Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 27 Yfirheyrslurr í Carlssons-málinu: Leijon skellir skuldinni á yfirmann lögreglunnar Stokkhólmi. Reuter og Erík Liden, fréttarítari Morgunblaðsins. VIÐ yfirheyrslur rannsóknarnefndar sænska þingsins i Ebbe Carls- sons-málinu i gær var Anna Greta-Leijon, fyrrum dómsmálaráð- herra, yfirheyrð í sex stundir. Leijon leyfði í embættistíð sinni að bókaútgefandinn Ebbe Carlsson hæfi sjálfstæða rannsókn á morði Olofs Palmes, forsætisráðherra Svíþjóðar, í febrúar 1986. Leijon var þvinguð til að segja af sér embætti fyrir tveim mánuðum vegna afskipta sinna af málinu. Ráðherrann fyrrverandi sagði að yfirmað- ur sænsku ríkislögreglunnar, Nils-Erik Áhmansson, bæri ábyrgð á athæfi Carlssons. Ne Win, fyrrverandi formaður sósíalistaflokksins í Burma, ög Sein Lwin, núverandi formaður flokksins. Burma: Herlögum mót- mælt í Rangoon Bangkok. Reuter. „Það var ekki ég heldur yfirmað- ur ríkislögreglunnar sem hafði sam- band við Carlsson. Mitt hlutverk var ekki að meta gildi þeirra upplýs- inga sem Carlsson hafði aflað. Ah- mansson átti að annast það,“ sagði Anna-Greta Leijon. Hún viður- kenndi þó að það hefðu verið mis- tök að hún skyldi rita meðmælabréf handa Carlsson til að auðvelda hon- um að fá upplýsingar _hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. í bréfínu er ítrekað að Carlsson starfí fyrir sænska dómsmálaráðuneytið. Lei- jon sagði að Carlsson hefði komist á hnotskóg um samsæri um að myrða annan sænskan stjómmála- mann. Þingnefndin reynir að grafast fyrir um það hver hafí gefíð fyrir- mæli um að ólöglegum hlustunar- tækjum yrði smyglað inn í landið af Carlsson. Áhmansson og Sune Sandström, yfirmaður öryggislög- reglunnar, Sápo, eru taldir hafa um fímm mánaða skeið skipulagt ólög- legt eftirlit með kúrdískum stjórn- málasamtökum, PKK. Lögfræðing- ar í Svíþjóð telja nú margir að málið geti leitt til afsagnar Áh- manssons. Á miðvikudag kom fram að kvöldið sem forsætisráðherrann var myrtur fór hann ekki eftir þeim reglum sem hann hafði samið um Bandaríkin: Ekkert lát á skógar- eldunum Chicago. Reuter. Á MEÐAN steikjandi hiti er í aust- urhluta Bandaríkjanna halda slökkviliðsmenn f vesturhluta landsins áfram að beijast við skógarelda sem þegar hafa farið yfir þúsundir hektara af landi. Þar af hafa 50.000 hektarar i Yellowstone-þjóðgarðinum í Wy-. oming orðið eldinum að bráð. Talið er að eldarnir hafi enn ekki náð hámarki sfnu. Að sögn. Amolds Harigans, tals- manns eldvamaeftirlitsins í landinu, hefur verið tilkynnt um 45% fleiri elda í ár en í fyrra. Ellefu þúsund slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir út til að vinna bug á þeim. „Það sem við raunverulega þurf- um núna er rigning og síðan langur, kaldur og votur vetur, snjóavetur," er haft efír Harigan í vikunni.„ Lítil snjókoma síðastliðinn vetur gerði það að verkum að skógamir vom sérstak- lega þurrir í sumar.“ Nú hefur að nýju borið á þurrkum í austurhluta Bandaríkjanna en eins og kunnugt er ollu þeir miklu tjóni fyrr í sumar. Bændumir eiga þó von á nokkmm sárabótum því að í síðustu viku samþykkti Bandaríkjaþing að veita þeim aðstoð. Fmmvarp um stuðning til bændanna hefur þó ekki verið endanlega afgreitt í þinginu því að deildir þingsins eiga enn eftir að koma sér saman um hvemig haga beri stuðningi við kjötframleiðendur auk þess sem enn á eftir að ákveða hvort verð á mjólk verði hækkað. Búist er við að frumvarpið verði end- anlega afgreitt frá þinginu í næstu viku. Talið er að stuðningur til bænd- anna muni nema á milli 4,3 og 5,3 milljörðum dala (198-244 miljörðum íslenskra króna). við sænsku öryggislögregluna, Sápo. Fyirum yfirmaður lögregl- unnar, Sven-Áke Hjelmroth, sagði að Palme hefði lofað að hringja til lífvarðanna ef hann færi úr íbúð '• sinni í miðborg Stokkhólms. Um kvöldið fór hann í kvikmyndahús með konu sinni, án þess að hringja, og var skotinn til bana af óþekktum tilræðismanni. Hjelmroth staðfesti orðróm þess efnis að Palme hefði verið illa við að vera undir eftirliti lífvarða, hvort sem hann var í Svíþjóð eða erlendis. Hjelmroth og Holger Romander, fyrrum yfírmaður ríkislögreglunn- ar, vísuðu á bug fullyrðingum Ebbe Carlssons um að lögreglunni hefðu borist morðhótanir í garð forsætis- ráðherrans. Carlsson segist hafa rætt hótanimar í síma við Hjelm- roth. „Eg nota aldrei venjulegan síma til að ræða mál af þessu tagi," sagði Hjelmroth við yfirheyrslumar. Hann sagði að ekki hefðu borist neinar hótanir sem réttlættu aukna varðgæslu til handa Palme. Áhmansson kom fyrir rannsókn- arnefndina í annað sinn í gær, í þetta skipti að eigin ósk,- Sagði hann fyrri yfírheyrsluna ekki hafa varpað nógu skím ljósi á gerðir sín- ar í máli Ebbe Carlssons. Áhmans- son var sveittur og leið greinilega ekki vel í skjannabirtu sjónvarps- lampanna er hann svaraði hvössurfi spumingum nefndarmanna. Hann neitaði harðlega ásökunum þess efnis að Ebbe Carlsson hefði hann í vasanum og flutti langa og ítar- lega vamarræðu fyrir sjálfan sig sem hann lauk með því að vitna til þess mikla álits er hann hefði notið sem lögréglustjóri í Málmey. Hins vegar virtist hann ekki geta gefið nefndinni neinar gagnlegar upplýs- ingar um athafnir Carlssons. ÞTJSUNDIR manna söfnuðust saman í Rangoon, höfuðborg Burma, í gær til að mótmæla herlögum sem Sein Lwin, hinni nýi leiðtogi Burma, lýsti yfir á þriðjudag. Hermenn hleyptu af viðvörunarskotum til að dreifa mannfjöldanum. Ekki er ljóst hvort einhver slasaðist. Fólk safnaðist saman í Rangoon og. mestur mannfjöldi, um það bil 10.000 manns, kom saman um- hverfis pagóðu sem staðsett er í miðri borginni. Fljótlega birtust 25 jeppar, hlaðnir hermönnum, á svæð- ið og dreifðu hermennimir mann- fjöldanum með því að skjóta upp í loftið. Hermenn hafa verið á ferli í mið- borg Rangoon frá því á þriðjudag þegar Sein Lwin, sem fyrir tíu dög- um tók við formennsku sósíalista- flokksins í Burma, lýsti yfír herlög- um í landinu. Hermenn standa vörð við allar helstu byggingar í borg- inni. Að sögn íbúa í Rangoon hefur útgöngubanni ekki verið lýst yfír í borginni og skólar eru enn opnir. Undanfama mánuði hafa hundruð manna fallið í átökum við lögreglu- menn sem bælt hafa niður mót- mælaaðgerðir stúdenta og annarra andófsmanna af mikilli grimmd. Um síðustu helgi voru nokkrir for- ystumenn andófsmanna, þ.á m. nokkrir fyrrverandi sendiherrar, hnepptir í varðhald. Brugðið á leik Reuter Malasiski slöngusafnarinn hér að ofan segist að minnsta kosti eyða tveimur tímum á dag í að leika sér við slöngurnar sinar. Þetta segir hann að sé nauðsynlegt til þess að þær viti hver er húsbóndinn! Virtur sérfræðingur ritar grein í sovéskt vikurit: Samyrkjubúskapur Stalíns leiddí hörmungar yfir þjóðina Vikið að hörmungunum og hungursneyðinni í Úkraínu 1932-1933 Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR landbúnaðarsér- fræðingur segir í grein sem birtist í nýjasta hefti tímarits- ins Liieratúmaja Gazeta að samyrkjubúskapur, sem Jósef Stalín þröngvaði upp á þjóðina, hafi lagt landbúnað í Sovétríkj- unum i rúst og leitt matvælas- kort yfir þjóðina. 15 milljónir manna hafi misst heimili sín, þar af hafi ein milljón verið send i þrælkunarbúðir en 12 milljónir manna hafi verið fluttar til Síberíu. Athygli vek- ur að greinarhöfundur minnist á hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933, sem talið er að hafi kostað milljónir manna lífið. í grein sinni segir Vladímír Tíkhonv að smábændur hafí þurft að færa miklar fómir er Stalín innleiddi samyrkjubúskap í Sov- étríkjunum á árunum 1929-1933. „Smábóndinn var sviptur landi sínu og fékk engu að ráða um hvemig framleiðslu hans var ráð- stafað. Hann hætti að vera eigin herra og varð þess í stað að verk- færi sem framkvæmdi skipanir". Thíkonov getur þess að hung- ursneyðin 1932-1933 hafi kostað milljónir manna lífið í Ukraínu og í Norður-Kákasus. Smábændur hafi dáið „í kyrrþey“ er hermenn neyddu þá til að afhenda upp- skeru sína. Hingað til hefur ekki verið fjallað á svo opinskáan hátt um hörmungarnar í Úkraínu en talið er að allt að sjö milljónir manna hafí týnt lífí þar á þessu tímabili. Thíkonov, sem á sæti í Vísindaakademíu Sovétríkjanna, getur þess sérstaklega að Vladímír Lenín hafi ákveðið árið 1921 að afhenda smábændum aftur ríkisjarðir eftir að hafa gert sér ljóst að afskipti ríkisvaldsins væm ekki til þess fallin að auka landbúnaðarframleiðslu. Enda hafí framleiðslan aukist strax í kjölfar þessa, íbúar í hinum ýmsu borgum hafi ekki lengur þurft að líða skort og unnt hafi reynst að he§a útflutning á landbúnaðaraf- urðum. Stalín hafi hins vegar ákveðið að innleiða samyrkjubú- skap árið 1928. Það hafi verið pólitísk ákvörðun og margir ráða- menn innan kommúnistaflokksins hafi lagst gegn henni. Margir þessara manna voru leiddir fyrir aftökusveitir, að sögn Tíkonovs. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi hefur hingað til haldið því fram að samyrkjubúskapur hafi reynst vel í Sovétríkjunum og harðlínumenn í kommúnista- flokknum eru almennt þessarar skoðunar. Gorbatsjov virðist hins vegar hafa skipt um skoðun ef marka má ummæli hans á mið- stjómarfundi sovéska kommúni- staflokksins um síðustu helgi þar sem hann hvatti til þess að smá- bændum yrðu fengnar ríkisjarðir á leigu í því skyni að uppræta skort á nauðsynjavörum og auka frumkvæði í röðum bænda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.