Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Bretland:
Líffæri úr svín-
um grædd í menn?
St.Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HÓPUR lækna við Dulwich-
sjúkrahúsið i London hyggst
gera tilraunir með að græða
iíffæri úr svínum í menn. Ymsir
talsmenn dýraverndunarsam-
taka hafa mótmælt þessum fyr-
irætlunum. Bresku læknasam-
tökin ætla að setja reglur um
notkun líffæra úr dýrum. Skurð-
læknirinn sem upplýsti fjölmiðla
um málið hefur sagt sig úr rann-
sóknarhópnum vegna óánægju
samstarfsmanna sinna.
í frétt The Sunday Times síðast-
liðinn sunnudag kemur fram að
tilraunir með að græða nýru úr
svínum í fé hefjast í september og
munu standa í sex mánuði. Ef sú
tilraun gengur vel munu tilraunir
heijast með menn. Nú þegar hefur
vísindamönnum í þessum hóp tek-
ist að sýna fram á að nýra úr svíni
starfar vel með mannsblóði.
Michael Bewick, einn af fremstu
skurðlæknum Breta, sagði að
tækjust þessar tilraunir, leysti það
mikinn vanda, því að mikill skortur
væri á líffærum. Hann sagði einn-
ig að svín væru sérstaklega vel til
þess fallin að ljá mönnum líffæri,
því að þau væru eins konar „lárétt-
ir menn“: 100 kílóa svín hefði nýru,
sem hæfðu 100 kflóa manni.
Aðalerfiðleikamir við að græða
líffæri úr öðrum tegundum í menn
eru þeir að líkaminn hafnar þeim.
Læknunum við Dulwich-sjúkra-
húsið hefur tekist að þróa síu, sem
hreinsar þau efni úr blóðinu, sem
stjóma þessum viðbrögðum. Þeir
telja einnig að þeir hafi náð tökum
á þeim vanda að fmmur í
svínslíffærinu hafna nýjum líkama.
Michael Bewick segir að sig
skipti ekki miklu máli hvort hann
skeri upp svín eða mann, en hann
eigi hins vegar eftir að telja skurð-
hjúkrunarkonumar á að hleypa
svíni inn á skurðstofuna.
Læknamir hafa fengið leyfí hjá
siðanefnd sjúkrahússins til þessara
tilrauna og eru nú að sækja um
leyfi til innanríkisráðuneytisins.
Ef menn á annað borð telja rétt
að neyta svína virðast engar skyn-
samlegar siðrænar ástæður mæla
á móti þessum tilraunum.
Ýmis dýravemdunarsamtök
hafa mótmælt þessum tilraunum á
þeim forsendum að það að ala svín
sem líffærabanka væri nær hryll-
ingssögu en læknavísindum. Ekki
er talið að stjómmálamenn geti
gert sér mat úr þessu máli þar sem
dýr séu almennt nýtt í tilraunir að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Á mánudag síðastliðinn sagði
Michael Bewick sig úr rannsóknar-
hópnum vegna óánægju sam-
starfsmanna sinna sakir þess að
hann hafði ekki ráðfært sig við þá
um ummæli sín við fjölmiðla fyrir-
fram. Ýmsir aðrir hafa einnig látið
í ljósi ótta um að þessar fréttir
dragi úr því að fólk gefí líffæri
sín. Einnig hafa aðrir læknar látið
í ljósi efasemdir um að ígræðsla
líffæra úr svínum geti orðið varan-
leg og það sé fráleitt að ætla að
slík ígræðsla geti hafíst á næsta
ári.
Þumall íyfirstærð
Vegfarandi í Seoul virðir fyrir sér bronzþumal í yfirstærð, sem koma á fyrir i Ólympiugarðinum
í suðurhluta borgarinnar. Höggmyndin, sem heitir „Þumallinn“ og er eftir franska höggmyndasmið-
inn Cesar, er meðal fjölda listaverka sem verða til sýnis á meðan Ólympíuleikunum i Seoul stendur.
Framlög til landvarna:
Reagan forseti gegn til-
lögum Bandaríkjaþings
Demókratar segja ákvörðunina tilraun til að kasta rýrð á þá
Wookínfftnn Pnnlnr ** *
Washington. Reuter.
TALIÐ er að sú ákvörðun Reagans Bandaríkjaforseta að beita
neitunarvaldi sínu gegn tillögum meirihluta demókrata í báðum
deildum þingsins um framlög til landvarna geti leitt til nýrra átaka
milli forsetans og þingsins. Þingið lækkaði ekki niðurstöðutölur
þær sem áður hafði náðst samkomulag um milli stjórnarinnar og
þingsins, tæplega 300 milljarða Bandaríkjadala, en breytti hins
vegar skiptingu fjárins til hinna ýmsu verkefna, m.a. var framlag
til geimvarnaáætlunarinnar lækkað. Frammámenn demókrata
segja að forsetinn sé með ákvörðun sinni að reyna að gefa Ge-
orge Bush, forsetaframbjóðanda repúblikana, vopn í hendur í
kosningabaráttunni; markmiðið sé að fá kjósendur til að draga
vilja demókrata til að halda uppi nauðsynlegum vörnum i efa.
„Ég hef auðsýnt þolinmæði þeg- og forsetanum skipað að fara að
ar vinstrisinnar í þinginu hafa
reynt að skaða vamarmátt okkar,
þann vamarmátt sem verið hefur
grundvöllur árangurs okkar í al-
þjóðastjómmálum, en þolinmæði
mín er á þrotum. Þessar tillögur
myndu merkja einhliða eftirgjöf
gagnvart Sovétmönnum. Þær yrðu
hættulegt fordæmi þess að binda
hendur forsetans í komandi af-
vopnunarviðræðum," sagði forset-
inn á fréttamannafundi á miðviku-
dag er hann skýrði frá ákvörðun
sinni.
í tillögum þingsins er framlag
til geimvamaáætlunarinnar og
MX-kjamaflauganna, sem koma á
fyrir á jámbrautarvögnum,
minnkað úr 4,9 milljörðum Banda-
ríkjadala í 4,1 milljarð. Aukið er
framlag til Midgetman-flauganna
vissum ákvæðum samnings risa-
veldanna frá 1979 um takmörkun
kjamavígbúnaðar (SALT 2). Einn-
ig verður hann að hlíta hinni svo-
nefndu „þröngu túlkun“ á ákvæð-
um gagnflaugasamningsins frá
1972 um bann við vopnatilraunum
í geimnum. Séu tveir þriðju hlutar
þingmanna í hvorri þingdeild sam-
mála geta þeir hrundið neitunar-
valdi forsetans en við atkvæða-
greiðslu um tillöguna náðist sá
meirihluti aðeins í öldungadeild-
inni.
Einn þingmanna demókrata,
Alan Cranston, sagði að ætlun
Reagans væri að gefa George
Bush, varaforseta, vopn í hendur
með því að koma af stað umræðu
um lítinn vamarvilja demókrata.
„Það sem helst veldur áhyggjum
ingabaráttu Bush,“ sagði Crans-
ton. Formaður vamarmálanefndar
öldungadeildarinnar, demókratinn
Sam Nunn, lét svipaðar skoðanir
í ljós á þriðjudag en þá var kom-
inn á kreik orðrómur um ákvörðun
Reagans forseta. George Bush
sagðist á miðvikudag eindregið
styðja forsetann í málinu.
Reuter
Reagan forseti sést hér skiptast
á gamnyrðum við fréttamenn á
fundi i Hvíta húsinu á miðviku-
dag. Þar skýrði hann frá því að
hann hygðist beita neitunarvaldi
sínu gegn tillögum þingsins um
framlög til landvarna.
... er að þegar íjallað er um við-
kvæm og vandasöm mál er snerta
vamir landsins reynist Hvíta húsið
vera orðið að aðalstöðvum kosn-
Bílslys í
Ástralíu:
Systrum
dæmdar 100
milljónir í
skaðabætur
Kröfu tryggingafélags
um meðábyrgð stúlkn-
anna, sem voru ekki í
öryggisbeltum, synjað.
HÆSTIRÉTTUR Ástralíu
dæmdi i gær tveimur banda-
rískum stúlkum skaðabætur
að upphæð 2,8 milljónir ástr-
alskra dollara, eða jafnvirði
102 milljóna islenzkra króna,
vegna bUslyss. Stúlkurnar
stórslösuðust og misstu for-
eldra sína i bilslysinu.
Bandariska fjölskyldan var á
ferðalagi í New South Wales í
Ástralíu sumarið 1984 og lenti
í árekstri við bfl, sem ekið var
á móti á röngum vegarhelm-
ingi. Móðir stúlknanna ók
bflnum og lét lífið samstundis
en faðir þeirra, sem komst aldr-
ei til meðvitundar, dó af völdum
meiðsla sinna tveimur árum eft-
ir áreksturinn. Bílstjóri bifreið-
arinnar, sem árekstrinum olli,
beið einnig bana.
Systumar eru nú 13 og 18
ára. Sú eldri lamaðist fyrir neð-
an mitti en sú yngri mjaðmar-
grindarbrotnaði og skarst mikið
í andliti og á höfði svo að taka
varð 150 spor til að loka sáran-
um.
Dómarinn, sem kvað upp úr-
skurðinn, neitaði að taka til
greina kröfu tryggingafélags
bifreiðarinnar, sem árekstrinum
olli, um að stúlkumar bæra að
hluta til ábyrgð á 'meiðslum
sínum þar sem þær hefðu ekki
verið í öryggisbeltum.