Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Sundlaugin í Reykjar-
firði N-ís. fimmtíu ára
Búið að draga fána að hún 16. júlí sl. Sundlaugin tilbúin til hátíða-
halda.
eftirJónu Valgerði
Kristjánsdóttur
Hornstrandir
Fyrir 50 árum þegar Hornstrand
ir voru nefndar á nafn, sá fólk fyr-
ir sér harðbýlt landsvæði, umgirt
háum fjöllum — jöklum, og ófænim
jökulvötnum, kolmórauðum. — Úfið
haf eða hafís undan landi. Maðurinn
í smæð sinni yrði að lúta þessum
náttúruöflum, og laga sig að þeim.
Það fólk sem þarna bjó var líka
mótað af umhverfinu á vissan hátt.
Það hafði kjark og þrautseigju, það
gafst ekki svo auðveldlega upp, þó
á móti blési, en tókst á við erfiðleik-
ana, og hafði sigur í þeirri viður-
eign. Það fara ekki sögur af mörgu
sem þannig var unnið, þó vert væri
að færa í letur. En af einu stórvirki
sem unnið var fyrir 50 árum sést
árangurinn enn í dag. Það var stór-
virki að reisa sundlaug í Reykjar-
firði við Geirólfsgnúp árið 1938.
Og 2. júlí sl. voru liðin 50 ár frá
vígslu hennar. í tilefni þess er rétt
að rekja hér lítillega sögu sundlaug-
arbyggingar í Reykjarfirði.
Frumkvöðull að byggingu laug-
arinnar var Jóhannes Jakobsson í
Reykjarfírði. Þegar hann var 12 ára
gamall, voru honum og fleiri ungl-
ingum í Reykjarfírði kennd sund-
tökin. En sundlaug var engin svo
ekki gafst mikið færi á að æfa þessa
nýju íþrótt. En unglingarir dóu ekki
ráðalausir frekar þá en nú. Með
Jóhannes sem fyrirliða, hlóðu þeir
stíflugarð fyrir afrennsli volgrar
tjamar sem var í Firðinum og
myndaðist þá allgóð sundlaug. Við
hana undu þeir sumarlangt, en
næsta vor ruddi jökuláin stíflugarð-
inum burt. En þeir hlóðu hann að
nýju, og gekk þannig allmörg ár.
En nú höfðu ýmsir málsmetandi
menn tekið eftir þessu fmmkvæði
unglinganna í Reykjarfirði og á
sýslufundi N-ísa§arðarsýslu vetur-
inn 1935 fékk sr. Jónmundur Hall-
dórsson prestur á Stað í Gmnnavík
því til leiðar komið að fjárveiting
fékkst til endurbóta á sundlaug í
Reykjarfirði og byijun sundkennslu
þar. Hann fékk síðan Jóhannes til
að standa fyrir framkvæmdum og
byija kennslu.
Jóhannes gekk í ungmennafélag
sveitarinnar 1936 og lagði þar fram
tillögu um sundlaugarbyggingu.
Var samþykkt að tilnefna í nefnd
til að undirbúa málið. I henni áttu
sæti Jóhannes Jakobsson, Reykjar-
fírði, Guðmundur Árnason, Fum-
fírði og Dagbjartur Majasson,
Höfðaströnd.
Vorið 1937 vom kosningar til
Alþingis, og var haldinn framboðs-
fundur á Amgerðareyri. Jóhannes
sem þá var 19 ára gamall fór á
fundinn af forvitni, því ekki hafði
hann kosningarétt. Meðal ræðu-
manna var Vilmundur Jónsson
landlæknir, sem þá var að bjóða sig
fram til Alþingis í fyrsta sinn. Að
fundi loknum gaf hann sig á tal
við Jóhannes, og spurði hvað svo
ungum manni fyndist að þingmenn
ættu helst að gera. Jóhannes svar-
aði því að lítið vissi hann um það,
en sitt áhugamál væri bygging
sundlaugar í Reykjarfirði, en til
þess vantaði Qármagn. Vilmundur
kvaðst heita á hann að ef hann
næði kosningu skyldi hann útvega
ijárveitingu frá ríkinu til sundlaug-
arbyggingar.
Leikar fóm svo að Vilmundur
hlaut kosningu, og um sumarið
1937 veitti Alþingi styrk að upphæð
kr. 600 til sundlaugarbyggingar í
Reykjarfírði, fyrir forgöngu Vil-
mundar, og seinna 300 kr. við-
bótarstyrk. En Vilmundur gerði
ekki þar með endasleppt, hann út-
vegaði teikningu af sundlaug og
sendi sement með vitaskipinu til
Reykjarfjarðar síðla sumars. I bréf-
um sem hann skrifaði Jóhannesi í
júlí og ágúst sama ár, hvetur hann
til að vel verði vandað til byggingar-
innar, grafíð vel fyrir og að notuð
verði næg járnbinding í steypuna
og efnið verði að vera fyrsta flokks.
Um haustið þegar sumarverkum
lauk í Reykjarfírði var hafíst handa
og unnið var eins lengi og hægt
var fram eftir hausti. Næsta vor
hófust framkvæmdir að nýju og
lokið við byggingu sundlaugarinn-
ar. Og 2. júlí 1938 rann upp sá
langþráði dagur, sundlaugin var
vígð að viðstöddum 73 gestum. Og
næsta dag hófst sundnámskeið með
25 nemendum.
Landeigendur í Reykjarfirði gáfu
land undir laugina. Jóhannes stóð
fyrir byggingu hennar og naut
dyggilegrar aðstoðar Guðfínns
bróður síns. Mikið var gefíð af vinnu
við bygginguna, ekki síst af þeim
Reykjarfjarðarbræðmm. Mun þar
vera um að ræða meira en 100
dagsverk. Nokkrir sveitunga þeirra
lögðu einnig fram vinnu, sem í flest-
um tilfellum var unnin endurgjalds-
laust, en það sem greitt var af
vinnulaunum greiddi Jóhannes
sjálfur, því fjárveiting Alþingis fór
eingöngu til efniskaupa.
Síðar vom byggðir búningsklefar
við laugina, sem nauðsynlegt var
ekki síst vegna þess að á hveiju
vori fóm þar fram sundnámskeið
fyrir böm úr hreppnum. En bún-
ingsklefamir hafa fyrir löngu orðið
að falla fyrir tímans tönn og vom
hreinsaðir burt fyrir nokkmm ámm.
Þá var líka orðið sýnt að gera
þyrfti átak til að endurbyggja sund-
laugina, því steypan, þó góð væri
árið 1938, var farin að láta á sjá,
og botninn tekinn að leka.
Og enn sem fyrr var það Jóhann-
es sem vakti athygli á málinu, skrif-
aði greinar í bíöð, og benti á að
úrbóta væri þörf. Hann fékk þannig
bæði loforð um einhver framlög frá
velunnumm laugarinnar og skát-
amir á Isafírði lofuðu vinnu, þegar
verkið hæfíst. Sumarið 1986 var
sundlaugin endurbyggð. Lögðu
menn úr Hjálparsveit skáta á
ísafírði leið sína norður í Reykjar-
flörð og hjálpuðu til við verkið.
Gekk það bæði fljótt og vel. Bakkar
laugarinnar vom svo pússaðir og
tyrft í kring, og laugin máluð hvít.
Þar með var hún aftur tilbúin að
taka á móti gestum sem leið eiga
um Homstrandir, enda leggja
margir leið sína í Reykjarfjörð og
njóta þar ókeypis hvfldar og hress-
ingar í þessari perlu Hornstranda.
Hvít og glampandi fögur með létta
gufubólstra sem stíga upp úr hreinu
og tæm laugarvatninu, því brenni-
steinslykt finnst ekki, mun sund-
laugin næstu áratugina hvíla marg-
an þreyttan ferðalang.
Ekki er hægt að ljúka svo þess-
ari frásögn að ekki sé getið ábú-
enda í Reykjarfírði, sem ár eftir ár
meðan búið var í Firðinum tóku á
móti öllum nemendum sem sóttu
sundnámskeiðin á vorin. Oft var þá
fjölmennt í heimili hjá Matthildi og
Jakobi í Reykjarfirði, sem höfðu
flesta nemendur í fæði og húsnæði
meðan námskeiðin stóðu. Má t.d.
nefna að þegar sundlaugin var vígð
árið 1938 tóku þau á móti öllum
þeim gestum sem þangað komu og
allir vom í mat og kaffi, og nokkr-
ir gistu. Eins og áður sagði vom
73 gestir við vígslu laugarinnar.
Margt fleira mætti sjálfsagt hafa
mörg orð um, en það verður þó
ekki gert að sinni. Sú sem þetta
ritar átti þess kost að vera einn af
nemendum Jóhannesar á sundnám-
skeiði árið 1942, og fékk þar fyrsta
sundskírteinið.
Hér hefur í stómm dráttum verið
rakin saga af sundlaugarbyggingu
á Homströndum fyrir 50 ámm. Sú
saga vitnar um stórhug og bjart-
sýni þess fólks, sem þar lagði hönd
á plóginn. Það sama fólk hefur
haldið lauginni við, í öll þessi ár,
og eins og áður sagði hefur hún
nú verið endurbyggð.
En víkjum nú til nútímans.
Það var svo sannarlega fullt til-
efni til að minnast þessara tíma-
móta í sögunni og það var líka
gert á myndarlegan hátt hinn 16.
júlí sl. Þá var samankominn í Reykj-
arfirði hópur fólks á öllum aldri,
alls um 50 manns, en hefðu verið
fleiri ef veðurguðirnir hefðu verið
hliðhollari. í Fumfirði vom um 15
manns sem ekki komust því ekki
gaf sjóleiðina og einhveijir vom
væntanlegir austan að en urðu
sömuleiðis að bíða. Eins og segir í
sögunni, það er ekki nóg þó kóngur
vilji sigla, því byr verður að ráða.
En þeir sem vom svo heppnir að
vera mættir tímanlega fóm einskis
á mis. Hátíðahöldin hófust kl. 14.00
með hátíðarsamkomu við sundlaug-
ina, þar var rakin saga byggðar í
Reykjarfirði í 200 ár, og saga sund-
laugarbyggingarinnar. Laugin
formlega tekin í notkun eftir miklar
endurbætur og gerði það ung og
spengileg sunddrottning 10 ára
gömul, dóttir Ragnars, eins af eig-
endum Reykjarfjarðar. Síðan var
skellt á boðsundi með 8 ungmenn-
um, piltum og stúlkum, sem vom
á staðnum, og var það afar
skemmtilegt. Og því næst afhenti
Jóhannes þeim félagasamtökum
sem styrkt hafa endurbyggingu
laugarinnar með vinnu og/eða fjár-
munum veggskildi með áletmn til
minningar. Og ekki nóg með það
heldur fengu allir viðstaddir sinn
minnispening með áletmn, í tilefni
dagsins. Vafalaust eiga þessir grip-
ir eftir að verða verðmætari eftir
því sem árin líða, því upplagið var
takmarkað við það að vera handa
þeim, sem þarna væm.
Að lokinni þessari eftirminnilegu
dagskrá, sem krydduð var með söng
og harmonikuspili, var boðið til
|
Háskólanám
í kerfisf ræði
Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að
skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast
kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur.
Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af hag-
fræðibraut Ijúka námi á þremur önnum en aðrir geta þurft að
sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð
á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvu-
deildum fyrirtækja auk nýstúdenta. Sérstaklega skal bent á að
þeir, sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í starfi, þurfa að
sækja nú þegar um innritun á vorönn. Nemendur, sem vilja halda
áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við
kennslustjóra um möguleika á því.
Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar:
Fornám:
Bókfærsla
Rekstrarhagfræði
Tölvufræði
Stærðfræði
Vélritun
Fyrsta önn:
Grunnnámskeið
Turbo Pascal
Almenn kerfisfræði
Stýrikerfi
Verkefni
Önnur önn:
Kerfishönnun
Kerfisforritun
Gagnasöfn og upplýsingakerfi
Forritun í Cobol
Gagnaskipan
Þriðja önn:
Lokaverkefni
Stutt námskeið í ýmsum greinum svo sem:
Tölvufjarskipti, verkefnisstjórnun, forritun-
armálið ADA, „Object-oriented" forritun,
þekkingarkerfi, OS/400 stýrikerfi.
Innritun á haustönn stendur yfir til 15. ágúst en umsóknarfrestur
fyrir vorönn er til 16. september nk. Umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður
til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi meðan innritun stend-
ur yfir og í síma 688400.
TÖLVUHÁSKÓLI V.í.