma upp auknu æðarvarpi á þessum slóð- um. Að sögn Þorvarðar hefur það gengið illa og ekki bæti verk Land- helgisgæslunnar þar úr skák. Tel- ur Þorvarður að flogið hafi verið til að kanna hvort lagt hafi verið net fyrir lax. Samkvæmt friðunar- V estur-í slendingar: Styrkja skógrækt á Islandi Þjóðræknisfélag Manitoba og Vestur-íslendingar í Kanada hafa síðastliðin 10 ár komið til íslands og afhent Skógræktar- félagi íslands fjárupphæð til styrktar skógrækt í landinu. Nú er staddur á landinu 250 manna hópur Vestur-íslendinga á þriggja vikna ferðalagi og þeirra á meðal er Jóhannes B. Thórdarson, sem hefur undan- farin ár afhent Skógræktarfé- lagi íslands fjárupphæðina í nafni þjóðræknisfélagsins. Frá íslandi fór jafn stór hópur á vegum þjóðræknifélagsins til Kanada. Jóhannes B. Thordarson er fæddur í Kanada og býr nú í Gimli en hann talar íslensku reiprenn- andi. Hann er á 91. aldursári og hefur komið 17 sinnum til íslands. Foreldrar Jóhannesar eru frá Svarfaðardal í Eyjafirði og fóru þau vestur um haf í kringum 1890. Skagafjörður: Ohagstæð tíð og heyskaðar ÓHAGSTÆTT tíðarfar hef- ur verið í Skagafirði síðast- liðnar þijár vikur, en aftur á móti var þar feykigóð hey- skapartíð fyrripartinn í júlí, og þeir sem gátu hafið slátt þá fengu nyög góð hey. Að sögn Borgars Símonar- sonar bónda í Goðdölum var mikið af heyjum orðið hrakið hjá þeim sem voru með meira en hálfþurrt hey þegar ótíðin byijaði, og víða voru hey orðin mjög léleg. „Veður hefur verið mjög gott hér um slóðir þó heyskapartíðin hafi verið óhagstæð. Það hafa verið hlýindi og engin stórúr- felli og er jörð ákaflega þurr, þó alltaf hafi verið einhver væta. Það eru ekki margir bændur búnir með fyrri slátt, og sumir eru rétt nýlega byijað- ir. Þetta hefur þó verið mjög góð tíð fyriir þá sem heyja í vothey." lögum verður að taka upp net á föstudagskvöldi. Bannað er að leggja þau aftur fyrr en á þriðju- dagsmorgni og er verið að kanna hvort farið sé að þeim lögum. Að sögn Þorvarðar er þarna viðvar- andi norðanátt og fyllast netin fljótt af þangi. Þess vegna sé úti- lokað að menn séu að leggja net fyrir lax á þessu svæði. Sagði Þorvarður að aka hefði mátt á jeppa meðfram ströndinni á Hesta- nesi og Vatnsnesi til að athuga netalagnir. Helgi Skúlason fer fyrir flokki illmenna i Leiðsögumanninum. Regnboginn: Góð aðsókn að Leiðsögumanmnum Margfalt betri en að öðrum norrænum myndum AÐSÓKN hefur verið góð að Leiðsögumanninum, samísku kvikmyndinni, sem Helgi Skúla- son leikur eitt aðalhlutverkið í. myndir fái yfirleitt, en Regn- boginn hefur sýnt mikið af myndum frá hinum Norðurlönd- Að sögn Jóns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Regnbog- ans, hafa 12.000 manns séð myndina og hún er enn í fullum gangi. Jón segir þetta margfalt meiri aðsókn en norrænar „Þessi góða aðsókn er að miklu leyti leik Helga Skúlasonar að þakka,“ sagði Jón.. „Hann er þekktur leikari og á stórgóðan leik í myndinni. Myndin er líka spenn- andi og heldur mönnum vakandi, auk þess sem hún er „öðruvísi“.“ Að sögn Jóns mun myndin verða sýnd víða úti á landi er sýningum á henni lýkur í Reykjavík. „Það er ætlunin að sýna hana nánast alls staðar þar sem eru bíóhús, enda hafa menn úti á landi sýnt myndinni mikinn áhuga,“ sagði Jón. Laugardalsvöllur sunnudag 7. ágúst kl. 19.00 ÍSLAND - BÚLGARÍA Forsala aðgöngumiða f rá kl. 12.00 á leikdag á Laugardalsvelli. HVERNIG GENGUR STRÁKUNUM GEGN HINU Friðrik, Guðmundur H., Atli, Ólafur, Péti r P., Sævar, Viðar, Sigurður J., Halldór, Þorvaldur, Ómar, PéturO., Péti r A., Ragnar, Guðni, SigurðurG. Hornaflokkur Kópavogr leikurfrá kl. 18.30 undv stjórn Björns Guðjónsjonar. m Dómari: Erik Fredriksson frá Svíþjóð. Línuverðir: Óli P. Ólsen og Gísli Guðmundsson. Aðgöngumiðaverð: Stúka 600 kr. Stæði 400 kr. Börn 150 kr. KNATTSPYRNUSAMBAND ISLANDS' m - • ýía> ) i>m a ac i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.