Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRHALL JÓSEPSSON Umbrot á bflamarkaðnum Markaðurinn leitar jafnvægis og það gengur ekki þrautalaust fyrir umboðin VARLA HEFUR það farið fram hjá mörgTjm, að nokkur bílaum- boð hafa undanfarnar vikur auglýst vöru sína, bílana, á vild- arkjörum. í þessum auglýsing- um má lesa um ótrúleg tilboð: Innflutningsverð, vaxtalaus lán, óverðtryggð lán á lágum vöxt- um, 100 þúsund króna afslátt, 25% útborgun. Notaðir bílar eru settir á prúttmarkað. Er þetta eðlilegt eða er þarna um að ræða örvæntingarfullar tilraun- ir til að auka veltu og/eða losna við miklar birgðir? Eru þessi fyrirtæki að fara á hausinn? Volvo umboðinu, Velti hf., var bjargað með því að nýir fjár- sterkir eigendur yfirtóku fyrir- tækið. Hvernig gerist þetta? Nýliðin tvö ár voru seldir hér fleiri innfluttir bílar en nokkru sinni fyrr. Á þessu ári stefnir i að um 13.000 nýir fólksbílar verði fluttir inn og er það rúm- lega fjögur þúsund bílum meira Markaðshlutdeild tegunda nýrra bifreiða í júní. AE-Lada Mazda Toyota Mitsubishi Subaru Alls voru fluttar inn 1132 bifreiðir Hlutdeild tegunda nýrra bifreiða jan.-júní 1988 AE-Lada Daihatsu , Mazda Mitsubishi Toyota Subaru Alls voru fluttar inn 7660 bifreiðir áður hefði verið haldið gangandi. Það ýtti enn frekar undir þessa þróun, að lagður var á bflana þungaskattur, ákveðin krónutala á hvert kfló sem bfllinn vegur. Það fór því að kosta peninga að eiga bfl, þótt hann væri ekki í notkun. í dag eru um 130.000 fólksbílar á skrá og spáð er að fluttir verði inn 13 til 15 þúsund bflar á árinu. Það þýðir, ef framhald verður á þessu hlutfalli næstu ár, að bflafloti landsmanna endumýjast á níu til tíu ára fresti að jafnaði. Breyttur markaður Slík endumýjun þýðir ennfrem- ur að jafnvægi hefur náðst á bíla- markaðnum. Hér eftir geta umboð- in ekki aukið sölu sína, nema það gerist á kostnað einhvers annars. Eins dauði er annars brauð. Vert er þó að hafa í huga að miðað við spá um að 13 til 15 þúsund bílar seljist á árinu mega umboðin vel við una. Þetta ár verð- ur í flokki með árinu 1986 og þar með eitt af bestu ámm umboðanna hvað ijölda seldra bfla varðar. Aðeins 1987 var betra. Enn er því af miklu að taka, kakan hefur ekki minnkað, heldur stækkað, sé tekið mið af öðrum ámm en 1987. Því er með fullum rétti hægt að halda fram þeirri skoðun, að enn ríki hið mesta góðæri í bflainnflutn- ingi og að svo verði áfram á með- an innflutningurinn helst í þessu horfi. Áfyllingarmarkaður Fróðir menn um bflamarkaðinn hafa tjáð Morgunblaðinu, að mark- aðurinn hafí mettast á tímabilinu aprfl-maí í vor. Síðan þá er því um áfyllingarmarkað að ræða, sem þýðir að salan verður stöðug. Salan en meðaltal áranna 1978—1987. Þrátt fyrir þessa miklu bílasölu eru sum umboð í erfiðleikum, jafnvel alvarlegum erfiðleikum. Bílar voru verðmæti Meðalaldur bfla hefur iengst af verið ákaflega hár hér á landi mið- að við flest nágrannalönd okkar. Bflum hefur verið haldið gangandi lengur en góðu hófí gegnir, með tilliti til viðhaldskostnaðar og akst- ursöryggis. Ástæður þess, að menn héldu svo lengi í bfla sína voru einfaldlega að hægt var að selja þá aftur og fá peninga fyrir þá. Bílamir voru verðmæti. Forsenda þess var hátt verð nýrra bfla. End- umýjun bílaflotans var hæg, á ári hveiju seldust allt frá 2.888 upp í 8.947 nýir fólksbflar á árunum 1971 til 1985. Þá skipti skyndilega um. Flóðbylgja í mars 1986 lækkuðu tollar af bflum vemlega og í kjölfarið kom bullandi bílasala. Rúmlega þrettán þúsund nýir fólksbflar seldust það ár og um átján þúsund 1987. Þó fjölgaði bflum á skrá ekki í sam- ræmi við þetta. Gömlu druslumar tóku að týna tölunni örar en áður, bflum var einfaldlega hent, sem Markaðshlutdeild í innflutningi nýrra bfla janúar-júní, 1988. !!É!i ...... : V mmm llip mmm liii :: v.-XvXv. illli L-i— i y Bifreiðir og Hekla landbúnaðarv. Egill Vil- Kristinn Globus Bílvangur Jöfur hjálmsson Guðnason Brimborg Sveinn Egilsson Honda Bílaborg Ræsir Ingvar Helgason Toyota Vcltir Morgunblaðið/AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.