Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
21
baksýn.
ert botnað í þessum mannverum
sem lögðu undir sig yfirráðasvæði
þeirra. En nú var yngsta kynslóðin
farin að verða hvíldar þurfí, sem
eðlilegt var.
Ekki voru þó allir búnir með
orkuskammt dagsins, því flestir
þáðu boð húsmóðurinnar í gamla
bænum, sem búið var að gera svo
ósköp notalegan með nýrri eldavél
og hvítri og blárri málningu á rétt-
um stöðum. Það var sem sé farið
í stofuna og dansað af krafti fram
á nótt, og eldra fólkið sagði að
þetta hefði einmitt verið gert fyrir
50 árum, en þá var húsið nýbyggt
og ekki búið að stúka sundur í her-
bergi. En þá voru líka 100 manns
á staðnum, en 50 nú, svo þetta var
allt í besta lagi.
Hátíðahöld í tilefni 50 ára af-
mælis sundlaugarinnar stóðu því í
12 tíma samfellt, og hefðu áreiðan-
lega ekki tekist betur, þó nær hefði
verið hinni svokölluðu menningu.
Þama var fólk sem kunni þá list
að skemmta sér af lífi og sál án
þess að þurfa til þess neina vímu-
gjafa, sem þykja oftast, illu heilli,
ómissandi. Væri óskandi að sem
flestir ættu þess kost að kynnast
því, hvemig er hægt að auðga líf
sitt með heilbrigðum skemmtunum,
sem skilja eftir minningar sem
geymast um aldur og ævi.
Það er a.m.k. víst að allir þeir
sem þarna fóru, fóru til síns heima,
ríkir af góðum og glöðum minning-
um. Minningum um afreksverk sem
unnið var fyrir 50 ámm, minningum
um hlýjar móttökur og vináttu
heimamanna. Og minningum um
ógleymanlegan viðburðaríkan og
framúrskarandi skemmtilegan dag.
Höfundur er fædd i Reykjarfirði,
en ernú skrifstofumaður á
ísafirði.
kaffiveislu á heimili Ragnars og
Sjafnar, og þar var nú ekki ætlast
til að menn færu svangir frá borði,
enda húsmóðirin rómuð fyrir gest-
risni, og sérlega gómsæta rétti bara
dags-daglega. Borðin svignuðu
undan flatkökum og fínu brauði,
ilminn lagði um húsið af nýbökuð-
um tertum, og brátt sátu allir og
dæstu af vellíðan. Síðan varð auð-
vitað að reyna að hjálpa til við að
melta þetta, með því að fara aftur
út, og nú var farið í leiki á gras-
flötinni fyrir utan húsið, og þar var
ekkert kynslóðabil, allir tóku þátt
í leikjunum.
En einmitt þegar meltingarfærin
voru um það bil að sigra í barátt-
unni við allt sem var innan þeirra
vébanda, er þá ekki klukkan orðin
sjö og boðið til kvöldverðar á sama
stað. Og enginn stóðst mátið, því
hváð gerir maður ekki þegar svið,
hangikjöt og grillaðir kjúklingar eru
annars vegar.
Um kvöldið var kveiktur varðeld-
ur á Sandinum og þá var sungið
og dansað í heila 2 tíma og aldrei
blásið úr nös. Það mátti heita að
heil hljómsveit léki undir þó ekki
ætti hún margra vikna æfingar að
baki, því sumir höfðu aldrei sést
áður, en það gerði ekkert til, söng-
og danslög bókstaflega spruttu
undan fingrum þeirra Einars
Hreinssonar, Lovísu fararstjóra og
Hermanns Þórs. Kríurnar og aðrar
fuglategundir lögðu líka sitt af
mörkum, þó þær hafí annars ekk-
(loayt
TVÖFALT OG
ÞREFALT
SÓLARPLAST
FYRIR GRÓÐURHÚS
OG SÓLSKÁLA
GÓÐEINANGRUN
v !Mífl|L ereinfalt í
uppsetningu með
álprófilum.
dCKIl|t
erúrAcryl
plastgleri sem hefur meira
veðrunarþol en önnur
plastefni.
H
Háborg hf
Skútuvogi 4
S: 82140 & 680380.
Ekki án feröatryggingar
Ekkert fær raskað ró þinni á ferðalaginu ef þú ert með
Ferðatryggingu SJÓVÁ upp á vasann.
Farðu því ekkert án Ferðatryggingar SJÓVÁ.
Hún sameinar allar tryggingar sem ferðamenn þurfa á að halda:
Ferðaslysatryggingu, ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu,
ferðarofstryggingu og SOS neyðarþjónustu.
Þú getur keypt þér trygginguna um leið og þú sækir
gjaldeyrinn því Ferðatrygging
SJÓVÁ fæst líka á öllum
afgreiðslustöðum Landsbanka
Islands.
Tryggingarfélag í einu og öllu.
Sjóvátryggingarfélag Islands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91)-692500.