Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 16

Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Draumurinn um frjálst Nicaragua varð að martröð Á blaðamannafundi með Adolfo Calero, einum helsta leiðtoga kontra-skæruliða Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. Að sögn Adolfo Calero hafa sandinistar byggt eða endurskipu- lagt sex flugvelii í landinu til hernaðamota. Myndin sýnir nýjan flugvöll í Punta Huete, skammt frá höfuðborginni, Managua. „í TUGI ára hafa harðstjórar frá hægri og vinstri undirokað almenning í Nicaragua. Of- beldisstjórn Somoza varð til þess, að margir okkar tóku vopn í hönd og þoldu harðæri til að losa okkur undan oki ein- ræðisins í þeirri von að fá að lifa í friði og með mannlegri sjálfsvirðingu einstaklingsins. Vel man ég, að við trúðum því, að allt, sem við þyrftum að gera væri að losna við Somoza því þá myndi hefjast ný öld í Nicaragua. Við trúðum því, að þrá þjóðar vorrar eftir eigin ríkisstjórn myndi þjóna okkar hag í stað þess að undiroka okkur. Við höfðum á réttu að standa að því leyti, að ný öld var í uppsiglingu með þjóð vorri. En er tímar liðu varð það ljóst, að uppreisn okkar gegn ánauð Somoza hafði lent í höndum manna, sem aðhylltust heimsveldisstefnu, sem varð til þess, að draumur okkar um frið og frelsi þjóðarinnar varð að martröð.“ Á þessa leið ávarpaði kontra-f oringinn frá Nic- aragua, Adolfo Calero, blaða- menn á samkomu í Blaða- mannaklúbbnum hér í Wash- ington á dögunum. Calero er hér ásamt tveimur öðrum for- ystumönnum kontra-samtak- anna til að telja þing og stjórn Bandaríkjanna á, að styðja bar- áttu andkommúnista gegn ein- ræði og ánauð kommúnista- stjórnarinnar i Managua. Cal- ero er formaður sjö manna nefndar, sem stjórnar starf- semi andstöðunnar gegn kommúnistastjórn Daniels Or- tega, forseta Nicaragua. „Þrátt fyrir andstreymið í baráttu okkar fyrir frelsi og virðingu einstaklingsins meðal þjóðar vorrar, erum við ákveð- in að halda baráttunni áfram. Við höfum barist fyrir frelsinu of lengi til að gefast upp nú,“ bætti Calero við. Ömurlegt ástand í Nicargua „Frá því að Daniel Ortega og félagar hans hrifsuðu til sín völd- in eftir uppreisnina gegn Somoza 1979 hefír ástandið í landinu far- ið síversnandi," hélt Calero áfram. „Efnahagurinn innanlands er í rúst. Heilbrigðismálin eru í kalda- koli og það er alvarlegur skortur á lyfjum. Helmingur allra lækna hefír flúið land. Sandinista-stjóm- in hefír svo að segja eytt þjóð- flokki miskito-indíána. Þeir, sem eftir lifa, eru í fangabúðum. Stjómin hefír einnig ákveðið að eyða öðrum þjóðflokkum, t.d. þel- dökkum kreólum. Bústaðir þeirra og kirkjur hafa verið brenndar, oft með söfnuðunum á bæn í kirkj- unum. Óttaslegin þjóð Ég verð að segja ykkur, að þjóðin er óttaslegin og rugluð. Margir vildu sameinast lýðræði- söflunum til andstöðu, en hafa ekki þor til þess. Hálf milljón manna er í útlegð erlendis. Aðrir vildu gjama standa upp og mót- mæla ástandinu sökum framtíðar bama sinna og þjóðarinnar undir stjóm kommúnista, en óttast um líf sitt. Þeir hafa séð hvað hendir þá, sem þora að malda í móinn gegn sandinistum: Barsmíðar, fangelsun eða líflát. Virðing einstaklingsins er Fylgismenn sandinista minnast sigursins yfir stjórn Somoza í Managua, höfuðborg Nic- aragua. hundsuð og hefír orðið einkenni þeirrar martraðar, sem við lifum við. Þjóðin er gjörsamlega kúguð til hlýðni og þagnar," sagði Cal- ero. Þegar barið er að dyrum hjá föður eða móður 14 ára sonar þeirra til að neyða hann til her- þjónustu, þá verða foreldramir agndofa, vonlausir og skelfdir. Foreldrar, sem dirfast að mót- mæla, eru annaðhvort fangelsaðir eða barðir til óbóta í augsýn al- mennings í þorpinu til vamaðar öðrum, sem kynnu að mótmæla. Er nokkur furða að fólkið flýi land? Það em nú 100.000 flótta- menn frá Nicaragua í Florida og ástandið er erfítt þar sem flótta- fólkið á engan að til að snúa sér til. Við gemm það, sem við get- um, En það er engan veginn nóg.“ Ortega er gáfaður glæpamaður Calero hélt áfram inngangs- ræðu sinni og lýsti Daniel Ortega m.a. á þessa leið: „Herra Ortega er þeirrar trúar, að það sé kominn tími til að hætta öllum látalátum. Hann þykist ekki þurfa lengur að tala um frelsi og lýðræði. Hann heldur að hann hafi unnið sigur og að hann geti nú gengið að því, sem eftir er af ritfrelsi, trúfrelsi og lýðræði. Hann telur, að hann geti nú loks gengið í skrokk á kaþólsku kirkj- unni og því, sem eftir kann að vera af einstaklingsframtakinu í Nicaragua. Daniel Ortega er margslung- inn. Hann er glæpamaður og fant- ur. En hann er einnig skynsamur, óvæginn og harðsnúinn marx- lenínisti, sem telur sig vera risa í heimssögunni, sem fiytur komm- únismann inn á meginland Ameríku." Aðaláherslan lögð á stórkostlegan vígbúnað Calero lagði mikla áherslu á vígbúnaðarundirbúning sandin- ista. Hann sagði m.a. frá minnis- merki, sem reist hefír verið í höf- uðborg Nicaragua. Það _er stytta ein mikil af hermanni. I annarri hendi, sem bendir til jarðar, held- ur hann á sigð en í hinni hend- inni, sem veit til himins, heldur hann á rússneskri hríðskotabyssu af gerðinni AK-47. Calero sagði, að Sovétmenn flyttu enn inn millj- arða dollara virði af hergögnum til Nicaragua. Calero hélt því fram, að Nicaragua sé ætlað að vera aðal hemaðarmiðstöð komm- únista, þegar þeir eru tilbúnir að leggja undir sig Mið-Ameríku eins og hún leggur sig. Hann sagði, að sandinistar hefðu byggt eða endurskipulagt sex flugvelli, þar sem sovéskar orrustuþotur og herþyrlur frá Kúbu geta athafnað sig. Sandinistar eru að koma sér upp stærstu herstöð sem til er við landamæri Texas og sá útbúnaður er augáýnilega ætlaður til annars en að veijast árásum frá kontra- sveitum. Friðartilraun Arias góðra gjalda verð Að lokum fór Adolfo Calero nokkrum orðum um friðartillögur Oscars Arias, forseta Costa Rica, og SAPOA-samkomulagið svo- nefnda. Það er eðlilegt, að menn séu vongóðir því allir vilja frið og fjöldi fólks trúði því, að þessar tillögur gætu leitt til bæði friðar og endurreisnar mannréttinda í Nicaragua. „Ég verð að segja það eins og er, að ég hefí aldrei trúað því, að Ortega hafi nokkru sinni dottið alvarlega í hug að framkvæma þær iýðræðislegu endurbætur, sem hann lofaði. Hans eini til- gangur með því að samþykkja Arias-tillögumar var að vinna sér tíma. Hvetja bandaríska þing- menn til að fella aðstoð við stjórn- arandstöðuna í Nicaragua. Á með- an notaði Ortega tímann til að safna vopnum. Adolfo Calero. En samt sem áður,“ sagði Cal- ero að lokum, „gengum við að því að stöðva bardaga og ganga til samninga. Við gerðum allt, sem við gátum til að komast að sam- komulagi, sem myndi gera okkur kleift að leggja niður vopn og gerast meðlimir á ný í margbrotnu og fijálsu þjóðfélagi. Ekki dauðir úr öllum æð- um Adolfo Calero lauk máli sínu með þessum orðum: „Það eru nokkrir, sem trúa því, eins og Daniel Ortega, að átökunum í Nicaragua sé lokið. Þeir trúa því, að sovézku þyrlurn- ar og orrustuvélamar geti brotið okkur á bak aftur. Eða þeir trúa því, að við höfum ekki mikið fylgi meðal þjóðar okkar vegna þess að okkur hefir enn ekki tekizt að vinna á sovézku orrustuvélunum. En því er ekki þannig farið. Bar- áttuvilji okkar er ekki brotinn og verður ekki brotinn. Ef við töpum að Iokum og verðum af þeim draumi, sem þjóð vora hefir dreymt svo lengi, verður það vegna þess, að vinir okkar og velunnarar neyddu okkur til að beijast gegn nýtízku, vélvæddum, sovézkum vígdrekum, á landi og í lofti, án skotvopna og siðferði- legs stuðnings ríkisstjómar Bandaríkjanna. Ég skora á ykkur að láta þetta ekki gerast, okkar og ykkar vegna.“ Það var gerður góður rómur að m'áli Adolfos Caleros. Nokkrar spumingar lögðu blaðamenn fyrir Calero, sem hann svaraði greið- lega. Ein spumingin var sú hvers vegna það væm margir fyrrver- andi hermenn úr lífverði Somoza í kontra-liðinu. Calero svaraði því til, að það væru einnig margir hermenn úr liði Somoza í her Ortega-stjórnarinnar og tiltölu- lega fleiri en í kontra-liðinu. Her- menn Somoza vom að sjálfsögðu ekki allir stuðingsmenn hans. Kontra-menn myndu fagna stuðningi frá Islandi Fréttaritari Morgunblaðsins fékk tækifæri til að rabba við Adolfo Calero einslega, bæði áður en blaðamannafundurinn hófst og að honum loknum. Ég spurði hann af rælni, hvort honum lægju nokk- ur skilaboð á hjarta til íslendinga, sem ég gæti komið til skila. „Segið þeim,“ sagði Calero og brosti við, „að kontra-menn myndu þiggja boð um stuðning frá Íslandi og öðmm Norðurlönd- um, sem em dáð um heim allan fyrir lýðræði, mannfrelsi og mannkærleika." Hann mundi eftir, að íslending- ar höfðu lagt til sérfræðing eða sérfræðinga til að athuga á hvem hátt Nicaragua gæti best nýtt jarðvarma sinn. Hann átti hér við Svein Einarsson, verkfræðing, sem er nýlátinn. Hann vann í mörg ár á vegum Sameinuðu þjóð- anna að jarðvarmarannsóknum, lengst af í Nicaragua.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.