Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 18
\
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1988
Lagadeild Háskóla íslands:
Er námstilhögun í laga-
deild orðin úrelt?
Allnokkrar umræður hafa orðið að undanförnu um nám í Laga-
deild Háskóla íslands, meðal annars í framhaldi af þvi er tvær
stúlkur féllu á fjórða námsári í vor og var gert að hefja aftur
nám nærri því frá grunni. í tilefni af þessari umræðu leitaði
Morgunblaðið álits nokkurra laganema og formanns lögmannafé-
lagsins á málinu og hvort breytingar væru æskilegar á námstil-
högun í lagadeild.
Laganám við Háskóla Islands
tekur fimm ár og skiptist námið
í þrjá hluta. Fyrstu tvö námsárin
eru fyrsti hluti, og þarf að ljúka
honum að fullu til þess að mega
hefja nám á þeim næsta. Sá hluti
tekur önnur tvö námsár, áður en
tekið er til við fimmta árið og
þriðja námshluta.
Eins og áður sagði þarf að ljúka
öllum fögum í viðkomandi náms-
hluta með tiltekinni meðaleinkunn,
áður en farið er á þann næsta.
Fögin eru kennd í fyrirlestraformi
yfir heilan vetur. Öll próf á hveiju
námsári þarf að taka í einu að
vori, en heimilt er að fresta öllum
prófunum til hausts. Fyrsta náms-
ár hefur þó nokkra sérstöðu hvað
þetta varðar.
Falli nemandi tvisvar á hluta-
prófi fellur niður allur námsárang-
ur hans í deildinni fram að því.
Lagadeild hefur þó heimild til þess
að gefa undanþágu frá þeirri
reglu, ef sérstakar ástæður liggja
fyrir.
Ekki er óalgengt að nemendur
falli út á fyrsta hluta, það er á
öðru námsári, en mjög sjaldan
kemur fyrir að nemandi falli út á
öðrum hluta. Það gerðist einmitt
í vor hjá tveimur stúlkum á fjórða
námsári.
Ingfvi Tryggvason,
laganemi:
Mættí
leggja nið-
urhaust-
próf ínú-
verandi
mynd
„Mér finnst óeðlilegt að stúd-
entar getir fallið á milli hluta.
Ég hélt i fyrstu að þetta hluta-
kerfi ætti meðal annars að fyrir-
byggja það, að stúdentar þyrftu
að taka upp þá hluta sem þeir
hefðu lokið við, þótt þeir féllu
síðar í náminu. Mér finnst
ástæða til þess að endurskoða
hlutakerfið með tilliti til hags-
muna stúdenta, fyrst þessu er
svona varið,“ sagði Ingvi
Tryggvason, en hann lauk
fjórða námsári í lagadeild í vor.
„Mér fannst viðbrögð lagadeild-
ar vegna undanþágubeiðninnar full
harkaleg, sérstaklega þar sem
heimild er fyrir því í háskólareglu-
gerð að veita undanþágu ef fólk
fellur í annað sinn, ef sérstök
ástæða er til. Mér sýnist að um
slíka ástæðu hljóta að vera að ræða
í þessu tilfelli, því það er algjör
undantekning að fólk falli þegar
það er komið þetta langt í náminu.
Mér fínnst jafnframt að það
hefði mátt skoða málið betur áður
en ákvörðun var tekin, því þetta
er slíkt undantekningartilfelli.
Þessar stúlkur eru búnar að vera
í fímm eða sex ár í deildinni og
þau ár eru skyndilega orðin að
engu.“
Hefði stúlkunum verið veitt
undanþága, hefði það þá ekki
verið ósanngjarnt gagnvart
þeim sem lent hafa í svipaðri
aðstöðu?
„Mér skilst að þetta hafí ekki
gerst síðan 1981 og því er um al-
gjört undantekningartilfelli að
ræða. Þó svo að undanþága væri
veitt, held ég að það myndi varla
leiða til þess að nemendur færu að
stunda þetta."
Finnst þér koma til greina að
leggja hlutakerfið niður?
„Það mætti að minnsta kosti
endurskoða það í núverandi mynd.
Þó verður að gæta þess að náms-
kröfur minnki ekki eða að gæði
námsins verði lakari.
Fleiri atriði mætti endurskoða.
Ef hlutakerfinu verður breytt
mætti til dæmis athuga hvort ekki
bæri að leggja niður haustpróf í
núverandi mynd. Það er mitt álit
að haustpróf eigi bara að leyfa í
undantekningartilfellum, þó líklega
séu ekki margir sömu skoðunar.
Hins vegar fínnst mér eðlilegt að
leyfa mönnum að endurtaka ein-
stök próf að hausti."
Er laganámið kannski of
þungt?
„Það held ég alls ekki. Mér finnst
að það eigi að halda þeim gæðum
sem eru núna. Hins vegar má
athuga hvemig framkvæmd náms-
ins er háttað.
Það mætti stytta þann tíma sem
er sameiginlegur öllum stúdentum
þannig að nemendur geti farið að
velja sér greinar strax á þriðja ári.
Þá mætti auka samvinnu við fleiri
deildir, til dæmis viðskiptadeild,
þannig að stúdentar geti valið
greinar úr þeim deildum. Þó verður
að gera það með þeim hætti, að
þegar stúdentar útskrifast séu þeir
færir um að sinna þeim störfum
sem lögfæðingum er ætlað að ann-
ast.“
Finnst þér þá að auka mætti
sérhæfingu í náminu?
„Já, þróunin er sú á öllum svið-
um, að menn sérhæfa sig meira.
Því fínnst mér eðlilegt að súdentar
geti tekið fyrir einhver sérstök svið,
eins og opinbera stjómsýslu eða
málflutningssvið. Valið í deildinni
er nú sama og ekkert."
Finnst þér þú hafa fengið góðan
undirbúning í lagadeildinni?
„Já, mér hefur líkað mjög vel í
lagadeildinni. Fyrirkomulag hennar
hefur hentað mér vel. Deildin hefur
marga kosti og mér finnst að hún
eigi endilega að 'halda sérstöðu
sinni, meðal annars varðandi
kennslufyrirkomulag. Það má þó
endurskoða ýmislegt, til dæmis í
sambandi við hlutaprófín,“ sagði
Ingvi Tryggvason.
Brynhildur Flóvenz,
laganemi:
Nemendur
bera al-
mennt ekki
traust til
kennar-
anna
„Hvað varðar viðbrögðin við
undanþágubeiðninni komu þau
mér ekki á óvart. Ég sé þó eng-
in bein rök fyrir því að hafna
henni, þvi að mínu mati hefur
það engin áhrif á gæðakröfur
þótt nemendur fái að endurtaka
próf oftar en tvisvar,“ sagði
Brynhildur Flóvenz, laganemi á
fjórða ári.
„Hins vegar tel ég höfnun á ósk
hinnar stúlkunnar um ljósrit af
prófum og sundurgreiningu ein-
kunna kennara og prófdómara, al-
veg röklausa," sagði Brynhildur.
„Það stendur skýrt í reglugerð að
kennarar og prófdómarar eigi að
gefa aðskildar einkunnir. En það
sem mér fínnst einna verst í þessu
máli er, að fulltrúar nemenda á
deildarfúndinum skyldu ekki styðja
ósk viðkomandi nemanda."
En hefði nemendum ekki ver-
ið mismunað ef fallist hefði ver-
ið á undanþágubeiðnina?
„Ég get ekki séð hvers vegna
ekki má breyta núverandi kerfi
þannig að stúlkan fái að endurtaka
prófíð. Ég tel það engin rök að það
sé ósanngjamt gagnvart öðram
sem fengið hafí synjun áður. Það
þarf að breyta þessu kerfí og eins
gott að gera það núna eins og ein-
hvem tíma síðar.“
Telurðu þá að þessar breyt-
ingar ættu að fela í sér afnám
hlutakerfisins?
„Það þarf í það minnsta að gera
breytingar á hlutakerfinu. Æski-
legast væri að kerfínu yrði breytt
í samræmi við það sem tíðkast í
öðram deildum háskólans, það er
að segja í einingakerfi.
Að mínu mati á áfram að kenna
grunngreinamar í upphafi, en að
lengja námsárið þannig að kennsla
hæfíst í september í stað október
og stæði lengur fram á vor. Þá
væri unnt að hafa próf tvisvar á
ári þannig að ekki væra aðeins
kenndar heilsárs greinar eins og
nú er. Ekki ætti að leggja þessa
ofuráherslu á prófín, heldur jafn-
framt á ýmiskonar verkefni sem
nemendur leystu sjálfir. Einnig
væri meira val æskilegt, til dæmis
þannig að menn gætu valið að
loknu þriðja ári á milli opinbers
réttar og einkaréttar.
í stuttu máli sagt er ég þeirrar
skoðunar að breyta eigi kennslufyr-
irkomulagi í lagadeild, þannig að
meiri kröfur séu gerðar jafnt til
kennara sem nemenda.“
En eru kröfurnar einmitt ekki
orðnar of miklar i laganáminu?
„Ég tel það ekki vera mæli-
kvarða á gæði náms hvort mikið
fall sé í viðkomandi grein. Kennsla
í lagadeild byggist núna nær ein-
göngu á fyrirlestrum og stendur
aðeins yfír sex mánuði á ári. Með
meiri skapandi vinnu nemenda og
Önnur stúlknanna óskaði eftir
að fá að endurtaka fjórðaárspróf-
in, þar sem hún taldi sig full-
nægja skilyrðum til undanþágu.
Hin stúlkan fór hins vegar fram
á að sjá aðgreindar einkunnir
kennara og prófdómara í prófum
sínum í vor og ljósrit af prófúr-
lausnum. Beiðnum beggja stúlkn-
anna var hafnað á deildarfundi í
lagadeild fyrir skömmu.
í máli laganema þeirra sem
Morgunblaðið ræðir við kemur
fram, að flestir telja afgreiðslu
lagadeildar ekki óeðlilega eins og
reglum er nú háttað. Þeim þykir
það þó full harkaleg regla, að
hægt sé að missa niður á þennan
hátt margra ára nám. Fjöldi hug-
mynda um breytingar á laganám-
inu koma fram í máli laganemanna
og miða þær flestar að því að
gera nemendur virkari í kennsl-
unni eða þá að auka við valmögu-
leika.
lengingu skólaárs má gera meiri
kröfur til nemenda og kennara og
um leið auka gæði laganámsins.
Þetta myndi jafnframt efla sam-
vinnu nemenda og kennara, sem
nú er mjög ábótavant í flestum til-
feltum.
Það er nánast ekki um neitt sam-
starf að ræða á milli kennara og
nemenda. Nemendur bera almennt
ekki traust til kennaranna og allt
of mikil brögð era að því að kennar-
ar sýni nemendum mikið virðingar-
leysi. Ég vil þó taka það fram að
vissulega era kennarar mjög mis-
munandi hvað þetta varðar,“ sagði
Brynhildur Flóvenz.
María Thejll,
laganemi:
Laganemar
almennt
áhugalaus-
ir um breyt-
ingar
„Þetta mál stúlknanna
tveggja sýnir það að reglurnar
í deildinni eru of strangar. Ég
geri mér þó grein fyrir að sé
einum gefin undanþága og leyft
að taka prófin í þriðja sinn,
verða aðrir sem fylgja á eftir
að fá sömu meðferð. Samkvæmt
núgildandi reglum, sem eru al-
veg skýrar, getur úrskurðurinn
átt fyllilega rétt á sér. En það
er annað mál að mér finnst regl-
umar óréttlátar og þeim þarf
að breyta. Varðandi mál stúlk-
unnar sem óskaði eftir aðgrein-
ingu einkunna finnst mér mjög
einkennilegt að beiðni hennar
sé neitað, þar sem mér skilst að
það standi skýrt í reglugerð að
gefnar séu tvær einkunnir,"
sagði María Thjell, sem síðasta
vor lauk námi á þriðja ári í laga-
deild.
Finnst þér þetta tilefni til þess
að ráðast í breytingar?
„Breytingar verða auðvitað að
grandvallast á athugunum og
könnunum. En núna er einmitt rétti
tíminn til þess að ráðast í breyting-
amar og þyrfti allsheijar endur-
skoðun að fara fram í deildinni.
Umrædd tilvik era einmitt dæmi
um þá hluti sem þarf að endur-
skoða, því það gengur ekki að fólk
sem verið hefur í fímm ár í erfiðu
námi geti ónýtt það svo skyndi-
lega.“
En hvar finnst þér helst mætti
gera breytingar í deildinni?
„Deildin þarfnast mikillar endur-
skoðunar og það er erfitt að benda
á eitthvað ákveðið framar öðra í
því sambandi. Það þarf ekki síst
að verða breyting á hugsunarhætti
kennara og nemenda varðandi þessi
mál. Það virðist vera almennt
áhugaleysi á meðal nemenda á því
að breyta núverandi kerfí. Þegar
einstök mál koma upp eins og
þessi, hlaupa nemendur skyndilega
til handa og fóta og kvarta yfir
því hve deildin er ómöguleg, en
þess á milli nennir enginn að standa
í því að þrýsta á breytingar.
Auk þess er samandsleysi kenn-
ara og nemenda gífurlegt, nemend-
ur erajafnvel hræddir við kennar-
ana. Ég veit um dæmi þess að
nemandi sem féll og taldi sig órétt-
læti beittan, þorði ekki að aðhafast
neitt í sínum málum af hræðslu við
að fá kennarann upp á móti sér, í
raun og veru að ástæðulausu.
Það er heldur enginn sem styður
við bakið á þeim sem vilja leiðrétta
sín mál gagnvart kennuranum, því
að Orator er greinilega ekki hags-
munafélag fyrir okkur laganema.
Það virðist aldrei hafa verið litið á
félagið sem slíkt, því miður.“
Finnst þér fallið í lagadeild-
inni ekki óeðilegt?
„Fallið á fyrst ári er langmest
og það er í raun ekki óeðlilegt þar
sem bilið er mikið á milli mennta-
skóla og háskóla. Fólk kann ekki
að takast á við þær kröfur sem
farið er fram á í lagadeildinni og
fyrir mig sjálfa var það mjög mikið
stökk að koma upp í háskólann úr
menntaskóla. Það þyrfti í raun að
gera miklu meiri kröfur í mennta-
skóla.“
Er laganámið ekki bara orðið
of þungt og miskunnarlaust?
„Nám í háskóla hlýtur auðvitað
að vera frekar þungt og það má
segja að eins og fyrirkomulagið er
núna, þá er það frekar miskunnar-
laust. Mér finnst þó alveg sjálfsagt
að gerðar séu miklar kröfur til
okkar nemendanna, ef kennararnir
gerðu meiri kröfur til eigin kennslu.
Þeir virðast hins vegar margir hafa
lítinn áhuga á kennslunni og leggja
ekki mikið upp úr henni. Kröfurnar
sem þeir gera til okkar yrðu full-
komlega réttlætanlegar, gerðu þeir
sömu kröfur til sjálfs sín.
Kennararnir era þó alls ekki all-
ir svona áhugalausir og maður finn-
ur strax muninn þegar kennarinn
sýnir bæði námsefninu og fólkinu
sem er að læra það, áhuga," sagði
María Thejll.
i